Morgunblaðið - 30.08.1994, Side 20

Morgunblaðið - 30.08.1994, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Klappað í steina Orgelsláttur MYNPLIST Listhorn Sævars STEINHÖGG SUSANNE CRISTENSEN Opið á verslunartíma. Lokað á sunnudögum til 15. september. Að- gangur ókeypis. SUMAR sýningar koma manni skemmtilega á óvart, sem verður þó stöðugt sjaldgæfara og illu heilli í jöfnu, en öfugu hlutfalli við fjölgun sýninga, og stóraukinna athafna á vettvangi myndlistar. Og þótt marg- ur hafí rembst við frumleikann í list- húsi Sævars Karls, hafa fæstir haft erindi sem erfiði. Einfaldlega vegna þess að menn leita ekki frumleikans heldur kemur hann rökrétt innan frá og er afkvæmi þrotlausrar vinnu, þar sem minnst er hugsað um framúr- stefnu. Þetta heitir að finna, og nýj- ungarnar eins og spretta fram á milli handa gerandanna, en verða síður til í raddböndum kennisetn- ingamanna og heimspekinga. Þetta voru þeir að reyna að segja okkur, sem ruddu brautina í upphafi aldarinnar, t.d Matisse, Picasso, Braque og Miro, og þeim var öllum ljóst, að það tekur langan tíma að verða ungur í listinni, og er fullkom- lega óháð lífaldri. En svo er þetta einmitt sá vísdómur, sem menn eru fljótastir að gleyma, eins og menn verða neyðarlega varir við á sýning- um og hvers konar listrænum athöfn- um allt um kring. Ekki vil ég halda því fram, að verk Susanne Cristensen séu tiltakanlega frumleg í sjálfu sér, en þau hafa í sér neista fram- kvæmdaviljans, og í honum búa ræt- urnar. Það er svo engin tilviljun að sýningin ber nafnið Re Cordis, sem er latína og útleggst, að muna í merkingunni að fara til baka í gegn- um hjartað. Það voru ekki einungis frumheij- arnir, sem tóku upp list frumstæðra, heldur hafa seinni tíma listamenn eins og t.d. Anselm Kiefer sótt til sögunnar og strangflatalistin sótti heilmikið til gullna sniðsins og leiks Grikkja og Rómveija við stærðimar — lítið við mikið. Susanne heggur í stein, aðallega rauðan sandstein úr Hólabyrðu sem er fyrir ofan dóm- kirkjuna á Hólum í Hjaltadal. Kirkjan sjálf er hlaðin úrþessum steini. Einn- ig heggur hún í móberg af Bláfjalla- svæðinu, sem er samlímd gosaska úr basalti og mynduð við gos undir jökli eða vatni (sjó), — einnegin hvít- an kalkstein frá eyjunhi Krít. Steinn- inn sá hefur verið notaður í bygging- ar og höggmyndir frá því um 7000 f.Kr. og var mikið hagnýttur á mín- óska menningarskeiðinu í Knossos 2600-1425 f.Kr. SUSANNE Cristensen Maður tekur fyrst eftir fínlega mótuðum verkum úr gríska kalk- steininum eins og t.d. „Fæðing jarð- ar“ (I) og „Hljómur kyrrðarinnar" (IX) og hér er klappað af mikilli til- fínningu í efniviðinn. En eftir að hafa gengið um sýninguna um stund em það líkast til verkin úr íslenzka sandsteininum sem hafa vinninginn og þá einkum Re-cordis I (VI), sem gæti verið hugleiðing til bókmennta- arfsins og svo Re-cordis II (VII), sem er órólegasta en átakamesta verk sýningarinnar. Veigurinn við sýninguna er að Suzanne hefur til að bera dijúga formkennd í höndunum og þótt sum- um muni finnast vinnubrögðin ekki alveg í takt við nútímann, eru þau sem kímið sem markar grunninn. Dregið saman í hnotskum, er þetta með athyglisverðustu sýningum á staðnum. Frá upphafi. Bragi Ásgeirsson TONLIST Hallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Katalin Lörincz leikur orgelverk eft- ir Wagner, Liszt, Saint-Saens, Viv- aldi, Bach, Franck, Vieme of Bonnet. Sunnudagur 28. ágúst 1994. SÍÐUSTU sumartónleikarnir við orgelið í Hallgrímskirkju voru fram- færðir af Katalin Lörincz, ungversk- um orgelleikara er starfar við Akra- neskirkju. Tónleikarnir hófust með orgelumskrift (1860) Liszts á píla- grímakórnum úr Tannháuser, eftir Wagner. Liszt gerði slíka umskrift einnig fyrir píanó, bæði tví- og fjór- hent. Heldur ber nú á nokkurn skugga, þar sem Liszt gerir á breyt- ingar, eins t.d. í niðurlagi verksins, eins konar „coda“, sem var vægast sagt ömurlegur. Þá var raddskipanin hjá Lörincz of þung, svo að varla heyrðist nokkuð nema þrumandi bassinn og verkið í heild, hvað varð- ar vaxandi styrkleika og samheldni, ekki vel útfært af Lörincz. Annað verkið á efnisskránni var brúðkaupsóður (1870) eftir Liszt og þar eftir glaðleg og leikandi létt org- elfantasía eftir Saint-Saéns, sem var ágætlega leikin. Sálmforleikurinn O, Mensch bewein dein Sunde gross, er falleg tónsmíð og var hún fallega útfærð. A-moll Vivaldi-Bach kon- sertinn var ekki í jafnvægi og sama má segja um Klukkur Westminster, eftir Vierne, sem Lörincz náði ekki að leika með þeirri reisn og tækni, sem krafist er í þessum verkum, hvað snertir skýrleika í mótun hend- inga, auk þess sem raddskipanin í „klukkunum“ var allt of gróf. Verkin Upplyfting eftir Franck og Draumar eftir Bonnet (1884- 1944) voru ágætlega leikin. Síðasta verkið Finale nr. 6 op. 21, eftir Ces- ar Franck er samið á því tímabili er hann stældi Liszt og samdi mikið af tónlist er þykir ekki hafa meira gildi en æfíngar. Þau verk hans sem njóta vinsælda og eru góð, samdi Franck er hann var kominn vel und- ir sextugt og þar í flokki eru nokkur orgelverk. Katalin Lörincz er dugandi orgel- leikari en hvort sem það voru við- fangsefnin eða ósætti hennar við hið stóra orgel Hallgrímskirkju, er birit- ist stundum í ofnotkun á raddstyrk þess, eða eitthvað annað, vantaði nokkuð á að sum tónverkin væru nægilega vel mótuð, þó ýmislegt væri þar fallega gert. eins og t.d. í Bach og fantasíu Saint-Saéns. Jón Ásgeirsson Handfarangur Alain Robbe-Grillet í Háskólabíói Draumur og veruleiki KYIKMYNDIR Háskölabíó „LA BELLE CAPTIVE" Handrit og leikstjóm: Alain Robbe- Grillet. Aðalhlutverk: Daniel Mesgu- ich, Gabrille Lazure, Cyrielle Claire, Daniel Emilfork, Roland Dubillald. Enskur texti. 1983. „LA BELLE captive" er nýjasta mynd franska rithöfundarins og kvikmyndagerðarmannsins Alains Robbe-Grillets á sérstakri hátíð með myndum hans í Háskólabíói. Hún er gerð árið 1983 og er varla meira en forvitnileg úttekt á mörkum draums og veruleika á sögu af manni er kynnist glæsilegri konu, sem er ekki aðeins draugur heldur vampíra iíka. Óhefðbundin frásagnartæknin einkennist mjög af táknrænni fram- setningu, kynferðislegum hugarór- um, endurtekningum og dularfullum persónum sem koma og fara án sýni- legs tilgangs. Leðurklætt glæsi- kvendi á risastórum mótorfáki eins og tengir saman slitrótta frásögnina. Hún er Sara Zeitgeist, leikin af Cyri- elle Claire, yfirmaður Walters (Dani- el Mesguich) við „Stofnunina". Gabrielle Lazure ofleikur tálkvendið Marie Ange van der Reeves sem er ekki þessa heims. Hún lést fyrir nokkrum árum en sækir nú að Walt- er sem bæði kynbomba og vampíra. Faðir hennar fæst við yfirskilvitleg fyrirbrigði og það er víst ekkert nýtt að menn verði hennar varir. Hann ásamt lækninum Dr. Morgentodt varpa draumum Walters á sjónvarps- skjá og reyna að lesa úr þeim. Hvort er þetta allt draumur eða veruleiki? Hvar tekur veruleikinn við af draumnum og öfugt? Skipir það ein- hveiju máli? Varla nema fyrir þá sem hafa sér- stakan áhuga á verkum Robbe-Gril- lets. Hann er ekki að festa sig í hefð- bundinni leið kvikmyndarinnar til að segja sögu heldur leitar nýrra að- ferða með misjöfnum árangri. Frá- sagnarháttur „La belle captive“ býð- ur uppá margræðni og hugmynd- auðgi í myndrænni útfærslu sem hefur sannarlega yfir sér draum- kennda eiginleika með sínum oft drungalegu og eyðilegu sviðsmynd- um. En það er fráleitt að maður finni til með angist og örvæntingu aðal- persónunnar, einkar dauflega leik- innar af Mesguich, sem minnir helst á alvarlegan leiðindapúka. Og leður- klæddur kvenmaður á gljáandi mó- torfáki virkar tilgerðarlegt og klisju- kennt, jafnvel í draumi leiðindapúka. Arnaldur Indriðason MYNDLIST Ú m b r a SMÁVERK ANNA MARIA OSSIPOW Opið frá 12-18 virka daga 14-18 laug- ardaga og sunnudaga. Lokað á mánudögum. Aðgangur ókeypis. FINNSKA listakonan Anna Mar- ia Ossipow, qr vel þekkt í heima- landi sínu og jafnframt hefur hún tekið þátt í miklum fjölda sýninga vestan hafs og austan. Þá hefur hún haldið nokkrar einkasýningar, út- fært mörg verkefni, hlotið verðlaun og styrki og verk hennar éru víða á söfnum, - stundað kennslu og haldið fyrirlestra. Alllangt er síðan síðan ég vissi af henni, því greinar um list hennar og myndir af verkum hennar hafa birst í ýmsum listtíma- ritum, sem ég hef haft aðgang að. Verkstæði Önnu-Mariu Ossipow í Helsingfors er nafnkennt og hafa ÍTALSKA söngkonan og söngkenn- arinn Eugenia Ratti heldur nám- skeið fyrir söngvara og söngnema t Reykjavík sem hefst 26. september nk. Hún kemur hingað á vegum Jóhönnu G. Möller söngkonu. Euenia Ratti kemur nú hingað til námskeiðahalds í 10. skipti og í 6. skipti á vegum Jóhönnu. Að þessu sinni verður námskeiðinu þannig háttað að annars vegar er um venju- legt söngnámskeið með einkatímum að ræða og hins vegar óperustúdíó. Bresk ljóðskáld á Sóloni Islandus LJÓÐSKÁLDIN Simon Armitage og Glyn Maxwell verða með upp- lestur á efri hæð kaffíhússins Sól- ons íslandus í kvöld kl. 21. Þeir eru staddir hér á landi á vegum BBC og vinna að sex útvarpsþáttum þar sem þeir feta í fótspor kollega sinna W. H. Auden og Louis MacNerce. Aðrir sem lesa upp úr verkum sínum í kvöld eru Bragi Ólafsson, Kristín Ómarsdóttir, Sigfús Bjart- marsson og Sjón. Aðgangur er ókeypis. ýmsir þekktir leirlistamenn unnið á því, en hún hefur verið eins konar brimbijótur nýrra hugmynda í fag- inu, og verk hennar nálgast oftar en ekki að vera hreinn skúlptúr. Hún mun hafa tekið lærlinga og fyrir það hafa _ ferskir listrænir straumar náð til íslands, ekki síður en áhrif frá fínnskri skúlptúrlist. Einna þekktust mun Anna-Maria vera fyrir stór og rúmfrek leirverk, og það kemur mjög á óvart er hún sýnir á íslandi í fyrsta skipti, að einungis er um smáverk að ræða, sem allt eins gætu verið molar eða afgangar stærri heilda! Er líkast því sem sýningin í list- húsinu Úmbru hafí verið hugsuð þannig, að allir einingar fram- kvæmdarinnar kæmust fyrir í einni ferðatösku, því naumhyggjan er allsráðandi á veggjunum, en vel að merkja naumhyggja stærðanna. Þetta væri svo sem í besta lagi, ef ljósmyndir af viðameiri verkum lægju frammi, en því er ekki að Söngvarar geta því valið hvort þeir kjósa. Á námskeiðinu síðastliðið haust settu þær Eugenia og Jóhanna á svið æskuverk Mozarts, Öndina frá Kairó, með nokkrum þátttakendum námskeiðisins og sýndu í Leikhúsi frú Emilíu. Að þessu sinni er ætlun- in að æfa og setja upp óperuna Nina eða Hin ástsjúka eftir G. Paisiello. í óperunni syngja tveir sópranar, tveir tenórar og tveir bassar ásamt kór. Eugenia Ratti er þekkt í heima- landi sínu og víðar, bæði sem söng- kona og söngkennari og söng á sín- um tíma við Scalaóperuna í Mílanó og í óperuhúsum víða um heim. Hún starfar nú sem prófessor við tónlist- arháskólann Giuseppi Nicolini í Piac- enza og tónlistarskólann Mario Mangia í Fiorenzuola d’Arda. Kennslugreinar hennar eru, auk raddþjálfunar, túlkun á leiksviði og leikræn tjáning. Síðustu ár hefur hún einnig starfað sem prófdómari kennaraefna hvaðanæva af Ítalíu sem eru að búa sig undir kennslu í söng og leikrænni tjáningu. Innritun á námskeiðið, sem hefst 26. september og lýkur 25. október, er þegar hafín. heilsa, og þannig fáum við einungis skyggnst inn í eina hlið athafna hins dugmikla listamanns. Þessi hlið kynningar á list erlendra, er mjög mikilvæg, enda hefur listhúsið lagt áherslu á að tímarit, bækur og ljós- myndir séu við hendina, sem er mjög þakkarvert og telst fátæktin að þessu sinni óskilgreind hand- vömm. Þrátt fyrir smæðina má vera ljóst, að Anna-Maria er einn af frumheij- um leirskúlptúrs í Finnlandi, því hér eru ekki farnar troðnar slóðir við meðhöndlun rúmtaksins. Og þó segja þessir hlutir manni ekki mjög mikið og eru full einhæfír og brot- kenndir á veggjunum. Menn taka strax eftir krabba- forminu, sem er áleitið í nokkrum verkanna, en það sem leitar þó helst á eru stef í kringum skugga og hér er verkið „Skuggar Norðursins" (14) sýnu heillegast, en einnig er yndisþokki einfaldleikans aðall verka eins og „Ágústskuggi" (15) og „Undarleg er um allar nætur“ (24). Þá er lúmskur ástþrunginn tónn í verkinu „Undur sumamætur" (2). Að sjálfsögðu er maður engan veginn sáttur við að fá þessa mola af borði hinnar orkumiklu Önnu- Mariu Ossipow, en vonandi verður sýningin til þess, að við fáum sem fyrst að sjá stærri og átakameiri verk frá hennar hendi. Bragi Ásgeirsson íslenska leikhúsið Leikferð um landið ÍSLENSKA leikhúsið ætlar í leikferð um landið með sýninguna Býr íslend- ingur hér - minningar Leifs Muller í haust og hefst leikferðin í septem- ber. Islenska leikhúsið hlaut styrk til þessa við síðustu úthlutun Menntamálaráðuneytisins á styrkj- um til starfsemi sjálfstæðra leikhópa. Sýning íslenska leikhúsins á Býr Íslendingur hér er unnin upp úr sam- nefndri bók Garðars Sverrissonar sem kom út fyrir jólin 1988, um Leif Muller, sem var svikinn í hendur Gestapó og eftir illa meðferð í Nor- égi sendur í útrýmingabúðir í Þýska- landi. í stríðslok komst Leifur að lokum aftur til íslands, þá 24 ára. Mörgum árum síðar sagði hann sögu sína. Leikarar í sýningunni eru tveir. Pétur Einarsson leikur Leif Muller og Halldór Björnsson leikur lækni PÉTUR Einarsson sem Leifur Muller í Býr íslendingur hér. hans. Leikgerðin er eftir Þórarin Eyfjörð sem einnig leikstýrir verkinu. Leikmynd gerir Gunnar Bogason, Elfar Bjarnason hannar lýsingu og Hilmar Örn Hilmarsson gerir hljóð- mynd. Fyrstu sýningar verða á Akureyri 3. september, Húsavík 9. september og á Egilsstöðum 11. september. Allar sýningar hefjast kl. 20.30. Þeg- ar leikferðinni lýkur er ráðgert að hafa nokkrar sýningar á verkinu í Reykjavík. September- tónleikar Selfosskirkju ÞRJÚ undanfarin ár hefur verið boðið upp á röð stuttra orgeltónleika í Selfosskirkju í septembermánuði og verður svo enn að þessu sinni. Tónleikamir em á þriðjudagskvöld- um kl. 20.30 á tímabilinu 30. ágúst til 27. september og er aðgangur ókeypis. A tvennum tónleikum, þeim síð- ustu í röðinni, verður boðið upp á söng auk orgelsins og er m.a. gert til að minnast ákveðinna tímamóta í tónlistarsögunni. Dagskráin verður þessi: í kvöld Glúmur Gylfason Sel- fossi, 6. september Marco Lo Musico Róm, 13. september Haukur Guð- laugsson söngmálastjóri Þjóðkirkj- unnar, 20. september Björn Steinar Sólbergsson Ákureyri og söngkonan Margrét Bóasdóttir Skálþolti og 27. september er það Hilmar Örn Agn- arsson Skálholti og sönghópurinn „Ensemble l’homme arme“. Eugenia Ratti heldur söngnámskeið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.