Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 27/11-3/12
► Þrír aðaleigendur kana-
díska olíufyrirtækisins Ir-
ving Oil komu tii landsins
tii að undirbúa rekstur hér
á landi. Þeir töluðu við ráða-
menn og könnuðu meðal
annars möguleika á bygg-
ingu olíubirgðastöðvar og 6
til 8 bensínstöðva á höfuð-
borgarsvæðinu.
► Bankastjórn Seðlabanka
ákvað í miðvikudag að
hækka vexti sem gilda í við-
skiptum hans við innláns-
stofnanir frá og með 1. des-
ember sl. Vextir á útlána-
hlið bankans hækka um
0,2-0,3 prósentustig en á
inniánahlið um 0,4-0,8 pró-
sentustig.
► A föstudag voru níu
heilaskaðaðir sjúklingar
fluttir af vist- og lögheimili
sínu Laugaskjóli á hjúkrun-
arheimilið Skjól. Gripið var
til þessa ráðs vegna þess að
ekki var hægt að veita þá
umönnun sem þurfti vegna
verkfalls sjúkraliða.
► Bensín hækkaði á mið-
nætti á fimmtudag um
2,5%-2,6% og stafar hækk-
unin af 5,7% hækkun bens-
íngjalds sem ákveðið var að
flýta, en gjaldið átti að
hækka 1. janúar og 1. júní
nk. Gert er ráð fyrir að olíu-
gjald hækki um tæp 4% um
áramót. Hækkunin nú veld-
ur 0,12% hækkun á fram-
færsluvisitölu og 0,04%
hækkun á lánskjaravísitölu.
► Ólympíuleikarnir í eðlis-
fræði verða haldnir hér
1998. Von er á um 300 kepp-
endum og 120 fararstjórum
frá 60 löndum.
Þjóðarbókhlaðan
opnuð
FULLVELDISDAGINN 1. desember
var haldin opnunarhátíð Þjóðarbók-
hlöðunnar, sem hýsir Landsbókasafn -
Háskólabókasafn. Þennan dag voru 38
ár liðin frá því að sameiningu safnanna
bar fyret á góma. Fyrir 20 árum færði
þjóðin Þjóðarbókhlöðu sér að gjöf í til-
efni 1100 ára afmælis íslandsbyggðar.
Liðin eru 16 ár frá því að fyrsta skóflu-
stunga var tekin. Húsið er 13.000 fer-
metrar og geymir yfír 900 þúsund
bindi. Lessæti eru 800 og reiknað er
með að starfsmenn verði 116. Háskóla-
stúdentar stóðu fyrir söfnun til kaupa
á bókum og tímaritum og söfnuðust
yfir 22,5 milljónir króna.
Athugasemdir við
einkavæðingu
RÍKISENDURSKOÐUN gerði athuga-
semdir við sölu á 39% hlut ríkisins i
íslenskri endurtryggingu hf. í nýrri
skýrslu sinni um sölu á fyrirtækjum í
eigu rikisins 1991-1994. Stofnunin
sagði m.a. að útreikningar bentu til
að líklegt upplausnarverð hefði verið
144 milljónum króna lægra í árslok
1992 en söluverðið sem var 162 milljón-
ir.
Samráð um viðræður
ÍSLENSK og norsk stjómvöld ákváðu
í vikunni að hafa samráð áður en farið
verður í formlegar viðræður við Evr-
ópusambandið um tollamál vegna inn-
göngu annarra EFTA-ríkja í ESB. Um
er að ræða viðræður um þau viðskipta-
kjör sem íslendingar og Norðmenn
glata í Svíþjóð, Finnlandi og Austurríki
þegar þessi lönd ganga í ESB um ára-
mótin.
Gro Harlem
Brundtland
Norðmenn felldu
aðild að ESB
NORÐMENN höfnuðu aðild að Evr-
ópusambandinu, ESB, í þjóðarat-
kvæðagreiðslu síðastliðinn mánudag
með 52,5% atkvæða á móti 47,5%.
Kom niðurstaðan ekki á óvart miðað
við skoðanakannanir en var mikið
áfall fyrir stjóm
V erkamannaflokks-
ins og Gro Harlem
Bmndtland forsæt-
isráðherra. Olli hún
einnig miklum von-
brigðum' meðal
frammámanna i
Svíþjóð, Finnlandi
og Danmörku, sem
höfðu vonast til, að
Noregur fyllti nor-
ræna hópinn innan
ESB. Talsmenn stjómvalda í flestum
ESB-ríkjunum hörmuðu einnig úrslit-
in en lögðu áherslu á, að Norðmenn
væm velkomnir þegar þeir vildu.
Norska stjómin leggur nú mesta
áherslu á, að samningurinn um Evr-
ópska efnahagssvæðið, EES, haldi sér
óbreyttur að öðm leyti en því, að
stofnanaþátturinn verði einfaldaður.
Um það mál eru þó nokkuð skiptar
skoðanir innan ESB en að honum
standa aðeins auk ESB ísland og
Noregur og líklega Liechtenstein inn-
an tíðar.
NATO stækkað
í austur
UTANRÍKISRÁÐHERRA Atlants-
hafsbandalagsins ákváðu á fundi í
Bmssel á fímmtudag að kannað yrði
í eitt ár hvemig best yrði staðið að
stækkun bandalagsins í austur. Rúss-
ar krefjast hins vegar nánari skýringa
á þessum fyrirætlunum og Andrei
Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss-
lands, frestaði af þeim sökum að
undirrita samning Rússa og NATO
um samstarf í þágu friðar. Mikill
ágreiningur hefur verið innan banda-
lagsins um málefni Bosníu en ráð-
herramir voru sammála um, að það
væri of mikilvægt til að láta þá deilu
grafa undan því.
► DEILA sljómarinnar i
Grosní, höfuðborg rúss-
neska sjálfstjórnarlýðveld-
isins Tsjetsjníu, og Moskvu-
stjórnarinnar, hefur harðn-
að mjög að undanförnu.
Hafa Rússar lagt uppreisn-
armönnum í landinu lið, til
dæmis með nærri daglegum
loftárásum á Grosní. Sinnti
stjórn Tsjetsjníu í engu
fresti, sem Borís Jeltsín,
forseti Rússlands, gaf henni
til að leggja niður vopn en
viðræður eiga sér nú stað.
► ELDUR kom upp í ítalska
farþegaskipinu Achille
Lauro undan Sómalíuströnd
sl. miðvikudag og fómst
tveir af tæplega 1.000
manns um borð. Reyna átti
að draga það til hafnar og
var búið að koma í það taug
þegar það sökk alelda á
föstudag.
► BÁÐAR deildir Banda-
ríkjaþings sarnþykktu
GATT-samningana í vik-
unni og er því fagnað sem
„sigri hinnar heilbrigðu
skynsemi". Hafa þá 40 ríki
staðfest hann, meðal annars
Japan, en Evrópusambands-
ríkin ætla að ljúka því fyrir
áramót. GATT-samningur-
inn er umfangsmesti við-
skiptasamningur, sem gerð-
ur hefur verið, og áætlað
er, að hann muni auka heim-
sviðskiptin um 30.000 millj-
arða kr. árlega.
► SILVIO Berlusconi, for-
sætisráðherra Italíu, hefur
náð samkomulagi við verka-
lýðsfélögin í landinu um að
lífeyrisréttindi verði skert
minna en fyrirhugað var í
fjárlagafrumvarpi. Aflýstu
þau þá eins dags allsherjar-
verkfalli.s sl. föstudag. Hef-
ur þetta styrkt stöðu Ber-
lusconis en hann stendur
höllum fæti vegna rann-
sóknar á mútugreiðslum
fyrirtækis hans.
FRETTIR
Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu
Tillaga um 6 milljarða
nýframkvæmdir 1995-98
SVEITARFÉLÖGIN á höfuðborg-
arsvæðinu hafa gert tillögur að
nýrri vegaáætlun fyrir árin
1995-98. Þessi tillaga tekur til
framkvæmda við þjóðvegi á höfuð-
borgarsvæðinu og nemur kostnaður
við nýframkvæmdir tæpum 6 millj-
örðum króna. í sameiginlegri bókun
forsvarsmanna sveitarfélaganna er
tekið fram „að í tillögunum er ekki
gert ráð fyrir frestun neinna þjóð-
vegaverkefna, sem þegar eru til-
greind í samþykktri vegaáætlun“.
Tillögumar verða sendar til sam-
gönguráðherra, samgöngunefndar
Alþingis og þingmanna Reykjavík-
ur- og Reykjanesskjördæma.
í bókuninni kemur fram að þótt
tillögumar taki í heild til fram-
kvæmda sem kosta samanlagt
meira fé en líklegt er að fáist á
þessu tímabili, myndi þær engu að
síður góðan gmndvöll til ákvarðana
um forgangsröð framkvæmda.
Arðsamar
framkvæmdir
Með tillögunum fylgja meðal
annars gögn um umferðarálag á
gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins
nú og spá um hið sama 1998, mat
á álagi miðað við flutningsgetu
1994 og 1998, upplýsingar um
stofnkostnað og mat á áhrifum
framkvæmdanna á kostnað sem,'
hlýst af slysum og óhöppum. Niður-;
stöður arðsemisreikninga vegnaj
þessara framkvæmda em mjög há-!
ar í flestum tilvikum.
Lagt er til að byijað verði á framj
kvæmdum við Vesturlandsveg/
Höfðabakka og eru þær raunar
þegar hafnar. Búið er að meta
umhverfisáhrif þeirra og er verifj
að vinna umhverfismat á þeim *seni
næst koma í röðinni.
Auk tillagna sem gerðar eru unl
framkvæmdir á næstu íjórum árum
er einnig lagt mat á hvaða fram-
kvæmdir þurfa að fylgja næstu 8
ár þar á eftir.
Bessastaða
hreppur
Tillögur að vegaáætlun
1995-1998 og \
4QOO_ Ofíf\ O ** Mislæg gatnamót 1S
I9W4UUO = .ÆAir„«n„1QQC QR
Hafnarfjörður
gatnamót 1995-98
ndirgöng 1995-98
* Mislæg gatnamót 1999-2003
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
SKÚLI Þórðarson bæjarstjórí á Blönduósi ávarpar gesti
við vígslu brimvarnargarðsins á Blönduósi.
Brimvarnargarðurinn á Blönduósi
Framkvæmdum lokið
Blönduósi. Morg'unbladit).
„Kotið“ fékk
1. verðlaun
INGÓLFUR Guðmundsson prent-
smiður á Morgunblaðinu sigraði ný-
lega í myndasamkeppninni „Liturinn
er galdurinn", sem haldin var á veg-
um umboðsaðila Hewlett-Packard á
íslandi. Úrslitin voru kunngjörð á
Listasýningu fjöl-
skyldunnar í List-
húsinu í Laugar-
dal. Myndin fékk
þá umsögn að hún
væri frumleg og
vel hönnuð og
gæfí góða hug-
mynd um mögu-
leika litaprentun-
ar með Hewlett- Ingólfur Guð-
Packard litprent- mundsson
urum prentsmiður
Ingólfur er áhugaljósmyndari og
hefur um tveggja ára skeið unnið
við myndvinnslu í tölvu. Hann fann
sér myndefni í Skammadal, tók þar
mynd af litlu húsi og ungum pilti,
Þórólfi Hersi Vilhjálmssyni.
Bjó til himin og sól
Þessar myndir vann Ingólfur
áfram í tölvuforritinu Photoshop. Til
að skreyta myndina bjó hann til heið-
bláan himin og skærgula sól í bak-
grunn. Ingólfur segir að það hafí
tekið sig tvö kvöld að tölvuvinna
myndina áður en hann gat farið í
Tæknival þar sem myndin var keyrð
út á HP-prentara.
Um 170 myndir bárust í keppnina
og þóttu 156 þeirra eiga erindi á
sýninguna. 2. verðlaun hlaut Hlynur
Olafsson og 3. verðlaun Oddur Sig-
urðsson. Þar að auki voru veitt sjö
aukaverðlaun.
■ Verðlaunamyndin Kotið/27
FRAMKVÆMDUM við brimvarn-
argarðinn á Blönduósi lauk 17. nóv-
ember síðastliðinn. Það var fyrir-
tækið V. Brynjólfsson á Skaga-
strönd sem vann verkið fyrir 116
milljónir króna. Framkvæmdir hóf-
ust síðla vetrar 1993 og hafa geng-
ið slysalaust og samkvæmt áætlun.
Það var formaður hafnarnefndar,
Kári Snorrason, sem formlega vígði
garðinn við hátíðlega athöfn 1. des-
ember sl. með því að tendra ljós á
brimvamargarðinum.
Að sögn Guðbjartar Ólafssonar
bæjartæknifræðings á Blönduósi
hafa farið um 100 þúsund rúmmetr-
ar af grjóti í brimvarnargarðinn.
Grjót þetta er annarsvegar fengið
í námu við bæinn Uppsali og hins-
vegar við bæinn Enni. Það kom
fram hjá Guðbjarti að samtals hefðu
verið eknir um 350 þúsund km með
gijótið en það samsvarar 11.000
vömbílsförmum. Garðurinn er 310
metrar að lengd og er mesta dýpt
við hann um 7 metrar. Guðbjartur
Ólafsson sagði að þó framkvæmdf
um við garðinn væri lokið væri enri !
eftir að ganga frá viðlegukanti i
norðan við bryggju og koma fyrir
þremur stálkerum við hafnarmynn-
ið til að verjast vestan- og suðvest-
anáttum. Við þessi verklok sást
fyrir endann á áratuga baráttii
Blönduósinga fyrir bættri hafnarað/
stöðu að sögn Péturs A. Pétursson-
ar forseta bæjarstjórnar. Sagðj
hann þessa framkvæmd mikilvægá )
viðleitni til að mæta samdrættinuni i
sem hefði orðið í landbúnaðinum á
undangengnum árum. Hönnuður I
brimvamargarðsins á Blönduósi er
Gísli Viggósson.