Morgunblaðið - 15.12.1994, Page 6

Morgunblaðið - 15.12.1994, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 200 vestfirskir kjósendur gefa yfirlýs- ingu í framhaldi af prófkjöri framsóknar Þverpólitískur stuðningur við Pétur Bjarnason Eftirspurn eftir ijúpu ekki jafnmikil og undanfarin ár Morgunblaðið/Kristinn DAVÍÐ Hanssen, kjötverkandi í Kjöti og fiski í Mjóddinni, með nokkrar rjúpur. RÚMLEGA tvö hundruð Vestfirð- ingar hafa undirritað stuðnings- yfirlýsingu við Pétur Bjamason þingmann Framsóknarflokksins á Vestfjörðum. Kemur hún í kjölfar úrslita í prófkjöri flokksins þar sem Pétur hafnaði í 2. sæti. Alls hafa 222 Vestfirðingar, úr ölium flokkum og óháðir, sett nöfn sín við yfirlýsinguna, sem birt var í Vestfirska fréttablaðinu í gær. Margvíslegar áskoranir Pétur Bjarnason segist hafa fengið margvíslegar áskoranir frá stuðningsmönnum sínum, bæði í þá veru að hann hlíti niðurstöðum prófkjörsins og að hann fari í sér- framboð. Segist Pétur munu hugsa sig um fram yfir helgi og fyrst geri hann upp við sig hvort hann taki sæti á listanum áður en sérframboð komi til greina. Hannes Friðriksson veitinga- maður á Bíldudal er einn stuðn- ingsmanna á listanum. „Við erum að lýsa yfir stuðningi við Pétur persónulega, við þekkjum hann af góðu,“ segir Hannes. Að hans sögn var upphaflega hugmyndin sú að fá eitt hundrað manns á list- ann og leitað til fólks úr öllum stéttum í flestum byggðakjörnum á Vestfjörðum og úr sveitum en fjöldi annarra hafí tekið sig til og viljað lýsa yfír stuðningi sínum við Pétur. Sýnir hlýhug „Þetta sýnir hlýhug manna til mín og ég kann vel að meta hann. Ég hef heyrt mikið frá mínum stuðningsmönnum og sýnist sitt hveijum. Margir hafa látið sér detta í hug að óska eftir því við Framsóknarflokkinn að birta ann- an lista því það er ljóst að það er klofningur í þessum röðum en þetta er alit í deiglunni fram yfir helgi,“ segir Pétur Bjarnason. Rjúpan kostar um 700 krónur RJÚPUR eru algengur jólamatur og margir líta ekki við öðru á aðfangadagskvöld. Undanfarin ár hefur verðið á þessum hátíðarmat verið hátt í 1.000 krónur fyrir rjúpuna. Nú virðist algengt verð vera á bilinu 650-750 krónur. í Nóatúni fengust þau svör, að eftirspurn eftir tjúpu hefði dreg- ist saman undanfarin ár, enda væru viðskiptavinir búnir að fá nóg af háu verði undanfarinna ára. Nóatún selur rjúpuna á 745 krónur. Skyttur vilja svimandi upphæðir Hreinn Bjarnason, kaupmaður í Hagabúðinni, sagði að skyttur vildu svimandi háar upphæðir fyrir ijúpuna, en það væri allt of dýrt að selja hveija rjúpu á 850- 1.000 krónur, þegar hægt væri t.d. að fá kalkún fyrir rúmar 900 krónur á kílóið. Hreinn átti ekki ijúpur í gær, en kvaðst búast við að þegar hann fengi þær yrðu þær á um 650 krónur. Árni Ingvarsson hjá Hagkaup- um sagði rjúpuna þar kosta 689 krónur, en fyrir 50 krónur tii við- bótar er hægt að fá hana ham- fletta. Árni tók undir það að salan hefði dregist saman vegna verð- lagsins undanfarin ár og sagði að núna hefðu veiðimenn ætlað að leika sama leikinn og boðið rjúp- una á 700 krónur. Verslunin gæti hins vegar ekki keypt hana á því verði, því þá yrði útsöluverð allt of hátt. I Kjöti og fiski í Mjóddinni er ijúpan seld á 689 krónur, en Páll Einarsson verslunarstjóri sagði veiðimenn reyna að hækka verð- ið. „Við leitum víða fanga til að bjóða upp á ijúpu á viðráðanlegu verði,“ sagði Páll. „Ég hef ekki orðið var við minnkandi eftir- spurn, en að visu er þessi ijúpu- sala okkar að mestu bundin við sömu kúnnana, sem koma ár eftir ár. Við reynum að útvega þeim jólasteikina." Þórir Dan Bjömsson, prófessor við Thomas Jefferson-háskólann Valinn í hóp bestu lækna Bandaríkjanna DR.MED. Þórir Dan Bjömsson heiðursprófessor við lyflækninga- deild Jefferson Medical College við Thomas Jefferson-háskólann í Fíladelfíu í Bandaríkjunum hefur verið valinn í hóp bestu lækna í Bandaríkjunum. Þessar upplýs- ingar koma fram í nýjustu útgáfu bókarinnar „The Best Doctors of America 1994-1995“, en bók þessi sem kemur út árlega saman- stendur af nöfnum valinna lækna fyrir hinar ýmsu sérgreinar læknisfræðinnar. Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið að það þætti mikill heiður að vera valinn í þennan hóp, en læknar í Banda- ríkjunum eru tilnefndir í hann af læknum í sínum eigin sérgreinum. Þórir Dan Bjömsson lauk læknisfræðinámi við Læknadeild Háskóla íslands árið’ 1971. Eftir læknisstörf á Landspítalanum og á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki stundaði hann framhaldsnám í klínískri lyfjafræði við lyflækn- ingadeildina á Stanford Únivers- ity Medical Center í Stanford, Kalifomíu, frá 1974 til 1977. Árið 1978 var hann ráðinn að- stoðarprófessor í lyfjafræði og lyflækningum við Duke Univers- ity Medical Center í Durham, Norður-Karólínu, þar sem hann starfaði til 1986. Mikill heiður Frá árinu 1986 hefur Þórir verið prófessor í iyflækningum og lyfjafræði og deildarstjóri klín- ísku lyfjafræðideildarinnar við iyflækningadeild Jefferson Medical College of Thomas Jef- ferson University í Fíladelfíu, Pennsylvaníu, en árið 1987 varði hann doktorsritgerð við Lækna- deild Háskóla Islands. Þrem árum seinna, eða árið 1990, var honum veitt heiðursprófessorsstaða við lyflækningadeildina á Jefferson Medical College, en staðan kallast DR. Þórir Dan Björnsson í rannsóknastofu sinni. Samuel M.V. Hamilton Family Professor of Medicine. Þórir sagði í samtali við Morg- unblaðið að bókin yfir bestu lækna Bandaríkjanna væri aðal- lega notuð af alls kyns félögum, stofnunum, spítölum og samtök- um, og mikill heiður væri fólginn í því að vera tilgreindur í henni. Flest allir þeir læknar sem nefnd- ir væru í bókinni væru starfandi við háskólaspítala, og því hefðu háskólasjúkrahús notfært sér bókina í auglýsingaskyni. „Þessi bók hefur þannig þó nokkra þýðingu fyrir spítala, stofnanir og t.d. félog á borð við American Heart Association, sem að sjálfsögðu hefur áhuga á að vita hveijir séu bestu hjartalækn- arnir hverju sinni. Oft nota svo einstaklingar þessa bók til að átta sig á því hvaða spítalar em lík- lega bestir á því sviði að fást við ákveðinn sjúkdóm," sagði hann. Fátíð staða Jefferson Medical College er einn elsti og stærsti læknaskóli í Bandaríkjunum. Háskólinn var stofnaður árið 1824 og eru um 220 læknanemar í hveijum ár- gangi. Gegnum árin hefur fjöldi þýðingarmikilla framfara í lækn- isfræði átt sér stað í háskólanum, t.d. notkun svæfíngarlyfja, upp- fínning hjarta- og iungnavélar- innar, uppfínning efnis sem eykur myndun rauðu blóðfrumanna auk greiningar afbrigðilegra erfða- þátta í vissum tegundum bein- sjúkdóma og hvítblæðis. Staða heiðursprófessors sem Þórir gegnir er kostuð af fjöl- skyldu sem er meðal stærstu eig- enda Campbell Soup Company, og er meðal ríkustu fjölskyldna i Bandaríkjunum. Þórir sagði að stöður sem þessar væra fremur fátíðar og því gríðarlegur heiður að hafa verið boðin þessi staða. í klínísku lyfjafræðideildinni á Jefferson starfa um 30 manns undir stjóm Þóris, og fær deildin fjölmarga rannsóknarstyrki frá ýmsum stofnunum og lyfjafyrir- tækjum, eða 2-3 milljónir dollara á ári. Þórir hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar í sérgrein sinni og hefur hann starfað mikið í sérfræðingafélögum. Rann- sóknaáhugamál hans hafa eink- um varðað grundvallarrannsókn- ir á sviði blóðsegamyndunar og verkana ýmissa lyfja sem hindra blóðsegamyndun, auk almennra rannsókna á lyfjum í sjúklingum. Ennfremur stundar hann grund- vallarrannsóknir á Alzheimer- sjúkdómi og verkunarmáta nýs flokks lyfja sem hafa áhrif á hvernig prótein myndast í kjarnasýrum. Samtals hefur Þór- ir birt nærri 200 fræðigreinar, bókakafla og úrdrætti. Eigin- kona hans er Erna Jakobsdóttir og eiga þau einn son, Alexander Daníel. Formaður fjárlaganefndar Alþingis Fjárlagahalli verður 8-8,5 milljarðar kr. FORMAÐUR fjárlaganefndar spá- ir því að fjárlög næsta árs verði afgreidd með 8-8,5 milljarða króna halla. Hann segir að fjárlaganefnd muni fyrir þriðju umræðu um fjár- lagafrumvarpið leggja fram tillög- ur um niðurskurð upp á 3-500 milljónir króna. Þá muni endur- skoðuð tekjuáætlun væntanlega sýna að tekjur ríkisins aukist meira á næsta ári vegna aukinnar veltu í samfélaginu en gert var ráð fyrir þegar fjárlagaframvarðið var lagt fram. Alþingi samþykkti í gær breyt- ingartillögur meirihluta fjárlaga- nefndar við fjárlagafrumvarpið, en þær tillögur þýða aukin útgjöld upp á 378 milljónir króna. Boðað- ar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum þýða aukin útgjöld upp á 2 milljarða á næsta ári. Þá hefur fjárlaganefnd ekki enn af- greitt mál sem gætu haft aukin útgjöld í för með sér. Þar eru stærst málefni sjúkrahúsa í Reykjavík, landbúnaðarmál og málefni Háskóla íslands sem bíða öll þriðju umræðu um fjárlaga- frumvarpið. Krafa um forgar.gsröðun „Það er rétt að efalaust eiga eftir að koma til einhver aukin útgjöld en tekjuhlið fjárlaga er einnig óútrædd og það eiga einn- ig eftir að koma til auknar tekj- ur, fyrst og fremst vegna meiri veltu í samfélaginu sem ég reikna með að endurskoðuð tekjuáætlun muni endurspegla. Síðan mun fjárlaganefnd koma með tillögur til lækkunar útgjalda við þriðju umræðu,“ sagði Sigbjörn. Að- spurður sagði hann að sá niður- skurður gæti numið 3-500 millj- ónum króna. Landbúnaðarnefnd Alþingis hefur í sérstöku áliti talið upp ýmsar aðgerðir sem hún telur nauðsynlegar til stuðnings land- búnaði og einstakir nefndarmenn hafa metið á um 1 milljarð króna. Minnihluti heilbrigðisnefndar Al- þingis telur að 'um 2 milljarða vanti til heilbrigðismáia. Þá hafa talsverðar umræður verið um að auka þurfi framlag til Háskólans um a.m.k. 300 milljónir. Um þetta sagði Sigbjörn að hann hefði velt því upp við aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið hvort ekki væri þörf á einhverri forgangsröðun hjá þessum stærstu stofnunum samfélagsins. „Ég held að sú krafa hljóti að vera uppi hjá fjárveitingarvaldinu; það er ekki alltaf hægt að velta vandanum yfír á Alþingi og alþingismenn,“ sagði Sigbjörn. Atkvæðagreiðsla um fjárlaga- framvarpið tók óvenju stuttan tíma í gær. Stjórnarandstaðan greiddi atkvæði með öllum breyt- ingartillögum meirihluta fjárlaga- nefndar en sat hjá þegar frum- varpið í heild var borið undir at- kvæði. Einstakir þingmenn Alþýðu- bandalags og Kvennalista, auk Jó- hönnu Sigurðardóttur, lögðu fram ýmsar breytingartillögur við fjár- lagafrumvarpið en þær vora flestar kallaðar aftur til 3. umræðu. Þær sem komu til atkvæða voru felldar. Tillögur stjórnarandstöðunnar þýddu alls um 930 milljóna út- gjaldaauka fyrir ríkissjóð á næsta ári en flestar þeirra vora frá þing- mönnum Alþýðubandalags.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.