Morgunblaðið - 28.08.1994, Side 17

Morgunblaðið - 28.08.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 17 í GÖMLUM þorpum eru götur þröngar og húsin standa þétt. Þorpið Gordes í Provence er eins og höggvið út úr klettinum. Þar eð ég var í mikilli geðshrær- ingu og mundi því ekki orð í frönsku, tók hann að sér málið. Hann benti á fótinn á mér, horfði fast á afgreiðslufólkið og sagði svo stutt og skipandi: Créme,<madame. Allar maddömurnar sem voru að afgreiða horfðu fyrst á hánn undrandi, síðan hver á aðra og ypptu svo öxlum. Þá fauk aðeins í hann og gerði hann með lát- bragði og snöggri hreyfingu skurð á hendi sér til að gera þeim skiljan- legt að hér væri um hættulegt sár að ræða. Sagði svo aftur, créme, og skrollaði meira að segja á r-inu og lagði áherslu á e-ið í enda orðs- ins til að gera það útlenskulegra. Þær góndu á hann og fóru svo bara að flissa þótt ég stæði þama flóandi í tárum því ég var að deyja úr blóðeitrun í blóma lífsins. Það var ekki fyrr en við bulluðum eitt- hvað út í loftið og sögðum bakt- erí, að skriður komst á málið og við fengum þetta krem í hendurn- ar. Eftir þetta reyndi ég að vera skýr í hugsun þótt aðstæður væru erfiðar. Nú bilaði til dæmis sjón- varpið hjá okkur einn daginn sem þýddi að eiginmaðurinn gat ekki séð veðurfréttirnar. Þótt ég hafi reynt að skilja^ þessa veðurfrétta- þörf heima á íslandi, fannst mér það með öllu óskiljanlegt að þurfa að sjá veðurfréttir á öllum rásum þar sem veðrið er eins alla daga. En þar sem ég sá að hann var að brotna saman af þessum sökum, settist ég niður með orðabókina og samdi ísköld og róleg texta á frönsku, sem ég ætlaði síðan að flytja eigendum íbúðarinnar. Text- inn var svohljóðandi: Við sitja heima. Við horfa sjónvarp. Skyndi- lega sjónvarp deyja. Mynd burt, hljóð heyra. Þetta las ég upphátt fyrir hjón- in og lét þau síðan hafa miðann. Það er skemmst frá því að segja, að þar sem það var laugardagur var engan viðgerðarmann að fá, en mér til undrunar létu þau okk- ur fá sitt eigið sjónvarp. En ekki nóg með það, frúin hélt síðan langt erindi með miklum handahreyfíng- um, kyssti miðann og gaf mér svo litla öskju fulla af sælgæti. Með menningarvitum í Provence er sama veðrið alla daga. Eins og flestir vita voru það gulir akrar, dimmblár himinn, græn kýprustré og blindandi sólin sem gerðu hollenska listmálarann Vincent van Gogh friðlausan. Hann fór hamförum þann stutta tíma sem hann var í Provence og er sagt að hann hafí lokið við mynd á dag. Sem barn mændi ég á myndir snillingsins í bók, fannst allt loga í myndum hans og litirn- ir hurfu aldrei úr huganum. Því var það mjög gleðilegt að sjá að litirnir hans voru þarna ennþá. Þeir eru alls staðar, jafnt í sveitum sem þorpum Provence. Við ókum um héraðið á bíla- leigubíl sem hægt er að fá á hag- stæðu verði í Marseilles. Skoðuð- um minjar frá tímum Rómveija í Arles og Nimes, gömul og falleg þorp eins og Les Baux, Roussillon, og Gordes, að ógleymdu litla stein- þorpinu Bories sem hefur staðið frá járnöld, litum inn á öll lista- söfn sem á vegi okkar urðu, kíkt- um meira að segja inn á vinnu- stofu Cézanne í borginni Aix en Provence, og sáum eiginlega allt sem við höfðum viljað sjá, nema mannvistarhella. En það fór þá aldrei svo að við fengjum ekki pata af þeim. Eftir yfírreið um héraðið ákváð- um við að kíkja á málverkin í litla byggðarsafninu í fiskiþorpinu okk- ar. Varla höfðum við stigið þar inn þegar safnvörðurinn, huggulegur maður á besta aldri, kom hlaup- andi og sagði: Alló, alló. Við brost- um á hefðbundinn hátt, sögðum líka alló og bjuggum okkur undir löng erindi á frönsku. En viti menn, maðurinn talaði ensku. Þótt við gætum nú loks haldið uppi samræðum eins og fólk með viti, var það safnvörðurinn sem hafði orðið allan tímann, því Frakkar elska að tala. Þegar hann komst að því að við værum íslensk, færð- ist hann allur í aukana, sagðist hafa kynnst íslendingi þegar hann Öllum þeim, sem glöddu mig á ótal margan veg og sýndu mér sóma á sjötugsafmœli mínu 13. ágúst sl., þakka ég hjartanlega og bið þeim virkta í bráð og lengd. Guömundur Benediktsson. Orðsending frá Fossvogsskóla Ne endur Fossvogsskóla eiga að mæta í skólann fimmtudaginn 1. september sem hér segir: 7. bekkur (nem. f. 1982) kl. 13.00. 6. bekkur (nem. f. 1983) kl. 13.30. 5. bekkur (nem. f. 1984) kl. 14.00. 4. bekkur (nem. f. 1985) kl. 14.30. 3. bekkur (nem. f. 1986) kl. 15.00. 2. bekkur (nem. f. 1987) kl. 15.30. Nemendur 1. bekkjar (f. 1988) verða boðaðir í viðtal 1. og 2. september. Skólastjóri ÞORPIÐ Bories, sem nú hefur verið gert að safni, er líklega eitt hið elsta í Frakklandi. Þar bjuggu menn fram á 19. öld, en talið er að steinkofarnir séu frá járnöld. var við nám í London og einu sinni hafi hann haft klukkutíma viðdvöl á íslandi. Síðan leiddi hann okkur um safnið, sagði sögu hverrar myndar fyrir sig, lýsti fundum rómverskra muna sem safnið átti og var svo skemmtilegur að við ætluðum aldrei að sleppa honum. Þegar hann sá áhuga okkar bauð hann okkur að koma næsta laugardag og vera viðstödd opnun sýningar í safninu á ljósmyndum sem teknar voru í nýfundnum mannvistarhelli. Hellana, sem að- eins var hægt að nálgast neðan- sjávar, hafði Frakkinn Henri Cosquer, sem er kafari, fundið árið 1991 og nú var búið að gera bók um fundinn og ljósmynda öll hellamálverkin. Þarna komst mað- ur því aldeilis í feitt. A sýningunni voru allir menn- ingarvitar bæjarins samankomnir, bæjarstjórinn auðvitað líka og kaf- arinn sem var hetja dagsins, og samræður allar fjörugar og óþvingaðar. Við reyndum að skera okkur ekki úr, drukkum hvítvin, borðuðum pítsasnittur, og töluðum bara hvort við annað með miklu handapati, því að enginn gat tal- aði við okkur. Bæjarstjórinn hélt ræðu eftir sjö tilraunir til að fá þögn í salnum, því Frakkar elska að tala, og síðan hélt safnvörðurinn ræðu. Allt í einu og fyrirvaralaust nefnir hann orðið ísland, og dregur okkur vesalingana fram á mitt gólf þar sem allir gátu skoðað okkur. Mér skildist að honum væri það mikill heiður að hafa okkur íslendingana meðal gesta. Það þótti mér auðvit- að vænt um að heyra, en þó leið mér þarna úti á gólfí eins og ég hefði búið lengi í mannvistarhelli. Eiginmaðurinn hins vegar baðaði sig í augnliti hrífandi, franskra kvenna og fannst óþarfi að flýta sér heim. Frönsk stemmning Eftir þessa uppákomu fannst mér ráðlegt að menn færu að snúa sér að einhveiju háleitara eins og kirkjubyggingum, og athuga hvernig guðsþjónustur færu fram. Við fórum í guðsþjónustu í þorpskirkjunni einn sunnudags- morguninn og var kirkjan troðfull enda ferming yfirstandandi. Ekki fannst mér tónlistin áberandi þátt- ur í messuhaldi, en aftur á móti talaði presturinn mjög lengi. Tvennt vakti einkum athygli mína bæði meðan messað var og á eftir. Ein aðalsöngkona kirkjukórsins var grindhoruð, gömul kona og tannlaus, sem hafði nokkrum dög- um áður verið að betla af okkur aura við höfnina. Þarna stóð mín kona nú uppáklædd og strokin og naut greinilega virðingar kirkju- gesta. Einnig vakti eftirtekt mína sú kurteisi sem börn og unglingar sýndu fullorðna fólkinu, og ekki síður sú kurteisi og innileiki sem unglingarnir sýndu í samskiptum sín á milli. í Frakklandi heilsast vinir með kossum á báða vanga og þarna heilsuðust hinir hörðustu gæjar með því að kyssa hver ann- an. Það ríkir einhver sérstök stemmning í kringum Frakka. Hvort þeir eru svona lífsglaðir veit ég ekki. Alla vega þykir þeim gaman að tala, borða og kyssast. Eftir þessa atferlisrannsókn verð ég að segja að þótt ég hafi kannski ekki tekið Frakka með trompi, fann ég lykilinn að þeim. Hann er sá að ávarpa þá alltaf á tungu- máli þeirra og sýna örlitla stima- mýkt. Þeir eru vanir slíku frá tím- um sólkonungsins. Mér finnst það líka dálítið gott hjá þeim að láta útlendinga ávarpa sig á frönskm Annað en sagt verð- ur um okkur íslendinga sem látum alla útlenda ferðamenn kúga okk- ur með ensku eða annarri út- lensku. Þeir eiga auðvitað að sýna okkur þá kurteisi að ávarpa okkur á íslensku fyrst. Ég vorkenni þeim ekkert að læra að segja góðan dag. Mér er líka alveg ljóst núna hvers vegna Frakkar eru snúðugir við þá sem tala ekki málið þeirra. Það er auðvitað vegna þess að þeir geta ekkert talað við slíkt fólk og Frakkar elska að tala. 5>iá(km nuvtfu 8-vikna námskeiö fyrir karlmenn sem viija komast í topp form ■ Tækjaþjálfun og tröppuþrek 3-5x í viku ■ Fitumælingar og viktun ■ Vinningar í hverri viku 3 heppnir og samviskusamir fá 3ja mán. kort í lokin. Láttu skrá þig á þetta frábæra og árangursríka námskeið. Burt með aukakílóin fyrir fullt og allt! AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.