Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR PETAR Jelic körfuknattleiks- þjálfari hætti á dögunum sem þjálfari úrvalsdeiidarliðs Hauka, en féiagið hafði gert tæplega þriggja ára samning við hann í ágúst á þessu ári og hugmyndin var að byggja upp frá grunni lið sem eftir tvö til þrjú ár yrði sterkt úrvalsdeildarlið. Jelic segist hafa verið rekinn en hann ætlar engu að síður að vera hér á landi í vetur og eftir áramótin hyggst hann setjast á skóiabekk og læra íslensku. Petar er vin- gjarnlegur maður sem virðist í góðu jafnvægi. Hann talar hægt og yfirvegað og virðist helst ekki segja neitt nema að vel íhuguðu máli. Hann er 49 ára gamall og lék körfuknattleik í 24 ár, þar af í 12 ár í 1. deildinni í Júgóslavíu, með Zadar og Ci- bona Zagreb. Hann er Króati, hefur fjórum sinnum leikið í Evrópukeppninni íkörfubolta og á að baki 19 landsleiki. Hann er kvæntur og á 22 ára dóttur og 12 ára gamlan son. Fjöl- skylda hans dvaldi hjá honum á Sauðárkróki í tvo mánuði á síð- asta ári en kemur ekki á þessu ári. Sumir í Haukum vildu stefna að því að vera á meðal átta efstu liða og ég taldi strax að það yrði frábær árangur enda liði mjög ungt. En Skúli Unnar eftir nokkrar æfing- Sveinsson ar £g ag raunhæf- sknlar . , , - ara væn að stefna að því að vera í hópi tíu bestu lið- anna, það yrði góður árangur, enda liðið mikið breytt frá fyrra ári og aðeins þrir leikmenn eftir í hópnum. Allir leikmenn eru ungir og höfðu aðeins leikið í nokkrar mínútur í úr- fcfcvalsdeildinni, nema þessir þrír, og þvi raunhæft að gefa þeim tíma. Þú hoppar ekkert inn í úrvalsdeildarlið og ferð að spila eins vel og þú hefur gert í yngri flokkunum. Ákveðið var að vera ekki með erlendan leikmann og ég held það sé skynsamlegt því það eru margir ungir og efnilegir strákar í Haukum sem verða að fá að spila,“ segir Jelic þegar hann rifj- ar upp fyrstu dagana hjá Haukum. Tap er líka lærdómur „Æfingarnar urðu að vera meira og minna grunnæfingar, bæði í vöm og sókn, alveg eins og í drengja- flokki og 10. flokki og það var þung- amiðjan í þá fjóra mánuði sem ég var hjá Haukum. Ég vissi að við myndum tapa mörgum leikjum og eftir leikina í Reykjanessmótinu vissi ég að íslandsmótið yrði erfitt. En þegar maður tapar á maður að nýta sér það og læra af því. Sigur er lær- dómur og tap er líka lærdómur. Haukum var spáð í tíunda sætið fyr- ir mótið og ég held að liðið hafi stað- ið sig vel. Eftir fyrstu tólf umferðim- ar höfðum við unnið ÍR-inga, sem eru með mjög sterkt lið, Akraness, sem var í undanúrslitum í fyrra, Borgnesinga, Snæfell og Tindastól. Hinir ungu leikmenn Hauka sýndu að þeir voru á réttri leið. Jón Amar er orðinn frábær leikmaður og leið- togi líka, og því má ekki gleyma. Sigfús er einn besti leikmaður á land- inu, sérstaklega í vöminni og Pétur lék vel, bæði í vörn og sókn. Þrátt fyrir þessi úrslit held ég að það besta hafi verið hvemig ungu strákamir léku. Óskar Pétursson er sterkur sóknarmaður og Baldvin Johnsen er góður vamarmaður og má nefna sem dæmi að honum gekk mjög vel að gæta þeirra erlendu leik- manna sem hann var settur á. Einn- ig var ég mjög ánægður með Þór Haraldsson, Sigurbjöm Bjömsson og Björgvin Jónsson. Síðan voru teknir tveir ungir strákar úr drengjaflokki til að æfa og leika með meistara- " flokki og hugmyndin var að bæta alla hluti hjá félaginu, ekki bara leik liðsins, heldur einnig allt í kringum hann, eins og til dæmis samskipti við áhorfendur, fjölmiðla og önnur lið. Leggjum rækt við þá bestu , Mikilvægasta aðferðin til að byggja upp lið er að velja þá stráka sem eiga mesta framtíð fyrir sér í Rekinn en veit ekki hvers vegna - segir Króatinn Petar Jelic sem þjálfaði úrvalsdeildarlið Hauka íþróttinni og reyna að gera þá betri með því að byggja æfingamar í kringum þá. Sumir sögðu að ég tæki bara þá bestu og vildi gera þá að stjömum, en hugsaði ekkert um aðra. Ég er ekki sammála þessu því ég þjálfaði alla leikmenn en það er hins vegar rétt að ég bar ef til vill meiri umhyggju fyrir þeim sem ég taldi að væru mestu efnin. Ef til vill voru þetta mistök hjá mér, en allir, bæði þjálfarar og leikmenn, geta gert mi- stök. Þannig er lífið," segir Jelic og segist sjá eftir að fá ekki að halda áfram að vinna með ungu strákun- um. „Ég óska félaginu alls hins besta og er viss um að Haukar eiga eftir að verða með mjög sterkt lið á ný.“ Jelic þjálfaði Tindastól á Sauðár- króki á síðasta leikári og sagðist ánægður með dvölina þar og gaman ísland út á við með íþróttum. íslensk- ir íþróttamenn hafa sýnt að margir þeirra eru tilbúnir að vera framarlega í heiminum, snókerspilararnir eru ágæt dæmi þar um. Best að nota íslendinga Körfuboltinn er í framför hér á landi, um það held ég að allir séu sammála og framtíðin er björt ef rétt verður á spilunum haldið. Miðað við það sem ég hef séð hér þessi tvö ár þá held ég að best væri að byggja körfuknattleikinn upp á íslenskum leikmönnum. Hins vegar vil ég taka fram að þegar íslensk lið fara í Evr- ópukeppnina, og þangað verða þau að fara, held ég að rétt sé að nota þann fjölda útlendinga sem heimilt er til að eiga einhvetja raunhæfa möguleika og þá verður kynningin á króatíska kvennalandsliðið, sendi mér fax um daginn og sagðist geta komið hingað til lands með liðið og íslendingar þyrftu bara að sjá um uppihald og skoðunarferðir. Þetta er aðeins eitt dæmi og ég held til dæm- is að Lazlo Nemeth og Kolbeinn Pálsson gætu útvegað leiki vegna þeirra sambanda sem þeir hafa. Þetta kostar einhverja vinnu, en hana verð- ur að vinna.“ Ég elska að búa á íslandi Nú hefur heyrst að þú sért á leið til Króatíu þar sem þú sért að fara að þjálfa. Hvaða lið ertu að fara að þjálfa? „Ekkert. Ég er ekkert að fara. Ég ætla að vera hér í vetur og eftir áramótin ætla ég í Háskólann og læra íslensku fyrir útlendinga. Það ■„Ungir strákar verða að fá að leika sé ætlast til að þeir verði góðir og þeir geta aðeins orðið góðir með því að leika 20-40 mínútur í hverjum leik, ekki með þvi að sitja á bekknum og horfa á.“ ■„Ég er enn þeirrar skoð- unar, og í raun alveg viss um, að besta aðferðin til að ná árangri er að leggja rækt við þá leikmenn sem eiga björtustu framtíðina fyrir sér.“ ■„Sjáðu handboltann, þar eru íslendingar hátt skrifaðir í Evrópu og allir vita af því. Sama er að segja af Skagamönnum í fótboltanum. IA er þekkt lið í Evrópuboltanum, en menn setja upp spumar- svip þegar talað er um körfubolta á íslandi." ■„Nokkrir erlendir leik- menn sem hér leika eru góðir og hafa hjálpað að byggja upp áhuga al- mennings, en margir eru Morgunblaðið/Kristinn I eldhúskytrunni PETAR Jelic segir íslenskan körfuknattleik á réttri leið að vissu marki, en telur að ungir og efnilegir körfuknattleiksstrákar þurfi að fá að leika meira til að öðlast reynslu. Hann segir einnig að íslensk lið verði að leika fleiri leiki við erlend lið, þó ekki værl nema til að kynna ísland og íslenskan körfuknattleik í Evrópu, en hérlendur körfuknattlefkur sé ekki þekktur þar. væri að sjá hvemig ungu leikmenn- irnir spjöruðu sig. Hann hafði verið ráðinn þar til áframhaldandi starfa en þegar ný stjórn tók við var honum sagt upp og þá réð hann sig hjá Haukum. Hann þekkir því talsvert til körfuboltans hér á landi. Hvemig er karfan hér á landi? Er leikinn körfubolti á íslandi? „Þegar ég kom fyrst til íslands vissi ég ekkert um íslenskan körfu- bolta og ég held almennt viti fólk í Evrópu ansi lítið um íslenskan körfu- bolta. Ég vissi reyndar að körfubolti var leikinn hér því Cibona, mitt lið í Króatíu, hafði leikið við Keflavík og Njarðvík. Ég held að það hái dálítið körfunni hér að íslensk lið leika allt of lítið við erlend lið og það sama má raunar segja um landsliðið. íslendingar verða að leika erlendis til að öðlast reynslu og til að komast einhvern tíma úr C-riðlinum og upp í B. Auðvitað snýst þetta mikið um peninga eins og annað en ég held að það sé mjög mikilvægt að kynna íslenskum körfuknattleik betri.“ Hefur þróunin erlendis verið hrað- ari en hér á landi þannig að við séum hugsanlega alltaf að dragast aftur úr þrátt fyrir framfarir? „Ég veit það ekki. Það er alltaf erfitt að bera þróun á tveimur stöðum saman, en maður hefur heyrt þetta. íslendingar eru fámenn þjóð og við það verðið þið að lifa. Það er ekki sama framboð af til dæmis hávöxn- um leikmönnum og víðast hvar er- lendis. En á sama tíma er lífsstíll íslendinga á mun hærra stigi en víð- ast hvar í Evrópu og því held ég að það hljóti að vera hægt að finna fé til að koma körfuknattleiknum á skrið, svipað og er að gerast, eða hefur gerst hjá öðrum þjóðum. Til að verða góður í körfubolta þarf þolinmæði, bæði hjá einstaklingum, félagsliðum og landsliðinu. Og landsliðið verður að komast eitthvert til að leika við aðrar þjóðir. Ég trúi því ekki að það sé ekki hægt að fá landsleiki, eða leiki við félagslið. Vinur minn, sem sér um eru mér mikil vonbrigði að vera ekki að þjálfa Hauka, en sem atvinnu- þjálfari má maður alltaf búast við einhverjum breytingum. Ég verð ekki að þjálfa í vetur, nema auðvitað að ég fái tilboð, en það er ljóst að ég verð hér á landi í vetur. Island er einstaklega fallegt og áhugavert land og ég elska að búa hér,“ segir Jelic og leggur áherslu á að hann elski að búa hér. „Ef ég gæti verið þjálfari hér á landi og ef til vill selt eitthvað af fiski heim til Króatíu væri það draumurinn. Þá gæti ég líka lagt mitt af mörkum til að auka samvinnu Króatíu og ís- lands, á sviði viðskipta, íþrótta og annarra mála. Þið eigið gott kjöt hérna en íslenski fiskurinn er ein- stakur enda er hann heimsfrægur. Skreiðin ykkar er algjört lostæti," segir Jelic. En hver vegna fórstu frá Haukum? „Haukar ráku mig, og ég veit ekki ástæðuna fyrir því og get því ekki rætt það mál frekar,“ sagði Petar Jelic. alls ekki góðir leikmenn og hafa ekki gert neitt fyrir íslenskan körfu- bolta. Því held ég að betra væri að nota unga ís- lenska leikmenn því þeir verða ekki góðir á meðan þeir sitja á bekknum fyrir misgóða erlenda leik- menn sem taka stöðu þeirra á vellinum.“ ■„Fjölskyldan átti að koma hingað á föstudag- inn var og ég var búinn að kaupa flugmiðana, en nú er ég hættur við það í bili. Ég get ekki boðið fjölskyldu minni hingað i þessa íbúð,“ segir Jelic og lítur í kringum sig í litlu kjallaraíbúðinni sem hann hefur til afnota í gamla bænum í Hafnar- firði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.