Morgunblaðið - 30.08.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 17
Reuter
HERSKIPIÐ USS Williams legg'ur úr höfn í Guantanamo-flóa
til að leita fleiri flóttamanna. I forgunni eru McCalIa- tjaldbúð-
irnar, þar sem flóttamenn frá Haítí hafast við.
Kastró vill stöðva straum flóttafólks
Flóttamönnum
fækkar mjög
Havana, Washington. Reuter.
BANDARÍKJAMENN og Kúbverjar gerðu á sunnudag tilraun til að
bæta samskipti þjóðanna er Fidel Kastró, forseti Kúbu, fyrirskipaði að
beitt yrði „fortölum" til að koma í veg fyrir flóttamannastrauminn frá
landinu en bandarísk yfirvöld segjast munu bregðast jákvætt við lýðræð-
islegri viðleitni að háifu Kastrós. Mun færri gerðu tilraun til að flýja
Kúbu um helgina og er talið er hertar reglur Kúbústjórnar eigi hlut að
máli. í gær varð bandaríska strandgæslan vart vör flóttamanna.
Þingið úr-
skurðar í
ESB-deilu
Helsinki. Morgunblaðið.
FINNSKA ríkisstjórnin tekur ekki
formlega afstöðu í valdabaráttu for-
seta og forsætisráðherra um hvor
þeirra verði fulltrúi Finna gagnvart
Evrópusambandinu (ESB). Stjórnin
ákvað í síðustu viku að sleppa full-
trúamálinu úr lagafrumvarpi sínu
um ESB-aðild. Verður nú þingið að
taka afstöðu í málinu.
Martti Ahtisaari Finnlandsforseti,
sem er ákafur ESB-sinni, hefur sagt
það sína skoðun að stjórnarskráin
hafi skýr ákvæði um að forseti fari
með umboð Finna á leiðtogafundum
ESB. Þingflokkar, ríkisstjórnin og
stjórnarskrárnefnd hafa hins vegar
verið þeirrar skoðunar að forsætis-
ráðherra ætti að skipa sæti Finna á
leiðtogafundunum þar sem helstu
ákvarðanir um stefnumál ESB verði
teknar.
Nú hefur málinu verið skotið til
þingsins. Ríkisstjórnin getur ekki
tekið neitt frumkvæði án samþykkis
forseta. Þingið getur hins vegar
breytt umboði forseta að vild. Hing-
að til hefur samt aldrei komið fyrir
að raunverulegur valdabarátta hafi
átt sér stað milli þings og forseta.
Strandgæslu og lögreglu á Kúbu
hefur verið fyrirskipað að koma í
veg fyrir að ótryggir bátar og flek-
ar sem börn og unglingar eru á,
fari frá landi. Tilskipunin, sem var
undirrituð af Fidel Kastró forseta,
birtist á forsíðu dagblaðsins Juv-
entud Rebelde á sunnudag. Segir
þar að löggæslumenn eigi beita
„fortölum" til að kyrrsetja fólkið
og aðeins að beita skotvopnum í
undantekningartilfellum.
Warren Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði á
sunnudag að Bandaríkjastjórn
sæktist ekki eftir því að koma
Kastró frá völdum, þrátt fyrir að
hún teldi hann ábyrgan fyrir öldu
flóttamanna frá Kúbu í ágúst. „Ef
hann færist óyggjandi nær lýð-
ræði, munum við bregðast varlega
við og að vandlega íhuguðu máli,“
sagði Christopher.
Tölvufax
ogmotald
Innbjggð, utanáliggjandi, PCMCIA
frá kr. 10.000,-
*BGÐEIND-
Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081
\_____________________/
NORDISK FORSKERUTDANNINGSAKADEMI
Norræna vísindamenntunarakademían býður
norrænum vísindamönnum og vísindastofnunurn
að sækja um styrki til:
Norrænnar vísindamenntunar
á öllum sviðum vísinda:
Vísindasamskipti - Vísindaþing - Vinnuhópar - Ferðastyrkir
- Styrkir til stuttrar dvalar - Norræn þátttaka í alþjóðlegum
vísindanámskeiðum - Norrænir eða alþjóðlegir gestakennarar/
leiðbeinendur - Skipulagningarfundir - Önnur vísindastarfsemi.
Fresturinn á einnig við um styrkumsóknir fyrir vísindanám-
skeið vegna norræna umhverfisrannsóknarverkefnisins:
Rannsóknir varðandi loftslagsbreytingar - Umhverfisrannsókna-
samvinna á Eystrasaltssvæðinu - Hinar samfélagslegu
forsendur umhverfismálastefnunnar.
UMSOKNARFRESTUR
ERTIL1-OKTOBER1994
Nánari upplýsingar:
Pantið bæklinginn „Grenselos forskerutdanning 1994“
sem inniheldur umsóknareyðublaðið, hjá skrifstofu NorFA
NORDISK FORSKERUTDANNINGSAKADEMI
Postboks 2714, St. Hanshaugen, N-0131 Oslo
Sími: 90 47 22 03 75 20 / Símbréf: 90 47 22 03 75 31
Bæklinginn er einnig hægt að fá í háskólum, hjá rannsóknastofnunum og rannsóknaráðum.