Morgunblaðið - 15.12.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 29
LISTIR
Ný kynslóð hraðbanka
í íslandsbanka
14 nýir hrabbankar á þessu ári!
Sem fyrr er íslandsbanki í takt viö nýja tíma og nú tekur
hann forystu í uppsetningu nýrra hrabbanka sem eru ein-
faidari og þægilegri en ábur. Hér er bœbi um ab ræba
endurnýjun á eldri hraöbönk-
um bankans og uppsetningu á
nýjum stöbum.
Á þessu ári mun íslandsbanki
setja upp 14 nýja hraöbanka
og fleiri verba settir upp á
næsta ári. Nú þegar er hrab-
bankanet íslandsbanka þétt-
ara en annarra banka.
Aöalgotu 34
HafnarstWMM,
Storagatp! 1,
saliröi
■
SkipagöBj 14,
Akureyri
ibraut 40,
|í Akranesi*
Eiöistorgi 3, SeltjarnarneSÍfr
Lækjargötu 12, Reykjavík Austurvegi 9,
Háaleitisbraut 58, fijeykjavík Selfossi
Réttarholtsvegi 3,
Dalbraut 3, Reykja\
Stórhöföa 17, Reykjavík
Hamraborg 14a, Kópavogi
Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfiröi Vestmannai
MEIRA HAGRÆÐI OC
MINNI KOSTNAÐUR
Allar aögeröir í hraöbönkunum eru ókeypis og spara tíma
og fyrirhöfn. Nýju hraöbankarnir gefa því vibskiptavinum
möguleika á ab lœkka bankakostnab sinn.
Eigendur debetkorta geta komib þegar þeim hentar í
hrabbanka íslandsbanka og afgreitt sig á afar einfaldan
máta, - ókeypis! Þetta geturbu framkvæmt í hrabbanka
íslandsbanka:
• Tekib út reiöufé
• Millifært á milli reikninga
• Fengiö útprentun á fœrsluyfirliti**
•Athugaö stööu reiknings**
Notabu debetkortiö þitt og próf-
abu nýju hrabbankana í íslands-
banka, þeir geta ekki verib ein-
faldari og ódýrari!
*Nýr hrabbanki verbur settur upp í janúar '95
**Abeins fyrir vibskiptavini íslandsbanka
ISLANDSBANKI
- í takt viö nýja tíma!
líkt og samhengið í lífi
Péturs hverfi. Akveðn-
ar gloppur koma í ævi-
söguná og frásögnin
leysist upp í einangruð
atvik: Kjarabaráttuna
og samningaþófið
1971, slaginn við
skreiðarútflytjendur,
veikindi Péturs.
Textinn er mestan-
part látlaus og þægi-
legur aflestrar og Pétur
er oft kjarnyrtur upp á
gamla mátann eins og
sagt er. Sögurnar af
sjónum eru oft lýsandi
og skemmtilegai' og
veita innsýn í tilveru
sjómannsins, eins og til dæmis frá-
sögnin af lífinu um borð í togaranum
Geir. Það er helst þegar Pétur (og
væntanlega Jónas?) ætlar að fara á
Jónas Jónasson
„skáldlegt flug“, sem textinn verður
klossaður og tilgerðarlegur og stöku
sinnum meira en lítið vafasamur.
Sem dæmi um slíkt má nefna eftir-
Pétur H. Ólafsson
farandi klausu sem kemur fyrir í
frásögn af loftárásum á Múrmansk:
„Það sem ég fann í mínu eigin
bijósti var hatur í garð þessara
manna sem létu vængi .falla niður
úr skýjunum og unguðu út eggjum
dauða og limlestingar, sneru síðan
aftur til bækistöðvanna, lentu heilu
og höldnu og fóru í te, sögðu skrýtl-
ur og létu eins og sprengjurnar
hefðu verið falleg páskaegg handa
börnunum." (Bls. 80.)
Af síðum bókarinnar birtist les-
andanum mynd af harðduglegum
og réttsýnum manni sem gefst ekki
upp þótt á móti blási. Pétur kemur
vissulega til dyranna eins og hann
er klæddur og fer ekki í launkofa
með neitt. Hann fer sínu fram og
getur verið óvæginn í dómum sínum,
jafnt um sjálfan sig sem aðra.
Kristján Kristjánsson.
BÓKMENNTIR
Æ v i s a g a
KRAPPUR LÍFSDANS
Péturs H. Ólafssonar. Jónas Jónasson
skráði. 212. bls. Vaka-Helgafell,
1994.
PÉTUR var sjötta barn foreldra
sinna, einn af tólf systkinum, fædd-
ur 1920 í Stykkishólmi en fluttist
þriggja ára gamall til Reykjavíkur.
Hann lýsir uppvexti sínum í Reykja-
vík kreppuáranna, kynnum af sér-
kennilegu fólki, harðri lífsbaráttu,
fátækt og basli. Pétur missti föður
sinn ungur og varð snemma að axla
ábyrgð sem hann segir að hann
hafi ekki kunnað með að fara, og
að fyrir vikið hafi bernskan orðið
endaslepp.
Eftir fermingu vinnur hann við
ýmis störf og sextán ára gamall fer
hann til sjós á togara. Næstu ár
stundar hann mest sjómennsku, er
þó ekki lengi á sama stað og flakk-
ar á milli skipa. í stríðsbyijun kynn-
ist hann Jóhönnu Davíðsdóttur sem
hann stofnar síðar fjölskyldu með.
Arið 1941 munstrar Pétur sig á
amerískt flutningaskip og þvælist
alla leið til Múrmansk í skipalest
sem verður fyrir heiftarlegum árás-
um Þjóðveija. Hann dvelur þijá
mánuði íBandaríkjunum og snýr
loks aftur til íslands, tekur upp
þráðinn þar sem frá var horfið í
sambandi hans og Jóhönnu og sæk-
ir sjóinn sem fyrr.
1948 verða ákveðin umskipti því
þá fær Pétur pláss á Goðafossi og
er þar samfleytt til ársins 1962.
Síðan þá hefur hann komið víða
við. Pétur tók m. a. þátt í kjarabar-
áttu sjómanna, stuðlaði að verklegri
sjóvinnukennslu og starfaði sem
fiskmatsmaður. Nú hin síðari ár,
eftir að hafa glímt við alvarleg veik-
indi, hefur hann unnið að málum
eldri borgara.
„Krappur lífsdans" telst vera
ósköp hefðbundin viðtalsbók og sem
slík sker hún sig ekki úr fjöldanum
á nokkurn hátt. Saga Péturs H.
Ólafssonar er auðvitað sérstök sem
saga einstaklings. Hann hefur vissu-
lega lifað fjölbreytta ævi og oft
komist í hann krappan. En líf hans
er jafnframt dæmigert um margt
eins og Pétur gerir sér fulla grein
fyrir. „Svona var líf mitt og margra
annarra á þessum mótunartímum."
(Bls. 212.) Styrkur bókarinnar fellst
helst í því að vera raunsönn saga
íslensk sjómanns.
Bókinni er skipt í kafla og innan
hvers kafla eru millifyrirsagnir í
ætt við heldur hvimleiða venju í
dagblöðum og tímaritum. Sagt er
frá í fyrstu persónu og skilin milli
skrásetjarans og þess sem mælir eru
fremur óljós. Framan af er frásögn-
in samfelld og skipuleg en þegar
sígur á seinni hlutann er byijað að
stikla á stóru og byggingin verður
fyrir bragðið hálflosaraleg. Það er
Fyrir eitt
starf í
landbúnaði
skapast tvö
störf í
úrvinnslu
og þjónustu.
ISLENSKUR
LANDBUNAÐUR
Sjóari af
giiðs náð