Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.1994, Blaðsíða 1
01T0tttlMftfrÍfr MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 B BLAÐ BÓKASAMBAND íslands genst þessa dagana fyrir sérstöku átaki fyrir íslenskum bókum í desember. Tilgangur átaksins er sá að vekja og viðhalda al- mennum áhuga á bókum, ekki síst vegna uppeldislegs gildis. sömuleiðis er tilgangurinn sá að draga athygli fólks að allri þeirri blómlegu starfsemi sem býr að Bók er góð baki bókagerð í landinu. Bækur eiga í sívaxandi samkeppni við aðra miðla eins og sjónvarp, myndband, tímarit og tölvur. Dagana 3. til 23. desember stendur Bókasamband íslands fyrir bókakynningu í Geysishús- inu og veggspjöld hafa verið send í skóla og bókasöfn. Auk þess lesa rithöfundar upp í Geysishúsinu meðan á átakinu stendur. ítarlega umfjöllun um átak Bókasambandsins er i blaðinu í dag, þar sem rithöfundar og útgefendur (já sig um það. Bandalag íslenskra listamanna ályktar AÐALFUNDUR Bandalags ís- lenskra listamanna sem haldinn var nýlega samþykkti eftirfarandi ályktanir: Fundurinn harmar þær þreng- ingar sem kvikmyndagerð í land- inu hefur þurft að þola aö undan- förnii og lítur alvariegum augum fyrirhugaðan niðurskurð á lög- bundnum framlögum tii Kvik- myndasjóðs íslands, sem og úr- ræðaleysi menntamálaráðherra í málefnum Menningarsjóðs út- varpsstöðva. Aðalfundurinn hvet- ur menntamálaráðherra tii að taka stefnu sína í málefnum fslenskrar kvikmynda- og sjóvnarpsdag- skrárgerðar til gagngerrar endur- skoðunar, og skorar á hann að falla frá fyrirhuguðum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs og sjá til þess að Menningarsjóður útvarpsstöðva starfi með eðlilegum hætti og geti sinnt hlutverki sínu. Fundurinn lýsir undrun sinni yfir þeirri ákvörðun menntamáia- ráðherra að fella niður lögbundið framlag tii Listskreytingasjóðs ríkisins á næsta ári. Undanfarin ár hefur framlag til sjóðsins ávallt verið skert og var á sfðasta ári aðeins tólf milljónir, en átti sam- kvæmt lögum að vera þrjátíu og sex milljónir. Listskreytingasjóður ríkisins er sá eini sem styrkir kaup á mynd- listarverkum til uppsetningar á opinberum stöðum um allt land. Á undanförnum árum hefur sjóður- inn verið í stöðugri þróun og hefur stjómin lagt mikla áherslu á fag- leg vinnubrögð. Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna skorar á menntamálaráðherra að hann beiti sér heilshugar fyrir því að staðið verði við lögbundnar skuldbindingar gagnvart sjóðnum. Fundurinn minnir en ná þá bar- áttu sem það hefur háð gegn álagningu virðisaukaskatts á bæk- ur og alvarlegum afleiðingum þeirrar skattlagningar frá því að hún var tekin upp. Þann tfma sem síðan er liðinn þykir þeim sem til þekkja hafa ásannast að þess kon- ar skattlagning menningarstarf- semi sé engum tii gagns, en öilum tii' óþurftar þegar grannt er skoð- að. Baráttan gegn virðisaukaskatti á bækur hefur hingað til verið háð fyrir daufum eyrum stjómvalda. Wí áréttar Bandalag íslenskra listamanna ályktun sína um sama efni frá síðasta aðalfundi og skor- ar enn á stjórnvöld að afnema fyrrgreindan skatt áður en verra hlýst af. Fundurinn skorar á stjórn Þjóð- leikhússins að setja listdans aftur á verkefnaskrá sína i áskrift og sinna þannig menningarlegum skyldum sínum við listdansinn. Fundurinn hvetur yfirvöld menntamála til þess að endur- skoða þátt menningarlegs uppeldis innan skólakerfisins. Með því að treysta grunninn, t.d. með kennslu f menningar- og listasögu, eflist með nemendum skilningur á mikil- vægi menningarlegra og listrænna gilda. SAMTÖKIN um tónlistarhús halda tónleika í Kaplakrika á sunnudagskvöldið kl. 20.00. Þórhallur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, sagði að þessir tónleikar væru einstakur tónlistarviðburður. Fram koma níu tenórar ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands og gefa allir listamennirnir vinnu sína. Á efnisskránni eru verk eftir Handel, Weber, Giordano, Verdi, Sigfús Einarsson, Lalo, og Adams. í lokin verður flutt verk tengt jólunum. Tenórarnir níu eru: Guðbjörn Guðbjörnsson, Gunnar Guðbjörns- son, Jóhann Már Jóhannsson, Jón Þorsteinsson, Kári Friðriksson, Kolbeinn Ketilsson, Ólafur Árni Bjarnason, Óskar Pétursson og Þorgeir Andrésson. Þess má geta að þeir Guðbjörn, Gunnar, Kolbeinn og Ólafur Árni koma sérstaklega til landsins til þess að syngja á þessum tónleik- um. „Tónleikarnir eru liður í söfnun- arátaki,“ segir Þórhallur. „Við bjóðum okkar styrktarfélögum á tónleikana. Það er enginn að- gangseyrir að tónleikunum en öll- TENQRAR FYRIR TÖNLISTARHÖS Einstakur tónlistarviðburður þegar níu tenórar og Sinfóníu- hljómsveit Islands koma fram á styrktartónleikum í Kaplakrika á sunnudagskvöldið og gefa all- ir listamennimir vinnu sína. ————————------------------------- Guóbjörn Guóbjörntson Gunnor Jóhann Mór Guóbjörnston Jóhannsson Jón Þorsteinsson Kóri Frióriksson Kolbeinn Ólafur Árni Ketilsson Bjarnason Óskar Þorgeir Pétursson Andrésson. um er boðið að gerast styrktarfé- lagar, meðan húsrúm leyfir. Til þess að gerast styrktarfélagi má hringja í síma 629277 eða 629169 og kostar það 3.000 krónur á ári. Einnig má skrá sig í Kaplakrika fyrir tónleikana og verður húsið opnað kl. 19.00. I ár erum við að byggja upp nýtt styrktarfélagaátak. Það má segja að styrktarfélagarnir, ásamt tónlistarfólkinu, sem gefið hefur vinnu sína, hafi haldið lífi í þessum samtökum. Einnig höfum við ákveðið að standa árlega fyrir sér- stakri uppákomu til örvunar og til að rækta sambandið við félagana og veita þeim þannig umbun fyrir sinn ómetanlega stuðning. I dag eru í gangi viðræður við samgönguráðuneytið og Reykja- víkurborg og til 'stendur að skipa nefnd vegna hugmyndar sem fram er komin um sameiginlega bygg- ingu tónlistar- og ráðstefnuhallar. Þetta er lítið land og því skynsam- legt að sameina og hagræða. Þetta dæmi gæti vel gengið upp og hafa hlutaðeigandi sýnt þessu mikinn áhuga.“ S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.