Morgunblaðið - 10.12.1994, Qupperneq 2
2 B LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MÍN FAGRA þjóð - með vöðva-
fjöll og bláan sand. Andans
vöðvafjöll.
Skyldi Huldu hafa órað fyrir
þessu?
Var ástæða fyrir því að hún orti
ekk: „Hver á sér máttugri móður-
jörð?“
Vissi hún kannski að við erum
vita laglaus í kvenkyni? Vissi hún
kannski að ef hún léti rödd sína
hljóma í öðru en föðurlegri tilbeiðslu
og aðdáun myndi Indriði og aðrir
gáfaðir - sérlega gáfaðir - bræður
hennar þegja hana oní vota og kalda
gröf?
Því spyr ég, að mér varð það á
að horfa á endurtekningu á þætti
sem hafði verið sýndur á haustdög-
um þegar ég var erlendis. Eg hafði
misst af frumuppfærslu þeirri sem
var gefið heitið List og lýðveldi -
Bókmenntir. Undirtitill: Tólf rithöf-
undar stikla á stóru.
Og nú veit þjóðin sem byggir þetta
fagra föðurland hvað er stórt. Og
ég vildi óska að stórleikinn hefði
aldrei verið endurtekinn, svo ég hefði
ekki þurft að horfa upp á hann, því
sú stóra list í okkar annars litla,
fámenna og stutta lýðveldi, sem er
mér svo kært, varð mér að stærri
sorg en svo að ég geti borið hana ein.
Eg átti ekki von á því að árið
1994 yrði gerður bókmenntaþáttur
fyrir sjónvarp þar sem allt það stóra
sem stiklað yrði á, hefði gerst í karl-
kyni. Tólf rithöfundar með skoðun
á samtíma sínum og áhrifavöldum.
Upphófst með Indriða í anda þess
rómantíska og veruleikafirrta þjóð-
ernisgrobbs sem svo oft einkennir
Framsókn, þar sem hann segir allt
sem þarf að segja: Hver á sér fegra
föðurland og einhvem veginn fannst
manni að nú hefði allt verið sagt sem
hægt væri að segja og þættinum
hlyti þar með að vera lokið. Ég gerði
mér ekki grein fyrir því að þarna
var umfjöllun um kvenrithöfunda
lokið. Indriði hefði tekið að sér að
afgreiða þær. Og svo voru tvær
skáldkonur spurðar álits.
Og hvaða tvær konur? Jú - önnur
þeirra er formaður Rithöfundasam-
bandsins og því varla hægt að ganga
framhjá henni í þessari lotu. Hin var
kvenrithöfundur sem hefur alla sina
tíð eytt töluverðu púðri í að lýsa því
yfir að henni finnist hún andlega
skyldari skáldbræðrum sínum en
systrum. Ég skil núna hvers vegna.
Þeir hætta eflaust að reyna að þegja
hana í hel þegar þeir fara að trúa
henni.
Hver vill vera í kompaníi með
þögninni?
Ekki má gleyma ...
Ef við lítum lítiliega á aðra um-
íjöllun um kvenrithöfunda í þessum
sorglega „stiklað á stóru“ þætti, þá
sagði jú einn þeirra: „Ekki má
gleyma Svövu.“ Svo var sýnd mynd
af Svövu og brugðið upp mynd af
bókarkápu á Leigjandanum. Fyrir
þá sem ekki vilja heldur gleyma
Svövu, var hér átt við Svövu Jakobs-
dóttur. Hún er rithöfundur. Hefur
reyndar verið það í yfír þijátíu ár
og þeir sem hafa lesið íslenskar bók-
menntir frá lokum heimsstyijaldar,
fara líklega nærri um hver áhrif
hennar hafa verið. Síðan voru þulin
upp nokkur nöfn. Þar á meðal var
nafn Jakobínu Sigurðardóttur, sem
valt út úr einu skáldinu eins og hver
önnur heytugga sem hefur velst um
of lengi í jórturdeild meltingarfær-
anna til að hafa nokkurt næringar-
gildi. Um hvað þessir tveir áhrifa-
miklu rithöfundar skrifuðu lá alger-
lega á milli hluta. Það vissi enginn
eftir þennan þátt að þær brutu,
meðal margs annars, langa og rót-
gróna hefð í íslenskum kvennabók-
menntum. Þær skrifuðu ekki ástar-
sögur.
Einn mesti rithöfundur okkar
samtíma (og þá er ég að tala um
daginn í dag og árið í ár), er án efa
Vigdís Grímsdóttir. í þætti þessum
var hún afleiðing af Gyrði Elías-
syni. Að mínu viti er Gyrðir harla
gott skáld og í engri þörf fyrir.að
vera settur inn í eitthvert „hver kom
á undan, hænan eða eggið“ sam-
hengi.
Hins vegar verður að segja eins
og er að einmitt það samhengi af-
hjúpaði þá sýn sem snillingarnir sem
sáu um gerð þáttarins hafa á íslensk-
ar bókmenntir. Sýnin sem gengur
út á að metast um hver kom fyrst-
llla læsir íslendingar
- eöa ffölsud békmenntasaga
um. Þær gengu í röð og héldu á
númerum. Þær voru í fegurðarsam-
keppni. Gamalli. í Tívolí. Þegar þær
höfðu sýnt okkur kvenlegt göngulag
og líkamsburði, kom næsta klipp.
Konur að flaka fisk. Enn ein mynd-
skreyting var í þættinum. Þar kom
kona með afmælistertu, örugglega
heimabakaða. Hún blés á kertin eins
og börn gera í barnaafmæli og þá
hvarf eldhúsið og tertan og konan
byijaði að dansa í kjól sem var allur
úr slæðum.
Ég get ekki að því gert að mér
fmnst þessi myndskreyting bera vott
um þá afstöðu sem þáttagerðardren-
girnir hafa til kvenna: Þegið og ver-
ið sætar, með fallegan limaburð og
ef þið endilega viljið vinna, þá flakið
fisk. Ykkar staður er í eldhúsinu.
Sjáiði bara hvað þið getið verið
bamslegar, áhyggjulausar og ham-
ingjusamar og dansað fallega þegar
tertubakstrinum er lokið, búið að
blása á kertin; allt horfið sem þið
hafið skapað. Það er svo fallegt.
Rétt eins og allt sem kvenrithöf-
undar þjóðarinnar höfðu skapað var
horfið í þessum þætti.
Það sagði mér maður fyrir nokkru
að það hefði uppgötvast eitthvað
sem heitir ný-ólæsi. Það þýðir að
fólk geti ekki haldið einbeitingu á
rituðum texta. Langar bækur, grein-
ar og viðtöl þýði ekki lengur að
skrifa. Mér fannst þetta sorgleg
ályktun, sérstaklega þar sem engin
könnun virtist hafa verið gerð á fyr-
irbærinu. Einhveijum datt þetta
bara sisona í hug og nú er þetta
orðið að staðreynd og vandamáli.
Það var að vísu áður en ég vissi
að stórgáfuðustu menn þjóðarinnar
væru bara hálflæsir. Svo sat maður
og horfði á þá í alltof mikilli nær-
mynd í vondri myndatöku, hugsaði
um það hversu ofboðslega margar
svitaholur og fílapenslar rúmast á
einu mannsandliti - og hló. Skildi
loks titil bókarinnar um ævi Ástu
Sigurðardóttur, sem Friðrika Benón-
ýs skráði - Minn hlátur er sorg.
Nokkrar umræður hafa átt sér stað um
bókmenntir á lýðveldistímanum upp á síð-
kastið. Súsanna Svavarsdóttir veltir upp
ýmsum flötum á þeim þáttum er varða kon-
ur og kvenrithöfunda í þeirri umræðu.
ur, hver er mest seldur,
hver er bestur ... ur ...
ur ... ur: Lýsingarorð í
karlkyni, efsta stigi.
Það fór öllu minna fyrir
áhuganum á því um
hvað hefði verið skrifað
og hvaða áhrif það
hefði haft á bók-
menntasögulegt sam-
hengi. Það samhengi er
lýðveldislegur kappleik-
ur, þar sem rithöfundar
eru andleg karlkyns
steratröll.
Verstir voru skáld-
drengimir, sem álíta sig
hafa bjargað bókmenn-
talegri framtíð þjóðar-
innar, þar sem menn
höfðu einkum verið að fást við að
skrifa um flutning úr þorpi í borg,
þangað til þeir sveifluðu sér fram á
ritvöllinn í naflastrengnum sem þeir
yrkja stöðugt út úr. Yfirsýnin náði
ekki lengra afturábak en þessir
drengir höfðu verið læsir.
Hver var að skrifa um flutning
úr þorpi í borg? Svava? Jakobína?
Guðbergur? Thor? Eða eru þessir
skálddrengir að reyna að telja okkur
trú um að þeir séu jafngamlir öld-
inni?
Reyndar hafa skálddrengirnir
ekki verið læsir nema að hálfu leyti:
Læsir í karlkyni en Iesblindir í kven-
kyni.
Svo var farið að tala um höfunda
sem skrifuðu sögur um samtíma sinn
í Reykjavík. Og fölsuðu bókmennta-
söguna allrækilega þegar í „hvér
kom fyrstur" viðleitni sinni, þegar
þeir sögðu Elías Mar hafa verið
fyrstan til að skrifa um Reykjavík
síns samtíma. Það var hins vegar
ekki hann, heldur Þórunn Elfa
Magnúsdóttir, sem skrifaði Dætur
Reykjavíkur árið 1933. Annað og
þriðja bindið um dætur
Reykjavíkur komu út
1935 og 1938. Áður
hafði Guðrún Tóm-
asdóttir, sem kallaði sig
Amrúnu frá Felli skrif-
að smásögur um
Reykjavík síns samtíma
í tímarit á 3. áratugn-
um. Og svo var farið
að tala um þessa karla
sem höfðu gert það
gott í Reykjavikursög-
um. Því bætt við að
Ásta Sigurðardóttir
hefði líka gert það. En
við vitum nú svosum
öll upp á hvað sú ávísun
á veruieikann hljóðaði.
Enda var snarlega und-
ið sér yfir í umræðuna um verk þján-
ingarbræðra Ástu í drykkjuskap,
sem höfðu komið aftur með þorps-
bókmenntir inn í sögulega samheng-
ið, rétt eins og ísland sé eitthvað
annað en eitt alls heijar þorp. Eða
eins og gamall maður, sem ég
þekkti, sagði alltaf: Við erum minni
en ein gata í Hong Kong.
En auðvitað voru karlkyns
drykkjuskáld, sem flosnuðu upp úr
öllu sem þau tóku sér fyrir hendur,
mun merkilegri en konur sem þjáð-
ust af sama sjúkdómi; áfengissýki.
Eftir því sem lengra leið á þáttinn
varð ég þakklátari Indriða fyrir að
hafa þó minnst á Huldu og þakklát-
ari Huldu fyrir að hafa ort um föður-
land til að taka af allan vafa um í
hvaða kyni stórar stiklur eru.
Árið 1992 fengu þijár íslenskar
konur Norðurlandaverðlaun fyrir rit-
verk sín: Fríða Á. Sigurðardóttir
fékk bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs fyrir skáldsögu sína
„Meðan nóttin líður“, Guðrún Helga-
dóttir fékk verðlaun Norrænna
bókasafnsfræðinga fyrir skáldsögu
Súsanna
Svavarsdóttir
sína „Undir illgresinu" og Hrafnhild-
ur Hagalín Guðmundsdóttir fékk
Norrænu leikskáidaverðlaunin fyrir
leikrit sitt „Ég er meistarinn?“ Þetta
þykja nú ekki stórar stiklur. Hins
vegar voru þau tíðindi í téðum þætti
að Olafur Jóhann Sigurðsson, Snorri
Hjartarson og Thor Vilhjálmsson
hefðu fengið bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs. Gott að við misst-
um ekki af þeim upplýsingum.
Og enn var þruglað um Reykjavík
og samtímasögur. Með eitt auga
blint. Ekki var minnst á að Jóhanna
Kristjónsdóttir hefði átt merkilegt
framlag í þann þátt með sögu sinni
„Ást á rauðu ljósi“. Jóhanna þá rétt
um tvítugt. En auðvitað er það al-
gert sjálfsmorð fyrir konu sem er
gift merkilegu leikskáldi að fara að
„framleiða“ skáldskap. Það er ekki
til nema ein refsing við því: Þegja
hana í hel eftir að við erum loksins
hætt að hlæja. Höldum svo áfram
að þvaðra og blaðra um rætur, or-
sakir og afleiðingar helmingsins af
bókmenntasögunni.
... en gleymum endilega
Minnumst ekki á Álfrúnu Gunn-
laugsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur,
Elísabetu Jökulsdóttur, Guðrúnu frá
Lundi, Fríðu Á. Sigurðardóttur,
Nínu Björk Ámadóttur, Þuríði Guð-
mundsdóttur, Lindu Vilhjálmsdótt,
Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Barna-
bókahöfundarnir sem kenna fram-
tíðinni að sækja í góðar bækur,
Guðrún Helgadóttir, Iðunn Steins-
dóttir, Kristín Steinsdóttir og Herdís
Egilsdóttir, eru ekki til. Þó er eins
víst að börnin okkar verði mun betur
læs en skálddrengir lýðveldisbók-
menntanna, einmitt vegna þeirra
verka sem þessar konur hafa skrifað.
Mér datt þær bara sísona í hug
þar sem ég lá andvaka frá sunnu-
dagskvöldi til mánudagsmorguns,
eftir að hafa horft á þessa endur-
sjón, eða réttara sagt yfirsjón, nú-
tíma bókmenntaumfjöllunar.
Fallegt
Látum vera að skálddrengir í
þáttagerð hafi lítinn áhuga á kven-
rithöfundum. Það verður þó ekki
sagt að þeir hafi ekki áhuga á kon-
um. Allt fremur hefðbundið og eðli-
legt þar. Þeir notuðu konur til að
skreyta þáttinn.
Mitt í allri gáfulegu umræðunni,
birtust konur á sundbolum á skján-
Rabbþáttur
Á þriðjudaginn var, „skeði“ svo
rabbþáttur um téðar stóru stiklur,
þar sem fátt „skeði“ nema ef „ske“
kynni að stjómandi þáttarins hafi
drepið umræðunni of mikið á dreif
með því að grípa heldur oft framí
fyrir viðmælendum sínum. Þó játaði
Sigfús Bjartmarsson á sig marga
glæpi varðandi téðan „stóm stiklu“
þátt og benti á að þar hefði vantað
margar tegundir af bókmenntum.
En málið snerist hreint ekki um
hvaða tegundir vantaði. í þættinum
um bókmenntir á lýðveldistímanum
var verið að fjalla um skáldskap og
ekkert annað. Sú staðreynd að hlut-
ur kvenrithöfunda var fyrir borð
borinn, sýnir betur en nokkuð annað
að enn líta karlskáldin á verk kvenna
sem annars konar bókmenntir, rétt
eins og þjóðlegan fróðleik, ævisögur,
barnabækur og annað. Þau rök að
þetta hafi aðeins verið klukkustund-
ar þáttur, eru einnig fánýt, því það
er ekki tíminn sem stjórnar þættin-
um, heldur stjórna þáttagerðar-
mennimir þeim tíma sem þeir hafa
til umráða. Finnist þeim við hæfí
að nýta hann nánast allan til að fjalla
um verk karlmanna, lýsir það við-
horfi þeirra til kvenna, ekki til þjóð-
legs fróðleiks, ævisagna og barna-
bóka, þaðan af síður til tímans.
En það er ekki aðeins við umsjón-
armenn þáttarins að sakast. Við-
horfið til kvenrithöfunda kom ekki
síður fram í máli þeirra manna sem
tjáðu sig um skáldskapinn á lýðveld-
istímanum; þeir mundu ýmislegt
vel, annað illa, til dæmis verk kven-
rithöfunda.
Þótt birtingarmyndin haf verið
nokkuð einkynja í viðkomandi þætti
er líklega enginn einn einstaklingur,
eða eitt kyn, sem ber ábyrgð á henni.
Það læðist að mér sá grunur að þjóð-
arvitund okkar og hugsunarháttur
eigi hér stóran hlut að máli. í þjóðfé-
lagi, þar sem alltaf er verið að leita
að sigurvegurum, verða nöfn rithöf-
unda óhjákvæmilega fremur í for-
grunni en bókmenntirnar sjálfar. Ef
sjálf skáldverkin hefðu meira vægi,
væri örugglega hægt að gera raun-
hæfan þátt þar sem þróun íslenskra
lýðveldisbókmennta væri rakin. Þá
væri óhjákvæmilegt að rekja þróun-
ina í báðum kynjum.
Höfundur er blaðamaður &
Morgunblaðinu.