Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Heimsókn Davíðs Oddssonar til Kína að ljúka Samskiptin við Kina munu aukast og batna Benedikt Davíðsson Slæmt inn- legg í kom- andi kjara- viðræður BENEDIKT Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands, segir fyrir- hugað holræsagjald í Reykjavík mjög slæmt innlegg í þá umræðu sem nú er að fara í gang um nýja kjarasamninga. Benedikt segir að þótt ASÍ beiti sér fyrst og fremst fyrir því sem skiptir alla máli og þurfi í því sam- bandi mest að eiga við ríkisvaldið þá sé það gífurlega þýðingarmikið þegar svo stórt bæjarfélag eins og Reykjavík ríði á vaðið í nýrri skatt- lagningu meðan vitað er að kjör séu enn að versna hjá öllu fólki. Fólk hefur síður en svo úr meiru áð spila „Það er ekki eins og búið hafi verið að gera einhveija nýja kjara- samninga sem gefi tilefni til að ætla að fólk hafi úr meiru að spila, síður en svo,“ segir Benedikt. „Þetta er þess vegna mjög slæmt innlegg í þá umræðu sem nú er að fara í gang um kjarasamninga." Benedikt segir allar líkur á því að gjaldið bitni á nánast öllum, þótt það sé lagt á fasteignaeigendur eingöngu. „Þetta tiltekna gjald er víst búið að vera lengi við lýði í sveitarfélögunum í kring og í mörg- um sveitarfélögum vítt og breitt um landið. Reykjavík er því ekki að búa til nýtt form og hefur auðvitað tek- ið einhver gjöld í öðru formi. Hins vegar er þetta ný þynging og þess vegna mjög slæmur hlutur.“ Bensíngjaldið torveldar einnig samskiptin „Þetta er álíka og þjófstartið hjá fjármálaráðherra í sambandi við bensíngjaldið, þegar hann hleypur til og hækkar það langt umfram það sem forsætisráðherra var áður búinn að tilkynna að verða myndi um þessa skatta. Það torveldar líka það sem framundan er í samskipt- unum. Ég tel að þetta sé hið versta mál,“ segir Benedikt. DAVÍÐ Oddsson, fprsætisráðherra, telur að samskipti íslands og Kina muni aukast og batna í kjölfar opin- berrar heimsóknar hans til Kína. Forsætisráðherra fer frá Kína í dag, en ferð hans hefur vakið mikla at- hygli þar í landi og verið gerð dag- leg og góð skil í öllum helstu fjöl- miðlum landsins. „Þessi mikla við- höfn og athygli sem þeir hafa sýnt okkur hér er jákvæður boðskapur fyrir okkur um að hér getum við átt innhlaup um viðskipti og samskipti sem við eigum að rækta og megum alls ekki missa af,“ sagði Davíð Oddsson í samtali við Morgunblaðið 1 gær. „Sú ákvörðun okkar að opna hér sendiráð, sem eru ákveðin tíma- mót, hefur mælst vel fyrir og einnig almennur áhugi okkar á þeirra mál- efnum." ;;Hér er sagt að mörgum erlendum sendiráðum hafi komið á óvart hversu góð skil þessari ferð hefur jafnan verið gerð í fjölmiðlum hér og það er út af fyrir sig athyglis- vert,“ sagði forsætisráðherra, sem í sjö daga ferð sinni átti viðræður við forseta, forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra landsins. Umfangsmiklar viðræður „Mér finnst merkilegt hvað þessar viðræður hafa verið umfangsmiklar og menn hafa gefið sér rúman og góðan tíma til þeirra. „Við höfum getað komið á framfæri okkar sjón- armiðum sem vestræns ríkis, þótt lítið sé, og það tel ég mikilvægt," sagði forsætisráðherra. Hann sagði að í viðræðunum hefðu verið ofarlega á baugi mál sem vörðuðu íslendinga miklu, svo sem viðskiptamál, umhverfísmál, afstaða Kínveija á úthafsveiðiráðstefnunni, mannréttindamál, kjarnorkumál, „og öll þessi mál sem alla menn snerta,“ sagði Davíð Oddsson. Meðvitaðir ráðamenn Hann sagði að m.a. hefðu verið ræddar hugsanlegar neikvæðar af- leiðingar hinnar öru efnahagsþró- unar í landinu,. Gróðurhúsaáhrif gætu aukist vegna iðnvæðingarinnar og gríðarlegum kolaforða landsins fylgdi mikil mengunarhætta. „Ég held að kínverskir ráðamenn séu sér mjög meðvitaðir um þetta og það að opnari samskipti og aukin við- skipti geta aldrei staðið ein og sér til lengdar án þess að sjónarmið í almennum mannréttindamálum breytist og fylgi í kjölfarið," sagði Davíð Oddsson. „Maður skynjar að fólk hér er komið á bragðið varð- andi aukið vöruúrval, aukinn kaup- mátt og kynni af því sem önnur veröld hefur upp á að bjóða. Allt þetta ýtir undir auknar kröfur um slökun og opnun á öðrum sviðum en hinum efnahagslegu." Ekki aftur suúið Verulegum hluta ferðar sinnar varði forsætisráðherra til að kynna sér þá hröðu uppbyggingu og þróun sem átt hefur sér stað í efnahags- og atvinnulífi á tveimur öflugustu vaxtarsvæðum Kína, Sjanghæ og Shaanxi-héraði. Hann sagði að flest- um bæri saman um að ekki yrði aftur snúið á braut þeirrar miklu opnunar sem átt hefði sér stað í efnahagslífinu. „Það lokar enginn augunum fyrir því að ef svo fer fram sem horfir þá verður Kína orðið efna- hagslegt stórveldi innan tiltölulega fárra ára,“ sagði Davíð. Davíð Oddsson sagði mjög athygl- isvert að fá tækifæri til þess að kynnast viðhorfum í Kína og koma jafnframt sjónarmiðum íslendinga á framfæri; ýta undir að íslenskir aðil- ar geti tekið þátt í slíku starfi og stuðla að því að íslenskar vörur fái aðgang inn á þá markaði sem hér eru að opnast. „Ég held að slíkar ferðir séu vel til þess fallnar að styrkja okkar möguleika og leggja grunn að auknum viðskiptum og samskiptum. Það held ég að sé mjög þýðingarmikið og ég er mjög ánægð- ur með hvemig til hefur tekist," sagði forsætisráðherra. Þroskahjálp á alþjóðadegi fatlaðra Krafist kjarasamn- inga á vemduðum vinnustöðum ALÞJÓÐADAGUR fatlaðra er 3. desember ár hvert samkvæmt ályktun sem gerð var á allsheijar- þingi Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur árum. Landssamtökin Þroskahjálp vekja athygli á at- vinnuréttindum og húsnæðismálum fatlaðra á þessum degi. í fréttatilkynningu sem Þroska- hjálp sendi frá sér á alþjóðadegi fatlaðra segir að margir fatlaðir vinni á almennum vinnumarkaði og njóti samfélagið krafta þeírra þar. Starfsmenn njóti fyllstu réttinda „Aðrir vinna á vemduðum vinnu- stöðum. Þeir sem þar starfa búa við óþolandi ástand: Enginn kjara- samningur er gerður við þá, þeir eru ekki í verkalýðsfélagi og eiga ekki aðild að lífeyrissjóði. Greitt tímakaup á þessum stöðum er stundum smánarlega lágt og oft er ekki skilgreint hvenær þeir em að störfum og hvenær í endurhæfingu. Þroskahjálp krefst þess að þegar í stað verði gerðir kjarasamningar á vemduðum vinnustöðum þannig að starfsmenn þar njóti fyllstu rétt- inda,“ segir í tilkynningunni. Á þriðja hundrað bíða eftir húsnæði. Þá segir að milli 200 og 300 fatlaðir séu á biðlistum eftir hús- næði, þar af séu Jiroskaheftir stærsti hópurinn. Átak, félag þroskaheftra, var stofnað fyrir rúmu ári. Markmið félagsins í hús- næðismálum em að þroskaheftir fái að búa þar sem þeir vilja og að þeir fái að ráða með hveijum þeir búa. Á þessu ári verður væntanlega lokið við að búa öllum fyrrverandi heimilismönnum Sólborgar á Ak- ureyri samastað í íbúðum og sam- býlum úti í samfélaginu. Að mati Þroskahjálpar er því rétt að þegar í stað verði staðið við áætlanir um hvernig íbúum Kópavogshælis verði búnar sambærilegar aðstæður eins og heilbrigðisyfirvöld hafí lofað. Þingmenn o g borgarfull- trúar funda ÞINGMENN og borgarfulltrú- ar Reykvíkinga leiða öðru hveiju saman hesta sína á fundum sem haldnir eru með nokkru millibili, og var slíkur fundur haldinn í húsnæði Rúg- brauðsgerðinnar á föstudag. 15 borgarfulltrúar og 18 þing- menn eru boðaðir á hvern fund en mæting fer eftir aðstæðum hveiju sinni. Geir G. Haarde, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, stýrði fundi að þessu sinni, en fulltrúar þingmanna og borgarfulltrúa skiptast á að stýra fundunum. Geir segir að þessir fundir beri svip af samráðsfundum og sé að jafnaði fjallað um mál er varði báða aðila. Á föstudag hafi t.d. verið fjallað um vega- mál í Reykjavík og hafi borgar- stjóri ásamt embættismönnum Reykjavíkurborgar sýnt hug- myndir og tillögur um framtíð- arskipulag vegamála á höfuð- borgarsvæðinu öllu. Einnig var rætt um fjármálaleg samskipti ríkis og borgar og hugmyndir um að gera Reykjavík að menningarborg Evrópu árið 2000 o.fl. Frumvarp um virðisaukaskatt Alag vegna vanskila lækkar FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um breytingar á virðisaukaskatts- lögum þar sem meðal annars er lagt til að lækka álag vegna van- skila á virðisaukaskatti. Samkvæmt frumvarpinu verður álag vegna vangreiðslu virðisauka- skatts lækkað úr 2% í 1% fyrir hvern dag og hámarksálag verði 10%. Fjármálaráðuneytið segir að í breytingunni felist ekki að van- skil á virðisaukaskatti verði ekki litin jafn alvarlegum augum og áður heldur endurspegli hún breytt- ar aðstæður þar sem verðbólga sé nú miklum mun lægri en þegar núgildandi regla var sett. Erlend fyrirtæki fá endurgreitt í frumvarpinu er einnig lagt til að rýmka verulega heimildarákvæði um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til erlendra fyrirtækja sem hafa ekki með höndum skattskyld við- skipti hér á landi, en kaupi hér þjón- ustu eða vöru með virðisaukaskatti. Merkin skapa mann- inn ►Lausleg könnun Morgunblaðsins leiddi í ljós að verð á karlmannaföt- um var lægra í Reykjavík en í London, en hærra á kvenfatnaði. Þegar tekið hefur tillit virðisauka- skatts verður útkoman önnur./lO Vilja njóta góðs af Borja litla ►Heimaborg Jeltsíns Rússlands- forseta ætlar að koma upp safni um æskuárs og eru helstu safn- gripir tvær ljósmyndir og áritaðar endurminningar rússneska forset- ans./12 IMeðstikaupstaður í nýju Ijósi ►Gömul gerðabók varpar nýju ljósi á sögu elstu húsaþyrpingar- innar á ísafirði./18 Heimssöngkonan í út- skerinu ►Kafli úr nýrri bók Ómars Ragn- arssonar, Fólk og fímindi./20 Kertaljós í tilverunni ►í Vestmannaeyjum er vemdaður vinnustaður, Kertaverksmiðjan Heimaey. Þar vinna 21 starfsmað- ur, þar af 17 fatlaðir./22 B ► 1-32 Viðskiptalífið á að fá að vera í f riði ►Brot úr viðtali við Harald Sveinsson úr bókinni Áhrifamenn eftir Jónínu Michaelsdóttur. /1,2,5 Nýtt bítlaæði ►Ný hljómplata með áður óþekktu efni bresku hljómsveitarinnar The Beatles vekur upp nýtt bítlaæði./8 Hvergi óhult ►Saga móður í ótrúlegri eldraun á vígvöllum íraks og Kúrdistan. /10 Oamalt og nýtt ► Bak við Aðalstræti 4 eru tvö af elstu húsum bæjarins, gömul fisk- verkunarhús. Anna Tryggvadóttir kom heim frá Ameríku til að gera húsin upp og annast viðgerðir á þeim./16 CÍ BÍLAR ► 1-4 NýrVWPolo ► Sagt frá verðlaunagripnum VW Polo sem er nýkominn til lands- ins./l Eldsneytisinnspraut- un ► Hvað er eldsneytisinnsprautun og hvemig virkar hún?/3 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavíkurbréf 26 Minningar 28 Myndasögur 36 Brids 36 Stjörnuspá 36 Skák 36 Bréf til blaðsins 36 Idag 38 Fólk í fréttum 40 Bíó/dans 42 íþróttir 46 Otvarp/sjónvarp 48 Dagbók/veður 50 Mannlifsstr. 6b Gárur 6b Kvikmyndir 9b Dægurtónlist 14b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ' ERLENDAR FRÉTTIR- 1-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.