Morgunblaðið - 30.08.1994, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sverrir
Eins og ormur í Esjunni
ESJUDAGUR Hjálparsveitar skáta í Reykjavík var haldinn í þriðja
sinn á sunnudag. Hrafnkell Sigtryggsson hjá sveitinni segir daginn
hafa heppnast einstaklega vel en hátt í tvö þúsund manns mættu
til leiks í blíðskaparveðri. „Tilgangurinn var að hvetja fólk til úti-
vistar og þakka höfuðborgarbúum veittan stuðning og góðvild í
okkar garð á liðnum árum,“ segir Hrafnkell. „Það var tilkomumik-
il sjón að sjá mann við mann í hlíðunum. Hópurinn hlykkjaðist
eiginlega upp eins og ormur.“ Áratugir skildu að elsta og yngsta
göngugarpinn. Þá gerði blindur maður sér lítið fyrir og gekk alla
leið á toppinn auk þess sem nokkrir náðu takmarkinu á hjóli. „Það
er ekkert ómögulegt;," segir Hrafnkell.
ísland gegn Sameinuðu furstadæmunum
Sonur forset-
ans mætir á
leikinn
SHAIKH Abdulah bin Zayed A1
Nahyan, sonur Zaid ibn Sultan
an-Nahyan forseta Sameinuðu
arabísku furstadæmanna, er
staddur hér á landi til að sjá sína
menn etja kappi við íslendinga í
landsleik í knattspyrnu. Leikur-
inn verður háður á Laugardals-
vellinum í kvöld.
Abdulah bin Zayed, sem á
myndinni heilar Eggert Magnús-
syni, formanni KSI, er 23 ára
gamall og er formaður knatt-
spyrnusambands furstadæmanna.
Hann kom til landsins með leigu-
þotu frá London.
Knattspyrna er helsta áhuga-
mál bin Zayeds, sem flýgur reglu-
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
lega 6000 km til Þýskalands að
sjá uppáhaldslið sín, Bayern
Miinchen og Bayer Leverkusen.
Sameinuðu arabísku fursta-
dæmin á austurhluta Arabíuskaga
fengu sjálfstæði frá Bretum árið
1971. íbúar eru um 1,8 miHjónir.
Olíu- og gasiðnaður hefur staðið
í blóma í ríkinu í liðlega 30 ár.
Fjármunirnir hafa ekki síst safn-
ast á hendur erfðafurstanna sjö
sem ráða ríkjum í landinu. Faðir
bin Zayeds er æðstur þeirra.
Vegið að frelsi fjöl-
miðla úr ólíkum áttum
FULLTRÚAR norrænna nefnda
IPI (International Press Instit-
ute) eru staddir hérlendis og
funduðu á Hótel Sögu í gær. IPI
var stofnað í New York árið 1950
og er alþjóðleg samtök ritstjóra
og stjómenda ljósvakamiðla og
fréttastofa í yfir 80 löndum sem
hafa það að markmiði að varð-
veita frelsi fjölmiðlanna. Forseti
samtakanna, Austurríkismaður-
inn Johann Fritz, sagði í samtali
við Morgunblaðið að vegið væri
að frelsi fjölmiðlanna úr ólíkum
áttum og við ólíkan vanda væri
að etja eftir heimshlutum. Hann
segir að samtökin eigi við alveg
nýjan vanda að etja sem er til-
hneiging yfirþjóðlegra stofnana
til að setja reglugerðir um starf-
semi fjölmiðla.
Fritz sagði að hann vildi fá
norrænum nefndum IPI það verk-
efni að gefa meiri gaum að
þróuninni í Eystrasaltsríkjunum
og vera ráðgefandi í ýmsum
málum.
Fritz sagði að samtökin væru
áhrifamikil því félagar innan
þeirra, ritstjórar og stjómendur
ljósvakamiðla og fréttastofa,
gætu átt stóran þátt í því að
móta almenningsálitið í heimin-
um. Áhrifunum væri þó einvörð-
ungu beint í eina átt, þ.e. til varð-
veislu frelsis fjölmiðlanna. Hann
sagði fjölmiðlafrelsi víðtækt hug-
tak og við afar ólík-
an vanda að fást eft-
ir heimshlutum.
„í þriðja heimin-
um snýst baráttan
ekki aðeins gegn rit-
skoðun heldur einn-
ig gegn linnulausum
árásum og ógnunum í garð blaða-
manna. Þar eru dæmi um að
blaðamenn séu myrtir eða teknir
til fanga fyrir þær sakir einar
að stunda rannsóknarblaða-
mennsku," sagði Fritz.
Undanfarið hafa áherslur í
starfí IPI þó verið að breytast
og meiri gaumur verið gefínn að
nýfrjálsum lýðræðisríkjum Aust-
ur-Evrópu. Um leið hafa risið upp
ný vandamál í grónum lýðræðis-
ríkjum sem lúta að tilhneigingu
yfírþjóðlegra stofnana eins og
ESB til að setja reglugerðir um
starfsemi fjölmiðlanna.
„Samræmt og staðlað"
„Nýju lýðræðisríkin hafa átt í
erfíðleikum með að henda reiður
á hvaða hlutverki fjölmiðlar eiga
að gegna í nútímalegu lýðræðis-
þjóðfélagi,“ segir Fritz. Hann
segir að blaðamenn í Austur-Evr-
ópu hafí vanist því undir stjórn
kommúnista á stríðstímum og í
kalda stríðinu að vinna upp úr
fréttatilkynningum frá upplýs-
ingadeildum heijanna. Þeir hefðu
ekki átt kost á því
að greina frá atburð-
um af vettvangi
þeirra. Nú séu
breyttir tímar og
blaðamenn í Austur-
Evrópu óski þess nú
að læra af reynslu
stríðsfréttaritari af
Vesturlöndum sem
hafi verið á átaka-
svæðum.
Fritz segir að á
undanförnum tveim-
ur árum hafí kraftar
IPI beinst í æ ríkari
mæli að þeim vanda
sem steðji að fjöl-
miðlum í grónum Iýðræðisríkjum,
því sem hann nefnir „afar flóknar
laga- og reglugerðasetningar“ af
hálfu þjóðþinga en þó einkum
yfirþjóðlegra stofnana. Þetta sé
mikil áskorun fyrir samtökin því
það sé þrautin þyngri að fylgjast
með slíkri reglugerðasetningu því
hún fari fram innan fjölmargra
nefnda á vegum yfírþjóðlegra
stofnana.
„Slíkar stofnanir setja lög og
reglugerðir um fjölmiðlana og
reyna með því að setja hömlur á
starfsemi þeirra. Evrópuráðið
hefur t.a.m. reynt að „samræma
og staðla" fjölmiðla um alla Evr-
ópu en slík orðanotkun er ávallt
yfírskin fyrir reglugerðasetn-
ingu. Evrópuráðið lagði fram
siðareglur fyrir blaðamenn sem
voru slíkt bull að það kallaði á
hávær mótmæli frá samtökum
eins og t.d. IPI. Þegar tillagan
var lögð fram í Strassborg að
viðstöddum hagsmunaaðilum var
hún felld af öllum þeim fjórtán
samtökum sem hagsmuna áttu
að gæta,“ segir Fritz.
FRETTIR
Johann Fritz forseti IPI
Tilhneiging yfírþjóðlegra
stofnana til að setja flóknar reglur
um starf fjölmiðla í grónum lýð-
ræðisrílgum felur í sér áskorun
Johann Fritz.
Ungir sjálfstæðismenn hafa gert
„svarthvítan lista“ yfir ríkisfyrirtæki og stofnanir
Sinfónían fram úr
íjárlögnm síðan ’86
Ur ársreikningum
Ríkisútvarpsins 1986-93
(í milljónum kr. á verðlagi 1994)
Hagnaður/tap
iHfy
Tekjur af
afnotagjöldum
1.595Í
1.571,3
-374,8 m.kr.
Tap ársins 1986 miíast viS
afkomu án aðflutningsgjalda
skv. 32. gnein útvarpslaga.
Aukafjárveiting ríklssjóðs
á árinu 1988,17 m.kr.
á verðlagi þess árs,
er itmi i hagnaði ársins.
931,4
'86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna afhenti Friðrik Sophussyni
fjármálaráðherra í gær plagg, sem
ungir sjálfstæðismenn vilja kalla
„svarthvíta listann". Á honum eru
annars vegar ríkisfyrirtæki og
-stofnanir, sem hafa staðið sig vel
og sparað í rekstri, og hins vegar
fyrirtæki og stofnanir, sem SUS
telur hafa staðið sig illa. Meðal
fyrirtækjanna, sem ungir sjálf-
stæðismenn setja á „svarta list-
ann“ er Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, en frá árinu 1986 hefur
kostnaður við hljómsveitina alltaf
verið umfram heimildir í fjárlög-
um.
Á „hvíta listanum“ eru sýslu-
mannsembættið í Kópavogi, en þar
hefur tekizt að minnka kostnað
um 10-15% að raungildi á seinustu
fímm árum, Vita- og hafnamála-
stofnun, þar sem svipaður sparn-
aður hefur náðst, Menntaskólinn
í Reykjavík, þar sem kostnaður
hefur minnkað lítilsháttar á sama
tíma og kostnaður við aðra fram-
haldsskóla hefur hækkað, Skatt-
stjórinn á Reykjanesi og Fangels-
ismálastofnun, en þar hefur kostn-
aður haldizt innan fjárheimilda
Alþingis og starfsmannafjöldi
staðið í stað, þrátt fyrir fjölgun
fanga og dóma um fangelsisvist,
segja ungir sjálfstæðismenn.
58% hækkun framlaga
til sinfóníunnar
Á „svarta listanum" eru hins
vegar þær stofnanir, sem ungir
sjálfstæðismenn teija að hafí stað-
ið sig illa í fjármálum og farið
fram úr áætlun ár eftir ár. Þeir
segja útgjöld sýslumannsembætt-
isins á Akranesi hafa aukizt um
fímmtung á undanfömum fímm
árum og á síðasta ári hafí kostnað-
ur við embættið numið rúmlega
fjórðungi umfram það sem heim-
ildir Alþingis kváðu á um. Raun-
hækkun á framlögum ríkisins til
Sinfóníuhljómsveitár íslands er
58% frá árinu 1986. Þá var fram-
lag til hljómsveitarinnar 64 millj-
ónir króna á núgildandi verðlagi,
en er nú 101 milljón króna. Kostn-
aður skattgreiðenda við hvem tón-
leikagest sinfóníunnar er 5.662
krónur og skiptast opinber fram-
lög milli ríkisins, Reykjavíkurborg-
ar, Menningarsjóðs útvarpsstöðva
og Seltjamamessbæjar.
Ungir sjálfstæðismenn segja
rekstrarkostnað við Húsnæðis-
stofnun hafa verið 309 milljónir á
núvirði árið 1987, en hann sé nú
504 milljónir eða 40% hærri. Þeir
gagnrýna Verkmenntaskólann á
Akureyri fyrir að hafa sífellt farið
fram úr fjárheimildum. Útgjöld
skólans hafí aukizt um rúmlega
þriðjung að raungildi undanfarin
fímm ár.
Hallarekstur og skatta-
hækkun hjá RÚV
Loks gagnrýnir SUS Ríkisút-
varpið, sem ungir sjálfstæðis-
menn segja fjármagnað með
ígildi skatta; afnotagjöldum.
Stofnunin hafi ekki notið sama
aðhalds og aðrar stofnanir ríkis-
ins, þar sem stór hluti tekna
hennar sé óháður sveiflum í efna-
hagslífinu. Frá árinu 1986 hafi
hækkun afnotagjalda numið 69%
að raunvirði. Samt sem áður hafi
tapið á stofnuninni á þessum
tíma verið 364 milljónir króna.
Ungir sjálfstæðismenn segja
RÚV kosta meira í rekstri en
Háskóli íslands og víða megi
spara hjá fyrirtækinu. Þannig
furða þeir sig á því að svæðisút-
varpið á Akureyri, sem útvarpi
1-2 klukkustundir á dag, hafi
10,5 stöðugildi. en Bylgjan, sem
sé stærsta einkastöðin, hafi sjö
stöðugildi að frátaldri fréttastofu
Bylgjunnar og Stöðvar 2.
Tap og umframkostnaður
á samdráttartímum
„Við viljum leggja okkar lóð á
vogarskálarnar að berjast við
fjárlagahallann,“ sagði Guðlaug-
ur Þór Þórðarson, formaður SUS,
í samtali við Morgunblaðið. „Við
fögnum þeim árangri, sem ríkis- \
stjórnin hefur náð með því að i
lækka ríkisútgjöld að núvirði um
7%. Við höfum ekki séð aðrar rík-
isstjórnir ná slíkum árangri í
seinni tíð. Okkur finnst að ekki
hafí verið nógu mikið gert af því
að umbuna starfsfólki og stjórn-
endum fyrirtækja og stofnana,
sem standa sig vel, en á sama ,
hátt hljótum við að spyija hvernig
standi á því að fyrirtæki í ríkis- '
geiranum séu rekin með tapi ár
eftir ár eða fari fram úr fjárlög- ;
um. Þetta er að gerast á sama
tíma og bæði heimili og fyrirtæki
hafa þurft að draga saman seglin
í efnahagslægðinni.“