Morgunblaðið - 28.08.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 28.08.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 19 Ur rekstri pósts og síma 1989-93 (milljónum kr. á meðalverðlagi 1993 M.kr. Eigiðfé 12.000- Rekstrartekjur 10.000' 8.000' 6.000 4.000 2.000 '90 '91 '92 '93 '89 '90 '91 '92 '93 '89 '90 '91 '92 '93 „Samkeppni kemur í framtíðinni tel ég harðast erlend- is frá; meira en frá innlendum aðilum og þess vegna þarf það það form að vera á stofnuninni að hún geti haldið sem mestum hlut íslendinga." Ljósleiðari gefur nýja möguleika - Væri ekki eðlilegra að lækka þjónustugjöld í stað þess að greiða allan þennan hagnað til ríkissjóðs? „Það er eigandans, sem er ríkis- sjóður, að segja til um en ég tel að Póstur og sími sem og önnur ríkis- fyrirtæki eigi að greiða skatta eins og önnur fýrirtæki. Við höfum skoð- að hvað við myndum greiða ef Póst- ur og sími væri rekinn sem hlutafé- lag og borgaði hefðbundna skatta og það er nokkru lægra en við greið- um í dag. Hins vegar ber þess að gæta að það er ekki fyrr en fyrir 1988 sem farið var að borga arð til ríkissjóðs. Einnig ber að líta á að ríkið hefur ekki greitt með Pósti og síma síðan sennilega fyrir stríð.“ - Svo við snúum okkur aðeins að ljósleiðurunum. Hvaða breytingu hefur lagning ljósleiðara, umhverfis landið og eins frá Kanada og Evr- ópu, í för með sér? „Rekstrarkostnaður lækkar. Það er hægt að flytja mjög mikið magn upplýsinga hvort heldur í formi tals, gagna eða mynda. Því meiri notkun því betri nýting, sem leiðir til lækk- unar gjaldskrár. Ljósleiðarahring- inn umhverfis landið má reka bæði réttsælis og rangsælis þannig að komi upp bilun er kerfinu snúið við. Eins erum við með örbylgjuna til vara og það er verið að koma henni yfir í stafrænt form á vissum leiðum. Undanfarin ár höfum við eingöngu haft jarðstöðina Skyggni fyrir sambönd til útlanda þar til fyrir ári að við settum upp varastöð á Höfn í Hornafirði. Sú stöð verður einnig notuð til vara fyrir CANTAT 3 ljósleiðarastrenginn. Þessi ljós- leiðarastrengur liggur frá Kanada til Evrópu með afgreiningu til ís- lands. Þótt eitthvað bili austan við afgreininguna þá er hægt að reka samböndin til vesturs og þaðan eft- ir öðrum leiðum til Evrópu. Svipað gildir ef hann bilar að vestanverðu. Ef hins vegar eitthvað bilar í af- greiningunni verður að grípa til jarðstöðva hér.“ - Hvað fyrir mig sem almennan neytanda; hefur þetta eitthvað að segja? „Þetta gefur nýja möguleika. Þetta getur gefið tækifæri þeim mönnum, sem vilja sinna fjarvinnslu frá austri eða vestri. Góð fjarskipta- sambönd eru forsenda viðskipta og menningar. Með nútíma fjarskipt- um og tölvuvinnslu til dæmis þá skiptir ekki máli hvort verið er að vinna hlutina í næsta herbergi, í öðru landshomi eða í öðru landi. Þarna tel ég að muni opnast mögu- leikar. Það eru aðrir sem munu sjá um þá þjónustu en við gemm þeim kleift að veita hana.“ Ferðasímakort og greindarkerfi - Eru einhveijar nýjungar fyrir GÖMLU DANSARNIR okkar sérgrein Á mánudögum og miðvikudaögum í sal félagsins í Álfabakka 14A í Mjódd. Ath. að miðstöð strætisvagna er í Mjódd. Alla mánudaga (12 tíma námskeið) Kl. 20.30-21.30 Framhaldshópur, fyrir lengra komna. Kl. 21.30-22.30 Byrjendahópur þar sem grunn- spor eru kennd ítarlega. Kennsla hefst mánudaginn 12. september 1994 Opinn tími og gömludansaæfing verður annan hvem miðvikudag, tvrst 21. sept. Kl. 20.30-21.30 Opinn tími - þú mætir þegar þér hentar. V Kl. 21.30-23.00 Gömludansaæfing - þeir sem koma í opna tímann fá frítt. • • DANSIÐ ÞAR SEM FJORIÐ ER STOFUt*L IUNI ^ Innritun og upplýsingar ísíma 871616. y utan GSM-kerfið á leiðinni? „Nú eru að koma á markað svo- kölluð ferðasímakort, þar sem menn fá ákveðið númer, og geta þá til dæmis látið símanotkun erlendis koma fram á símareikningnum heima hjá sér, ef þeir vilja losna við hin himinháu gjöld, sem hótel taka erlendis. í náinni framtíð erum við einnig að færa inn svokallað greindar- kerfí. Það kerfi greinir hvert á að tengja viðkomandi aðila til að hann fái sérupplýsingar. Þetta gæti til dæmis gengið þannig fyrir sig að maður fer í upplýsingabarika og slær inn að mann vanti upplýsingar um verð á heyi. Þá tengir kerfið mann sjálfkrafa við þann aðila, sem veit um verð á heyi, hvort heldur sem hann er á Egilsstöðum, Akur- eyri, ísafirði eða þess vegna í Lúx- emborg. Þetta er dæmi um hvað greindarkerfíð býður upp á. Greind- arkerfið getur tengt símnötanda við mismunandi staði, eftir því hvaðan hann hringir, hvað klukkan er og svo framvegis. Einnig gerir það kleift að framkvæma skoðanakann- anir á þann hátt að fólk hringir í ákveðið símanúmer og skráir þann- ig atkvæði sitt.“ Endurskoða þarf gjaldskrá póstsins - Póstþjónustan hefur um nokk- urt skeið lítið verið í umræðunni. Hefur þróunin þar staðnæmst eða má eiga von á einhverjum nýjung- um þar einnig? „Póstmagn hefur ekki aukist. Til dæmis nota menn fax sífellt oftar, þegar bréf eru send. Það er líka meira af ódýrum pósti en dýrum pósti í dag heldur en var. Pósturinn er í harðri samkeppni því einkarétt- ur Pósts og síma er eingöngu bund- inn við venjuleg lokuð bréf af létt- ara taginu. Það eru margir flutn- ingsaðilar; bílar, flugvélar og ýmsir einkaaðilar, sem bera út tímarit og fleira. Hins vegar þarf að endurskoða gjaldskrána sérstaklega varðandi innrituð blöð og tímarit. Þar er um mjög lága gjaldflokka að ræða vegna innihalds; menningar- og trú- mála til að mynda og svo fá stjórn- málablöðin sérstaklega lágt gjald. Þetta er hlutur sem þarf að endur- skoða. Það kostar póstinn ekkert minna að flytja dagblað, sem vegur 250 grömm út á land heldur en pakka, sem vegur 250 grömm en verulegur munur er á gjaldtöku. Ég tel að við eigum að hætta að ritskoða. Við erum flutningsaðilar og eigum að taka gjald eftir þyngd en ekki eftir því hvað menn hafa skrifað; prentsvertan er jafnþung. Við erum alltaf að bæta póstþjón- ustuna, auka hraðann og brydda upp á nýjungum. Við stefnum að því að laga hana að þörfum viðskiptavin- anna, sem eru ekki þeir sömu í dag og áður fyrr. Það er ekki hægt að nýta sér tæknina jafn vel í póstinum eins og í símanum. Hins vegar hefur þjónustan á milli Akureyrar og Reykjavíkur verið bætt og við von- umst til að geta gert svo á fleiri stöðum á landinu með því að láta flytja póstinn á milli að næturlagi. Bréf, sem er póstlagt í Reykjavík fyrir klukkan fjögur á daginn, er komið til útburðar næsta morgun á Akureyri og öfugt. Það hefur verið innleiddur hrað- þjónustuflutningur, undir nafninu EMS. Nokkrar póststjórnir keyptu líka hluta af TNT-hraðflutningsfyr- irtækinu og við þjónum báðum aðil- um sameiginlega. Náin samvinna milli landa nauðsynleg Við erum að horfa núna eftir því að endurskipuleggja nýja póstmið- stöð hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem póstur erlendis frá svo og stærri póstur hér innanlands færi í gegnum. Við erum að endurskipu- leggja líka póstinn með tilliti til hagræðingar þannig að hann verði íjárhagslega sjálfstæður. Við erum nýbúnir að koma út stefnumörkun, sem gengur undir nafninu P-2000, þar sem horft er til póstþjónustunn- ar til ársins 2000. Þar má nefna fyrirtækjaþjónustu þar sem póstur verður sóttur til fyrirtækja og ýmis- legt fleira. Þar sem bæði póstþjónusta og fjarskipti eru alþjóðleg er mjög náið samstarf við samsvarandi aðila í öðrum löndum og samtök þeirra. Við höfum oft notið góðs af því en einnig getað lagt ýmislegt af mörk- um,“ segir Ólafur og bendir á að menn hugsi ekki alltaf út í að þeg- ar einhver hringir til útlanda með nýja GSM-símanum á einhveijum stað í Reykjavík tengist hann inn á ákveðna radíóstöð, sem síðan sé tengd með ljósleiðara inn í sjálfvirka símstöð. Frá þeirri símstöð sé farið yfír í utanlandssímstöð, sem síðan sendi merkið upp í Skyggni. Frá Skyggni fari það upp í gervihnött og frá gervihnettinum niður í sam- svarandi stöð í útlöndum og þannig áfram. Ferlið virki ekki nema með náinni samvinnu og alþjóðlegum samningum milli landa. Tilboðið gildir til 31. ágúst Nánari upplýsingar í síma 65 22 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.