Morgunblaðið - 28.08.1994, Side 44

Morgunblaðið - 28.08.1994, Side 44
tATCT SYSTEMAX Kapalkerfi fyrir öll kerfl hússins. NÝHERJI SKIPHOtTI 37 - SlMI 88 80 70 Alltaf skrefi á undan MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓIJ' 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Grísir valdir til undaneldis í Hrísey Fleiri góð dýr én búist var við FULLTRÚAR úr kynbótanefnd Búnaðarfélags íslands voru í vik- unni í einangrunarstöð ríkisins í Hrísey og völdu þá grísi — afkvæmi tíu gylta sem fluttar voru til lands- ins frá Noregi sl. vetur — sem not- aðir verða til undaneldis. Að sögn Auðbjörns Kristinssonar, svína- bónda og eins nefndarmanna, er útkoman framar vonum, og vegna þessi hve dýrin þóttu góð til áfram- haldandi ræktunar voru valin 30% fleiri dýr en menn telja sig í raun ____ þurfa. Gylturnar tíu, sem komu frá Nor- egi sl. vetur og hafa síðan verið í einangrun í Hrísey, eru allar búnar að gjóta. Fyrstu grísimir fæddust í lok mars og þeir síðustu í júní. „Þeir eru því allir komnir svolítið á legg og við vorum að velja úr þau dýr sem við ætlum að nota í fram- ræktunina. Meiningin var að taka þijár gyltur og einn gölt í hverju goti, það var talið lágmark til að geta ræktað þetta áfram, vegna dreifingar á erfðaefni seinna. En við fengum það mikið af góðum dýrum út úr þessu, dýr sem við töld- um hæf í áframhaldandi ræktun, að við skildum eftir dálítið meira en við þurfum. Við erum með 30% fleiri dýr en við ætluðumst ti! að fá í upphafi, vegna þess að við töldum, þau mjög góð,“ sagði Auðbjöm T samtali við Morgunblaðið. Þróunarsjóður sjávarútvegsins tekinn til starfa Þegar samþykkt að úr- elda um 30 fiskiskip ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarútvegsins er tekinn til starfa og hefur stjórn sjóðsins haldið tvo fundi, þar sem samþykktar voru umsóknir um úreldingu um 30 fiskiskipa og nema úreldingarstyrkirnir tæpum 800 millj. króna. Þróunarsjóður hefur þegar greitt út um 160 millj. í úreldingarstyrki fyrir fjögur skip en áður en styrkirnir eru greiddir út þurfa eigendur m.a. að leysa veðbönd af skipum, flytja af þeim kvóta og afmá þau af skipaskrá, að sögn Hinriks Greips- sonar, framkvæmdastjóra Þróunarsjóðsins. Sjávarútvegsráðherra skipaði stjórn Þróunar- sjóðs í júlí. Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, er formaður en með honum í stjórn eru Þorgeir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, og Pétur Bjarnason, framkvæmda- Ureldingarstyrkir um 800 milljónir kr. stjóri Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda. Þróunarsjóður var settur á laggirnar með lögum sem Alþingi samþykkti sl. vor. Sjóðurinn fær til ráðstöfunar eignir Hagræðingarsjóðs og tekur við eignum og skuldum atvinnutryggingadeildar Byggðastofnunar vegna sjávarútvegsfyrirtækja að frádregnum 950 milljónum sem ríkissjóður tekur við. Þá tekur Þróunarsjóður við öllum eign- um og skuldum hlutafjárdeiidar. Hinrik sagði að auk úreldingarverkefna væri sjóðsstjórnin þegar farin að ræða önnur verkefni sjóðsins, s.s kaup á fiskvinnslustöðvum og fram- leiðslutækjum og um þróunarverkefni í sjávarút- vegi sem sjóðurinn getur tekur þátt í. Samtals hefur sjóðsstjórn Þróunarsjóðs sam- þykkt úreldingu á um 2.500 rúmlestum þeirra 30 skipa sem búið er að samþykkja og er það mun meiri úrelding en átti sér stað á starfsárum Hagræðingarsjóðs en á árunum 1992 og 1993 samþykkti Hagræðingarsjóður úreldingu um 1.500 rúmlesta. Hinrik sagði að ekki væri búið að ganga form- lega frá þjónustusamningi fyrir Þróunarsjóðinn. Byggðastofnun myndi áfram sjá um atvinnu- tryggingadeild en leitað hefur verið eftir við stjórn Fiskveiðasjóðs að hann annist þjónustu fyrir Þró- unarsjóð líkt og fyrir Hagræðingarsjóð á sínum tíma en það er ekki frágengið. Morgunblaðið/Júlíus Þúsundir í miðbænum ÞRATT fyrir mikinn mannfjölda í miðborg Reykjavíkur í fyrri- nótt var fremur rólegt hjá lög- reglunni á svæðinu. Var áætlað að nærri tvö þúsund og fimm hundruð manns hefðu verið í bænum. Hverja helgi í sumar hafa á bilinu tvö til fimm þúsund manns safnast þar saman að- faranótt laugardags. Búist hafði verið við miklum fjölda á föstu- dagskvöld þar sem skólafólk er almennt að hætta í sumarvinnu áður en skólar hefjast. Fremur lítið var um að vera hjá lögregl- unni þessa nótt; einhverjir ungl- ingar undir aldri teknir fyrir að vera með áfengi, einn og einn óróaseggur róaður og fólk í vandræðum aðstoðað. Nítján lögreglumenn voru á vaktinni, um einn á hverja hundrað mið- bæjargesti. Morgunblaðið/Þorkell Bikarsláttur í Grindavík Islendingarnir lausir úr prísundinni í Texas Spennan mikíl á svona stað Sala Guðbjargar IS til Gr undar fj ar ðar Drög að kaupsamn- ingiundir- rituð SKRIFAÐ hefur verið undir drög að kaupasamningi um sölu togarans Guðbjargar frá ísafirði til útgerðar- félagsins Guðmundar Runólfssonar hf. á Grundarfirði. Að sögn Guðmundar Smára Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra út- gerðarfélagsins, er þó ekki víst hvort af kaupum verði þar sem ekki hefur tekist að uppfylla kröfur Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins um úreldingu -md’ móti skipinu. Þarf útgerðin að úr- **■ elda togarann Runólf SH og annan bát til viðbótar á móti Guðbjörginni sem er 2.700 rúmmetrar. Sagði hann að útgerðin setti sig í talsverðar skuldir vegna kaupanna en eftir að Þróunarsjóðurinn hefði tekið til starfa hefði úreldingarverð hækkað og ýmis atriði varðandi fjármögnun ' væru ófrágengin. Ef allt gengi upp fengju þeir skipið eftir mánuð. KR og Grindavík leika til úr- slita I bikarkeppni karla í knatt- spyrnu og hefst leikurinn kl. 14 á Laugardalsvelli í dag, sunnudag. Þá ættu úrslitin að ráðast en Gunnar Vilbergsson, fyrrum formaður knattspyrnu- deildar Ungmennafélags Grindavíkur, tók forskot á sæl- una og lét synina slá blettinn, þannig að ekki færi á milli mála hvar bikarinn væri hvern- ig sem úrslitin yrðu á leikvellin- um. Eins og sjá má af verkum sláttumannanna trónir bikarinn í garðinum, ártalið er fyrir neð- an auk stafanna UMFG sem reyndar sjást ekki á myndinni. Fremst er Gunnar á milli sona sinna, Eyjólfs til vinstri og Gunnars Más, sem leikur með liði Grindvíkinga. ■ Hápunktur/40 ÍSLENDINGARNIR tveir, sem voru í haldi útlendingaeftirlits í Bandaríkj- unum og vistaðir í fangelsi við landa- mæri Mexíkó og Bandaríkjanna, voru látnir lausir í fyrrinótt hvor gegn 3 þúsund dala tryggingu. Ingi Björnsson, 29 ára, og Jón Páll Pálsson, 24 ára, voru handtekn- ir á leið til vinnu hjá verktakafyrir- tæki í eigu fimm íslenskra bræðra. Eftir tveggja daga vist í Flórída voru fangelsi útlendingaeftirlits í Flórída orðin full af kúbverskum flóttamönn- um og voru þeir því fluttir í fangelsi útlendingaeftirlitsins í Port Isabel í Texas þar sem þeir voru í viku og höfðust við í 150 manna svefnsal. „Það er mikil spenna á svona stað. Þarna voru menn frá öllum löndum og öllum kynþáttum og það komu upp svona atvik þar sem stutt var í slagsmál en menn reyna að halda sig á mottunni því annars eru þeir settir í einangrun," sagði Ingi í gær- morgun þegar Morgunblaðið náði tali af honum á heimili Ólafs Árna Ásgeirssonar, ræðismanns í Houston Ingi hefur dvalist vestanhafs í um tíu mánuði og hyggst sækja um dval- ar- og atvinnuleyfi í Flórída en Jón Páll er væntanlegur heim til íslands næstu daga. Hann sagði að í Port Isabel fang- elsi útlendingaeftirlitsins hefðu verið um 1.000 manns, fáir kúbverskir en flestir frá ýmsum öðrum ríkjum Rómönsku-Ameríku og þar á meðal væru menn sem hefðu verið búsettir í Bandaríkjunum í 14 ár og ættu þar íjölskyldur en hefðu ekki atvinnu- leyfi. „Aðstæðurnar voru frekar slæmar; léleg hreinlætisaðstaða, slæmt drykkjarvatn og engin loft- ræsting í meira en 30 gráðu hita.“ Ingi sagði að þeir væru þakklátir fyrir alla þá aðstoð sem þeim hefði verið veitt og vildu sérstaklega þakka Ólafi Ásgeirssyni hjálpsemi og höfð- ingsskap og einnig vinum og vanda- mönnum heima og erlendis sem stað- ið hefðu á bak við þá og aðstoðað þá við að leggja fram tryggingarféð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.