Morgunblaðið - 10.12.1994, Síða 14
14 B LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Meiri hag-
kvæmni
brýn
Þegar rithöfundur hefur lokið við
að skrifa handrit sitt, útgefand-
inn hefur ásamt bókmenntafræð-
ingum farið yfír það og ákvörðun
verið tekin um að gefa það út,
kemur til kasta prentsmiðjunnar.
Utgefandinn leitar þar eftir til-
boðum í prentun bókar. Prent-
smiðjan Oddi er stór í sniðum á
íslenskum prentmarkaði. Guð-
rún Guðlaugsdóttir spurði Þor-
geir Baldursson forstjóra Odda
um hans álit á stöðu bókafram-
leiðslu á íslandi í dag.
IDAG snýst málið um að ná fram meiri hag-
kvæmni í framleiðslu bóka með því að skipu-
leggja betur og ná meiri nýtingu á þeim tækj-
um sem við erum með fyrir bókaframleiðslu,"
sagði Þorgeir. „Sumar þeirra véla, einkum í
bókbandi, eru sérhæfðar og geta ekki notast í
neitt annað, það er því mikilvægt að nýta þær
jafnt og þétt. Hins vegar er það svo að lang-
mestur hluti bóka er unninn síðustu mánuði
ársins. Þetta er vandamál sem búið er að glíma
við í mörg ár. Á sama tíma erum við að keppa
við erlend fyrirtæki sem eru sérhæfð í bóka-
framleiðslu og framleiða bækúr alla daga árs-
ins. Það er ljóst að við náum ekki þeirri nýt-
Gðð
sóknarfæri
Mál og menning er nú um stund-
ir eitt fyrirferðarmesta útgáfu-
fyrirtæki íslands. Halldór Guð-
mundsson útgáfustjóra Máls og
menningar ræðir um bókaút-
gáfu, þýðingar o.fl.
UNNIÐ hefur verið að því jafnt og þétt í
mörg ár að lækka bókaverð, enda hefur
það verið nánast óbreytt í langan tíma. Bóka-
verð hér er svipað og gerist á öðrum Norðurlönd-
um. Bækur í Danmörku eru t.d. jafn dýrar og
hér, en þær eru ekki eins vandaðar og hér ger-
ist. Tölvuvinnslan hefur breytt miklu. Nú
göngum við hér t.d. alveg frá okkar bókum fram
að fílmum, þær eru keyrðar út beint á fílmur
og eru bæði brotnar um í tölvum og þeim er
líka „skotið út“ sem kallað er - raðað á arkir -
í tölvum. Eitt er þetta, hitt er það að það væri
skynsamlegt fyrir íslenskar prentsmiðjur að
bjóða mismunandi gæði í bókaframleiðslu. Bjóða
Morgunblaðið/Þorkell
GÖMUL prófarkarpressa á sýningunni i Geysishúsinu
ingu sem þeim tekst, markaðurinn
hér er einfaldlega ekki nógu stór.
Við yrðum þá að sækja verkefni
erlendis frá og það höfum við verið
að þreifa okkur áfram í. Við höfum
náð þar nokkrum árangri, einkum
í Bandaríkjunum. Hér heima verð-
um við að skipuleggja okkur betur
og raunar hefur þar orðið nokkur
breyting til batnaðar, svo sem með
samruna fyrirtækja. Ég held að
brýnt sé að innanlands komist betra
skipulag á framleiðslumál í prent-
iðnaði, það verður okkar helsta
glíma í framtíðinni og er orðin það
nú þegar.“
Hvað með skattlagningu á bóka-
framleiðslu?
„Það er staðreynd að bókin í
þessu litla málsamfélagi hér á mjög
erfitt uppdráttar og öll íþynging eins og t.d.
virðisaukaskatturinn, kemur sem högg á mjög
veika starfsemi. Það er ekki nokkur vafí á að
virðisaukaskatturinn hefur haft mjög alvarlegar
afleiðingar í þessum iðnaði, en hann var að
vísu veikur fyrir. Þetta hefur haft þær afleiðing-
ar að nokkur útgáfufyrirtæki hafa lagt upp
laupana og önnur eru í miklum fjárhagsörðug-
leikum, það er þekkt og vitað. Svo eru aftur
önnur fyrirtæki sem hafa náð að gera það
gott þrátt fyrir þetta, þannig að það er greini-
lega fleira sem spilar þama inn.
Kaupmáttur fólks hefur rýmað undanfarið
og við sjáum á bókabúðum sem við eram tengd-
ir hvemig fólk hefur jafnt og þétt minnkað við
sig bókakaup. Nú er uggur í mönnum af því
að íslenskar bækur era nokkuð dýrar. Það er
tiltölulega dýrt að gefa út bækur
fyrir svona lítinn markað eins og
sá íslenski er, þetta veldur hærra
bókaverði. Auðvitað væri hægt að
fara þá leið að leggja minna í frá-
gang bóka. Stöðugt er verið að
vinna í að ná niður framleiðslu-
kostnaði með því að ná meiri hag-
kvæmni og gera hagstæðari inn-
kaup, bæði hér á landi og erlendis.
Samt er bókaverð það sem það er.
Menn tala um kiljuform í þessu
sambandi. Það munar einhverjum
tugum króna á því hvort bók er
innbundin eða ekki, það gerbreytir
ekki öllu. Fólk hér gefur frekar
innbundna bók í jólagöf en kaupir
sér aftur á móti kiljur. Bókaútgáf-
an byggir hins vegar á jólamarkað-
inum að töluverðu leyti, þess vegna
era flestar bækur innbundnar. Kostnaður á
útgáfu á bók er settur saman úr mörgum lið-
um. Allt frá greiðslu til rithöfundar eða þýð-
anda, framleiðslukostnaður við prentun og frá-
gang, kostnaður útgefanda við auglýsingar og
dreifingu, álagningu bókaverslana og svo virðis-
aukaskattsins, sem er 14 prósent. Verðlagning
bókar er svo á endanum mál útgefanda.
í titlafjölda er yfír 20 prósent samdráttur í
útgáfu núna og mun minna um útgáfu á stór-
um og metnaðarfullum verkum. Menn hætta
sér ekki út í stór og dýr verk um þessar mund-
ir og það er visst áhyggjuefni, ekki síst fyrir
prentiðnaðinn í landinu. Þær ráðstafanir sem
menn gera til andsvara núna miða allar að því
að ná fram hagkvæmni í framleiðslu og þá
fyrst og fremst betri nýtingu tækja.“
Þorgeir
Baldwrsson
annars vegar þau gæði sem við
eram vön hér heima og viljum helst
hafa á jólagjafabókunum - inn-
bundnar í frekar góðu bókbands-
efni, með kjölkraga saumaðan á
góðan pappír og litmyndakápu. Hins
vegar einum „klassa" neðdr, inn-
bundnar bækur en kjölskornar og
límdar í kjöi, á aðeins ódýrari papp-
ír í aðeins ódýrari bókbandsefni.
Þarna ætti að geta munað talsverðu
á verði. Eitt er þó í þessu, til þess
þurfa bæði prentsmiðjur og útgef-
endur að koma sér upp skynsam-
legri vinnubrögðum en tíðkast hafa.
Menn verða að vera fyrr í þvi og
vinna hlutina svolítið á undan sér.
Hins vegar veitir ekki af að gefa
prentsmiðjum hér aðhald með því
að leita tilboða utanlands frá, og
margir láta prenta erlendis. Loks má nefna þriðju
tegund frágangs á bókum, sem er kiljuprentun
- prentun á dagblaðavélar á miklu ódýrari papp-
ír, kjölskorið og í kartoni. Þarna hafa íslenskar
prentsmiðjur alls ekki verið samkeppnishæfar í
verði miðað við það sem gerist erlendis. Að end-
ingu má nefna einn möguleika enn, bækur á
tölvudiskum og á geisladiskum. Sjálfar
textabækunar verða þó ábyggilega í bókarformi
af því að það er auðveldast, að lesa þær þannig.
Fólk les ekki venjulegar skáldsögur á skjá, það
er svo þreytandi. Öðru máli gegnir um uppfletti-
rit svo sem alfræðiefni og svo kennsluefni. Á
Vesturlöndum gera menn ráð fyrir að slík út-
gáfa geti orðið um 15 prósent af heildarútgáfu.
Prentverk og bókaútgáfa hafa vaxið og munu
halda áfram að vaxa jafnt og þétt. Til þess kem-
ur margt. Þetta helgast ekki af aukinni bók-
menntaútgáfu heldur miklu frekar því að nú
orðið er svo margt prentað, svo sem skýrslur
af ýmsu tagi í kringum stjórnsýslu og alls kyns
efni tengt fyrirtækjum og menntakerfí.
Það er til eitthvað í mannskepnunni sem kalla
má þörf fyrir sögur. Sú þörf hefur
ekki minnkað, hluta af henni er
fullnægt af myndmiðlum nú orðið.
En það er engin þörf á að setja það
upp sem einhveija skelfíngu fyrir
þá sem semja sögur. Rithöfundar
munu áfram semja sögur sem sum-
ar verða notaðar í myndmiðlum, en
það kemur að mínu viti ekkert í
staðinn fyrir góða bók.
Staóa bókmenntanna
Staða bókmenntanna er ennþá
sú hér á landi að það furðu mikið
keypt og lesið af fagurbókmenntum.
Upplög og dreifing á íslenskum
bókmenntum er ótrúlega mikil. Hins
vegar ættu menn að gera meira af
því að reyna að koma íslenskum
bókmenntum á framfæri erlendis.
Það er þó miklu meira gert af því en var t.d.
fyrir tíu árum. Þá kom tæpast út íslensk skáld-
saga á Norðurlöndum. Núna má reikna með að
út komi fimm til sex íslenskar skáldsögur í Sví-
þjóð og Danmörku þegar vel lætur til að mynda.
Þetta kemur til m.a. af meiri áhuga á íslenskri
sagnagerð og svo Norðurlandasamvinnu í þýð-
ingum. Þessi áhugi hefur líka smitað yfir til
Þýskalands og Frakklands, en hinn enskumæl-
andi heimur er hins vegar lokaður með sárafáum
undantekningum. Hann er ekki bara lokaður
fyrir íslenskum bókmenntum, þar er mjög lítið
þýtt af erlendum bókmenntum yfírleitt. I Evrópu
era góð sóknarfæri sem við höfum alls ekki
nýtt okkur sem skyldi. Á Norðurlöndum starfa
skrifstofur sem vinna að útflutningi hugverka,
það þyrftum við að gera hér, hafa einhvern
aðila sem hægt sé að snúa sér til í þessu skyni.
Nú er rætt um að Norðurlönd verði í miðpunkti
bókamessunnar í Frankfurt 1997, þá skapast lag
fyrir okkur, það er mikill áhugi á íslenskum
bókmenntum í Þýskalandi og þar er gríðarlega
stór markaður."
Halldór
Gwómwndsson
MENNING/LISTIR
NÆSTU VIKU
MYIMDLIST
Asmundarsafn
Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinss.
og Kristins E. Hrafnss. til áramóta.
Kjarvalsstaðir
Erró sýnir til 18. des.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
íslandsm. og súlur Siguijóns til áramóta.
hjóðminjasafn íslands
Leiðin til lýðveldis, sögusýning.
Hafnarborg
Ljósmyndas. í Sverrissal til 23. des.
og sýn. á ísl. hreyfímyndal. til 23. des.
Norræna húsið
Sigurður Einarsson sýnir til 18. des.
Gallerí Fold
Sara Vilbergsd. sýnir.
Gallerí Greip
Myndskr. Halldórs Baldurss. til 23. des.
Byggðasafn Hafnarfjarðar
„Hafíiarfjörður fyrr og nú“ til 23. des.
Galleri Sólon Islandus
Jón Axel sýnir til 27. des. Þagnarmúr
Rósu Ingólfsd. til 18. des.
Gallerí Samurai
Haukur Halldórsson sýnir til 11. des.
Gallerí Úmbra
Smámyndir Eddu Jónsd. tíl 16. des.
Gallerí Sævars Karls
Katrfn Sigurðard. sýnir.
Listhúsið Hafnarfirði
14 listamenn sýna út des.
Nýlistasafnið
Sams. átta myndlistarm. til 11. des.
Gallerí Borg
Sigurbjöm Jónssons sýnir til 11. des.
Listhúsið Laugardal
Sjöfn Har. sýnir til 31. des. Kertastjaka-
sýning 10 fél. Leirlistarfélagsins.
Hallgrímskirkja
fkonasýning Kristínar Gunnlaugsd. til
18. des.
Listasafn Kópavogs
Sýningin Handverk til 18. des.
Listmunahús Ófeigs
Ljjósm.sýn. Friðriks Hjaitested 31. des.
Gallerí Birgis Andréssonar
Halldór Ásgeirsson sýnir út jan.
Önnur hæð
Verk Kristins Péturss. út des.
Mokka kaffi
Guðbrandur Ægir sýnir út des.
TONLIST
Laugardagur 10. desember
Laufey Sigurðard. fiðlul. og Richard
Talkovsky sellól. halda tónl. í gömlu
Álafoss-verksmiðjunni kl. 16. Kóra-
mót ( Perlunni kl. 14. og 15.30. Jóla-
tónl. Tónsk. Sigursveins í Langholts-
kirkju kl. 14.
Sunnudagur 11. desember
Jólatónl. Tónlistarsk. Reykjav. á Kjar-
valsstöðum kl. 20.30. Aðventutónl.
Söngsv. Fílharmóníu f Kristskirkju
kl. 17. Kóramót f Perlunni kl. 14. Kór
Tónlistarsk. í Reykjav. syngur v.
messu f Dómkirkjunni kl. 11. Ámes-
ingakórinn heldur jólatónl. í Digranes-
kirkju kl. 20.30. Jólatónl. Tónlistarsk.
Borgarfj. í Logalandi kl. 20.30. Skóla-
kór Kársness og Sinfóníuhljómsv.
áhugamanna flytja aðventutónl. f
Gerðarsafni kl. 16.30. Jólatónl.
Kammersveitar Reykjav. í Áskirkju
kl. 17. Jólatónl. Suzukideildar í
Hraunbergi 2 kl. 14. einnig jólatónl.
í Norræna húsinu kl. 17.
Mánudagur 12. desember
Aðventutónl. Söngsv. Fílharmóníu í
Kristskirkju kl. 21.
Þriðjudagur 13. desember
Jóiatónl. Tónlistarsk. Borgarfj. f
Borgameskirkju kl. 20.30. Jólabarokk
f Listasafni Kóp. kl. 20.30.
Miðvikudagur 14. desember
Jólatónl. Tónlistarsk. Rangæinga í
Laugalandi kl. 21. Jólatóni. Tónlist-
arsk. Borgarfj. í Borgarneskirkju kl.
18. Háskólatónl. í Norræna húsinu
kl. 12.30; Karlakvintettinn Acapella.
Fimmtudagur 15. desember
Jólatónl. Tónlistarsk. Rangæinga í
Heimalandi kl, 21.________
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Dóttir Lúsífers kl. 20.30; lau. 10. des.
Vald öriaganna kl. 20; lau. 10. des.,
Frú Emilía
Kirsubeijagarðurinn kl. 20; lau. 10.
des., sun.
íslenska óperan
Hárið lau. 10. des. kl. 24.
Möguleikhúsið
Tritiltoppur, lau. 10. des. kl. 15., sun.
kl. 14 og kl. 16.
Kaffileikhúsið
Björt og jólasveinafjölskyldan kl. 14.
og 16. lau. 10. des.
Þá mun engin skuggi vera til fim. 15.
des. kl. 21._____________
KVIKMYIMDIR
MTR
„Sirkus" sun. 11. des. kl. 16.
Norræna húsið
„Leitin að jólastjömunni" í Norræna
húsinu sun. 11. des. kl. 13.
Umsjónarmenn listastofnana
og sýningarsala!
Upplýsingar um listviðburði sem ósk-
að er eftir að birtar verði í þessum
dálki verða að hafa borist bréflega
fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar:
Morgunblaðið, menning/listir, Kringl-
unni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-
691181.