Morgunblaðið - 30.08.1994, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Úkraína
Arnór Hannibalsson
UKRAINA er eitt
stærsta land í Evr-
ópu, rúmlega 600
þús. km- að flatar-
máli. Þar búa um 52
milljónir manna, og
er það fimmta fjöl-
mennasta ríki í álf-
unni. f
En það var ekki
fyrr en þann 16. júlí
1990 að Úkraíná
gekk fram á vettvang
sem sjálfstætt ríki.
Þann dag samþykkti
Æðsta ráð Úkraínu
að lýsa yfir fullveldi
ríkisins. Þann 24.
ágúst 1991 lýsti
sama Æðsta ráð Úkraínu vera sjálf-
stætt og fullvalda ríki. Það eru því
um þessar mundir þrjú ár frá því
Úkraína náði langþráðu takmarki.
Sjálfstæðisyfirlýsingin var sam-
þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þann
1. desember 1991. Hún hlaut stuðn-
ing 90 hundraðshluta kjósenda.
Sama dag var kosinn fyrsti forseti
lýðveldisins. Sá heitir Leoníd Krav-
tsjúk. Alls hafa 149 ríki viðurkennt
sjálfstæði Úkraínu.
Úkraína hefur enn ekki sett sér
stjórnarskrá. Lagagrunnur forseta-
embættisins er mjög óljós. Því hefur
verið sísífosarstrit fyrir Kravtsjúk
að koma efnahag og stjórnkerfí
þjóðarinnar í sæmilegt horf.
Harmsöguleg fortíð
Nú eru liðin 340 ár frá því Úkra-
ína var innlimuð í Stór-Rússland.
Allan þann tíma lagði hið síðar-
nefnda sig í líma um að halda niðri
úkraínsku máli og menningu og
koma í veg fyrir að upp risu þjóðem-
ishreyfingar Úkraínumanna. Það
tókst allvel. Háskólinn í Kíev var á
rússnesku. Á 19. öld hófst barátta
fyrir bókmenntum á úkraínsku. En
þær hræringar náðu lítt tii bænda.
Það skipti sköpum. Það athvarf sem
úkraínskt mál átti í sveitum lands-
ins var hin sérstaka kirkjudeild
þeirra, úníatakirkjan eða hin eigin-
lega grísk-kaþólska kirkja. Hún við-
hefur helgisiði austurkirkjunnar en
lýtur páfa í Róm. Keisaraveldinu
var illa við þessa kirkjudeild og
sovétvaldið reyndi að útrýma henni
með hörku.
Við lok fyrri heimsstyijaldar
bauð J. Pilsudski, leiðtogi Pólveija,
Úkraínumönnum að stofna með
þeim sambandsríki Úkraínu og Pól-
lands (ásamt með Hvíta-Rússlandi
og e.t.v. Eystrasaltsríkjum og Finn-
landi). En Úkraínumenn voru ekki
reiðubúnir til þess. Landið féll í
hendur bolsivikkum. Þeir gerðu
þvílíka atlögu að Úkraínumönnum,
að ekki verður kallað annað en til-
raun til þjóðarmorðs. Á
árunum eftir 1930 (og
sárlegast árið 1933)
féllu a.m.k. 7 milljónir
Úkraínumanna úr
hungri í samyrkjuvæð-
ingu Stalíns. í kjölfar
þessa fylgdi kerfís-
bundin útrýming
menntamanna Úkra-
ínu. Lengi vel voru
Úkraínumenn fjöl-
mennasta þjóðarbrotið
í Gúlaginu.
í seinni heimsstyij-
öld fór víglínan tvisvar
yfir Úkraínu. Hundruð
borga og þúsundir
þorpa voru lögð í rúst.
Sovétstjómin gerði Úkraínu að
afskekktu kornræktarhéraði. Þar
voru ekki reist önnur iðjuver en
þau, sem hentuðu nýlenduvaldinu.
Það er t.d. aðeins ein pappírsverk-
smiðja til í landinu. Úkralna var
gerð efnahagslega háð Rússlandi.
Úkraína hefur lítið annað að bjóða
á mörkuðum heimsins en kom. En
komverð er tiltölulega lágt, og
Rússland hefur langa reynslu af að
afla sér koms úr flestum heims-
hornum. Rússland er því í litlum
mæli háð korninnflutningi frá
Úkraínu, en Úkraína hefur enn
ekki annað að bjóða. Landið verður
að kaupa alla orku frá Rússlandi
og hefur nú um nokkurt skeið ekki
getað greitt reikninginn fyrir orku-
kaup.
Hrikaleg efnahagskreppa
Landbúnaður er í upplausn, eink-
um sökum þess að Æðsta ráðið
hefur enn ekki getað sett skýr lög
um eignarrétt, þar með taiinn eign-
arrétt á landi. Tekjur ríkisins em
því mjög takmarkaðar. Framleiðsla
hefur farið minnkandi og verðbólga
er hrikaleg. (Hún er talin vera tug-
ir prósenta á mánuði. Það er engin
leið að fá nákvæmar tölur.)
Helzta iðnaðarframleiðsla Úkra-
ínu er kol, sem unnin era í 262
námum I austasta héraði landsins,
Donbass. Þar vinnur um 1 milljón
námumanna. Allar hafa þessar
námur úrelta tækni og era úr sér
gengnar. Framleiðni á hvern námu-
mann er um 5% af meðalafköstum
námumanna í Vestur-Evrópu. Á
síðastliðnu ári varð Úkraína að
greiða helming ríkisteknanna til að
greiða halla af rekstri námanna í
Donbass. í ár er það orðið ríkinu
ofviða. Námumenn fá ekki kaup og
hafa haldið uppi verkföllum.
Úkraína skiptist í fjóra ólíka
hluta
Vestast er landsvæði sem um
aldir hét Austur-Pólland og til-
heyrði því þar til pólska ríkið var
lagt niður 1795. Þá féll þetta land
undir Austurríki og tilheyrði því í
123 ár. Milli heimsstyijaldanna féll
landið undir hið endurreista Pól-
land. Það hafði því aldrei tilheyrt
rússneska keisaradæminu, né held-
ur Sovétríkjunum, en féll þeim í
hendur með Jaltasamningunum í
lok seinni heimsstyijaldar. Pólveij-
ar, sem þar bjuggu, voru reknir
vestur fyrir hin nýju landamæri og
settust margir að í Vestur-Póllandi.
Fólkið, sem þar býr nú, er þjóðernis-
sinnað og stendur fast við sjálf-
stæði Úkraínu. Þar er úníatakirkjan
einna sterkust, en hún kom úr felum
á síðasta áratug.
Þá er Mið-Úkraína eða Kharkov-
Úkraína, kjarnsvæði landsins frá
fornu fari með höfuðborgina Kíev.
Austast er Donbass, en þar era
búsettir Rússar og rússneskumæl-
andi Úkraínumenn. Fjórði hlutinn
er svo Krímskagi, en leiðtogi Sovét-
ríkjanna, Níkíta Khrúsjov, gaf
Úkraínu skagann árið 1954.
Árið 1945 bjuggu 350 þús.
manns á Krímskaga, en þá höfðu
hinir upprunalegu íbúar skagans,
Krím-tatarar, verið fluttir þaðan að
skipan Stalíns. Nú búa þar 2,7 millj-
ónir manna, þar af era 700.000
Úkraínumenn og 250.000 tatarar,
sem fengu leyfi til að snúa aftur
heim til sín fyrir fáum áram.
Krím-Rússar vilja að skaginn
sameinist Rússlandi og hafa kosið
Framtíð Austur-Evrópu
er í ríkum mæli háð
því, segir Arnór Hanni-
-----------------?----
balsson, hvemig Ukra-
ínu tekst að reisa sig
úr rústum.
sér stjóm og heitir forseti hennar
Méskov. Það era þó litlar líkur á
að af sameiningu við Rússland
verði. Því fylgir mikið rask, sem
hvorki Rússland né Úkraína hafa
efni á að leggja í.
Milli Rússlands og Úkraínu hefur
staðið hörð deila um framtíð Svarta-
hafsflota Sovétríkjanna. Sú deila
er að lognast út af. Ber það helzt
til að herskipin, sem tilheyra þess-
um flota, era gömul og úrelt og ligg-
ur ekki annað fyrir en að senda þau
í brotajárn. Þar að auki hefur Úkra-
ína ekkert sem þarf til að halda úti
flota: Skipasmíða- og viðgerðar-
stöðvar, birgðastöðvar, né heldur
tæknilið, foringjalið eða áætlanir
um nýtingu flotans.
Nýtt þing
Dagana 27. marz og 10. apríl
1994 vora þingkosningar í Úkraínu.
Á þinginu sitja 450 þingmenn. Af
þeim sem þá voru kosnir era 163
utan flokka, en kommúnistar og
bandaflokkar þeirra fengu 118
þingmenn. Það er því enn óljóst,
hvernig þetta þing á eftir að taka
á málum.
Kjörtímabili Kravtsjúks forseta
átti að ljúka eftir tvö og hálft ár.
Samt lagði hann niður völd og boð-
aði til forsetakosninga. Þessi fyrr-
verandi kommúnistaleiðtogi hlaut
nú mest fylgi meðal þjóðrækins
fólks í Vestur-Úkraínu, en andstæð-
ingur hans, Leoníd Kútsjma, í Aust-
ur-Úkraínu. Sá síðarnefndi bar sig-
ur úr býtum og tók við embætti
þann 17. júlí 1994. Hinn nýi for-
seti hyggst koma atvinnulífi Úkra-
ínu á laggirnar með samvinnu við
nágrannaríkið Rússland.
Framtíð Austur-Evrópu er í rík-
um mæli háð því, hvernig Úkraínu
tekst að reisa sig úr rústum. Verði
Úkraína aftur hjálenda Rússlands,
verður hið síðarnefnda aftur að
nýlenduveldi, og má þá gefa upp á
bátinn vonir um lýðræðislega þróun
í þessum heimshluta. Sjálfstæð og
óháð Úkraína er skilyrði fyrir því
að í eystri hluta Evrópu komist á
friðsamlegt samfélag lýðræðis-
þjóða. Því hljóta þjóðir Vesturlanda
að fylgjast náið með framgangi
mála í Ukraínu, og þeim ber skylda
til að styðja við bakið á Úkraínu-
mönnum, svo að mál þeirra fari
ekki úr böndum.
við Háskóla Islands.
rpr
Isla
Herðum aðgerðir
g-egu fíkniefnum
ÞAÐ gerist ekkert í fíkniefnamál-
um þjóðarinnar. Reyndar birta tölur
I blöðum um hvaða eitur ungling-
amir nota, með miklum fyrirsögn-
um og litum. Talað um ýmis stór-
hættuleg efni og svo og svo mikið
af hassi, krakki, LSD o.fl. Þetta
virðist sett upp af nákvæmni, en
er bara bull og vitleysa. Ýmis konar
eitur er notað miklu meira en menn
halda.
Ekkert talað um hættuna af
notkun þessara efna fyrir ungling-
ana. Hvaða skaða eitrið veldur eða
hvemig eigi að stemma stigu við
óþveranum. Ekki neitt talað um að
öllu þessi eitri er smyglað til lands-
ins af gróðrafíklum, sem svífast
einskis, hugsa bara um að græða
og græða. Það var ekkert talað um
það I þessum sömu blöðum hvað
væri hægt að gera til að afmá þenn-
an blett af þjóðinni. Ekki neitt talað
um að eftirlit þyrfti að auka. Efla
fíkniefnalögregluna. Láta meiri
peninga I starf þeirra sem eru að
reyna að uppræta svínaríið. Nei,
ekki orð um það.
Það verður nefnilega nú þegar
NAÐU TÖKUM A NYJU TUNGUMALI A METTIMA
Málaskólinn Mímir - Hraönámstækniaöferöir viö tungumálanám.
Yfirkennari Mímis, Sara Biondani, hefur þróaö og þjálfaö hrað-
námskennsluaðferöir sem nýttar hafa verið á námskeiöum
Mímis sl. 2 ár.
ENSKA - ÞÝSKA - SPÆNSKA
Almenn tungumálanámskeið
hefjast í vikunni 19.-23. sept.
Sarah, enskukennari
og kennslustjóri.
TUNGUMÁL í VIÐSKIPTUM • SÉRKENNSLA • TUNGUMÁLANÁM
FYRIR FJÖLSKYLDUNA • SAMTALSHÓPAR FYRIR LENGRA KOMNA
20-60 KENNSLUSTUNDA NÁM
Úrvals kennarar - Úrvals kennsluaðferðir - Hagkvæmt verð
Málaskólinn Mímir er í eigu Stjórnunarfélags íslands.
Sími 10004
að gera eitthvað markvisst I þessum
eiturefnamálum. Það held ég að
allir vilji, sama hvað það kostar,
en þessi mál era látin reka á reiðan-
um og allt er við það sama búið
að vera lengi, en gengur þó frekar
aftur á bak, eða allt stendur I stað.
Alþingi og dómsmálaráðuneytið
verða að skilja að það verður að
láta ineira fé til þessara mála. Ekki
má láta rannsóknir stöðvast I fíkni-
efnadeildinni vegna peningaleysis,
kannski eða eyðileggja rannsókn
sem hefur staðið yfír lengi, eða svo
vikum skiptir já, eða mánuðum og
svo loks þegar rannsóknarlögreglu-
menn eru komnir á sporið, þá er
þeim sagt að það sé ekki hægt að
vinna lengur, peningarnir búnir.
Svona er ekki hægt að vinna að
þessum málum. Það er vitað að
rannsókn á fíkniéfnamálum og sölu
tekur langan tíma og mikla ósér-
hlífni og dugnað. Dómsmálaráðu-
neytið og lögreglustjórinn I Reykja-
vík, sem stjórnar fíkniefnalögregl-
Afritunar-
stöðvar
með hugbunaði
frá kr. 25.000,-
*BOÐEIND-
Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081
Það verður að gera eitt-
hvað markvisst, strax, í
þessum fíkniefnamál-
um, segir Sveinn
Björnsson, sem telur
dóma yfir sölumönnum
eiturefna alltof væga.
unni verða að gera sér grein fyrir
þessu enn sem komið er að lokuðum
dyrum. Peninga vantar og málin
unnin fyrir gýg og ráðamönnum
virðist vera sama. Ætli þetta endi
ekki með því að gefist verður upp
og farið að leita að landa en ekki
að eitri.
Ofan á þetta allt saman er svo
dómskerfi, sem er álíka áhugalaust
um þessi fikniefnamál. Dómur nú
nýlega I svokallaða stóra fíkniefna-
málinu sýnir það og sannar. Engir
dómar á stórsmygluram og
gróðrapungum. Dómar sem hlegið
er að. Fjögur og hálft ár og þaðan
af minna I staðin fyrir 10 ára fang-
elsi eins og lögin mæla fyrir um
og gæti kannski orðið til þess að
þeir sem eru veikir fyrir og langra
að græða og græða, peningasjúkir
fíklar færa að hugsa sinn gang.
Þetta dómskerfi er máttlaust og svo
versnar en þegar málin koma til
Hæstaréttar era dómar minnkaðir.
Þannig er það búið að vera lengi,
lengi. Meðan þetta gengur þannig
finnst þeim sem vinna við þessi mál
allt streðið vonlaust og eitrið flæðir
inn I landið. Auglýst hvað mikið er
smyglað af eitri inn I landið, en
ekkert gert I málinu.
Það þarf meira eftirlit með flug-
vélum og skipum. Það verður að
bæta við mönnum I fíkniefnadeild-
ina og tollgæsluna, ef það á að
gera eitthvað af viti. Ekki að spara
fé í svona alvarleg mál. Alþingi og
dómsmálaráðneytið verða nú loks
að fara að gera eitthvað I þessum
málum af alvöru, áður en allt er
orðið um seinan.
Höfundur er
rannsóknarlögreglumaður.