Morgunblaðið - 30.08.1994, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
350 sóttu stofnfund Regnbogans, samtaka um R-lista
Skíptar skoðanir um
skipulag forystunnar
HÁTT í 350 manns sóttu stofnfund Regnbogans, félags stuðningsmanna
R-lista, á Hótel Sögu á laugardag. Kristján E. Guðmundsson, úr níu manna
bráðabirgðastjóm, sagði að umræða hefði skapast um hvort nauðsynlegt
væri að kjósa sérstakan formann og varaformann samtakanna. Að ráði varð
að bráðabirgðastjóm var falið að fara yfir tillögur að skipulagi samtakanna
og aðalfundarstörf yrðu afgreidd á framhaldsfundi um miðjan september.
Kristján sagði að um samtök
stuðningsmanna Reykjavíkurlista
væri að ræða. „Samtökin mynda
bakhjarl fyrir fulltrúa Reykjavíkur-
lista í borgarstjórn og nefndir borg-
arinnar, óháð stjómmálaflokkum
sem stofnuðu til framboðsins. Þann-
ig eiga þetta að vera félagssamtök
stuðningsmanna, hvort sem þeir eru
innanborðs í þessum fjórum stjórn-
málaflokkum eða óháðir," sagði
Kristján. Hann sagði að starfsemi
félagsins yrði tvíþætt. Annars vegar
yrði unnið að málefnum einstakra
hverfa í tíu hverfafélögum. Hins
vegar yrðu myndaðir starfshópar um
ýmis málefni og myndu borgarfull-
trúar geta sótt styrk og hugmyndir
í þá hópa.
31 í stjórn
Drög að lögum félagsins voru lögð
fram á stofnfundinum á laugardag.
Þau gera ráð fyrir að áðumefnd
hverfafélög skipi tíu fulltrúa í stjórn,
einn frá hvetju félagi, og aðalfundur
kjósi 21 fulltrúa, þ. á m. formann
og varaformann. Stjórn kjósi síðan
sjö manna framkvæmdastjórn úr
sínum röðum og verði hlutverk henn-
ar að annast daglegan rekstur fé-
lagsins.
Kristján tók fram að gott sam-
starf hefði verið haft við Reykjavík-
urlistafélagið. „Þar sitja allir fulltrú-
ar stjórnmálaflokkanna. Það er
rangt að þeir hafi ekki verið hafðir
með í ráðum. Hins vegar var þetta
ekki lagt fyrir stofnanir stjórnmála-
flokkanna enda kom þeim það í
sjálfu sér ekki við,“ sagði Kristján.
Skammur fyrirvari
Sigurður Tómas Björgvinsson,
framkvæmdastjóri Alþýðuflokks,
gagnrýndi hversu skammur fyrirvari
væri að stofnun samtakanna. „Eg
veit að sumir borgarfulltrúár, þeir
sem hafa verið í þessum borgarmála-
hópi, fréttu ekki af þessu fyrr en í
síðustu viku. Þess vegna hafi þess
verið krafist að undirbúningsfundin-
um yrði frestað. Ekkert samband
hefur heldur verið haft við Alþýðu-
flokkinn og mér skilst að svipað sé
upp á teningnum hjá Framsóknar-
flokknum. Við lítum svo á að R-list-
inn hefði aldrei komist á laggirnar
nema vegna þess að þessir fjórir
flokkar tóku sig til og buðu sameig-
inlega fram. En þar með er ekki
sagt að verið sé að ýta óflokksbundn-
um út enda voru ákveðin sæti á list-
anum merkt óflokksbundnu fólki.
Aftur á móti er sjálfsagt að hafa
samráð við alla flokka og alla sem
stóðu að R-lista þegar verið er að
stofna mikilvægt bakland á bakvið
þá borgarfulltrúa sem fara með
stjórn borgarinnar," sagði Sigurður.
Hann sagðist vona að betra sam-
starf yrði haft við flokkanna í fram-
tíðinni og ekki yrðu eftirmál af að-
dragandanum nú.
Bráðabirgðastjórn Regnbogans
skipa Aðalheiður Franzdóttir, Guð-
rún Rögnvaldsdóttir, Ingólfur H.
Ingólfsson, Kort Sævar Ásgeirsson,
Kristján E. Guðmundsson, Mörður
Árnason, Sigurður Ingibjörg Inga-
dóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir og
Þuríður Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Sverrir
FJÖLMENNI var í Súlnasal Hótels Sögu á stofnfundi Regnbogans á laugardag.
KR bikarmeistari eftir 27 ára bið
Þolinmæði
er dyggð
KR-inga
Kristinn Jónsson
Kristinn sagði
stundirnar frá því
að flautað var til
ieiksioka á sunnudag
ógleymanlegar. „Þetta
hafa verið stórkostlegar
stundir og viðmót fólks
hefur verið með ólíkind-
um. Hvar sem ég hef
komið hefur ekki linnt
hamingjuóskunum og
þar sem ég hef verið í
bílnum á rauðu ijósi hafa
farþegar og ökumenn
annarra bifreiða skrúfað
niður rúður og látið gleði
og ánægju sína í ljós.
Þetta hafa verið stór-
kostlegar stundir, eins
og að koma úr blindbyl
í sól og heiðríkju.“
- Hvernig var biðin?
„Hún var þjáningar-
full, en þolinmæðin er sú
dyggð, sem við KR-ingar
höfum. Það er aðdáunar-
vert hvað KR hefur eflst
og styrkst á þessum bið-
tíma og titlaleysið hefur
alls ekki komið niður á
félagsstarfinu. Þvert á móti höf-
um við eflst við hveija raun og
ég er mjög hreykinn af því hvað
fólk hefur staðið þétt á bak við
KR í gegnum tíðina. Umhyggja
fjölda fólks í Reykjavík og á
landinu öilu fyrir KR er ótrúlega
mikil og heillaóskaskeyti og sím-
hringingar víða að sýna hvað
KR er ríkt í fólkinu, en auður
KR er í þessu fólki.“
- Hvaða þýðingu hefur titill-
inn fyrir KR?
„Þetta hefur gífurlega mikla
þýðingu fyrir félagsmenn og fé-
lagið í heild. Leikmenn liðinna
ára hafa verið undir því álagi
að vera stöðugt bornir saman
við þá, sem áður voru og gerðu
garðinn frægan. Þetta hefur
verið óheppilegur samanburður
fyrir strákana, en nú þarf ekk-
ert að ræða um fyrri sigra, því
nú vita strákarnir hvað það er
að sigra. Því eflir þetta þá til
enn frekari dáða og ekki síður
þá, sem eru að vinna fyrir félag-
ið og sjá nú árangur af verkum
sínum.“
- Hvað er heist á stefnuskrá
félagsins?
„KR er gamalt og rótgróið
félag, verður 100 ára
1999. Innan þess hef-
ur verið starfað af
miklum krafti og ótrú-
legt er hvað starfið
hefur hlaðið utan um
sig í tímans rás frá því að safn-
að var fyrir einum bolta og féiag-
ið stofnað. Stöðugt hefur verið
unnið að uppbyggingu mann-
virkja og aðstaðan er góð, en
okkur vantar íþróttahús fyrir
aðrar greinar, heimavöli fyrir
handbolta og körfubolta, og við
ætlum að byggja íþróttahús.
Hins vegar gerum við okkur
grein fyrir að knattspyrnan er
andlit félagsins út á við og það
er alveg ljóst að þegar til lengri
tíma er litið er landrými í Vest-
urbænum af skornum skammti.
Varla er nokkur blettur til þar
sem hægt er að sparka bolta og
þetta er áhyggjuefni. Með
►KRISTINN Jónsson er for-
maður Knattspyrnufélags
Reykjavíkur, sem var stofnað
fyrir rúmlega 95 árum. Krist-
inn er fæddur 22. nóvember
1940, lék með meistaraflokki
knattspyrnudeildar 1959 til
1967 og var bikarmeistari síð-
asta árið sem leikmaður. Síð-
an hefur hann sinnt stjórnun-
arstörfum fyrir knattspyrnu-
deild og aðalstjórn, en 11
deildir eru í félaginu. „Félags-
menn eru 10 til 11 þúsund og
þeim fer fjölgandi enda er
tvímælalaust um öflugasta,
fjölmennasta og besta félag
landsins að ræða,“ sagði for-
maðurinn eftir að biðin eftir
titli í meistaraflokki karla í
knattspyrnu var á enda, en
KR vann Grindavík 2:0 í bikar-
úrslitaleiknum í fyrradag.
áframhaldandi uppbyggingu í
huga er nauðsynlegt að vera sem
víðast með velli og mörk og það
yrði mikið framfaramál fyrir all-
an Vesturbæinn að koma upp
slíkri aðstöðu.“
- Hvernig líður þér
annars?
„Mér líður ólýsan-
lega, þetta er ólýsan-
leg tilfinning og við
KR-ingar getum verið
hnarreistari en áður. Það eru
fáir sem þekkja betur en KR-ing-
ar að vera í langri eyðimerkur-
göngu. Fólk gerir alltaf kröfur
til KR og hæðst hefur verið að
okkur, en við höfum haldið
ótrauðir áfram að settu marki.
A sunnudaginn var ísinn brotinn
og hann var þykkur, en þetta
tókst vegna ótrúlegrar samstöðu
allra KR-inga og ég færi öllum
stuðningsmönnum miklar þakkir
fyrir hvað þeir hafa stutt okkur
vel og fyrir að hafa aldrei gefist
upp. Þetta er sigur liðsheildar-
innar, það er mikil gleði í huga
allra KR-inga og víst er að biðin
er á enda.“
Úr blindbyl í
sól og heið-
ríkju.