Morgunblaðið - 30.08.1994, Page 33

Morgunblaðið - 30.08.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 33 HANNA LÍSBET JÓNMUNDSDÓTTIR + Hanna Lísbet Jónmundsdótt- ir fæddist 27. september 1948 á Akureyri. Hún and- aðist á Landspítal- anum laugardag- inn 20. ágúst síðast- liðinn. Móðir henn- ar var Stefanía Jó- hanna Kristinsdótt- ir, f. 4. maí 1919, dóttir hjónanna El- ínborgar Jónsdótt- ur frá Kálfsá í Ólafsfirði og Krist- ins Randvers Stef- ánssonar frá Kambfelli í Djúpadal í Eyjafirði. Faðir hennar var Jónmundur Zop- honíasson, f. 23. febrúar 1917, sonur hjónanna Súsönnu Guð- mundsdóttur frá Óslandi í Ós- landshlíð og Zophoníasar Jóns- sonar bónda á Hóli í Svarfaðar- dal. Stefanía og Jónmundur bjuggu lengst af á Hrafnsstöð- um í Svarfaðardal og þar ólst Hanna Lisbet upp í hópi tíu systkina sinna. Hún lauk sjúkraliðanámi, fyrst við Sjúkrahús Akureyrar og síðar við sjúkrahús í Ósló. Hinn 12. september 1975 giftist Hanna Lísbet eftirlifandi manni sín- um, Jóni Sigurbjörnssyni, og eignuðust þau tvo syni, Sigur- björn, f. 16. september 1975, og Kristinn, f. 16. september 1977. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag. HÚN HÉT Hanna Lísbet og fædd- ist á Akureyri 27. september 1948. Níu mánaða gömul flutti hún frá Akureyri út í Svarfaðardal með for- eldrum sínum, þeim Stefaníu Krist- insdóttur og Jónmundi Zophonías- syni. Bærinn hét Hrafnsstaðir, þar sem þau Jónmundur og Stefanía voru að bytja búskap og þar hafa þau átt heima síðan. Hanna litla Lísbet átti bróður árinu eldri, þegar fjölskyldan flutti að Hrafnsstöðum. En fjölskyldan stækkaði ört. Eitt systkinið fæddist af öðru uns þau voru orðin 11 talsins, 7 systur og 4 bræður. Lífsbaráttan var hörð hjá fjöl- skyldunni á Hrafnsstöðum, barna- hópurinn stór, móðirin hennar bamshafandi alltaf öðru hveiju og oft veik á meðgöngutímanum. Elstá systirin, Hanna Lísbet, varð því snemma að taka til hendinni, leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir daglegu brauði fjölskyldunnar, gæta yngri systkina og bera á þeim ábyrgð og vinna eftir því sem þrek hennar og þroski framast leyfði. Jónmundur vann að fijótæknistörf- um jafnframt búskapnum og Stef- anía vann öðru hveiju í síldarsöltun á Dalvík, þegar færi gafst. Sex ára gömul var Hanna Lísbet komin á síldarplanið til að aðstoða og flýta fyrir móður sinni við söltun- ina. Stelpan var stutt en tunnan stór og í eitt skiptið fór svo að hún steyptist á hausinn ofan í síldar- tunnuna. En hún lét ekki deigan síga sú stutta og áfram var haldið við söltunina. Um haustið, þegar sildarsöltun lauk, voru fjárráð fjöl- skyldunnar á Hrafnsstöðum með þeim hætti, að hægt var að kaupa efni og sauma úr því föt handa börnunum. Áður hafði verið saumað upp úr gömlum fötum. Hanna Lísbet fór í bamaskólann á Dalvík. En hún þurfti að mjólka kýrnar á morgnana áður en hún fór í skólann og á kvöldin eftir að hún kom heim úr skólanum. Þannig kynntist hún því, að lífið var enginn dans á rósum, en kallaði á vinnu- semi og ábyrgð. Hugur Hönnu stóð til mennta og skólagöngu en kringumstæður leyfðu það ekki. Það voru einfald- lega engir peningar til þess. Þó gafst henni tækifæri til að sækja þriggja mán- aða námskeið í Hús- mæðraskólanum á Löngumýri í Skaga- firði. Jón Kristinsson rakari og leikari á Ak- ureyri, kunnur stúku- maður, var móðurbróð- ir Hönnu Lísbetar. Hjá honum og fjölskyldu hans átti hún vini og hauka í homi. Það átti ekki síður við um ömmu hennar, Elín- borgu, sem lét sér mjög annt um þessa dóttur- dóttur sína. Minnisstætt var Hönnu sumarið sem hún vann við barnaheimilið á Böggvinsstöðum, en það var rekið af stúkunni og var undir stjórn Jóns Kristinssonar. Þar dvöldu þá 52 böm í litlu húsi. Við þetta barna- heimili vann Hanna Lísbet ásamt frænda sínum Arnari syni Jóns, en Arnar varð síðar þjóðkunnur leik- ari. Tengdist hún þessum frænda sínum traustum vináttuböndum, sem entust henni alla ævi. Jón Kristinsson var líka forstöðumaður elliheimilisins í Skjaldarvík og þangað í eldhúsið lá leið Hönnu og var hún ráðskona þar, þótt ung væri að ámm. Átján ára að aldri er Hanna komin til Akureyrar. Þar ræðst hún í sjúkraliðanám við Pjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og lýkur þar sjúkraliðaprófi í maí 1969. Næst liggur leið Hönnu Lísbetar til Noregs og þar dvelur hún næstu tvö árin. Þá vom sjúkraliðapróf frá íslandi ekki tekin gild í Noregi og þess vegna endurtók Hanna sjúkra- liðanám sitt við sjúkrahús í Qsló. Rétt áður en hún lauk þar prófi var gerður samningur milli landanna, þar sem sjúkraliðapróf frá íslandi vom metin gild í Noregi. Frá Noregi fer Hanna Lísbet heim að Hrafnsstöðum, en hefur þar stutta viðdvöl. Hannes Kristinsson efnaverk- fræðingur, móðurbróðir hennar, var búsettur í Ameríku. Þangað heldur hún og ætlar að vera þar í vist í eitt ár. Stundum skipast veður skjótt í lofti. Kristinn bróðir hennar veikist alvarlega af krabbameini. Hanna Lísbet heldur þegar heim, enda þótt aðeins séu liðnir tveir mánuðir af fyrirhugaðri dvöl hennar vestra. Hún heldur rakleitt til bróð- ur síns á Landspítalanum og vakir yfir honum og hlúir að honum allt til andlátsstundar hans 19. febrúar 1973. Þetta var mikil og djúptæk lífsreynsla fyrir unga stúlku. Næstu árin stundar Hanna Lísbet vinnu á Akureyri, lengstum á Fjórðungs- sjúkrahúsinu. Eitt sumarið ræðst hún sem ráðs- kona til Jöklaferða Baldurs Sigurðs- sonar, en hann var þá að hefja skipulagðar jöklaferðir með ferða- menn upp á Vatnajökul. Það sýnir vel ráðdeild og fyrirhyggjusemi Hönnu, að á þessum árum eignast hún eigin íbúð á Akureyri. Haustið 1974 byijar hún sambúð með Jóni Sigurbjörnssyni, sem þá er að hefja nám í deild á Akureyri frá Vélskóla íslands. Þau gifta sig svo hinn 12. september 1975 og fjórum dögum seinna fæðist eldri sonur þeirra, Sigurbjörn. Svo líða tvö ár, nákvæmlega upp á dag, en þá lítur yngri sonur þeirra, Krist- inn, dagsins ljós. Á haustdögum 1975 flytja þau Hanna og Jón til Reykjavíkur með soninn, en Jón er þar við nám í Vélskóla Islands næstu tvö árin og lýkur prófi vorið 1977. Til Hafnarfjarðar flytja þau 1978, á Álfaskeið 84. Þar bjuggu þau í tvö og hálft ár, en kaupa þá húsið í Bröttukinn 24 og hafa átt þar heima síðan. Hanna Lísbet var mikil húsmóðir í þess orðs besta skilningi. Um það bar heimilið og heimilishald allt glöggt vitni. Myndarskapurinn, smekkvísin, festan, öryggið, gest- risnin og hjartahlýjan, allt var þetta samofið andblæ heimilisins. Það fundu allir þeir sem þangað komu. Ráðdeild og raunsæi, rausn og reisn skipuðu þar líka virðulegan sess. Og fjölskyldan stóð fast saman bundin traustum fjölskylduböndum. Fyrir tæpum níu árum greindist krabbamein í öðru bijósti Hönnu Lísbetar og var það þá numið burt. En það kom fyrir ekki. Sjúkdómur- inn sagði sífellt til sín, þrátt fyrir lyfjanotkun og geislameðferð. Hanna Lísbet barðist hetjulega við þennan vágest. Hún reyndi ýmis konar náttúrumeðul og lét aldrei bugast. Kjarkurinn og trúin voru fylginautar hennar. Það voru góðir bandamenn í látlausu og miskunn- arlausu stríði síðustu fjögur æviár hennar. Vinir og vandamenn undr- uðust seiglu hennar og hugarró. Hugurinn var sífellt vakandi og vilj- inn að verða öðrum að liði. Þá voru veikindi hennar sjálfrar geymd og sett til hliðar. Svona var Hanna. Nú er skarð fyrir skildi við frá- fall Hönnu Lísbetar og feðgamir þrír eiga um sárt að binda. En minn- ingamar um ástkæra eiginkonu og góða og umhyggjusama móður era dýrmæti sem ekki verða frá þeim tekin og létta þeim sorgina. Hanna Lísbet lét ýmis félagsmál til sín taka. Hún tók t.d. þátt í starfí For- eldrafélags Öldutúnsskóla og var formaður þess um skeið. Styrkur nefnist félagsskapur krabbameinssjúklinga og aðstand- enda þeirra. Hanna Lísbet var með- al stofnenda þess félags og átti sæti í stjórn þess, sem meðstjórn- andi. Þar sem annars staðar vann hún gott og fómfúst starf. Aðeins viku fyrir andlát sitt átti hún klukkustundarviðtal við vin- konu, sem var að fara í bijóstaað- gerð. Þar miðlaði hún henni af reynslu sinni og veitti henni aukinn styrk. Hún var alltaf söm hún Hanna. Enn er ótalið það félagið, þar sem leiðir okkar lágu saman, og alltaf og ævinlega skipaði háan sess í hjarta hennar og var hennar ein- kenni í lífí öllu og starfí. Það var skátahreyfíngin með skátahugsjón- ina og kjörorðið sitt, ávallt viðbú- inn. Þar fann Hanna sig eiga heima. Með skátahreyfingunni átti Hanna samleið allt til lokadags. Hanna Lísbet var ein af þeim sem stofnuðu Skátafélag Dalvíkur. Hún gaf sig alla í skátastarfíð og helgaði sig öllu því besta, sem þar var að fínna. Hún var um skeið félagsforingi skátanna á Dalvík og sótti foringja- þjálfun á Gilwell, sem er einskonar háskóli skátamenntunar og þjálfun- ar. Þaðan lauk hún prófi með sóma og öðlaðist réttindi til að bera ein- kenni Gilwell-skáta. Þegar hún kom til Akureyrar hélt hún áfram skátastarfinu og gekk í kvenskátafélagið þar. Þegar Hanna Lísbet var flutt til Hafnarfjarðar, gekk hún í St. Ge- orgsgildið þar, en það era samtök „eldri“ skáta. Þar gerðist hún virk- ur gildisskáti. Eins og jafnan áður og hennar háttur var, lagði hún líf og sál í gildisskátastarfíð. Hún var góður félagi, hugkvæm og skemmtileg, áræðin og atorkusöm og setti bráðlega mark á umhverfíð í kringum sig. St. Georgsgildið fól henni margvísleg trúnaðarstörf og öll leysti Hanna þau af hendi með miklum ágætum. Um skeið var hún gildismeistari Hafnarfjarðargildis- ins og stjórnaði því af festu, skör- ungsskap og ábyrgðartilfmningu. Það var gott að vera með Hönnu í leik og starfí. Hún var hreinskipt- in og heil að hveiju sem hún gekk. Hún var ávallt viðbúin að rétta fram hjálparhendi orðalaust og eðlilega, þar sem þess var þörf. Hugkvæmni hennar og næmleiki við að gleðja aðra var einstakur. Um hana má segja eins og Bergþóru í Njálssögu, að hún var drengur góður. Skáta- starfið og skátalífíð áttu hug henn- ar og hjarta. Þar sem hún fór var sannur skáti á ferð. Það segir allt, sem segja þarf. Nú er komið að leiðarlokum í þessum heimi. Hanna Lísbet er farin heim, eins og við skátar gjarnan segjum. Við syrgjum góðan vin og félaga. Hugljúfar minningar lýsa hugann. Hugsanirnar markast af vináttu og þakklæti. íslenskir gildisskátar þakka Hönnu Lísbet ánægjulega og lærdómsríka samfylgd, bæði á vettvangi skátahreyfingarinnar og annars staðar, þar sem leiðir lágu saman. Blessuð sé minning hennar. Jóni og sonunum tveimur, þeim Sigurbirni og Kristni, sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sorgin er sár en minningarnar ljúfar. Guð styrki ykkur um alla framtíð, svo og alla aðra vini og vandamenn Hönnu Lísbetar. Hörður Zóphaníasson. í félagi okkar eldri skáta í Hafn- arfírði, St. Georgsgildinu, er starf- andi hópur, sem kallar sig skálahóp- inn. Nafngiftin er tilkomin vegna þess að í yfir tuttugu ár hefur hóp- urinn k'omið saman á sunnudags- morgnum að vetrarlagi í skálanum við Hvaleyrarvatn ýmist til þess að gera skálanum til góða eða þá að freista þess að ráða lífsgátuna. Einu skilyrðin til inngöngu í hópinn, óskráð og ósögð þar til nú, eru að mæta á sunnudögum og vera karl- kyns. Konurnar í félaginu hafa sinn hóp. Fyrir nokkram áram gerðist það, að einn kvenkyns félagi okkar mætti í nokkur skipti til vinnu með okkur. Vissulega var þörf á fleiri höndum til starfa og það vissi hún og vildi leggja sitt af mörkum og var þá sama hvaða verkfærum þurfti að beita. Hún stóð flestum okkar fyllilega á sporði í þeim efn- um. Þessi félagi okkar var Hanna Lísbet. Hún vissi að það var þörf og þá var hún til reiðu. Hún trufl- aði vissulega okkar karlaveröld, sem við vildum ríghalda í, og við kunnuin meira að segja ekki við annað en að fækka kaffitímunum okkar, sem höfðu þó verið sniðnir sérstaklega að þörfum okkar. Um sama leyti bættist okkur góður fé- lagi, þar sem var Jón eiginmaður Hönnu Lísbetar, og hefur hann síð- an verið traustur liðsmaður. Það fer ekki hjá því í slíku félags- starfí, að menn bindast ekki aðeins félagsböndum, heldur þegar best tekst til sterkum vináttuböndum, og við trúum því, að það séu þau bönd, sem halda þessum hópi fyrst og fremst saman. Hanna Lísbet hefur í mörg ár barist við illvígan sjúkdóm. Bjart- sýni hennar, ótrúlegur dugnaður og hjálpsemi við aðra í svipaðri baráttu var slík, að aðdáunarvert var. Hetjulund hennar og baráttu- þrek var slíkt, að hið hálfa væri hveijum manni nóg. Að lokum varð þó engum vörnum lengur við komið og hún andaðist að morgni hins 20. þessa mánaðar. Vináttan var henni mikils virði. Eitt sinn sem oftar langaði hana að gleðja vin sinn og gaf honum þá grip sem á stóð: „Hvað er lífið án vina“. Við minnumst Hönnu Lás- betar með þakklæti í huga fyrir vináttu og fyrir það fordæmi sem hún hefur verið okkur á svo margan hátt. Við biðjum algóðan Guð að styrkja eftirlifandi eiginmann, syn- ina tvo og aðra ástvini í þeirra sorg. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Óþekktur höfundur.) Skálahópurinn. í dag, er við kveðjum skátasystur og góða vinkonu okkar, Hönnu Lis- bet Jónmundsdóttur, svo unga að árum, minnumst við þess að það þarf ekki alltaf langan tíma til að skila góðu starfi. Hún gerðist félagi í St. Georgsgildinu í Hafnarfírði þegar hún fluttist hingað frá Akur- eyri, og þar með virkur félagi í saumaklúbbnum okkar. Hún var ötul í starfí, hugmynda- rík og framkvæmdasöm, kom það best í ljós er mikið stóð til, eins og við undirbúning fyrir Norðurlanda- þing St. Georgsskáta o.fl. Þá útbjó hún af mikilli natni og umhyggju ýmsa minjagripi sem minntu á skátahreyfínguna sem var henni svo kær. Hún var iðin við að hlynna að skálanum okkar við Hvaleyrarvatn. og gróðrinum þar í kring, og raun- ar öllu því sem til góðs mætti verða fyrir félagsskapinn. Æðralaus háði hún harða baráttu við illvígan sjúkdóm í mörg ár, leit- aði lausna, og miðlaði öðrum sem stóðu í sömu sporam af öllu því sem hún taldi að til bóta mætti verða. Við söknum vinar í stað, biðjum henni blessunar og þökkum fyrir að hafa notið vináttu hennar. Eiginmanni og sonum hennar vottum við einlæga samúð, og minnumst þess að ljúfar minningar um ástríka eiginkonu og móðurt" sefa sorgina og era huggun harmi gegn. Blessuð sé minning hennar. Saumaklúbburinn. Nú er kær vinkona horfín eftir langa og erfíða baráttu við hinn skæða sjúkdóm, krabbamein. Ætíð horfði hún fram á veginn með ljós í sinni og yl í hjarta og trú á að yfírvinna meinið með vítamínríkri fæðu, hákarlabijóski og lýsi. Hún vonaði að hægt væri að lækna sjúk- dóminn með hjálp læknavísindanna og hins æðsta sem allt gefur. Kær- leikurinn, sem hún gaf til allrafy uppörvaði þá, sem leituðu til henn- ar. Kæra vinkona, við þökkum þér samfylgdina og það sem þú gafst okkur með þínum kærleika og trú og von á lífíð og tilgang þess. Við eram glaðar í hjarta yfír að hafa fengið að vera með þér í barátt- unni, sjá ástvini þína þijá umvefja þig kærleika til hinstu stundar og þig sjálfa kveðja sátta við þín enda- lok. Þökkum vinsemd starfsfólks llí"* á Landspítalanum. Erla og Jóhanna. í dag kveðjum við vinkonu okkar Hönnu Lísbet Jónmundsdóttur. Leiðir okkar lágu saman er stofnuð voru samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra síðla árs 1987. Frá upphafi samtakanna hefur Hanna Lísbet verið ötull samstarfs- maður og ávallt tilbúin að leggja lið. Þegar fundur var boðaður kom hún fyrst allra og fór aldrei án þess að vera viss um að allir kæm- ust heim með góðu móti, það var í leiðinni hjá henni hvort sem fólk— þurfti far austur eða vestur í bæ, I Breiðholt eða Hafnarfjörð. Veikindi hennar byijuðu fyrir átta áram. Frá þeim tíma vann hún í því að byggja sig upp. Hún fór til Danmerkur á heilsuhæli Juliu Voldan. Einnig kynntist hún Ævari Jóhannessyni. Eins og margir aðrir sjúklingar fékk hún seyðið hans og fannst sér verða gott af, síðar sagði Ævar henni frá grein er hann hafði lesið í bandarísku blaði, um að far- ið væri að þurrka og mala hákarla- bijósk. Ekki lét Hanna Lísbet segja sér það tvisvar heldur aflaði sér hráefnis og byijaði að þurrka og mala. Það komu margir í Bröttu- kinnina til að fá bijósk og marga gladdi hún með orðum sínum og kjarki, þeim óbilandi kjarki sem hún hélt til síðasta dags. Þrátt fyrir hve veik hún var í sumar vonuðum við alltaf að hún stæði upp eins og hún hafði gert svo oft áður. Það verður erfitt að byija vetrar- starfíð án Hönnu Lísbetar og verður hennar sárt saknað þó að söknuður- inn sé mestur hjá Jóni og drengjun- um þeirra. Við biðjum þeim blessunar Guðs, sem græðir öll sár og þerrar öll tár. F.h. félaganna í Styrk, Steinunn Friðriksdóttir, formaður. Fleiri minningargreinar um Hönnu Lísbetu Jónmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.