Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• ÚT ERU komnar fímm bækur í
bókaflokknum Skemmtilegu smá-
barnabækurnar.
Mamma er best. Höfundur er
Juanita HviII og teiknari Amy
Aitken. Aðalsögupersónan, Dóra, á
dótakassa með nokkrum grímum í
og ýmsum fatnaði. Með því að
smeygja grímunum á höfuð sér
getur hún á svipstundu breytt sér
í fugl, apa eða þvottabjörn. Þannig
leikur hún á mömmu sína og þykist
vera allt annað en hún sjálft. Bókin
er litprentuð í Prentverki Akraness.
Dísa litla kemur nú út í þriðju
útgáfu. Höfundur er Benny Fons
og teiknari Iben Clante. Bókin er
prentuð í Odda hf.
Hjá afa og ömmu kemur nú út
í annarri útgáfu. Höfundur mynda
og texta er Lawrence DiFiori.
Prentsmiðjan Oddi hf. sá um prent-
unina. Stefán Júlíusson rithöfund-
ur hefur íslenkað framangreinda
þijár bækur.
Kötturinn Branda kemur nú út
í annarri útgáfu. Höfundar eru
Kathryn og Byron Jackson.
Teiknari er Leslie MoriII. Bókin
er prentuð í Prentverki Akraness hf.
Litla rauða hænan kemur út í
annarri útgáfu. Teikningar gerði
Lilian Obligado en sagan er al-
kunn. Prentsmiðjan Oddi hf. prent-
aði bókina. Sigurður Gunnarsson,
fyrrverandi skólastjóri þýddi bók-
ina. Hann þýddi einnig Köttinn
Bröndu.
Útgefandi Skemmtilegu smábarna-
bókanna er Bókaútgáfan Björk.
Verð hverrar bókar er 171 kr.
• ESJUSVEITIR, rita- og heimilda-
skrá Kjósarsýslu hinnar fornu: sveit-
arfélaganna umhverfis Esju: Mosfell-
bæjar, Kjalarnes- og Kjósarhreppa
sem Guðjón Jensson hefur tekið
saman er komin út.
Undanfarin áratug hefur Guðjón
Jensson safnað heimildum um Kjal-
ames, Kjós og Mosfellsbæ. Þær
varða sögu, náttúrufræði, umhverf-
ismál, heilbrigðismál, atvinnumál og
samgöngur þessara héraða, ásamt
félagsmálum, tómstundum, íþróttum
og æviþáttur Kjósarsýslunga að
fomu og nýju.
Útgefandi er Sögufélag Kjalarnes-
þings. Ritið er l 42 bls. Dúkrista á
kápu er eftir Úrsúlu Jiinemann.
• ALLT í einu er myndskreytt
sögubók fyrir börn eftir Colin
McNaughton.
Bókin segir frá grisinum Orra sem
lendir í ýmsum ævintýram á leiðinni
heim úr skólanum því að úlfurinn
liggur í leyni.
Utgefandi erlðunn. Þórgunnur
Skúladóttir þýddi bókina setn er 28
bls. prentuð á Ítalíu. Verðhennar
er 880 kr.
• BARA við tvö er ný unglingabók
eftir Andrés Indriðason en hann
hefur hlotið ýmsar viðurkenningar
og verðlaun fyrir bækur sínar og •
þær hafa jafnan fengið góðar viðtök-
ur gagnrýnenda og lesenda:
I kynningu útgefanda segir m.a.:
„í bókinni Bara við tvö segir frá
Geira sem er ekki fyrr byijaður í
nýjum skóla en hann fellur kylliflat-
ur fyrir Maríönnu, sætustu stelpunni
í bekknum, en það þarf meira en
venjuleg klókindi til að krækja í
hana.“
Útgefandi erlðunn. JakobJóhanns-
son gerði kápumynd bókarinnar sem
er 152 bls. að lengd prentuð í
Prentbæ hf. Verð er 1.680 kr.
• FÓLK ogfirnindi er eftir Ómar
Ragnarsson. Undirtitill bókarinnar
er Stiklað á Skaftinu.
í fréttatilkynningu útgefanda
segir m.a.: „í bókinni býður Ómar
Ragnarsson lesendum með sér í
óvenjulegt ferðalag þar sem víða
er komið við utan alfaraleiðar og
heilsað upp á fólk sem á það sam-
eiginlegt að binda ekki bagga sína
nákvæmlega sömu hnútum og sam-
ferðamennimir."
Útgefandi erFróði. Bókin er248
bls. Bókin erprentuð IG.Ben. -
Edda Prentstofa hf. Kápuhönnun
annaðist Auglýsingastofan Orkin.
Verð 3.390 kr.
DAUFLEG FERÐ
VESTURF ARAN S
BÓKMENNTIR
Skáldsa }>a
VESTURFARINN
eftir Pál Pálsson.
Forlagið. 1994.114 síður.
ÞEIR ERU ekki svo fáir rithöf-
undarnir sem hafa skrifað um vorið
í Prag og hinn ógurlega vetur sem
því fylgdi. Og þó Vesturfarinn,
fjórða skáldsaga Páls Pálssonar,
gerist að stærstum hluta í Kaup-
mannahöfn á voram dögum, þá
fyllir Páll nú þann hóp höfunda sem
dregist hafa að þessum harm-
þrungna þætti í sögu Pragar. Aðal-
persóna Vesturfarans, Stephan I.
Stephanek, er gamall Tékki sem
ásamt konu sinni, Maríu, yfirgefur
heimaland sitt þegar vetrar skyndi-
lega eftir vorið í Prag. Einkasonur
þeirra hjóna, Jan, hafði tekið þátt
í mótmælunum og verið fangelsaður
fyrir vikið. Þegar Stephan og María
fá upphringingu frá ókunnugum
þess eðlis, að Jan sé í Kaupmanna-
höfn, fara þau þangað en frétta
hálfu ári síðar, að einkasonurinn
hafi verið skotinn við flóttatilraun.
Þau ílengjast í Kaupmannahöfn og
lesandinn kemur inn í líf jieirra
rúmum tuttugu árum síðar. A bók-
arkápu sténdur, að sagan fjalli um
gamlan landflótta Tékka búsettan
í Danmörku sem, eftir fráfall konu
sinnar, ákveður að flytja til systur
sinnar í Bandaríkjunum. Mynd á
kápu - bandaríski fáninn, Frelsis-
styttan, maður með svarta ferða-
tösku - undirstrikar lýsinguna. Les-
andinn býst því við, að eiginkonan
sé dáin í bókarbyijun og gamli
Tékkinn með farseðil í hendi. Svo
er ekki, því sagan er rúmlega hálfn-
uð þegar eiginkonan deyr og ein-
ungis 15 síður eftir þegar Stephan
stígur um borð í Flugleiðavélina.
Þá fyrst byijar sagan sem kynnt
er á bókarkápu; saga gamals Tékka
sem er á vesturleið, saga Vesturfar-
ans.
Frásögnin er raunsæisíeg og
Páll reynir að draga upp sannfær-
andi mynd af umhverfi persóna.
Þannig lýsir hann af natni lítilli
íbúð hjónanna, nefnir samvisku-
samlega þær götur Kaupmanna-
höfnar sem persónur fara um og
þrengslunum í Irmuverslun á
Istedgade. Þetta er allt saman
ágætt svo langt sem það nær og
gefur frásögninni sannfærandi yfir-
bragð. En stundum er Páll full ákaf-
ur í staðháttalýsingum, ákafi sem
sómir sér vel í ferðabæklinum en
getur verið truflandi í skáldsögum.
Eins og í sextánda kaflanum, þegar
Stephan í sorg sinni eftir lát Maríu,
reikar um almenningsgarð, mætir
skrautlegum flokkum og tekið er
fram að þeir séu, „allir á leiðinni
að knattspyrnuvellinum stóra aust-
an við almenningsgarðinn, Parken".
Stærsti galli Vesturfarans er
átakaleysi stílsins og því hreyfa
harmrænir atburðir bókarinnar ekki
mikið við lesendum. Páli tekst ekki
að láta sorgina seytla inni í orðin
og á það til að eyðileggja fyrir sér
með klaufalegu orðavaii. Klaufalegt
kalla ég til dæmis þegar María er
á spítalanum og Stepahn - frá sér
af sorg og ótta - „skellir sér“, í
sturtu að morgni, en „hellir ákavíti
í staup og skvettir því í sig í einum
sopa“, að kveldi. í bókarbyijun er
rifjað upp þegar María og Stephan
koma til Kaupmannahafnar frá
Prag árið 1968. Þau sitja sem oft
áður inni á Cafe Prag, vonast eftir
að fá fregnir af Jan, þegar vinkona
hans kemur inn og segir fréttirnar:
Og á meðan María útskýrði hvers
vegna þau væru í Kaupmannahöfn,
byijaði andlit Olgu að skipta litum;
það var ýmist blóðrautt eða náfölt
og að lokum fól hún það í höndum
sér.
Þetta er hræðilegt. Þið vitið þá
ekki. . .Nei. . .
Olga horfði á þau með tárin í
augunum og María Iagði handlegg
um skjálfandi axlir hennar.
Svona, góða mín. Hann kemur
bráðum í leitimar.
Nei! Hann er dáinn! Þeir hafa
blekkt ykkur!
María æpti og Stephan greip
báðum höndum um borðbrúnina.
Og nú voru það þau sem roðnuðu,
fölnuðu og grétu á meðan þau
hlýddu á frásögn Olgu af því hvern-
ig Jan hefði látið lífíð í djarflegri
flóttatilraun..."
Síðan kemur stutt frásögn af
flóttanum, Jan er skotinn í bakið
og eitt vitnanna, helsti vinur hans,
„svo ekki var hægt að vefengja
sannleiksgildi þessarar skelfilegu
fréttar". Ef maður hefur í huga,
að Jan er einkabarn hjónanna, hef-
ur í huga að í hálft ár era þau
búin að þræða götur Kaupmanna-
hafnar í leit að honum, þá kallast
það ekki mikil stílþfrif að tala um
skelfilega frétt. Mér þykir líka
ósannfærandi að þrátt fyrir að sorg-
in hafi lostið Stephan og Maríu af
öllum sínum þunga, þá sitja þau
sem fastast áfram, kráargestir
streyma að, „votta samúð sína“, og
svo spjalla þau við ungan Dana sem
útvegar þeim húsnæði og Stephani
vinnu.
Styrkur bókarinnar er hins vegar
hiklaust sú hlýja sem einnkennir
frásögnina framanaf. Páli er alls
ekki sama hvað verður um persónur
sínar og sú væntumþykja skilar sér
í einföldum en ljúfum atriðum. En
þessi styrkur Páls nægir því miður
ekki einn og sér í Vesturfaranum.
Og á síðustu síðunum er eins og
Páll missi áhuga á Stephani, hlýjan
hverfur. Hvort sem káputextanum
var um að kenna, þá hafði ég á
tilfinningunni að Kaupmannahafn-
arþátturinn væri einungis forspil,
kynning á persónum. Lát Maríu
kom ekki vitund á óvart og ég beið
allah tímann eftir því að Stephan
yfirgæfi Danmörku og sagan gæti
hafist. En þegar það loks gerist,
er bókin gott sem búin og flugleið-
in Kaupmannahöfn-Keflavík-New
York-Keflavík bætir engum víddum
við söguna né aðalpersónuna.
Stephan flýgur þetta fram og til
baka, sagan alltíeinu búin og ég sat
uppi með þann grun, að höfundur
hafi flýtt sér fullmikið að ljúka sög-
unni eða ekki vitað hvernig hann
ætti að fylgja Kaupmannahafnar-
þættinum eftir.
Jón Stefánsson
Nýjar bækur
• ÚT er komin bókin Birgir og
Ásdís eftir Eðvarð Ingólfson. í
kynningu útgefanda segir: „Þetta
er spennandi saga um ástfangna
unglinga, fyrstu
sambúðina og
mörg þau vanda-
mál sem henni
geta fylgt. Þegar
á reynir kemur
fyrst í ljós hve
sterkt samband-
ið er.“
Eðvarð Ing-
ólfsson var rúm-
lega tvítugur
þegar hann
samdi söguna.
Hann hefur ritað
átta unglingabækur og hafa marg-
ar þeirra orðið metsölubækur.
Skáldsaga hans, Meiriháttar
stefnumót, hlaut verðlaun Skóla-
málaráðs Reykjavíkur sem besta
frumsamda barna- og unglingabók-
in 1988.
Birgir og Ásdís kom fyrst út
1982. Hún er sjálfstætt framhald
bókarinnar Gegnum bernskumúr-
inn.
Útgefandi erÆskan. Bókin er 159
bls. íDemi-broti. Anna Þorkelsdótt-
ir teiknaði kápumynd. Ofsetþjón-
ustan hf. braut bókina um ogmynd-
aði á plötur. Prentsmiðjan Oddi hf.
prentaði og batt. Bókin kostar
1.690 krónur.
• MEÐ bómull í skónum er
barnabók eftir Iðunni Steinsdótt-
ur og segir þar frá sömu krökkum
og komu við sögu í bók Iðunnar
Skuggarnir af fjallinu, en þetta er
þó algjörlega sjálfstæð saga sem
gerist í litlu þorpi um miðbik aldar-
innar.
í kynningu segir m.a.: „í þorpinu
undir bratta fjallinu sést ekki til
sólar yfir háveturinn. Og stundum
þarf ekki mikið til að ímyndunar-
aflið fari á flug hjá krökkunum.
En raunveruleikinn getur líka verið
furðulegt ævintýri þar sem skipt-
ast á skin og skúrir, gleði og sorg-
ir.“
Iðunn Steinsdóttir hefur áður
sent frá sér allmargar bækur fyrir
börn og unglinga.
Útgefandi erlðunn. Brian Pilking-
ton gerði kápumynd á bókina sem
er 145 bls., prentuð íPrentbæ hf.
Verð er 1.680 kr.
Sagan um Korku
Þórólfsdóttur
BÓKMENNTIR
Skáldsaga
NORNADÓMUR
eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Mál og
menning, 1994 -177 síður.
FYRIR EINU ári kom út bókin
Urðarbrunnur, Sagan um Korku
Þórólfsdóttur, ambáttardóttur, sem
á sér mikil örlög. Hún hefur hlotið
í vöggugjöf skyggnigáfu sem gerir
henni kleift að lesa rúnir og segja
fyrir um óorðna hluti. Eftir ævin-
týralega frásögn lýkur þeirri sögu
er Korka siglir með bjargvætti sínum
Atla til Suðureyja, til heimkynna
hans.
Þegar sagan Nornadómur hefst
eru þau Atli og Korka á siglingu
yfir hafið í átt til fyrirheitna lands-
ins. Á siglingunni tekst Korku að
lægja stórsjói með rúnagaldri og
hlýtur fyrir það aðdáun skipveija. Á
skipinu játar hún fyrir Atla hver hún
sé í raun og hver hennar saga hafi
verið þar til fundum þeirra bar sam-
an. Þótt þau hafi elskast og hann
hafi keypt hana og síðar leysi úr
ánauð vissi hann ekki deili á henni.
Eftir skamma dvöl á Suðureyjum
við mismikinn fögnuð ættmenna
Atla, taka þau ákvörðun um að sigla
til íslands og setjast þar að með
nokkra húskarla og það sem nauð-
synlegt má teljast til landnáms. Sigl-
ingin tekst vel og þau nema land á
Vestfjörðum í nágrenni við Gunn-
hildi hálfsystur Korku.
Nornadómur er að vissu leyti
tvær aðskildar frásagnir og ekki jafn-
góðar. Frásögnin frá Suðureyjum,
af samskiptunum við Péttana og að-
dróttunum um ástarsamband Atla
við ambátt föður síns, er einhvem
veginn úr tengslum við söguþráðinn.
Engu er líkara en höfundur hafí ver-
ið búinn að afla sér svo mikilla upp-
lýsinga um þennan tíma að þurft
hafi að koma því að í bókinni á ein-
hvem hátt. Torf-Einar jarl og önnur
stórmenni sem gera tilkall til landa
á Suðureyjum koma sögunni lítið við
og bæta litlu við persónusköpun sög-
unr.ar og þróun hennar. Rán Pétt-
anna á Korku og björgun hennar er
í hasarstíl sem er eiginlega ekki sam-
boðinn þessari sögu þar sem björgun-
armaðurinn skýlir sér með alblóðugu
höfuðleðri eins af Péttunum sem
hann hefur nýlega drepið og fláð.
Þama er enn fleiri þáttum ofaukið
eins og til dæmis mannfóminni sem
Korka verður vitni að og lesandinn
fær ekki minnstu skýringu á.
Seinni hluti bókar-
innar er sagan um land-
nám Korku og Atla og
fyrstu búskaparár
þeirra. Korka er eftir
sem áður burðarásinn í
sögunni. Hún er stolt,
baldin, hrokafull og
ófeimin við að fá vilja
sínum frangengt. Hún
er einnig hvatvís svo að
til vandræða horfir á
stundum en ráðagóð og
raungóð. Atli er dreginn
mjúkum línum og elskar
Korku mjög. Hann fyr-
irgefur henni alla henn-
ar bresti og besti hluti
sögunnar er samspil
þeirra. Hann leggur sig fram um að
gleðja hana og fá úr henni þóttann
þegar henni fínnst sér misboðið. Frá-
sögnin af landnáminu, húsbygging-
um, búskaparháttum og því sem
snertir líf Iandnemanna er skemmti-
leg og skýr.
Sagan um Korku Þórólfsdóttur
er dæmi um sagnagleði góðs höfund-
ar og Vilborg Davíðsdóttir er góður
stílisti. í þessari sögu era þó fleiri
veikir punktar en í þeirri fyrri. í
fyrsta lagi er alltof mikið lagt upp
úr skefjalausri grimmd og blóð flýt-
ur ótæpilega um síður sögunnar svo
að til skaða má telja. Mörg grimmd-
arleg atvik koma hér fram sem ekki
eru beinlínis sprottin upp úr sögunni
og óþörf. Lýsingar í smáatriðum á
drápi og misþyrmingum era of fyrir-
ferðarmiklar. Fyrir utan mannfórn-
ina sem áður er nefnd, er þrællinn
Hrafn drepinn í rúmi sínu og blóð
hans spýtist yfir litla
barnið hans. Svíni er
fórnað til að friðmælast
við goðin, slátran þess
lýst í smáatriðum og
blóði skvett um veggi
til að helga skálann
Frey. Bardagar eru
miklir og af höggnir
limir og menn ótæplega
stungnir á hol. í öðru
lagi er farið offari í lýs-
ingum á ofbeldi. Ofbeldi
Gunnbjörns gagnvart
konu sinni er mjög
öfgakennt og engin
haldbær skýring gefin
á hegðun hans. Jafnvel
þótt hann grunaði hana
um græsku er hér farið offari. Hann
er í augum höfundar bara ótrúlegt
illmenni sem nauðgar og misþyrmir
og virðist ekki eiga neitt gott til.
Grimmd og ofbeldi tilheyrir þeim
tíma sem sagan gerist á en fara
verður með lýsingar með varúð til
þess að þær skemmi ekki söguna
að öðru leyti.
Nornadómur er mjög dramatísk
saga og spennandi og endar á skelfi-
legan hátt með bijálæði, dauða og
tortímingu, en líka barnsfæðingu svo
í raun virðist horfa til betri vegar
fyrir söguhetjunum í sögulok. í heild
er síðari hluti sögunnar vel saminn
og rökrétt framhald af fyrri bókinni
en veiku hliðar sögunnar eru ofbeld-
ið og allar blóðsúthellingarnar sem
gera það að verkum að sagan verður
ekki eins hrífandi og sannfærandi
og fyrri bókin.
Sigrún Klara Hannesdóttir
Vilborg
Davíðsdóttir