Morgunblaðið - 28.08.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.08.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 25 ÓLAFUR ÓLAFSSON + Ólafur Ólafs- son, fyrrver- andi húsvörður Landsbókasafns, var fæddur 20. jan- úar 1940. Hann lést á Landakotsspítala 24. ágúst síðastlið- inn. Olafur var son- ur hjónanna Ólafs Guðmundssonar, starfsmanns S.D.A. í Reykjavík, og konu hans, Ástu Lilju Guðmunds- dóttur, húsmóður. Ólafur átti þrjú systkini: Robert, nú látinn, er bjó á Borgundarhólmi, Sigríði, f. 10.12. 1930, myndlistarkenn- ara, og Hönnu, f. 19.2. 1934, sjúkraþjálfara í Danmörku. Olafur var í Illíðardalsskóla í Ölfusi, og lauk þaðan prófi. Fór síðan i Kennaraskólann og eftir það lá leiðin til Danmerkur. Hann vann og nam um skeið á Skodsborgarheilsuhæli, jafn- framt söngnámi við konung- lega Óperuskólann í Kaup- mannahöfn. Ólafur vann hin ýmsu störf á næstu árum, en hann bjó í Kaupmannahöfn í 22 ár. Ólafur eignaðist fjögur börn í Danmörku í tveimur hjónaböndum. Þau eru: Maj- Lis, f. 20.8. 1963, Dan Ólaf, f. 4.12. 1967, Lilja María f. 20.3. 1975, og Anja Stella, f. 28.6. 1976. Barnabörn: Nicolaí Alex- ander, f. 5.9. 1991, Thomas Benjamin, f. 7.2. 1993, og Daní- el Ingi, f. 2.5. 1993. Útför Ólafs fer fram frá Fossvogskapellu á morgun. HANN SAGÐI eitt sinn: „Það er ekkert dýrmætara í heimi hér, en eiga sanna trú og sanna vin- áttu.“ Þá var hann sjúkur maður, en hann nefndi þó ekki heilsuna í forgangsröð. Hann bar veikindi sín af sömu auðmýkt og einkenndi hann alla tíð. Heilsuleysi, kvalafullur sjúkdóm- ur, böl sem er þyngra en tárum taki. Aldrei eitt æðruorð. Hann var sérstakur maður. Engan hef ég fyrir hitt sem svo vel hefur varð- veitt barnið í brjóti sér. Hann hreifst og gladdist á sama máta og á bernskudögum og barnsleg einlægni hans lýsti upp brosið á andlitinu. Söngur, tónaflóð. Hann nærðist á tónlist. Hrærðist í músík. Hann var barn að árum er hann söng sitt fyrsta einsöngslag, með bjartri drengjarödd. Þau urðu síðar nær óteljandi einsöngslögin hans, við öll möguleg tækifæri. Mjúki, hljómfagri kontrabassinn hans mun aldrei gleymast. Ég kallaði hann „söngönd“. Sjaldgæf tegund. Raunar aðeins eitt eintak og það var hann. Söngöndin flaug út í heim ung að árum, forvitin, full af væntingum. Vildi reyna væng- ina, vildi reyna röddina. Hann byggði hreiður í útlandinu, tvisvar, eignaðist unga, þijár dætur og einn son. Góð börn og mannvænleg. Elsta dóttir hans sagði við mig skömmu eftir að öndin var laus úr viðjum líkama hans. „Faðir min vann ekki sigra í lífinu, en sem faðir var hann sigurvegari." Þetta hljómaði betur á dönskunni henn- ar, en merking orðanna er hin sama. Hann gat ekki veitt börnum sín- um mikið af efnislegum gæðum, en kærleikur hans í þeirra garð var fölskvalaus og uppsprettan sú tæmdist aldrei. Við kynntumst í skóla. Höfðum raunar lítið saman að sælda þá. Ég var feimin við þennan söng- fugl. Svo liðu árin og eftir langa búsetu erlendis flytur hann heim með dætrum og eiginkonu. Þar eru kaflaskilin hin fyrstu. Konan hans og ég vorum sessunautar í skóla og í henni hef ég alltaf átt tryggan vin. Samstarf okkar Óla hófst fyrst þegar við, ásamt fleiri góðum fé- lögum, stóðum að há- tíð ti að samgleðjast og þakka að einn okk- ar hjartkærasti vinur sneri til lífsins af sjúkrabeði. Veislu- stjórn og hvers konar skipulag mannamóta var Óla í blóð borið. Engum hef ég kynnst sem það starf leysti betur af hendi, smekk- vísi hans og iistrænt innsæi réð þar öllu um. Þau eru ófá stórafmælin og brúð- kaupin sem hann hefur gert að perlum í minningunni fyrir okkur, vini sína. Alltaf var hægt að leita til Óla. Hann var óþreytandi, vildi allra götu greiða, neitaði aldrei neinni bón. Þannig var hann bara. Betri vin var ekki hægt að eignast og hann vildi allra vinur vera. Þar koma hin kaflaskilin önnur. Berg- mál verður til. Vinafélagið sem hann dreymdi um og varð svo veru- leiki fyrir tveimur árum. Hann hafði þá hugsjón að gömlu skólafé- lagamir frá H.D.S. og aðrir sem með okkur vildu vera stofnuðu fé- lag sem hefði það markmið að hlúa að vináttunni okkar á meðal og einnig hvetja til góðra verka út á við, þar sem við sæjum að þörf væri á útréttri vinarhönd. Hann vissi svo vel að vináttan, kærleikur- inn, er það afl sem sterkast er á jörðu hér. Og við skyldum syngja! Ferðast saman, gleðjast saman. Það vantaði söngbók fyrir hópinn og þar kunni Óli vel til verka. Hann var óþreytandi þó sjúkur væri. Safnaði efni, flokkaði, setti upp. „Ferðalög" litu dagsins ljós, og litlu síðar „Frostlög". Siguijón vinur okkar og hjálparhella á ómældar þakkir skildar ásamt allri sinni fjöl- skyldu sem fékk sannarlega smjör- þefínn af okkur meðan á prentun stóð. Það var svo gefandi að vinna með Óla. Hann hreif mann með sér í ákafa sínum og barnslegri gleði. Við Kata og Þórdís, aðstoðarstúlk- urnar hans, urðum greinar á sama tré og hann. Fylltumst viðlíka eld- móði. Nú þegar hin þriðju kaflaskil hafa orðið er allt svo undarlega tómt. Óli, aflvakinn sem alltaf var hægt að fá orku frá, vinurinn sem alltaf var hægt að leita til með hin margvíslegustu vandamál, „er“ ekki lengur. Söngöndin okkar er flogin. Síðustu orðin sem Óli skrifaði í bókina sína voru um Bergmál. Að hann vonaði að þeir sem læsu létu það berast til vina sinna að Berg- málsins væri þörf. Vinir ættu að tengjast og vinna saman í kær- leika. Sárþjáður, skömmu fyrir andlátið, voru þessi skilaboð rituð, með yfirskriftinni „Til þín sem lest.“ Ég á svo bágt með að trúa að hann sé farinn. Þá þyrmir yfir mig á stundum og þá verkjar mig í hjartað. Ég sendi öllum þeim kveðju, sem þótti vænt um hann og til hans hugsa, og segi að ást hans og virðing fyrir öllu sem lifði er eftirbreytni verð. Að tengjast í vináttu, virða skoðanir hvert ann- ars og reyna að láta gott leiða af veru okkar hér á jörðinni, er besta leiðin til að heiðra minningu hans. Það haustar. Ég skrifa ekki meira. Þó er allt ósagt. Vinafélagið Bergmál. Kolbrún Karlsdóttir og fjölskylda. Þegar ég hugsa til Ólafs er mér minnisstæðast glaðlyndi hans, góð- lyndið og jafnvægið. Þessir eðlis- þættir reyndust ómetanlegir í erfið- um veikindum hans en sl. ár greind- ist hann með krabbamein er flest- um verður að fjörtjóni fyrir aldur fram nú á tímum. Og nú er hann allur, þessi látlausi, skemmtilegi MINNINGAR maður, vinur okkar allra í Safna- húsinu við Hverfisgötu. Það urðu okkur mikil sorgartíðindi er við fréttum af veikindum hans. Hann var samstarfsmaður sem öllum þótti vænt um. Ég hitti Ólaf á spítalanum í sum- ar. Þrátt fyrir helstríðið gat ég ekki merkt kvíða eða sorg í barns- legum augum hans. Þarna lá hann æðrulaus, jafn stutt í spaugið hjá honum sem fyrr. Fyrr en varði voru veikindin gleymd, við slógum á iéttari strengi, gerðum að gamni okkar, gleðin ein ríkti og hlátras- köllin glumdu. Ólafur gat verið manna fyndnastur. Hann talaði fátt um sorg og sút. En því fleira um fegurð og gleði. í augum hans greindi ég sama næmið og sömu þakklátu glettnina og áður. Án efa hefur létt lundin og hláturinn verið sterkustu vopn Ólafs til að lifa af allan sársaukann og hremmingarn- ar í lífi sínu. Mér er nær að halda að hann hafi stundum hlegið til að forðast klökkva. Ólafur átti oft erfiða ævi. Þrátt fyrir fátækt í veraldlegum skilningi var þó ávallt fullt af fegúrð og vin- um umhverfis hann. Ekki voru all- ir vinirnir sýnilegir. Andarnir sem hann umgekkst daglega voru í dularheimi listar og trúar. Hann var mikill söngmaður, hafði unun af því að syngja á gleðistund í góðra vina hópi. Fyrir honum var listin alls staðar og í öllu, eins og andi guðs, hulinn og ekki hulinn. Með Ólafi er genginn góður drengur. Ég votta börnum hans, öðrum ættingjum, vinum og vensla- fólki innilegustu samúð. Megi sú vissa vera þeim huggun harmi gegn að góðir menn gleymast ekki þótt þeir dejd. Þeir lifa ekki aðeins í minningunni. Þeir lifa í verkum sín- um og ekki síst í þeim áhrifum sem þeir höfðu á samferðamenn sína. Ég er Ólafi þakklát fyrir samver- una og bið guð að blessa minningu hans. Svanfríður S. Óskarsdóttir. Ó, vinir elskulegir! Okkar þó skilji vegir ura stund í heimi hér, sýtið ei sárt né kvíðið, í sælli trú þess bíðið að endurfinnumst frelsuð vér. Ég halla höfði mínu að hjarta Jesú, þínu; þar sofna’ eg sætt og rótt. Ég veit þín augu vaka og vara á mér taka. Gef mér og öllum góða nótt. (Guðjón Pálsson.) Þegar ég gekk í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fyrir 12 árum var ekki annað hægt en að taka eftir Ólafi Ólafssyni. Hann var ekki aðeins stór í líkam- legum skilningi heldur einnig í and- legum. Þar gekk maður sem setti allt sitt traust á Jesúm Krist og himneskan föður. Hann hafði djúpa og fagra rödd og yndi hans var að syngja og kenna okkur hinum sem ekki var gefin jafn góð rödd af Guðs náð. í okkar hópi er stórt skarð höggv- ið, skarð sem erfitt verður að fylla. Aðeins þremur stundum áður en Ólafur dó kvaddi annar trúbróðir okkar þennan heim, Rúnar Stefáns- son, en hann lék á píanó af mikilli snilld. Ólafur og hann unnu töluvert saman hér fyrr á árum, Rúnar á píanóið en Ólafur á sína miklu rödd. Ólafur vissi hvert stefndi, því hann hafði síðustu mánuði barist við illvígan sjúkdóm sem leggur margan góðan manninn að velli. Ólafur óttaðist þó ekki dauðann, hann leit á hann sem nýtt og spenn- andi viðfangsefni, sem hann varð að takast á viá. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég mikilhæfan og góðan mann sem ég á eftir að sakna sárt. Ég kveð hann með þeim óskum um að við hittumst heil við fótskör frelsar- ans. Börnum hans og öðrum aðstand- endum sendi ég innilegustu samúð- arkveðjur. Margrét Annie. MIRIAM BAT JOSEF Að virkja innsæi með teiknun. Fjögurra daga námskeið á Snæfellsnesi. Ferðqþjónusta bænda, sími 623640/42/43. -----/--------------------------------- LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfda 4 — sími 871960 + Ástkær móðir okkar, HELGA LÁRUSDÓTTIR, andaðist 26.8. sl. í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Jarðarför augl’ýst síðar. Börnin. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA V. SIGURÐARDÓTTIR, Frostafold 121, Reykjavík, andaðist á heimili sínu þann 25. ágúst. Ólafi'a Bragadóttir, Guðmundur Friðbjörnsson, Sigurður Ómarsson og barnabörn. Gunnar Daviðsson, Anna Kristjánsdóttir, t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY pORVARÐARDÓTTIR KOLBEINS, Túngötu 31, Reykjavik, sem lést í Borgarspítalanum 12. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að láta Minningarsjóð Þorgerðar Þorvarðardóttur njóta þess (sími 30565 og 34233). Kristjón Kolbeins, Ingibjörg S. Kolbeins, Eyjólfur Kolbeins, Margrét Kolbeins og barnabörn. t Útför sonar okkar, bróður og mágs, RÚNARS STEFÁNSSONAR, verður gerð frá Garðakirkju þriðjudag- inn 30. ágúst kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Alnæm- issamtökin á íslandi njóta þess. Sigurbjörg Sigvaldadóttir, Hanna Stefánsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Bylgja Stefánsdóttir Stefán Stefánsson, Guðný Stefánsdóttir, Stefán Benediktsson, Jón Guðlaugsson, Sigþór Sigurjónsson, Guðbergur Olafsson, Guðfinna Baldvinsdóttir, Agnar Agnarsson. Í Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, NÝBJARGAR JAKOBSDÓTTUR. Hanna Marta Vigfúsdóttir, Björn K. Örvar, Björg Örvar, Kjartan B. Örvar, Anna Birna Björnsdóttir, Björn Lárus Örvar, Unnur Þorsteinsdóttir og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR LOFTSDÓTTUR, Viðimel 47, Reykjavík. Sérstakar þakkir til dvalarheimilisins Blesastöðum og stjórnar og starfsfólks Ræsis hf. Þórunn Edda Sigurjónsdóttir, Leifur Magnússon, Loftur Þór Sigurjónsson, Guðjóna Loftsdóttir, Lovísa Loftsdóttir, Kjartan Þór Halldórsson, Sigurjón Halldórsson, Gunnlaug Thorlacius, Þórunn Edda Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.