Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 13 LISTIR Innsetning í bláu MYNPPST Mcnningarmiöstööin Gcröubcrgi HLJÓÐMYND Erla Þórarinsdóttir og Andrew Mark McKenzie. Opið mánud.-fimmtud. kl. 10-21 og föstud.-sunnud. kl. 13-17 til 11. desember. Aðgangur ókeypis SAMTENGING listmiðla hefur löngum heillað skapandi listamenn, og verið beitt til þess að búa til heildir, sem einstakir miðlar hafa ekki verið færir um; þannig hefur verið hægt að höfða til skynjunar mannsins á fleiri sviðum en t.d. málverk, höggmynd eða hljóð er fært um hvert í sínu lagi. í þessu sambandi er skemmst að minnast yfirlitssýningar á verk- um Magnúsar Pálssonar, sem hef- ur m.a. lengi unnið með möguleika hljóðsins; fyrr á öldinni þekkja flestir til dadaista og fútúrista í Evrópu, sem vöktu mikla athygli á sinni tíð með sviðsetningu ljóða- kvölda. Leiklistin er auðvitað hinn endanlegi vettvangur samþætting- ar af þessu tagi, en myndlistar- menn hafa einnig tekist á við hana undir ýmsum formerkjum. Á þessari sýningu leiða saman krafta sína myndlistarkona og listamaður, sem einkum hefur unn- ið á sviði hljóðverka, og m.a. kennt þá iðju að einhveiju leyti við Mynd- lista- og handíðaskólann. Saman hafa þau unnið innsetningu í sýn- ingarými Gerðubergs, sem þau kalla hljóðverk, þar sem stjarn- fræðin og sérstakur blár litur (raf- blár?) ráða ríkjum. Erla Þórarinsdóttir hefur áður sýnt áhuga sinn á möguleikum segulsviðsins, fjarlægum himin- tunglum og þeim merkingum, sem þau geta með ýmsum hætti haft fyrir tilveru mannanna. Þessa sá þegar merki á sýningum hennar í Norræna húsinu og Gallerí Sævars Karls 1991, en hugmyndin að þess- ari sýningu mun hafa fæðst í tengslum við hina síðarnefndu. Einkasýning Erlu í Nýlistasafninu fyrr á þessu ári tengdist einnig táknmyndum á þessu sviði, svo hér er um eðlilegt framhald að ræða. Á sýningunni er áherslan á þekkt stjörnumerki, og þau lögmál sem þau lúta; allt er þetta himin- hvolf reyrt saman af aðdráttarafli stjamanna, sem er hér táknað með lituðu salti, sem bindur formið hér líkt og aðdráttaraflið. Á einn vegg er raðað upp steyptum saltstjörn- um í merki Karlsvagnsins, og á öðrum eru sett upp skorin spegil- brot (ljósbrot) sem tákn Pólstjörn- unnar. Samtenging þessara tveggja þátta er sterk og verður enn betur ljós af sýningarskránni. Yfir þessu lýsir blá birta, og með fylgir ákveðin hljóðbylgja, sem mun samsvara þeirri mældu tíðni útvarpsbylgja, sem berast um tómarúm himingeymsins (þar sem þær geta hins vegar ekki myndað hljóð af augljósum ástæðum). Að setja inn hljóð þar sem ekkert er í alheiminum eykur vissulega skynjun okkar á honum. Þessir þættir vinna þannig vel saman til að mynda ákveðna heild, en hins vegar er ekki jafnljóst hvaða hlutverki það salt gegnir, sem dreift er á gólf helsta sýning- arsvæðisins; þama vantar skýrari tilvísanir. Þessi innsetning er einföld út- færsla á undrun mannsins yfir himingeimnum, þar sem allt virðist óendanlegt og óútskýranlega í yfir- þyrmandi stærð sinni. Sú hógværð sem henni fylgir er vel við hæfi, enda verða tilraunir mannsins til að lýsa þessum furðum ætíð fátæk- legar í samanburði við viðfangs- efnið, sem mun um ókomnar aldir vera mönnum tilefni til bollalegg- inga um lífið og tilveruna. Eiríkur Þorláksson Kvöldsögiir BOKMENNTIR Barnabók KVÖLDSÖGUR eftir Þorgrim Þráinsson. Halla Sól- veig Þorgeirsdóttir myndskreytti. Fróði, 1994 - 26 síður. ÞORGRÍMUR Þráinsson hefur verið ótrúlega afkastamikill höf- undur og sendi frá sér tvær bækur í fyrra og tvær eru komnar út í ár en auk þess hefur hann átt metsölubækur allt frá því að hann byrjaði að skrifa fyrir börn og unglinga. Það eru miklar kröfur gerðar til slíkra manna bæði af forlagi þeirra sem hlýtur að krefja þá um æ meiri fram- legð og það hlýtur að vera freisting fyrir höfund að skrifa sem mest á meðan hann er á hátindi ferils síns — en það má ekki gleyma því að lesendur og kaupendur bókanna vilja líka geta gert kröfur. í þetta sinn sendir Þorgrímur frá sér litla bók sem ber nafnið Kvöldsögur. Þetta eru fjórar litlar sögur sem eflaust eru hugsaðar sem góð kvöldlesning fyrir lítil börn. Efnið er sótt í hversdagslega hluti en út frá þeim spunnið ævin- týri. Fyrsta sagan fjallar um gaml- an bangsa sem er gleymdur upp á háalofti en síðan kemur töfradís með lausn sem þó tekur mörg ár að virka. Næsta saga er um snjó- karl sem safnar gjöfum handa illa stöddum börnum í fjarlægu landi og í þeirri þriðju fær lítil stúlka sem er ein heima að bíða eftir jól- unum heilan blómálfaskara til að hjálpa sér við jólatiltekt og skreyt- ingar. í síðustu sögunni er jóla- sveinninn búinn að týna lyklunum sínum og Tómas fer fljúgandi á grenitré upp í jólasveinaland til að bjóða fram hjálp sína. Sögurnar eru allar mjög hráar og engu líkara en höfundurinn hafi ekkert unnið þær eftir að fyrsta hugmyndin var fædd. Mér dettur helst í hug að höfundurinn hafi sest niður með lítið barn í .kjöltu sinni, sett á segulband, tek- ið sögurnar upp og þær farið síðan beint í prentun. Þær eru flatar og tilgerðarlegar og oft á tíðum sundurlausar. Allar söguhetjurnar gráta, jafnt bangsinn og jólasveinninn, en svo glaðnar yfir mann- skapnum. Málfarið er sumsstaðar stirt og á einum stað er ótrúleg málvilla þar sem stendur „Gleði hans breyttist í grátur" (s. 14). Ekki er heldur hægt annað en undr- ast þá smekkleysu að láta Hermann skilja eftir stígvélin sín hjá fótalausa barninu. Myndir Höllu Sól- veigar eru glaðlegar og litríkar. Sumar eru mjög skemmtilegar en sumar eru hjákátleg- ar. Til dæmis er töfradísin beinlín- is ófríð og kettirnir í sögunni eru ekki sérlega kattarlegir á stundum og líkast fremur útflöttu skinni. Ég þurfti líka lengi að horfa á myndina af Áslaugu og bangsan- um til að átta mig á hvað var í jólapakkanum. Litlu myndirnar sem skreyta kápuna að innan og koma fyrir í textanum eru bestar. Sigrún Klara Hannesdóttir Þorgrímur Þráinsson Nýjar bækur • „í Þú tnisskilur mig fjallar bandaríska málvísindakonan De- borah Tannen á einstaklega skemmtilegan og fræðandi hátt um hvers vegna svo oft gætir misskiln- ings þegar kona og karl ræða sam- an,“ segir í fréttatilkynningu frá Almenna bókafélaginu hf. Tannen leggur áherslu á að til þess að kynin geti umgengist far- sællega þurfi bæði konan og karl- maðurinn að vera sér þess meðvit- andi að hugsanagangurinn og tján- ingarmátinn er ekki hinn sami hjá báðum kynjum. Efni bókarinnar er sett fram á aðgengilegan hátt, kryddað lifandi dæmum úr hinu • daglega lífi og stuttum frásögnum af eigin reynslu höfundar og ann- arra. Höfundurinn, sem er prófessor í málvísindum, byggir bók sína á eigin rannsóknum og vitnar auk þess í rannsóknir fjölda annarra fræðimanna á sama sviði. Bókin er innbundin og er 336 blaðsíður. Almenna bókafélagið gefur bókina út og Prentsmiðjan Oddi hf. sá um prentun. Verð bókar- innar er 3.390 kr. • DAGBÓK Zlötu er dagbók stúlku í Sarajevo. Zlata Filipovic, sem líkt hefur verið við Önnu Frank, veitir með dagbók sinni innsýn í átökin á Balkanskaga eins og þau líta út í augum barns. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Dagbók Zlötu færir okkur inn að kviku stríðsins í ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu. Hún sýnir hvernig áhyggjulaust líf stúlku tekur algjör- um stakkaskiptum og einkennist sífellt meira af því ofbeldi sem geis- ar i kringum hana.“ Zlata Filipovic fæddist 3. desem- ber 1980 í Sarajevo í Bosníu. Hún telst til múslíma en meðal forfeðra hennar eru einnig Serbar og Króat- ar og uppruni hennar því blandaður eins og flestra íbúa Sarajevó. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 224 bls. Helgi MárBarðason þýddi. Bókin kostar 1.980 kr. Lesið úr jólabókunum í Leikhúskjallaranum DAGSKRÁ Listaklúbbsins í desem- ber verður einvörðungu helguð út- gáfu á nýjum jólabókum og geisla- diskum og munu höfundar og tón- listarmenn flytja úr verkum sínum. Alls verða dagskrárnar ijórar tals- ins, mánudaginn 5. desember, mið- vikudaginn 7. desember, mánudag- inn 12. desember og miðvikudaginn 14. desember og hefjast þær kl. 20.30. Nk. mánudag verður lesið úr ljóðabókunum Isfrétt eftir Gerði Kristný, Þrisvar sinnum þrettán eftir Geirlaug Magnússon og Guð og mamma hans eftir Jóhönnu Sveinsdóttur, skáldsögunum Amo Amas, bamabók eftir Þorgrím Þrá- insson, 1 luktum heimi eftir Fríðu Sigurðardóttur, Tvílýsi eftir Thor Vilhjálmsson, Ævinlega eftir Guð- berg Bergsson, Játningar land- nemadóttur eftir Laura Goodman Salverson og Draugar eftir Paul Auster í þýðingu Snæbjörns Arn- grímssonar. Þórarinn Eldjárn les úr minningabók sinni Ég man og Silja Aðalsteinsdóttir úr bók sinni Skáldið sem sólin kyssti, ævisögu Guðmundar Böðvarssonar skálds. Einnig mun Örn Magnússon, píanóleikari leika verk eftir Jón Leifs af nýútkomnum geisladiski sínum Jón Leifs - píanótónlist. Aðgangur er ókeypis. Jólatónleikar í Árbæj- ar- og Hjallakirkju JÓLATÓNLEIKAR verða haldnir 6. desember í Árbæjarkirkju og 8. desember í Hjallakirkju kl. 20.30. Kórar kirknanna flytja fjöl- breytta og skemmtilega jólatónl- ist. Mótettu eftir Dittersdorf, In duke jubilo eftir Buxtehnde og fleira. Auk þess verða einsöngur, dúettar og tríó. Sólistar eru: Sig- ríður Gröndal, Halla Jónasdóttir, Fríður Sigurðardóttir, Aðalheiður Magnúsdóttir og Garðar Thor Cortes. Undirleik annast Laufey Sigurðardóttir, Bryndís Pálsdóttir og Bryndís Bergljótsdóttir ásamt kórstjórunum Oddnýju Þorsteins- dóttur og Sigrúnu Steingrímsdótt- ur. Aðgangseyrir kr. 500. Frítt fyr- ir börn innan fermingar. Boðið verður upp á kaffi og smákökur eftir tónleika. Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! Róðstefna um tengsl skóla og atvinnulífs í Rúgbrauðsgerðinni föstudaginn 9. desember kl. 13-17 Setning: Hafsteinn Þ. Stefánsson, skólameistari. ftirarp rádstefwustjórq, Eggerts Eggertssonar, kennslustjóra lyfjatæknibrautar. Karl Kristjánsson, deildarsérfræöingur í . menntamálaráðuneyti: Jón Torfi Jónasson: Starfsnám í framhaldsskóla. Hvers virði er bað? Er bað endastöð í námi? ■5 Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri: Hvaða kröfur á atvinnulífið að gera til skóla? Margrét S. Björnsdóttir, aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Hvernig geta skólar þjónað atvinnulífi í landinu? Söivi Sveinsson: Fjölbrautaskólinn við Ármúla — staða og stefna. Nýjar menntunarleiðir. Gerður G. Óskarsdóttir, kennslustjóri: Er þörf fyrir meiri menntun í atvinnulífinu? Pallborðsumrœður: Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður menntamálanefndar. Anna Sveinsdóttir, lyfjatæknir. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands. Margrét Björnsdóttir, aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Jón Torfi Jónasson, lektor. Karl Kristjánsson, deildarsérfræðingur. Gerður G. Óskarsdóttir, kennslustjóri. Þeir sem hafa hug á að sækja ráðstefnuna eru beðnir að skrá sig eigi síðar en á hádegi fimmtudaginn 8. desember á skrifstofu skólans, s. 814022.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.