Morgunblaðið - 10.12.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.12.1994, Qupperneq 4
4 B LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK TÓNVERKAMIÐSTÖÐ Forvörður íslenskrar tonmenningar Islensk tónverkamiðstöð hefur veríð starfrækt í liðlega aldarfjórðung. Henni hefur stöðugt vaxið fískur um hiygg og hefur nú fjölbreytta þjónustu á boðstólum. Orrí Páll Ormarsson kynnti sér starfsemi miðstöðvarinnar og ræddi við Ástu Hrönn Maack framkvæmdastjóra. Morgunblaðið/Þorkell ÁSTA Hrönn Maack framkvaemdastjóri Íslenskrar tónverkamióstöóvar segir aó mióstöóin sé i sifelldri mótun og stefni markvisst aó þvi aó efla starfsemi sina ó öllum svióum. ISLENSK tónverkamiðstöð var stofnuð árið 1968 til að kynna og efla íslenska tónmenningu, tón- skáldum, tónlistarfólki og þjóðinni allri til hagsbóta, til að kynna ís- lenska tónlist erlendis, miðla upplýs- ingum er tengjast íslensku tónlistar- lífi og starfrækja íslenskt tónverka- safn. Starfsemin hefur aukist ár frá ári og sífellt fjölgar þeim verkefnum sem miðstöðin lætur sig varða. Á hveijum degi þjónar hún með marg- víslegum hætti íslenskum tónskáld- um og innlendum og erlendum flytj- endum sem vilja kynna sér íslenska tónlist. Einnig þjónar miðstöðin áhugamönnum um íslenska tónlist, leikum og lærðum hvaðanæva úr heiminum. Ennfremur miðlar Tón- verkamiðstöðin verkefnum til ís- lenskra tónskálda og fiytjenda. Inn á hennar borð koma fjölmargar beiðnir um íslenska flytjendur á er- lendar tónlistarhátíðar og oftast þegar íslensk tónlist er kynnt er- lendis er hún í flutningi íslenskra listamanna. Ásta Hrönn Maack hef- ur gegnt starfí framkvæmdastjóra íslenskrar tónverkamiðstöðvar í hálft ár. Hún segir að miðstöðin sé í sífelldri mótun og stefni markvisst að því að efla starfsemi sína á öllum sviðum. Fjögur þúsund verk á skrá Að sögn Ástu Hrannar er eitt helsta markmið miðstöðvarinnar að hafa mikið af íslenskri tónlist á boðstólum. í dag eru um fjögur þúsund verk á skrá á tónverkasafn- inu þar sem hjarta starfseminnar slær. Með nýjum lögum íslenskrar tónverkamiðstöðvar hefur sú breyt- ing orðið á starfsemi safnsins að því er heimilt að taka við verkum allra íslenskra tónsmiða burtséð frá því hvort þeir eru félagar í ís- lenskri tónverkamiðstöð eður ei. „Með þessu verður til safn lifandi íslenskrar tónlistar og séu verk seld úr safninu fá tónsmíðir af þeim höfundargreiðslur," segir Ásta Hrönn. Hafi höfundar hug á að leggja afrit af verkum sínum inn í safn miðstöðvarinnar verða þeir að inna af hendi sérstakt skráningar- gjald og uppfylla ákveðnar kröfur um frágang handrita. Þeir höfundar sem eiga að minnsta kosti tíu söng- lög/smáverk eða fimm verk í stærri formum skráð í safninu, hafa sinnt tónsmíðum reglubundið um árabil og hafa auk þess haft af þeim tekj- ur sem höfundar, geta sótt um að gerast félagar i Islenskri tónverka- miðstöð. Til skamms tíma sinnti Tónverka- miðstöðin eingöngu nútípatónlist og tónskáldum hennar. Á síðasta ári var stigið fyrsta skrefið til breyttra starfshátta þegar félagar tónskálda og textahöfunda í FTT hófu samstarf við miðstöðina um kynningu á íslenskri popp-, rokk-, djass-, blús-, og vísnatónlist jafn- hliða sígildri tónlist. „Það er ánægjulegt að segja frá því að nú þegar hafa sex tónskáld úr FTT gengið til liðs við miðstöðina. Þessi breyting á starfí Tónverkamiðstöðv- arinnar er mikils verð og í samræmi við alþjóðlega þróun þar sem öllum greinum tónlistar er gert jafn hátt undir höfði við kynningu og miðlun upplýsinga, enda mynda þær allar menningu einnar þjóðar," segir Ásta Hrönn. Fjölbreyttar fyrirspumir Annar stór þáttur í starfsemi ÍTM er upplýsingaþjónusta. Ásta Hrönn segir að reynt sé að hafa sem fjöl- breyttastar og bestar upplýsingar á reiðum höndum. „Safnið og upplýs- ingaþjónustan tvinnast saman. Við tölvuskráum allar upplýsingar um tónverk sem hingað koma inn og leggjum þær upplýsingaþjónustunni til grundvallar." Tónverkamiðstöðin tekur ekki gjald fyrir fyrirspurnir en um 3.000 slíkar berast árlega; flestar erlendis frá. „Þetta er einn af ósýnilegu þáttunum í starfi mið- stöðvarinnar; þrátt fyrir að stór hluti rekstrarfjár og tíma starfsfólks fari í að sinna þjónustu. Við fáum fyrir- spumir frá fræðimönnum, gagnrýn- endum, dagskrárgerðarmönnum, flytjendum, tónlistarmönnum og öðrum tónskáldum,“ segir Ásta Hrönn. „Fyrirspumimar eru um ein- staka höfunda, einstök verk, ákveð- in tímabil og ákveðnar tegundir tón- listar. Reyndar era fyrirspumimar eins ijölbreyttar og þær eru marg- ar. Sumir leita eftir upplýsingum um flytjendur sem er formlega séð utan okkar sviðs en þar sem tónlist- in lifír ekki án tónlistarmanna veit- um við þær upplýsingar eftir bestu getu.“ Vegur tónmenningar aukinn Kynningarstarf er þriðji þátturinn í starfsemi ÍTM. „Þegar tækifæri gefast til að kynna íslenska tónlist eða flytjendur hennar er það gripið og ekki síður er Tónverkamiðstöðin sinnar eigin gæfu smiður hvað þetta varðar. Miðstöðin hefur ein sér, í samstarfí við norrænu tónverkamið- stöðvarnar eða aðrar sambærilegar stofnanir erlendis, kynnt íslenska tónlist í Ameríku, Bretlandi og Asíu. Sífellt oþnast nýir möguleikar sem reynt er að nýta eins og frekast er kostur.“ Ásta Hrönn segir < nnfrem- ur að reynslan af kynningarstarfínu sýni að á hverju ári finnist nýir möguleikar til að auka veg íslenskr- ar tónmenningar heima og erlendis, sé fjármagn og mannafli fyrir hendi. Innan miðstöðvarinnar hafí orðið til þekking um það hvemig, hvar og hvenær árangursrík kynning á tón- menningu fari fram. Þá liggi þar upplýsingar um íslenska tónlist, tón- skáld og tónlistarlíf og að í gegnum Tónverkamiðstöðina verði til at- vinnutækifæri fýrir tónskáld og flytjendur tónlistar - tækifæri sem annars yrðu ekki til. Máli sínu til stuðnings nefnir Ásta Hrönn skosk-íslenska tónlist- arhátíð sem haldin var í Glasgow og Reykjavík fyrir tveimur áram og japanska fjármögnun á tónleikaferð og útgáfu geislaplötu með sex nýj- um sérpöntuðum íslenskum verkum í flutningi íslenskra listamanna síð- astliðinn vetur. Framundan er þátt- taka ÍTM ásamt plötuútgefendum í Midem, stærstu tónlistarkaupstefnu í Evrópu, sem haldin er í janúar ár hvert. Jafnframt er unnið að viða- miklu kynningarverkefni í Bretlandi í samvinnu við hinar norrænu tón- verkamiðstöðvamar sem áætlað er að fari fram 1996-97. Um þessar mundir kemur Tónverkamiðstöðin síðan að skipulagningu skólatón- leika sem fyrirhugaðir eru um allt land fyrir atbeina Norðmanna. „Möguleikamir eru óþijótandi því fólk úti í heimi er mjög móttækilegt fyrir íslenskri menningu. Því þykir spennandi að svo öflugt menningar- líf blómstri hér.“ Ásta Hrönn segir að þrátt fyrir góð áform og óteljandi tækifæri mótist starf Tónverkamiðstöðvar- innar af takmörkuðum ljárráðum hennar. Um 40% rekstraríjár era opinber styrkur, enda lítur hið opin- bera svo á að umsýsla tónverka- safnsins sé verkefni sem ætti að heyra undir opinbert safnastarf. Um 10% fjárins era framlög einkaaðila og hluti rekstrarfjárins er sóttur í hina ýmsu sjóði tónskálda. „Það er sambærilegt við að Bandalag ís- lenskra myndlistarmanna ræki Kjarvalsstaði eða Listasafn íslands og að bókasöfn landsins væra á framfæri rithöfundasambandsins,“ segir Ásta Hrönn. Stefna í útgáfumálum Fjórði þáttur starfsemi íslenskrar tónverkamiðstöðvar felst í útgáfu; annars vegar á geisluplötum og hins vegar á prentuðum nótum. Nót- naútgáfunni er ekki síst ætlað að vekja athygli yngstu kynslóðarinnar á islenskri tónlist. Plötuútgáfunni má skipta í tvo flokka, verk ein- stakra tónskálda og útgáfur sem tengjast einstökum flytjendum. „Fram til þessa hefur sú stefna ver- ið mörkuð að kynna sem fjölbreytt- astar tónsmíðar sem flestra höf- unda, til að sýna fjölbreytni íslenskr- ar tónmenningar. Miðstöðin hefur þó þurft að velja og hafna í þessum efnum þar sem útgáfan takmarkast af naumum fjármunum eins og ann- ar rekstur miðstöðvarinnar. Við sjáum þörfina fyrir öflugri útgáfu því íslensk nútímatónlist er ekki fyrirferðarmikil í útgáfu annarra íslenskra hljómplötuframleiðenda og óskalisti okkar um útgáfu lang- ur,“ segir Ásta Hrönn. Útgáfan hefur frá upphafi verið unnin í nánu samstarfi við tónlistardeild Ríkisútvarpsins. Þijár til fjórar plötur hafa að jafnaði verið gefnar út á vegum ÍTM síðustu ár og alls hefur Tónverkamiðstöðin staðið fyrir útgáfu á um þremur tugum hljómplatna. Ásta Hrönn segir að hljómplötu- útgáfan og kynningarstarfið tvinn- ist saman í starfi Tónverkamið- stöðvarinnar. „Það er Ijóst að hljóm- plöturnar era beittasta vopnið okkar í kynningarstarfínu. Það gefur augaleið að dagskrárgerðarmaður, fræðimaður eða listamaður sem fær í hendur vandaða hljómplötu af ís- lenskum verkum með aðgengilegum upplýsingum um tónskáldið, upp- rana þess og verkin er líklegri til að kynna sér efnið betur en fái hann í hendur nótur á prenti." Ásta Hrönn bendir á að ekki fari allar þjóðir eins að við kynningu. Oftar en ekki sé „veðjað“ á eitt tón- skáld og markvisst unnið að kynn- ingu á verkum þess, oft í mörg ár, með miklum kostnaði. Þegar það tónskáld sé síðan „uppgötvað" opn- ist dyrnar fyrir samlanda þess. Hún segir að smærri menningarsamfélög hafí mörg hver farið þessa leið, hreinlega vegna þess að ekki sé til ljármagn til að kynna alla tónflór- una. „Þessi leið hefur ekki verið farin hjá Tónverkamiðstöðinni, hvorki í kynningarstarfinu né í útgáfunni. Það er hins vegar ljóst að ef skoðað- ar era fyrirspurnir erlendis frá, dreifing verkalista úr safninu og hljómplatnanna, að sum tónskáld era happadrýgri til kynningar en önnur. Það er jafnvel hægt að ganga svo langt að segja að einstök verk þessara höfunda séu lykillinn að kynningunni," segir Ásta Hrönn og nefnir sem dæmi sífellt vaxandi áhuga fyrir verkum Jóns Leifs sem Tónverkamiðstöðin finni fyrir, bæði hér á landi og erlendis en hann var einn af stofnendum íslenskrar tón- verkamiðstöðvar. Hún segir að sænska útgáfufyrirtækið BIS stefni að umfangsmikilli útgáfu á verkum Jóns og kvikmynd byggð á atburð- um í lífí hans verði framsýnd á næsta ári. „Allt þetta hefur sitt að segja til að opna augu heimsins fyrir öðram íslenskum tónskáldum og verkum þeirra."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.