Morgunblaðið - 28.08.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 28.08.1994, Síða 23
22 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ • SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í Iausasölu 125 kr. eintakið. HARÐARIFIKNI- EFNAHEIMUR MARGT bendir til þess að harka færist í vöxt í fíkni- efnaheiminum hér á landi og að fleiri en áður séu djúpt sokknir í neyzlu eiturlyfja. Þeir, sem neyta fíkniefna og umgangast aðra neyt- endur og fíkniefnasala, bera í auknum mæli á sér vopn. Morgun- blaðið greindi frá því í vikunni að maður, sem kunnur er að fíkniefna- neyzlu, hefði haft hlaðinn riffil og heimatilbúna eldvörpu í fórum sín- um. Ekki var þá langt síðan lög- regla hafði tekið af honum tvær haglabyssur. Ofbeldi og líflátshót- anir virðast vera daglegt brauð meðal þeirra, sem iifa og hrærast í svartnætti fíkniefnaheimsins. Að mati SÁÁ eru að minnsta kosti 300 manns hér á landi svo- kallaðir sprautufíklar; sprauta sig með amfetamíni og jafnvel sterkari efnum á borð við heróín. Sprautu- fíklum hefur farið fjölgandi á und- anförnum árum. Mestur hluti fíkni- efnaneytenda heldur sig væntan- lega við „vægari" fíkniefni á borð við hass, en nýleg dæmi um inn- brot í apótek og heilsugæzlustöðv- ar til að stela lyfjum eru talin benda til þess að fólk sækist í vaxandi mæli eftir sterkari efnum. Það er ekkert réttlætanlegt við fíkniefnaneyzlu. Allt tal um að sum efni séu í raun skaðlaus um skemmri eða lengri tíma er út í loftið. Öll eiturlyfjaneyzla veldur meira eða minna heilsutjóni, breyt- ir persónuleika manna til hins verra og leiðir þá oft í hræðilega ógæfu. Ófá eru dæmin um voðaverk, sem menn hafa unnið í annarlegu ástandi vegna fíkniefnaneyzlu. Ómennin í fíkniefnaheiminum eru hins vegar ekki þeir, sem leið- ast af einni eða annarri ástæðu út í neyzlu eiturlyfja, heldur fíkni- efnasalarnir - fólkið, sem hyggst njóta góðs af ógæfu annarra. Hver einasti fíkniefnasali hefur eyði- leggingu eins eða fleiri mannslífa á samvizkunni - sumir hljóta að hafa lagt tilveru fjölda manns í rúst. Því miður eru dæmin alltof mörg um að fíkniefnasalar, sem uppvíst verður um, sleppi auðveldlega frá réttvísinni og hljóti væga fangelsis- dóma. Dæmi eru um menn, sem hefja sama leikinn ævinlega á ný eftir nokkurra mánaða afplánun og maður, sem dómur taldi ábyrgan fyrir sölu á hartnær tuttugu kílóum af hassi og nærri kílói af amfetam- íni, hlaut 4 Vi árs fangelsi. í ljósi vaxandi hörku í fíkniefna- heiminum og neyzlu „harðari" efna er umhugsunarefni hvort þeir, sem sannanlega ástunda að ýta undir það að annað fólk steypi sér í glöt- un, ættu að sleppa svo auðveld- lega. Forvarnar- og endurhæfing- arstarf, sem víða er unnið með góðum árangri, skilar miklu, en það kemur því miður ekki í veg fyrir að nokkrir menn reyni að maka krókinn á veikleikum meðbræðr- anna. Þess vegna kunna harðari refsingar að vera svarið við auk- inni hörku í fíkniefnaheiminum. Vísubrotið er svohljóðandi: Heyr undr mikit, heyr örlygi, heyr mál mikit, heyr manns bana. Einsog sjá má er sama andrúm í þessu erindi og vísunum sem Sturla Þórðarson tilfærir í íslendinga sögu til að lýsa ógnlegum aðdraganda Örlygs- staðafundar. Því má þá bæta við að Auður tekur svo til orða þegar Þorkell hafði mælt fram erindið:“Oft stendur illt af kvennahjali, og má það vera, að hér hljótist af í verra lagi, og leitum okkar ráðs. “ Hér er sama handbragð og í Njáls sögu og forsendur harmleiksins sprottnar úr sama jarðvegi, þ. e. kvennahjali. Þetta eru samsagt karlrembubók- menntir, mætti ætla af vinsælli tilgátu- tækni nú um stundir(!) En semsagt, eitt orð getur búið yfir miklum ieyndardómi, ein vísa; ein setn- ing. Það eru margir leyndardómar í fomum sögum sem bundnir eru einu orði eða fáum... og eru köld kvennar- áð, segir Flosi í Njálu. Einatt er leyndardómurinn augljós. Þannig er lýsing Sturlu Þórðarsonar á Flugumýrarbrennu nánast hin sama og frásögn Njáluhöfundar af Njáls- brennu. Hver væri þá líklegastur til að tengja atburðina saman í veruleika og skáldskap? Sturla upplifði sjálfur brennuna og harmsögulegt andrúm veruleikans. Sumar vísurnar í Grettis sögu minna mjög á Sonatorrek og Arinbjarnar- kviðu. Skyldi það vera tilviljun einber? Eða vísbending um tengsl; samtíma- skáldskap sem sækir efni og umhverfi í söguöld, þótt hertur sé í afli Sturl- unga. Mitt var gilt gæfuleysi í marþaks miðjum firði, er gamlir grisir skyldu halda mér að höfuðbeinum. Sama handbragð, sama áferð; sama andrúm. Eða þá þessi vísa sem minnir á al- kunn erindi Sturlu Þórðarsonar í Há- konarkviðu: Þótti þá þengils mönnum ekki dælt oss að stríða, er Hlébarðr hlífar eldi bragða borg brenna vildi. M (meira næsta sunnudag) ÞEIR SEM • sömdu fomar bókmenntir okkar hefðu vafalaust getað tekið undir með þeim sem sagði: Það er hægt að heimsækja veruleikann, en ekki búa í honum. VIÐ HÖFUM ÁVALLT SÉÐ • okkur í hlutverki Grettis. Við höfum drepið hænsni okkur til dægra- styttingar. Og við höfum glímt við Glám. Hann er í raun ekkert annað en óttinn sem býr í okkar eigin brjósti. Og þessi föla birta af glottandi tungli fylgir okkur enn. Þessi nærvera norð- urhjarans; þessi nálægð við náttúruöfl- in; þessi skammdegiskuldi. TVÖ ERINDI ERU EKKI- • sízt athyglisverð í Fóstbræðra sögu og viðbótinni í Flateyjarbók. Það eru vísurnar um Dags hríðar sporin sem Þormóður á að hafa ort eftir Sti- klarstaðabardaga, en eru harla ólíkar þegar að er gáð. I Fóstbræðra sögu segir: Emkak rauðr, en ijóðum ræðr grönn kona manni. Jærn stendr fast et forna fenstígi mér benja. Þat veldr mér, enn mæra marglóðar nú tróða djúp ok danskra vápna Dags hríðar spor svíða. En í viðaukanum er vísan svohljóðandi: Emkak rauðr, en ijóðum ræðr grönn Skögul manni hauksetrs en hvíta. Hyggr fár of mik sáran. Hitt veldr mér, at meldrar morðvenjanda Fenju djúp ok danskra vápna Dags hríðar spor svíða. Merking vísnanna er eitthvað á þessa leið: Ég er ekki ijóður en hin grannvaxna kona og hörundsbjarta á ijóðan mann, þ.e. heilan og ósærðan. Hin forna ör stendur föst í sári mínu, segir í fyrri vísunni, en í hinni síðari: fáir skeyta um mig, særðan. Það veldur fölva mínum að mér svíða djúp sár eftir Dags hríð, þ.e. orustu, og dönsk vopn, segir í fyrri vísunni, en í hinni síðari: Það veldur fölva mínum, að svíður í djúpum sárum eftir orustu og dönsk vopn. Aðdragandinn er eftirminnilegri í viðaukanum: „Vel hefur konungurinn alið oss, hvítt er þessum karli um hjartarætur." En vísan sjálf er e.t.v. eftirminnilegri í Fóstbræðra sögu, þó er það álitamál svo vel sem bæði erind- in eru kveðin. Og þá auðvitað á 13. öld. Höfundar og skrifarar ortu áreiðan- lega oft vísur inní ís- lendinga sögur, einsog ég hef nefnt í Bók- menntaþáttum, þótt þeir hafi einnig notað þær til að stýra textan- um, ef svo mætti segja. Sú aðferð er einkum áberandi hjá Snor- ra, og stundum einna helzt í Egils sögu, þótt það eigi ekki við um Sonat- orrek sem er líklega ekki eldra en rit- un sögunnar. í Njálu eru margar vísur ortar inní efnið en ekki út frá því, og víðar, t.a.m. í Grettlu sem víst þykir að sé eftir Sturlu Þórðarson. Vísumar eru þá ortar í orðastað söguhetjanna, ekkisízt vegna þess margt af kveðskap þeirra hefur gleymzt og glatazt, þegar stundir liðu. Þannig hefur verið um Stiklarstaða- vísur Þormóðs þegar komið var að rit- un sögunnar. Jónas Kristjánsson telur það ekki fráleitt í riti sínu um Fóst- bræðra sögu og er það athyglisvert. Margt fer forgörðum í meginsög- unni og lendir annars staðar, einnig vísur. Ástæðan er auðvitað sú að skáld- skapurinn fer sínar eigin leiðir. Ef hin rétta Dagshríðar-vísa Þormóðs á Sti- klarstöðum hefði verið til óbrengluð, hefði engum dottið í hug að fara að blaka við henni eða breyta. Einhver slitur hafa verið til, það er alltogsumt. En annað afbakað. Úr því er svo unnið inní mismunandi texta. Dals hríðar spor er einnig til í handritinu og notar Snorri þá gerð í Ólafs sögu sinni. Texti hans er ávallt trúverðugastur. Hví skyldu skrifarar Flateyjarbókar eða höfundar Fóstbræðra sögu þá ekki hafa notað svo fræga og áreiðanlega heimild sem Heimskringlu? Það er ein af ráðgátum þessara fornu rita. En að öðru leyti er vísan í Flateyjarbók einsog Snorri tilfærir hana. Hann vissi að dals hríð, þ. e. örva- drífa, er fomeskjulegra en dags hríð, þ. e. orrusta, og þvf betur fallið til blekk- inga; þ. e. nær samtímatízku í bók- menntum og fomri íslenzkri sagnahefð. En allt þetta sýnir að sjálfsögðu að menn skyldu fara varlega í að eigna dauðum skáldum og hetjum þau erindi öll sem vitnað er til af ísmeyginlegri sannfæringu í fornum sögum, 200-300 árum eftir dauða þeirra. Munnlegri geymd vom takmörk sett, þá einsog nú. ÞAÐ ER EINKENNILEGT • hvað eitt orð getur leitt hug- ann að óskyldum efnum. Þannig hefur lítið, dulmagnað orð í vísubroti í Gísla sögu einatt leitað á mig og ýft upp þá spumingu, hvort tengslin milli vís- unnar og lýsinga á Örlygsstaða-fundi í Sturlungu séu hending ein. Eða hvort þetta eina orð segi meiri sögu en við blasir. Orðið er örlygi sem merkir ófriður, mannvíg. HELGI spjall -y—- + Fra þvi var skyrt hér í Morgunblaðinu og haft eftir þýzka vikublað- inu Der Spiegel að stjórn- arformaður raforkuveitu Hamborgar, Hamburger Electrizitátswerke, hafi velt fyrir sér þeim mögu- leika að borgin keypti rafmagn frá íslandi enda fari rafmagnsþörfin vaxandi og fyrir tveimur árum hafi kjarnorkuveri verið lok- að við Elbu og engin orka verið tiltæk í staðinn. Á þessu eru þó taldir ýmsir ann- markar að því er þýzka blaðið segir, sæ- strengur til íslands myndi kosta marga milljarða marka og ekki hægt að ljúka lagningu hans fyrr en í kringum árið 2010. Auk þess yrði rafmagnið frá íslandi líklega margfalt dýrara en það sem framleitt er í kolakyntu orkuveri eða með kjarnorku. En þó myndi borga sig að fá rafmagn frá íslandi ef orkuskattur yrði lagður á í Þýskalandi. í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins er svo frétt þess efnis að Rafveita Hamborgar hafi óskað eftir samstarfi við Landsvirkjun um athugun á tæknilegri og fjárhagslegri hagkvæmni þess að flytja út raforku frá Islandi til Hamborgar á fyrsta áratug næstu aldar, en jafnframt verði hin lagalega hlið málsins athuguð, þ.e. allt er varðar réttinn til að leggja sæstgreng um úthafið, landgrunnið og efnahagslögsögu hlutaðeigandi strandríkja eins og segir í frétt Morgunblaðsins. Allt leiðir þetta hugann að umræðum um sæstreng frá íslandi og sölu rafmagns til meginlands Evrópu. Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunar skrifaði t.a.m. grein um málið og birtist hún hér í blaðinu 9. júlí sl. og segir þar að mörgum úrlausnarefnum þurfi að sinna áður en lagning sæstrengs teljist tæknilega fýsileg en það sé þó skoðun færustu sérfræðinga að það sé unnt að leysa vandamálið innan þess ramma sem tæknin setur okkur nú um stundir og þá gæti lausnin verið í tengslum við önnur sæstrengsverkefni sem eru á döfunni víðs vegar um heim. Unnt verði innan tíðar að fá mun ódýrari sæ- strengi en nú og nýjustu hugmyndir um flutningsgetu rafmagns i sæstreng reikni með því að unnt verði að lækka orkuverð frá Islandi til meginlands Evrópu um fimmtung. Þá segir dr. Jóhannes að sam- tenging í stóru blönduðu vatns- og varma- orkukerfi gæti stuðlað að hagkvæmari uppbyggingu og rekstri orkuöflunarkerfis- ins en nú er, auk þess sem slík tenging fæli í sér stóraukið öryggi í rekstri ís- lenzka kerfisins. „Er jafnvel ástæða til að ætla, að ísland verði álitlegri kostur fyrir staðsetningu nýs orkufreks iðnaðar, eftir að það er orðið hluti af hinu samtengda orkukerfi Evrópu.“ Umræður hafa verið um það að ekki sé hagkvæmt að flytja út orku með þessum hætti og hefur m.a. verið bent á að með því væri verið að flytja atvinnu út til ann- arra landa og þyrfti margs að gæta í því sambandi. Auðvitað er það rétt en við hljót- um samt að huga að nýjum möguleikum í útflutningi okkar og kanna til hlítar hvort ekki geti verið heppilegt að selja orkuna hér heima til stóriðju eða annarra atvinnu- skapandi verkefna og auk þess að flytja hana til næstu nágranna með þeirri nýju tækni sem nú er verið að fullkomna. Jó- hannes Nordal segir líka í grein sinni að uppbygging arðbærs orkufreks iðnaðar ætti að hafa forgang umfram beina sölu orku til útlanda svo að hún skili meiri tekj- um í þjóðarbúið. En þar með sé ekki sagt að þessir tveir kostir útiloki hvor annan. „Enn skortir markað fyrir 90% af þeirri vatns- og jarðvarmaorku sem hagkvæmt er að beizla hér á landi. Nánast er óhugs- andi að orkufrek stóriðja hér á landi taki nema lítinn hluta þessarar orku á næstu áratugum. Jafnvel með tíföldun á fram- leiðslu stóriðju frá því sem nú er mundi hún ekki nýta nema um 40% af óbeizlaðri orku landsins." Ekkert sé því til fyrirstöðu að við getum bæði selt orku til stóriðju hér heima og tekið þátt í lagningu tveggja til þriggja sæstrengja milli íslands og meginlands Evrópu. Þá er áhugaverður sá möguleiki að tengja sæstreng til íslands við orkukerfi Noregs þar sem nægt afl og miðlarnir eru fyrir hendi til að tryggja afhendingaröryggi orkunnar og auka þannig verðmæti hennar. Niðurstöður dr. Jóhannesar eru svo þessar: „Öll rök hníga því að áframhald- andi könnun málsins, en jafn sjálfsagt er að hafa gagnrökin ætíð í huga og veija ekki fé á þessu stigi til annars en undirbún- ings athugana, sem ekki kosta nema til- tölulega lítið fé. Engum ætti að blandast hugur um, að íslendingar verða að fylgj- ast af vakandi áhuga með öllu sem gerist á þessum vettvangi og halda áfram þeim athugunum og kynningarstarfi sem nauð- synlegt er til að tryggja hagsmuni þjóðar- innar á þessu sviði í framtíðinni.“ Áhættu- verkefni - en 15 ár glataðra tækifæra MORGUNBLAÐIÐ hefur aflað sér upp- lýsinga frá Aðal- steini Guðjohnsen, rafmagnsstjóra í Reykjavík, um þetta mikla verk- efni og verður stuðzt við upplýs- ingar hans í því sem hér fer á eftir. Hér mun eins og nú háttar vera um að ræða 250-400 milljarða króna fjárfestingu eftir því hvort um sæstreng til Skotlands eða meginlands Evrópu er að ræða. Til samanburðar er verg landsframleiðsla tæplega 400 milljarðar króna. Ef til fram- kvæmda kæmi yrði þetta langstærsta verkefni sem íslendingar hefðu ráðizt í fyrr og síðar. Enn höfum við einungis virkj- að um 10% af virkjanlegri orku í landinu og ef ekki kæmi til frekari stóriðja né útflutningur á raforku tæki það líklega um 80 ár að virkja næstu 10% orkunnar. Útflutningur raforku, þ.e. sæstrengs- verkefnið, er vissulega áhættuverkefni og engum dettur í hug annað en erlendir fjár- festar yrðu eignaraðilar slíks fyrirtækis að verulegum hluta, þó að íslendingar hefðu forystu um verkefnið og reynt yrði í hvívetna að tryggja okkur sanngjarnan arð af raforkuútflutningi og það öryggi sem nauðsynlegt er til að hægt sé að ráð- ast í slíkar framkvæmdir eins og Jóhannes Nordal_ kemst að orði í fyrrnefndri grein sinni. í raun og veru mætti segja að það sé heldur dapurlegt hvernig okkur hefur tekizt að nýta orkulindirnar í því skyni að auka hag þjóðarbúsins og enn hafa ekki risið nema þijú stóriðjufyrirtæki á íslandi. Það er Áburðarverksmiðjan 1954, ísal 1969 og íslenzka járnblendifélagið 1979. Augljóst má vera að mikið er ógert í þess- um efnum og nauðsynlegt að fylgjast vel með og grípa þau tækifæri sem bjóðast en þó auðvitað með þeim hætti að við höfum alltaf vaðið fyrir neðan okkur enda dettur engum í hug að ana út í ný fjárfest- ingarverkefni sem gætu jafnvel riðið þjóð- arbúinu að fullu ef fyrirhyggju væri ekki gætt í hvívetna. En við höfum líka séð að hik getur verið það sama og tap og þeir sem hafa lagzt gegn hóflegri stóriðjustefnu hér á landi hafa valdið þjóðarbúinu miklum skaða. Tregðulögmálið hefur verið heima- tilbúinn vandi eins og kunnugt er. Útlend- ingaótti er ekki vænlegur til leiðsagnar þegar atvinnuuppbygging er annars veg- ar. Því miður er ekki út í hött að taka svo til orða að undanfarin 15 ár hafi verið tíma- bil hinna glötuðu tækifæra á sviði stómýt- ingar raforku, þ.e. nýrrar stóriðju á íslandi. Mikilvæg at- hugun AÐDRAGANDI AÐ hinu íslenzka sæ- strengsmáli er all- langur. Fyrstu um- ræður um streng- inn frá íslandi hófust 1952 á norrænu móti raforkumanna hér á landi. Síðar tók Orkustofnun málið tii athugunar en fyrsta alvarlega könnunin fór fram á vegum Landsvirkjunar og hún lét fyrir nokkrum árum fara fram könnun á tæknilegum möguleikum á raforkuútflutningi til Skot- lands. Síðan bættust við á vegum Lands- REYKJAVIKURBREF Laugardagur 27. ágúst virkjunar, svo og Markaðskrifstofu iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkjunar, athug- anir á fjárhagshlið málsins. Þá dró til tíðinda 1991 þegar íslenzkar verkfræðistofur stofnuðu fyrirtækið ís- lenzkir sæstrengir, síðar Islenzkir sæ- strengir hf. Það fyrirtæki tók upp viðræð- ur við Reykjavíkurborg vegna möguleika á byggingu á sæstrengsverksmiðju í Reykjavík en fyrirtækið hafði komizt í samband við hollenzk fyrirtæki, bæði orku- fyrirtæki og strengjaverksmiðju. Með því að Landsvirkjun var bundin samningi við strengjafyrirtækið Pirelli um athugun á sæstreng til Skotlands taldi Reykjavíkur- borg rétt, sérstaklega vegna strengjaverk- smiðjunnar, að ganga beint til samvinnu við Islenzka sæstrengi og hin hollenzku fyrirtæki. íslenzkir sæstrengir hf. urðu ekki aðilar að endanlegum samstarfshópi, þar eð þeir höfðu hagsmuna að gæta vegna væntanlegra verkefna fyrir aðila. Sam- starfshópur þessi hefur gengið undir nafn- inu ICENET og var samningur um verk- efnið undirritaður í nóvember 1992. Forat- hugun lá svo fyrir í desember 1993 og sýndi jákvæða niðurstöðu. Því var ákveðið að halda athuguninni áfram og ljúka henni, helzt á næstu 12 mánuðum, en áherzla lögð á að náin samvinna, helzt bein þátttaka Landsvirkjunar, kæmi einnig til. Samningaviðræður milli ICENET-hóps- ins og Landsvirkjunar drógust nokkuð, en 1. júlí sl. var samningur undirritaður. Með því var mikilvægum áfanga náð og tekur Landsvirkjun nú þátt í starfi allra þeirra fimm vinnuhópa sem að störfum eru. Ein- um þeirra, þeim sem fjallar um raforku- vinnsluna, veitir Landsvirkjun forstöðu. Eins og sjá má af þessu er hér einungis um athugun að ræða, bæði að því er varð- ar könnun Landsvirkjunar á streng til Skotlands og að því er athugun ICENET varðar á strehg til Hollands. Til þessara athugana veija íslenzkir aðilar tiltölulega litlum fjármunum. ICENET-athugunin er einungis talin kosta Reykjavíkurborg og Landsvirkjun samanlagt um 40-50 millj- ónir króna. Líklegt er að framlag hol- lenzku aðilanna verði allt að átta til tíu sinnum meira. í báðum tilfellum er átt við heildarkostnað, ytri og innri. Þessi athugun er mikilvæg hvort sem hún leiðir til framkvæmda eða ekki. Við eigum næga ómengandi orkugjafa og stöndum því vel að vígi í samkeppni við mengandi orkuver í Evrópu. En það er svo alls óvíst hvort það sem við getum boðið dugar okkur í harðri samkeppni og eins og fyrr getur eru framkvæmdir svo dýrar að óvíst er hvort fámenn þjóð eins og við íslendingar höfum bolmagn til að taka þátt í slíku risaverkefni. En þá má einnig snúa dæminu við og spyija hvort við höfum efni á því að taka ekki þátt í þeim könnun- um sem nú eru gerðar og gættu leitt til nýrrar auðsældar í tiltölulega fábreyttu atvinnuumhverfi þjóðarinnar. Ef virkjun- arhugmyndir Einars Benediktssonar hefðu séð dagsins ljós á þeim tíma sem hann vildi væri örugglega öðruvísi umhorfs í íslenzku þjóðfélagi en nú er. Það væri þróaðra og undirstöðubetra og engin ástæða til að ætla annað en hugsjónir skáldsins hefðu orðið þjóðinni til góðs en ekki ills. Með erlendu áhættufjármagni ættum við að geta tekizt á við risaverk- efni eins og sæstrengi og útflutning raf- magns enda er enginn vafi á því að slík verzlun með orku mun á næstu öld þykja jafnsjálfsögð og hver annar útflutningur. En þó má ætla að fyrirtæki sem vinna úr hráefni hér heima verði ávallt undirstaða íslenzks atvinnulífs og þeirrar velferðar sem þjóðin gerir kröfu til — og á það bæði við fyrirtæki í sjávarútvegi og orku- frekum iðnaði svokölluðum. En þess ber þá einnig að minnast að raforka sem er seld beint á markað í Evrópu er ekki talin hráefni í venjulegum skilningi. Raforkuna þarf að framleiða hér á landi og umbreyta henni úr riðstraumi í jafnstraum og flytja hana óravegu, breyta aftur í riðstraum á sölustað erlendis og á endastað þarf hún að fullnægja ströngum gæðakröfum. Við Morgunblaðið/Magnús Fjalar Samtenging leiðir til betri nýt- ingar þetta bætist mikil vinna í strengjaverk- smiðju hér á landi ef af því yrði sam- kvæmt samningi ICENET þar um. mmmm—mm að ollu þessu athuguðu er aug- ljóst að þær rann- sóknir sem nú standa yfir geta verið mjög mikil- vægar fyrir íslenzk- an þjóðarbúskap. Þar er verið að takast á við tæknileg verk- efni, umhverfismál, hagfræðileg atriði, fjármál, lögfræðileg sjónarmið, markaðs- mál, orkusölu og framleiðslu á þessum langa sæstreng (1.000-1.800 km). Það sem m.a. gerir athugun þessa vandasama eru spár um verðbólgu, vexti, gengi, verð á öðrum orkugjöfum, einkum gasi til raf- orkuframleiðslu, svo og það hvort og hve háir orkuskattar, m.a. mengunarskattar, verði á lagðir í Hollandi og öðrum Evrópu- löndum. Ljóst er að gas verður sá orku- gjafi sem keppa þarf við, en kola- og kjarn- orkuver eru á undanhaldi. Umhverfismálin eru-viðkvæm og vissulega þurfa að liggja fyrir óyggjandi niðurstöður í þeim efnum og sátt um virkjanir og aðrar framkvæmd-' ir ef til útflutnings á raforku á að geta komið. Hið sama gildir að sjálfsögðu um virkjanir til stóriðju. Það má ekki gleyma því að það getur orðið mikið öryggi fyrir íslenzka raforkukerfíð að verða hluti af samtengdu orkukerfi Evrópu eins og fyrr er getið. Stórfelldar náttúruhamfarir gætu t.a.m. haft alvarleg áhrif ef virkjanir yrðu óstarfhæfar. Samtenging mundi einnig leiða til betri nýtingar íslenzkra orkuvera. Það væri ekki úr vegi að enda þetta bréf með tilvitnun í erindi sem Jóhannes Nordal flutti á afmælisþingi Sambands íslenzkra rafveitna haustið 1993 en þar komst hann m.a. svo að orði: „Freistandi er að gera sér nokkra grein fyrir því hvaða áhrif það myndi hafa á þjóðarframleiðslu og útflutningstekjur íslendinga, ef megin- hluti hinna ónýttu orkulinda landsins yrðu notaðar til beins orkuútflutnings eða orku- freks iðnaðar hér innanlands. Hugsum okkur t.d. að raforkufram- leiðsla yrði aukin á einhveiju árabili um 30 TWh (terawattstundir), sem er um 60% af nýtanlegri raforku landsins, í vatni og jarðgufu, og helmingi þessarar orku yrði varið til sölu um sæstreng og helmingur til orkufreks iðnaðar. Áætlanir benda til þess að slík þróun gæti aukið þjóðarframleiðslu um þriðjung til helming m.v. það sem hún er í dag og skapað jafnmiklar tekjur í erlendum gjald- eyri og nú fást fyrir allan útflutning þjóðar- innar á vöru og þjónustu." „Ef virkjunarhug- myndir Einars Benediktssonar hefðu séð dagsins ljós á þeim tíma sem hann vildi væri örugglega öðruvísi umhorfs í íslenzku þjóðfé- lagi en nú er. Það væri þróaðra og undirstöðubetra og engin ástæða til að ætla annað en hugsjónir skáldsins hefðu orðið þjóðinni til góðs en ekki ills.“ f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.