Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Hólmfríður
Lóðir fegraðar
í Grímsey
Sala á jólasteikum fer hægt af stað
Lambakjötið vinnur á
á kostnað svínakjöts
Laufásprestakall
Aðventu-
kvöld fyrir
unga og
aldna
AÐVENTUKV ÖLD verður í
Grenivíkurkirkju sunnudags-
kvöldið 18. desember kl. 20.30.
Dagskráin verður flölbreytt og
sniðin bæði fyrir unga og aldna.
Kór kirkjunnar syngur aðventu-
og jólalög undir stjórn Bjargar
Sigurbjörnsdóttur. Ungmenni
úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar
leika á hljóðfæri og sr. Hannes
Örn Blandon flytur hugleiðingu.
Baldvin Kr. Baldvinsson bóndi
í Torfunesi syngur einsöng og
samverunni lýkur með Ijósa-
helgileik sem væntanleg ferm-
ingarbörn flytja.
Á þriðjudagskvöld, 20. des-
ember kl. 21 hefst „Kvöldstund
við kertaljós" í Laufáskirkju.
Ljósin á aðventukransinum
verða tendruð og lesið jóla-
kvæði. Valdimar Gunnarsson
flytur ræðu og kór kirkjunnar
syngur aðventu- og jólalög.
Nemendur úr Tónlistarskóla
Eyjaíjarðar leika.
Jón Þorsteinsson syngur við
undirleik Gígju Kjartansdóttur.
Börnin fá kertaljós og lesið
verður úr Ritningunni. Áð end-
ingu syngja kirkjugestir jóla-
sálminn Heims um ból.
MIKLAR framkvæmdir hafa stað-
ið yfir við sundlaugarlóðina í
Grímsey og einnig við kirkjugarð-
inn og eru þær nú á lokastigi.
Kristján Ingi Gunnarsson hefur
haft yfirumsjón með verkinu en
með honum vinna tveir menn,
Þröstur og Vignir. Þeir byrjuðu
í sumar að hlaða grjótvegg um-
hverfis kirkjugarðinn, hlóðu þá
norður og vesturhlið garðsins en
nú í haust hafa þeir verið að hlaða
austur og suðurhliðar hans. Verk-
inu er svo til lokið en einhver
frágangverk þurfa að bíða sum-
ars.
Þá hefur lóðin við sundlaugin í
eynni einnig verið lagfærð en frá
því hún var byggð fyrir tæpum
áratug hefur lóðin verið ófrágeng-
in. Kristján og hans menn hafa
haganlega komið þar fyrir stuðla-
bergsstöplum sem setja mikinn
svip á umhverfið en allt efni vegna
þessara lóðaframkvæmda í Gríms-
ey er heimafengið.
FÓLK virðist vera í seinna lagi en
áður að kaupa í jólamatinn, en
salan hefur farið óvenju seint af
stað að mati forráðamanna kjöt-
vinnsla. Hækkun á svínakjöti milli
ára hefur valdið því að meira en
áður er keypt af lambakjöti á jóla-
borðið.
Björn Arason hjá Nýja Bauta-
búrinu sagði að sala á hefðbundnu
jólakjöti hefði verið dræm fram til
þessa og virtist mun seinna á ferð-
inni en t.d. í yrra. ,;Ætli helsta
skýringin á því sé ekki peningas-
kortur hjá fólki, það dregur við sig
að kaupa inn þar til á síðustu
stundu," sagði Björn.
Hann sagði að áherslubreyting
hefði orðið í innkaupum fólks,
lambakjöt væri orðið vinsælla á
kostnað svínakjötsins. „Svínakjöt
hefur hækkað mikið frá í fyrra.
Þá var offramboð og verðið lágt.
Við höfum tekið eftir því að sala
á londonlambi og lambahamborg-
arhrygg hefur aldrei verið eins
mikil og nú fyrir jólin. Fólk er félít-
ið og kaupir það sem hagstæðast
er hveiju sinni.“
Fólk horfir í peninginn
Leifur Ægisson hjá Kjötiðnaðar-
stöð KEA sagði söluna seinna á
ferðinni en áður. „Salan þjappast
á skemmri tíma en áður, fólk er
farið að draga andann eftir korta-
tímabilum," sagði Leifur. Hann
sagði að honum virtist-sem minna
hefði verið selt af svínakjöti nú
miðað við sama tíma í fyrra. Svína-
kjöt hefði hækkað töluvert milli
ára „og það liggur í augum uppi
að fólk horfir í peninginn,“ sagði
Leifur.
-----♦ ♦ «----
Gripnir
glóðvolgir
TVEIR ungir piltar, 15 og 16 ára
voru gripnir eftir innbrot á veit-
ingastaðinn Torgið í fyrrinótt.
Piltarnir sem báðir hafa komið
við sögu lögreglunna á Akureyri
fyrr höfðu á brott með sér 50 þús-
und krónur í peningum, ijórar
áfengisflöskur og vindlinga.
Lögreglumenn á eftirlitsferð
veittu piltunum athygli en er þeir
urðu lögreglu varir tóku þeir á
rás. Þeir voru gripnir á flóttanum
og viðurkenndu innbrotið við yfir-
heyrslur hjá Rannsóknarlögregl-
unni á Akureyri í gær.
Tilboð í flutninga
Um er aö ræöa flutning á vörum fyrir Samland s/f, Óseyri 3,
603 Akureyri, Byggingavörudeild KEA, Lónsbakka, 603
Akureyri, og Söludeild KEA, Hafnarstræti 91-95, 600
Akureyri, í Ásbyrgi, til Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar,
Bakkafjarðar og Vopnafjaröar. (Innan Söludeildar KEA eru
eftirfarandi aöilar: Efnaverksmiðjan Sjöfn, Kaffibrennsla
Akureyrar, Sláturhús KEA, Kjötiðnaðarstöð KEA,
Mjólkursamlag KEA, Smjörlíkisgerð KEA, Safagerð KEA og
Brauðgerð KEA).
Heimilt er að gera tilboð í flutning á alla þessa staði eða í
flutning á hvern staö fyrir sig.
Ferðafjöldi skal vera að lágmarki tvisvar í viku á alla staðina.
Ferðir geta þurft að færast til milli daga innan hverrar viku
vegna samnings- og lögbundinna frídaga og helgidaga og
færðar þannig, að samningsbundinn fjöldi haldist. Lokist
landleiðin vegna ófærðar eða veðurs tekur flutningsaðili að
sér að koma vörum í skip eða flugvél gegn umsömdu gjaldi.
í þeim tilfellum ráðstafi flutningsaðili vörum og ferðum í sam-
ráði við verkstjóra eða innkaupastjóra viðkomandi deilda.
Flutningsaðili tekur að sér að sækja allar vörur til afgreiðslu-
staða nema um annað verði samkomulag. Miðað skal við að
vörumóttaka og afhending fari fram í dagvinnutíma nema
sérstakar aðstæður hamli vegna færðar eða veðurs.
Flutningsaðili tekur að sér að lesta og losa að ósk farmeig-
anda.
Áskilinn er réttur til að leita sérstaklega tilboða í stærri farma
(10tonneða meira).
Flutningatæki skulu fullnægja skilyröum heilbrigðisyfirvalda
um flutning á matvöru.
Úm flutninga þessa gilda ákvæði laga nr. 24/1982 um flutn-
ingssamning og ábyrgð við vöruflutninga á landi.
Flutningsgjald skal miðast við þyngd og taka þeim
breytingum á byggingavísitölu sem verða frá upphafsdegi
samnings þessa, Ekkert pakka- eða rúmmálsgjald reiknist.
Tilboð skulu berast til skrifstofu Samlands, Óseyrí 3, 603
Akureyri, fyrir laugardaginn 31. desember. 1994, merkt:
„Flutningstilboð”.
Óskað er eftir samninrgi til tveggja ára með sex mánaða upp-
sagnarfresti sem framlengist um eitt ár í senn verði honum
ekki sagt upp með sex mánaða fyrirvara.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.
Allar nánari upplýsingar veita deildarstjórar viðkomandi
deilda.
Blysför sjúkraliða
EKKERT verður af samúðarverk-
falli sjúkraliða á Norðurlandi eystra
sem fyrirhugað var að efna til, en
til að sýna samhug í verkfallsbar-
áttu sjúkraliða í Reykjavík munu
norðlenskir sjúkraliðar ganga blys-
för frá Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri og að Ráðhústorgi á laug-
ardag, 17. desember, kl; 15.00.
Þeir sem vilja sýna sjúkraliðum
stuðning eru velkomir í gönguna.
Félagsfundur deildar sjúkraliða á
Norðurlandi eystra hefur skorað á
viðsemjendur sjúkraliða að ganga
til samninga hið fyrsta og lýsir
deildin yfir fullum stuðningi við
kjarabaráttu sjúkraliða í stéttarfé-
lagi sjúkraliða.
Spænskt kvöld í Deiglunni
SPÆNSKT kvöld verður haldið í
Deiglunni í kvöld, fimmtudags-
kvöldið 15. desember, og hefst dag-
skráin kl. 21, en salurinn verður
opnaður hálftíma fyrr.
Nokkrir kunnir íistamenn munu
leggja sitt af mörkum til að skapa
sérstætt spánskt andrúmsloft og gefa
fólki tækifæri til að gleyma jólaönn-
unum við ljúfa tóna og upplestur.
Einar Kr. Einarsson flytur
spænska og suður-ameríska tón-
list. Arnar Jónsson les úr nýút-
komnum Andalúsíuljóðum arab-
ískra skálda í þýðingu Daníels Á.
Daníelssonar læknis á Dalvík. Rósa
Guðný Þórsdóttir les úr þýðingum
Guðbergs Bergssonar á úrvali
spænskra ljóða og Viðar Eggerts-
son úr þýðingu Þorgeirs Þorgeirs-
sonar á Tataraþulum eftir Gabríel
Garcia Lorca.
Vegna framkvæmda við inn-
ganginn í Deigluna er gengið inn
um Café Karólínu.
Þorgrímur Þráinsson
X Og
Ömar Ragnarsson
árita bækur sínar í dag
kl. 1700-1800
A OPIÐ ALLA DAGA TIL 2200
KAUPVANGSSTRÆTI 4