Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/JÓLAMYND Regnbogans verður ein vinsælasta mynd ársins vestanhafs; Stargate, ævintýramynd í vísindaskáldsögustíl (í anda Indiana Jones, Romancing the Stone og Star Wars), með Kurt Russel, James Spader og Jaye Davidson í aðalhlutverkum. Geimferðin til Egyptalands STARGATE er ævin- týri um atburði sem gerast út í geimn- um, milljónir ljósára í burtu, nánar tiltekið í heim- kynnum Forn-Egypta! Um 1920 finna vestrænir fom- leifafræðingar dularfulla, flókna og gríðarstóra hring- laga forngripi í jörðu í Egyptalandi. Ráðgáta hringj- anna vefst fyrir fræðingum sem rannsaka þá leynilega undir hervemd áratugum saman og telja helst að þetta séu einhver annars heims verkfæri. Takist að greiða úr flækjunni muni mönnum opnast stjömuhlið að hrað- braut sem liggi um óravíddir annarra sólkerfa til framandi menningar. Eina vandamálið er að fræðingamir fínna ekki réttu leiðina. Víkur þá sög- unni til vorra daga. Fornleifa- fræðingurinn ungi Daniel Jackson (James Spader) er sérfræðingur í menningu Egyptalands hins forna. Hann setur fram fyrir dauf- um eyrum þá kenningu sína að pýramídarnir séu miklu háþróaðra fyrirbæri en svo að þeir geti verið afkvæmi fomegypskrar menningar. Aðeins einn áhorfandi virð- ist leggja eyrun við fyrirlestri Daniels; dularfull eldri kona (Viveca Lindfors), sem víkur sér að honum og fær hann til að skreppa með sér í stutta ferð á háleynilega herstöð. Þar leiðir hún hann að hringjunum fomu, sem aðrir sérfræðingar hafa staðið og standa enn ráðþrota and- spænis. Og það bregst ekki að dr. Daniel Jackson verður til að ráða áletrunina sem leysir gátuna. Hringjunum er snúið að hans fyrirsögn og leynigöngin út í himin- geiminn opnast. Hemaðaryfirvöld hyggjast nú ýta fræðimönnum til hlið- ar og senda hersveit í könn- unarleiðangur út um stjörnu- hliðið undir stjorn Jack O’Neill ofursta, fáláts manns sem lætur sjálfeyðingarhvöt- ina teyma sig þangað sem svölunar er helst von. En vísindamaðurinn Dani- el er ekki á því að láta hafa af sér tækifærið til að rann- saka til hlítar merkasta fom- leifafund sögunnar og hann hefur sitt fram og fær að slást í för með hermönnunum þegar þeir leggja af stað á vit hins ókunna. Hinu megin stjörnuhliðs- ins, milljónir ljósára í burtu, hafna þeir á ókunnri plánetu í menningarheiminum sem skildi eftir sig píramídana síðast þegar leiðir hans og mannfólksins á jörðu lágu saman. Plánetan er Abydos og þar heitir höfuðborgin Nagada. En dulúðugur leiðtogi geimveranna, sem heitir Ra (Jaye Davidson), virðist ekki á því að eiga friðsamleg sam- skipti við jarðarbúana. Þegar hann uppgötvar að þeim hef- ur tekist að opna stjörnuhlið- ið fæðist í huga hans skelfileg og banvæn ráðagerð. Nú eiga fomleifafræðingurinn og of- urstinn úr vöndu að ráða og skammur tími er til stefnu. Þeir verða að leggja saman krafta sína og bera sigurorð af Ra eigi þeim að takast að bjarga jörðinni og rata heim aftur. Stargate hefur slegið í gegn meðal kvikmyndaáhorf- enda í Bandaríkjunum og óvænt hlotið gríðargóða að- sókn. Hún var frumsýnd um miðjan október og sló met og tók inn meiri peninga fyrstu sýningarhelgina en nokkur kvikmynd sem frum- sýnd hefur um hrekkjaviku- helgina eða um 1.260 millj- ónir íslenskra króna, og er á topp tíu lista kvikmynda- heimsins yfir þær myndir sem kvikmyndagestir tóku for- kunnarvel frá upphafi og hrifning þeirra tók hrifningu margra gagnrýnenda langt fram. Maðurinn á bak við Star- gate er þýski leikstjórinn Roland Emmerich, sem skrif- aði handritið ásamt félaga sínum Dean Devlin. „Þegar ég var í kvikmyndaskólanum gekk yfir bylgja af alls kyns kenningum um að geimverur hefðu heimsótt jörðina fyrir þúsundum ára og bæru ábyrgð á smíði píramídanna og svo framvegis. Það var ekki það að ég tryði þessum kenningum en mér fannst alltaf að úr þessari hugmynd mætti búa til frábæra ævin- týramynd," segir Emmerich. Þegar Emmerich fór síðar að vinna að handritsgerð í sam- vinnu við leikarann Dean Devlin, en þeir höfðu kyrinst við gerð myndar Emmerichs HÖFUNDAR píramídanna lúta stjórn Ra (Jaye Davidson). JACK O’Neill ofursti (Kurt Russel) og hermenn hans eiga í höggi við tækniv- ædda fomegypta í öðra sólkerfi. Moon 44, barst þessi hug- mynd í tal. Félagarnir gengu með hana og leyfðu henni að geijast allt þar til þeir höfðu lokið við gerð hasarmyndar- innar Universal Soldier með Van Damme í aðalhlutverki. Þá helltu þeir sér í slaginn, kláruðu handritið og báru það undir Bandaríkjaútibú Canal+, kvikmyndadeild frönsku áskriftarsjónvarps- stöðvarinnar. Þar á bæ voru menn vanir að fást við stór verkefni á borð við Cliffhan- ger, Terminator 2 og Basic Instinct og þeir ákváðu að láta til leiðast. Mario Kassar, eigandi Carolco, var fenginn til að stýra framleiðslunni, eins og jafnan þegar mikið ligggur við á þeim bæ. 55 miljónir dala, 4,1 millj- JARÐNESKIR sendimenn líta höfuðborgina Nagada á plánetunni Abydos. arðar króna, voru lagðar í verkið. Tökur fóru að veru- legu leyti fram í eyðimörkinni í Arizona og þangað mættu allt að 2.000 áukaleikarar til að leika geimegypta í fjölda- atriðum. í aðalhlutverkin voru fengnir Kurt Russel, sem er aðeins 43 ára gamall en hef- ur verið kvikmyndastjarna í 34 ár og gerði það slðast gott í hlutverki Wyatts Earp I Tombstone. James Spader sneri sér að því að leika fornleifafræðing- inn strax og tökum á Wolf, þar sem hann lék á móti Jack Nicholson og Michelle Pfeif- fer, var lokið. Höfuðandstæð- ingurinn Ra er svo enginn annar en Jaye Davidson, sá sem öðrum fremur dró millj- ónir manna um heim allan til að sjá Crying Game á síð- astá ári og hlaut þar óskars- verðlaunatilnefningu fyrir. í helstu kvenhlutverkum eru svo sænska leikkonan Viveca Lindfors og sú ísraelska, Mili Avital, sem leikur kærustu fomleifafræðingsins í öðru sólkerfi. Eins og umfjöllunarefni Stargate ber með sér var um kostnaðarsamt ævintýri að ræða og einkum reyndi mikið á sviðsmyndarsmiði og alla þá tæknibrellumeistara sem voru til kvaddir að sjá um að umbúnaður myndarinnar og tæknibrellur vektu athygli kvikmyndagesta sem eru ýmsu vanir og láta ekki svo auðveldlega heillast. Af- raksturinn varð troðfull kvikmyndahús í Bandaríkj- unum. Fer mjög sj aldan í bíó JAMES Spader er ekki sérstaklega mikið fyrir það gef- inn að fara í bíó, alla vega ekki til þess að sjá þær myndir sem hann sjálfur hefur leikið í. Hann hefur annan smekk. „Eg hefði sennilega bara farið að sjá Wolf og Bob Ro- berts þótt svo ég hefði ekki leikið í þeim sjálfur," sagði hann í viðtali nýlega. Hann nefndi ekki einu sinni mynd Stevens Soder- berghs, „Sex, lies and videotape", myndina sem gerði hann að stjörnu árið 1989 og færði honum verð- laun besta leikara á kvik- myndahátíðinni í Cannes. James Spader er 34 ára gamall, frá Massachusetts. Foreldrar hans sendu hann í fínan heimavistarskóla en 17 ára gamall gaf pilturinn FORNLEIFAFRÆÐINGURINN Daniel Jackson, (Ja- mes Spader) ráfar um eyðimerkur annars sólkerfis á baki dýrs sem líkist úlfalda. formlega skólagöngu upp á bátinn og fór til New Nork. Þar fluttist hann inn á systur sína og fór að sækja leiklistamámskeið. Hann hafði í sig og á í fyrstu með því að kenna jóga en þá list hafði hann lært af bókum og náð svo góð tök á að aðrir vildu greiða fyrir að njóta til- sagnar hans. Fljótlega fóru honum að bjóðast smáhlutverk í kvikmyndum, hann lék ungan snobbhana í Pretty in Pink, kókaínsala í Less than Zero og gírugan lög- fræðing í Wall Street. En það var Steven Sod- erbergh sem breytti öllu fyrir strákinn þegar hann bauð honum aðalhlutverk- ið í „Sex, lies and vide- otape“ þar sem Spader var sérstaklega eftirminnileg- ur í hlutverki manns sem safnar einkalífi sínu og vina sinna á myndbönd. Síðan hefur leikarinn haft nóg að gera og leikið stór hlutverk í myndunum True Colors, White Palace, Storyville, Bob Roberts, The Music of Chance og Dream Lover og nú síðast í Wolf ásamt Jaek Nicholson og Mich- elle Pfeiffer. James Spader er kvænt- ur og á 5 og 2 ára syni. Konan hans heitir Victoria og þau hafa verið saman síðan þau voru unglingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.