Morgunblaðið - 28.08.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 27
ar í dagblöðin og kynnti Reykvík-
ingum gróðurhúsaframleiðsluna og
lét ekkert tækifæri ónotað til að
koma smá fréttaklausum til blað-
anna ef eitthvað nýtt kom á mark-
aðinn frá gróðurhúsunum. Heimili
hennar að Hofi við Sólvallagötu var
um árabil nokkurs konar_„Unuhús“
garðyrkjumanna.... Frú Olafía Ein-
arsdóttir var á alla lund mjög glæsi-
leg kona og vel til forustu fallin.
Agætlega greind og með góða
menntun. ... Hún var fríð kona og
virðuleg, orðvör í samræðum, en
vel máli farin og lét skoðanir sínar
í ljós af mikilli festu og átti hægt
með að fá menn til að fallast á
skoðanir sínar, en var jafnframt
tilbúin að fallast á annarra sjónar-
mið, ef hún taldi þau jafngóð sínum
eigin skoðunum. Þessir eiginleikar
hennar komu sér oftast vel þegar
hún starfaði í nefndum, þar sem
sjónarmið manna voru það breytileg
til viðfangsefna að erfitt gat reynst
að samræma þau. Þá var frú Ólafía
sjálfkjörinn sáttasemjari og tókst
ávallt að finna þá leið sem allir
gátu vel við unað.
Þáttur frú Ólafíu í sögu íslenskr-
ar garðyrkju er margfalt stærri en
svo að tök séu á að gera honum
skil sem vert væri í þessari minning-
argrein. En hitt er víst að ef saga
íslenskrar garðyrkju verður ein-
hvern tíma rituð, þá verður nafn
frú Ólafíu á Hofi meðal brautryðj-
enda. Það var hún sem fyrst notaði
hér það áhrifamikla kjörorð: Látið
blómin tala...
Fyrir það starf sem frú Ólafía á
Hofi vann íslenskum garðyrkjumál-
um fáum við garðyrkjumenn seint
þakkað sem verðugt væri.“
Þess var áður getið að áhugamál
Ólafíu voru nánast ótæmandi, þó
hefur ekki enn verið vikið að þeim
þætti sem sneri að þeim sem minna
máttu sín í lífinu, að kallað er.
Þótt ekki færi slíkt hátt, eru þeir
vafalítið margir sem minnast
margra orða og verka sem hún innti
af höndum j þeirra þágu.
Ólafía og Pétur eignuðust þijú
börn:
Lárus Halldór, lögfræðing, f. 12.
janúar 1918, d. 15. febrúar 1948.
Dóttir hans og Kristjönu Sigurðar-
dóttur konu hans er Guðrún Ólafía,
f. 1947, búsett í Danmörku.
Kirstínu Dóru, húsfreyju, f. 17
nóvember 1919, d. 5. nóvember
1993. Börn hennar og manns henn-
ar, Hans J.K. Tómassonar, f. 24.
júlí 1915, d. 2. apríl 1993: Ólafía
Sigríður, fóstra, f. 1948, Lára Guð-
leif, lögfræðingur, f. 1951, Dýr-
finna Petra, sjúkraliði, f. 1957.
Einar Leifur lögfræðingur, f. 1.
mars 1925. Börn hans og Kristjönu
Kristinsdóttur, f. 2. nóvember 1920:
Ólafía, stúdent, f. 1958, Halldór,
f. 1960.
Á aldarafmæli Ólafíu Einarsdótt-
ur er ljúft að minnast merks ævifer-
ils og ævistarfs hennar, sem víða
sér ljós merki. Niðjum hennar og
vinum er saga hennar hollt vega-
nesti, hið jákvæða hugarfar hennar
og lagni í samskiptum við mannlíf
og umhverfi farsælt leiðarljós.
Hún lést eftir alllanga vanheilsu
11. janúar 1965.
Barnabörn.
*
VINALINAN
Sjálfboðaliðar óskast!
Fimmtudaginn. 1. sept. og mánud. 5. sept. nk., kl.
20.00 verða haldnir kynningarfundir um Vinalínuna í
Þverhoiti 15, í húsnæði ungmennahreyfingar RKÍ.
Fundurinn er ætlaður þeim, sem vilja kynnast
Vinalínunni með það í huga að gerast sjálfboðaliðar.
Allir sem eru undir 25 ára eða eldri, eru velkomnir á
fundinn.
Undirbúningsnámskeið fyrir sjálfboðaliða verður
haldið dagana 15., 17. og 18. september nk.
Reykjavíkurdeild RKÍ
GRUNNSKÓLADEILD
Grunnnám: Samsvarar 8. og 9. bekk í grunnskóia. Ætlað
þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða
vilja rifja upp frá grunni.
Fornám: Samsvarar 10. bekk í grunnskóla. Ætlað þeim
sem ekki hafa náð tilskyldum árangri í 10. bekk.
Undirbúningur fyrir nám í framhaldsdeild.
Kennslugreinar í grunnnámi og fornámi eru: íslenska, danska,
enska og stærðfræði.
Kennt er fjögur kvöld í viku og hver grein er kennd tvisvar
í viku. Nemendur velja eina grein eða fleiri eftir þörfum.
FRAMHALDSDEILD
Æskilegur undirbúningur er grunnskólapróf eða fornám.
Menntakjarni: Fyrstu þrír áfangar kjarnagreina: ís-
lenska, danska, enska og stærðfræði.
Auk þess félagsfræði, saga, eðlisfræði,
tjáning, þýska, hollenska, ítalska, stærð-
fræði 122 og stærðfræði 112.
Heilsugæslubraut: Sjúkraliðanám í tvo vetur - kjarnagreinar
auk sérgreina svo sem: Heilbrigðisfræði,
sálfræði, líffæra- og lífeðlisfræði, efna-
fræði, líffræði, næringarfræði, skyndi-
hjálp, líkamsbeiting, sjúkdómafræði,
sýklafræði og siðfræði. Lokaáfanga til
sjúkraliðaprófs sækja nemendur í fjöl-
braut í Ármúla eða Breiðholti.
Viðskiptabraut: Tveggja vetra nám sem lýkur með versl-
unarprófi. Kjarnagreinar auk sérgreina
svo sem: Bókfærsla, vélritun, verslunar-
reikningur og fleira.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla.
Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lág-
marki.
Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana
31. ágúst og 1. september kl. 17.00 til 20.00.
Kennsla hefst 12. september.
Ath.: Innritun í almenna flokka (frístundanám) fer fram 14.
og 15. september.
TILBOÐ
Píta m/buffi, franskar og sósa kr. 490
Hamborgari m/frönskum og sósu kr. 400
Fjöldi góðra rétta á matseðlinum
Apple-umboðið hf.
Skipholti 21. Sími: 91 - 62 48 00 Fax: 91-6248 18
Power Macintosh 7100/66 cd
8 Mb vinnsluminni
250 Mb harðdiskur
17" Apple Multiscan-litaskjár
Apple CD-300Í Plus-geisladrif
Stórt hnappaborð
Grunnverð: 575.500,- kr.
Tilboðsverð: 445.550,- kr. stgr.
Tilboðsverð án VSK: 357.871,- kr. stgr.
Power Macintosh 6100/60 cd
8 Mb vinnsluminni
250 Mb harðdiskur
Apple CD-300Í Plus-geisladrif
14" Apple-litaskjár
Apple-hnappaborð II
Grunnverð: 366.400,- kr.
Tilboðsverð: 284.050,- kr. stgr.
Tilboðsverð án VSK: 228.153,- kr. stgr.