Morgunblaðið - 30.08.1994, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Kynbætur á íslenskum svínastofni vegna erlendrar samkeppni
Norskir grísir til undaneldis
MARKMIÐ íslenskra svínabænda
með kynbótum á svínastofninum, er
að bregðast sem best við samkeppni
erlendis frá. Tíu gyitur voru fluttar
frá Noregi til Islands og hafðar í
einangrunarstöð ríkisins í Hrísey og
nú hafa svínabændur valið grísi und-
an gyltunum til undaneldis. Útkoman
er mjög góð, eins og fram kom í
blaðinu á sunnudaginn.
Auðbjörn Kristinsson svínabóndi,
sem sæti á í kynbótanefnd Búnaðar-
félags íslands og var einn þeirra sem
valdi dýrin, segir að bæði sé mark-
miðið með kynbótum að lækka fram-
leiðslukostnað á svínakjöti og auka
gæði þess.
„Við ætlum að verða samkeppn-
ishæfari. Með því að ná dýrum, sem
þurfa minna fóður en áður til að
framleiða eitt kíló af kjöti, gætum
við lækkað framleiðslukostnaðinn.
Og það ætti að takast ef þetta fer
eins og það lítur út fyrir. Það sem
við ætium okkur er að reyna að halda
eftir bestu eiginleikunum í okkar
stofni; reyna að blanda þessu þannig
saman að fáum hraðari vöðvavöxt,
en reyna að halda eftir bragðgæðum
sem við teljum vera í íslenska stofnin-
um.“
Þessi ræktun hefur því gengið
framar vonum?
Stuðlað að lægri
framleiðslukostn-
aði og betra kjöti
„Já, það má segja það. Við vjssum
fyrir fram að ákveðnir gallar væru
í norska kyninu, sem við völdum
skarpt gegn úti í Noregi þegar við
völdum dýrin sem komu til landsins,
og við erum mjög ánægðir með ár-
angurinn. Það er mjög sjaldgæft að
sjá dýr sem maður er ánægður með
að öllu leyti; yfirleitt eru einhveijir
mínuspunktar í öllum dýrum — en
þeir eru ekki margir hjá þessum.
Sérstaklega er ein gylta sem við féll-
um fyrir: það var í raun sama hvern-
ig á hana var litið; miðað við þær
kröfur sem við gerum má segja að
þessi skepna sé gallalaus. Hún gæti
því verið módelið að því sem við vilj-
um rækta í framtíðinni."
Vandræði að velja
Þegar dýrin, sem valin voru í síð-
ustu viku, verða orðin kynþroska,
verður ákveðið hver þeirra verða
notuð til áframhaldandi ræktunar.
Að sögn Auðbjöms voru nefndar-
menn í hálfgerðum vandræðum að
velja dýr, því svo stór hluti þeirra
var mjög góður. „Það var aðeins í
einu goti sem kom fram áberandi
þessi galli í norska kyninu, sem við
vissum um. Fæturnir á þeim dýrum
eru ekki nógu sterkir, en í raun erum
við samt himinlifandi að þessi galli
skuli ekki vera í meira en einu goti
hjá okkur, því þetta er mikið vanda-
mál úti.“
Auðbjörn sagði svínstofninn hér-
lendis það lítinn að alltaf sé hætta
á skyldleikaræktun, og því hafi verið
farið út í að fá ný dýr til landsins.
„Við gerum ákaflega miklar kröfur
gagnvart sjúkdómum og öðru og af
því fengum við í þessum fyrsta inn-
flutningi dýr frá Noregi, sem er talið
með hreinni löndum sem hægt er að
fá dýr frá. Dýr sem er einhver akkur
í að kaupa.“
Næsta skref sagði hann að láta
þau dýr, sem valin voru í síðustu
viku, æxlast þegar þau verða kyn-
þroska og síðan yrðu það fyrstu af-
kvæmi þeirra sem mættu fara í land
úr einangrunarstöðinni. „Það er því
raunhæft að um mitt næsta ár geti
eitthvað af grísum farið í land, og
þá er eftir eitt ár í að þeir fari að
skila fyrstu grísunum frá sér.“
Ný laug
afhjúpuð
í Lysti-
garðinum
MARGRÉT Jónsdóttir, Ieirlista-
kona, afhenti bæjaryfirvöldum á
Akureyri í gær litla mósaík-vatns-
laug að gjöf. Lauginni hafði hún
komið fyrir í Lystigarðinum og
tileinkar hana barnapíum á Akur-
eyri, sem gjarna leggja leiða sína
í garðinn.
Margrét var bæjarlistamaður á
Akureyri 1992-93 og ákvað, frek-
ar en að halda hefðbunda sýningu
að þeim tíma loknum, að gefa
bænum nefnda laug; „eitthvað sem
yrði á hversdagslegum en fjöl-
förnum stað úti í bæ, þar sem fólk
færi um og myndi þannig gleðja
fleiri,“ eins og hún sagði við Morg-
unblaðið þegar hún var að leggja
lokahönd á verkið í siðustu viku.
Laugin var afhjúpuð við hátíðlega
athöfn í gær og var það Gísli Bragi
Hjartarson, varaforseti bæjar-
sljórnar, sem tók við gjöfinni fyr-
ir hönd Akureyrarbæjar.
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
EKKI var annað að sjá en
laugin félli í góðan jarðveg
hjá viðstöddum, ekki síst þeim
yngstu — enda leikurinn til
þess gerður að þau hefðu
gaman af. „Þetta er lítil laug
fyrir krakka, sem þau geta
leikið sér við eða buslað að-
eins í,“ sagði Margrét þegar
hún var að setja verkið upp,
og strax í gær var ljóst að
krakkarnir kunnu að meta
laugina; þeir voru strax byij-
aðir að busla í henni.
Nýr golfvöllur
í Eyjafirði
Eigum ávallt
fyrirliggjandi:
Skrifstofustólaplast
PVC plast
1 til 5 mm þykkt,
hvítt og glært.
Skuróarbrettaefni
10 til 45 mm þykkt,
fyrir matvælaiðna&.
Auglýsingaplast
3 og 10 mm þykkt, hvítt.
Getum útvegað litað.
Létt og handhægt.
Sníðum ni&ur eftir
þínum óskum.
Sendum hvert á land
sem er.
PLASTIÐJAN
BJARG
Frostagötu 3c • 603 Akureyri
Sími 96-12578 • Fax 96-12995
NOKKRIR bændur í Eyjafjarðarsveit
stefna að því að koma upp 9 holu
golfvelli í sveitinni. Þar er snjólétt á
vetrum og þessi nýi völlur gæti því
opnast mun fyrr á vori og'verið op-
inn lengur á hausti en Jaðarsvöllur
á Akureyri
Hreiðar Hreiðarsson veitingamað-
ur í Vín í Eyjafjarðarsveit er einn
aðstandenda hugmyndarinnar. Hann
sagði að ásamt sér væru í þessu
dæmi nokkrir bændur og einn verk-
taki, en fyrir þeim vekti að stofna
félag um að taka landið á leigu,
gera völlinn og reka hann.
Hreiðar sagði að vðllurinn yrði í
landi Espihóls, en þangað er um
tveggja kílómetra ferð frá Hrafna-
gili. Völlurinn teygðist ögn inn á lönd
Stokkahlaða og Rifkelsstaða, en
bændur á þessum býlum væru í þeim
hópi sem að þessu stefndi.
Hreiðar sagði að grundvöllur ætti
að vera nægur fyrir golfvöll í Eyja-
fjarðarsveit. Margt ferðamanna sem
kæmi í Vín og Hótel Vin á Hrafna-
gili spyrði um golfvöll og fjöldi
mar.na sem vildi njóta útiveru í golfí,
til dæmis um helgar, kæmist iðulega
ekki að á golfvellinum að Jaðri vegna
þess að þar væru golfmót. Þá kæmi
þessi nýi völlur kylfingum á Akur-
eyri að gagni þar sem þarna væri
snjólétt og unnt yrði að leika fyrr á
vori og síðar að hausti en á Akureyri.
Góður 9 holu völlur
Hannes Þorsteinsson á Akranesi,
sem sérhæft hefur sig í golfvalla-
hönnun, sagði aðstæður allar í Espi-
hólslandi prýðilegar fyrir 9 holu völl.
Hann kvaðst hafa farið um landið
og sett niður hæla á fyrirhuguðum
teigum og flötum. Þárna yrði hægt
að koma upp góðum velli á tiltölu-
lega stuttum tíma. Hannes hefur
gengið frá teikningum af vellinum
og aðgerðir gætu því hafíst bráðlega.
Hreiðar sagði að fyrir aðstandend-
um vallarins vekti að gera hann eins
góðan og hægt væri og gera skála
áður en hleypt yrði á völlinn. Til
þess teldu þeir sig þurfa Vh ár.
Morgunblaðið/Árni Helgason
ANSGARSHÓPURINN sem heimsótti kaþólska söfnuðinn í
Stykkishólmi fyrir skömmu.
Ansgarshópur heimsótti Stykkishólm
Heimsókn til styrktar
starfsemi kaþólskra
Stykkishólmi - Fjörtíu og sjö
manna hópur kaþólskra presta og
leikmanna, svonefndur Ansgars-
hópur, kom nýlega til Stykkishólms
og dvaldi í tvo daga til styrktar
starfsemi kaþólskra hér.
Tíðir gestir
Ansgarshópurinn hélt hádegis-
samkomu í kapellu kaþólskra hér í
bæ þar sem kaþólskri presturinn,
sr. Jan Habets, tók þátt og einnig
systurnar og var boðið upp á góð-
gerðir að því loknu. Einnig var
nýja kirkjan skoðuð í fylgd Gunn-
ars Eiríks Haukssonar, sóknar-
prests, og lýsti hann fyrir þeim
kirkjunni og starfínu og svaraði
spurningum gestanna. Á eftir flutti
hópurinn söngmessu, þ.e. bænir og
söng. í þessum hópi voru 11 prest-
ar sem skiptu með sér söngmess-
unni.
Fréttaritara var tjáð af hópnum
að þeir eða meðlimir kaþólsku kirkj-
unnar í Þýskalandi hefðu í mörg
ár heimsótt Norðurlöndin, þannig
að fjórða hvert ár heimsæktu þeir
hvert Norðurlandanna fyrir sig og
í ár væri það ísland. Um leið væri
þetta skemmtiferð kaþólskra og
væri því ekki sama fólkið sem kæmi
með hópnum í hvert sinn. Hópurinn
var ekki í vafa um að þessi sam-
skipti milli landanna hefði mikið að
segja og því væri ákveðið að halda
þessum samtökum áfram enda fleiri
og fleiri sem vildu komast að.
Kaþólski söfnuðurinn í Stykkis-
hólmi hefur nú starfað í 56 ár.
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
ÓLÖF Erla Bjarnadóttir, formaður dómnefndar, afhendir
Astríði Sigurðardóttur verðlaunin.
Þróunarverkefnið
Ullarselið verður
að fyrirtæki
Hvannatúni í Andaklíl - Bænda-
skólinn á Hvanneyri, kvenfélaga-
sambönd og búnaðarsamtök á Vest-
urlandi komu haustið 1992 á fót
þróunarverkefni, sem nefnist Ull-
arselið. Nú í haust mun Ullarselið
breytast í fyrirtæki á félagslegum
grunni.
Auk frumkvöðlanna munu um 20
manns, sem unnið hafa meira eða
minna að verkefninu, standa fyrir
stofnun fyrirtækisins. Þetta er allt
áhugafólk á Vesturlandi. Markmið
Ullarselsins hefur ætíð verið að auka
nýtingu íslensku ullarinnar til nytja,
list- og heimilisiðnaðar. Þar hafa
verið framleiddar hágæða vörur úr
úrvals ull auk ýmiss kónar hand-
verks úr náttúrulegu hráefni, t.d.
kanínufiðu, bómull og líni.
Handsverksfólkið, sem vinnur við
Ullarselið, hefur aðstöðu á Hvann-
eyri og opna söluaðstöðu á meðan
það vinnur sitt verk, hefur orðið
vart við aukinn áhuga fólks til að
sjá hvernig ull verður að bandi og
fylgjast með kembingu, spuna og
verkfærunum, segir Jóhanna
Pálmadóttir, frumkvöðull Ullarsels-
ins. Tog er skilið frá þelinu, sem
er mest notað í prjónles, en togið,
sem er lengri og sterkari hluti ullar-
innar, er hentugt í vefnað, útsaum
og slitsterkar vörur. Söluaukning
hefur orðið talsverð og er hægt að
verða sér úti um sjaldséða hluti.
Pijónaðir eru veiðivettlingar, þar
sem hægt er að stinga puttunum
út um þar til gerð göt á vettlingun-
um og reiðvettlingar með sérprjón-
uðum þumalfingri og litlafingri, svo
fátt eitt sé nefnt.
Nýlega héldu 10 konur í Ullarsel-
inu nokkurs konar undankeppni til
að mæta hópi kvenna sem vinna í
Þingborg í Hraungerðishreppi. Þær
hafa skorað á Ullarselskonur að
keppa við sig í haust. Hver kona
fékk 100 gr óþvegna og ókembda
ull og átti að spinna og pijóna úr
ullinni einn sokk. Mældur var tími
og gæðin metin. Sigurvegarinn,
Ástríður Sigurðardóttir, fékk hring-
pijón úr hrosslegg að íaunuin.