Morgunblaðið - 15.12.1994, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR:, Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
GLÖGGT ER GESTS
AUGAÐ
ATHYGLISVERT viðtal þirtist hér í Morgunblaðinu sl.
sunnudag við Vigdísi Wangchaou Bóasson, kínverskan
rekstrarhagfræðing, sem búsett hefur verið hér á landi undan-
farin sjö ár, um meistaragráðuritgerð sem hún hefur skrifað
og nefnist „ísland. Alþjóðleg samkeppnisstaða".
Það er að sumu leyti ferskur blær á umfjöllun Vigdísar, jafn-
vel frumlegur, og ætti hún af þeim sökum að vekja menn til
umhugsunar um það, hvar hugsanleg sóknarfæri í íslensku
efnahags- og atvinnulífi geti legið. Glöggt er gests augað, seg-
ir máltækið, og á það vissulega við um ákveðnar ábendingar
Vigdísar Wangchaou, þótt það kunni að orka tvímælis, að nefna
hana gest, eftir sjö ára búsetu hér á landi.
í ritgeriðinni er lögð áhersla á, að íslenskt efnahagslíf þurfi
í auknum mæli að flytjast yfir á svið Qárfestingar og nýsköpun-
ar, í stað frumvinnslustigsins, að því er varðar nýtingu hráefn-
is, sem að uppistöðu til er fiskur. Þannig verði dregið úr hag-
sveiflum og efnahagslegur stöðugleiki aukist.
Rekstrarhagfræðingurinn telur að ísland eigi mikla framtíð
fyrir sér, en stjórnvöld og fyrirtæki verði að hætta að nýta
eingöngu frumþætti efnahagslífsins eins og náttúrulegar auð-
lindir og lítt sérhæft vinnuafl og snúa sér að þróuðum og sér-
hæfðum þáttum, eins og þekkingu, tækni og sérhæfðu vinnuafli.
Kínverski hagfræðingurinn greinir framtíðarmöguleika efna-
hagsþróunar íslendinga í fernskonar svið: sjávarútveg, orkuiðn-
að, heilbrigðismál og byggingariðnað. Hveiju sviði skiptir hún
síðan í framleiðslu og þjónustu.
Vigdís Wangchaou mælir með því, að framieiðendur í sjávar-
útvegi fikri sig í auknum mæli inn á þá braut að framleiða
fiskafurðir, undir íslenskum vörumerkjum, í neytendapakkning-
um. Hægt sé að auka sérhæfingu í framleiðslu á lífefnafræðileg-
um afurðum eins og iýsi og fæðubótaefnum. Þannig verði sam-
hliða hægt að þróa efnafræðiiðnað hér á landi. Auk þessa bend-
ir hagfræðingurinn á möguleika til þess að auka framleiðslu
hátæknivara í sjávarútvegi, á borð við þá framleiðslu sem fer
fram hjá Marel.
í sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, „Úr verinu“, í
gær voru þijár jákvæðar fréttir, allar ánægjuleg vísbending
um að okkur miði í rétta átt á þeirri braut, sem hagfræðingur-
inn mælir með. Ein fréttin var í þá veru, að Marel mun auka
veltu sína um nálægt 35% á milli ára og er aukningin nær öll
vegna útflutnings. Önnur fjallaði um, að söluskrifstofa ís-
lenskra sjávarafurða í Frakklandi hefur aukið sölu á frystum
fiski í neytendapakkningum á þessu ári, í Frakklandi og Belg-
íu, um 30-40%. Hin þriðja lýsti því hvernig Icelandic France,
dótturfyrirtæki SH í Frakklandi, hefur náð umtalsverðri sölu-
aukningu á fiski í dýrum neytendapakkningum, sem markaðs-
settar voru í Frakklandi í fyrra.
Vigdísi Wangchaou er einhæfni íslensks efnahagslífs
áhyggjuefni, þ.e. að fiskveiðar og útflutningur sjávarafurða
skuli vera undirstaða efnahagslegrar velgengni. En hvað sem
áhyggjum rekstrarhagfræðingsins líður, þá er það staðreynd
að Island er fyrst og síðast verstöð norður í Atlantshafi. Við
höfum um langa hríð byggt afkomu okkar á sjávarfangi og
gerum að líkindum, að langstærstum hluta, til langrar framtíð-
ar enn.
Okkur ber þrátt fyrir það að hlýða á góð ráð hagfræðingsins
og annarra og þróa eftir megni frekari vinnsluaðferðir, rann-
sóknir, framleiðslu og tækni í sjávarútvegi, með það í huga
að auka þjóðartekjur okkar og fullnýta þá framleiðslumögu-
leika sem enn eru vannýttir.
Endurskoðun náms á háskólastigi, með nýja forgangsröðun,
þar sem aukin áhersla er lögð á rannsóknir og gæði menntun-
ar, til dæmis í sjávarútvegsfræðum, þar sem kanna mætti hvort
rétt væri að bjóða upp á doktorsnám, mætvælafræði, lífefna-
tækni, kynni að stuðla að því að slík markmið næðust, þegar
til framtíðar er Iitið.
Einnig bendir hagfræðingurinn á að stjórnvöld gætu lagt
grunn að því að langtímamarkmiðum verði náð, með því að
Ieggja fyrirtækjum í landinu, í framleiðslugreinum og hátækni-
iðnaði, til sérmenntað starfsfólk, aðstoða háskólann og rann-
sóknastofnanir við þróun og framleiðslu á nýjum vörutegundum
sem fela í sér mikinn virðisauka og greiða síðan leið þeirra á
erlenda markaði.
Hún telur einnig að stjórnvöld gætu komið við sögu við 3tofn-
un nýrra fyrirtækja, með sérstökum stofnlánum, markaðsráðg-
jöf og öflugu starfi viðskiptafulltrúa. Þessar leiðir telur hún
vænlegri til árangurs en bein styrkjaframlög til fyrirtækja, sem
vilja þróa nýjar vörutegundir.
Það hlýtur að vera þess virði að íhuga tillögur Vigdísar
Wanghaou Bóassonar af fyllstu alvöru. Þær eru að minnsta
kosti áhugavert og nýstárlegt 'innlegg í umræðuna, um það
með hvaða hætti við komumst upp úr þeim öldudal, sem við
höfum verið í, og tryggjum hér stöðugleika til framtíðar.
*
Atök í kjördæmisráði Alþýðubandalagsfélagan
Brestir í stuðning
Svavars Gestssc
Mikil ólga er meðal alþýðubandalagsmanna í
Reykjavík vegna framboðsmála og er reiknað
með að lögð verði fram tillaga um að hætt
verði við prófkjör á fundi kördæmisráðs í kvöld
en í grein Omars Friðrikssonar kemur fram
ÞAÐ ER satt að segja allt
upp í loft út af þessu máli,“
sagði áhrifamaður innan
Alþýðubandalagsfélags
Reykjavíkur (ABR) í samtali við
Morgunblaðið um þær deilur sem
uppi eru meðal alþýðubandalags-
manna um undirbúning framboðs-
mála í borginni fyrir alþingiskosning-
arnar í vor. Tekist er á um hvort
efnt verði til prófkjörs eða farið í
uppstillingu frambjóðenda í efstu
sæti listans í samræmi við þær hug-
myndir sem ræddar hafa verið að
undanförnu í kjörnefnd alþýðubanda-
lagsfélaganna og innan forystu
flokksins, sem Guðrún Helgadóttir
lýsti yfir að væri skilyrði fyrir því
að hún viki úr 2. í 4. sæti listans á
óvæntum blaðamannafundi sem hún
boðaði til í seinustu viku.
Hugmyndin gengur út á að Svavar
Gestsson alþingismaður skipi áfram
1. sæti, Bryndís Hlöðversdóttir, lög-
fræðingur ASÍ, verði í 2. sæti, Ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB í
3. sæti og Guðrún Helgadóttir verði
í 4. sæti. Endanlegt vald er í höndum
kjördæmisráðs sem kemur saman í
kvöld. Þar verður að öllum líkindum
lögð fram tillaga um að hætt verði
við prófkjör. Er reiknað með miklum
hitafundi um málið.
I fyrri hluta nóvember var kjör-
nefnd falið að undirbúa framboðslista
í Reykjavík og láta fara'fram próf-
kjör. I samþykktinni var sleginn sá
varnagii að ef kæmu upp óvæntar
aðstæður, s.s. ef nýir einstaklingar
gengju til liðs við flokkinn eða ef
efnt yrði til alþingiskosninga fyrr en
ætlað hefur verið, gæti kjörstjórn
leitað til kjördæmisráðs um að endur-
skoða ákvörðun sína um að láta próf-
kjör fara fram.
Fimm félög standa að 65 manna
kjördæmisráði flokksins í Reykjavík.
Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur á
39 fulltrúa, Birting 14, Framsýn á 6
fulltrúa, en það var stofnað sl. sumar
m.a. af nokkrum forystumönnum í
verkalýðshreyfingunni, Sósíalistafé-
lagið, sem stofnað var í haust, á 3
fulltrúa og loks á æskulýðsfylkingin
3 fulltrúa.
í kjörriefndinni sem unnið hefur
að undirbúningi framboðsins eru full-
trúar ýmissa fylkinga innan flokksins
en þeir eru Árni Þór Sigurðsson,
Ástráður Haraldsson og Guðrún
Siguijónsdóttir úr ABR, Gísli Gunn-
arsson, Birtingu, Þorsteinn Óskars-
son, fulltrúi Framsýnar, og Stefanía
Þorgrímsdóttir er fulltrúi Sósíali-
stafélagsins.
Á seinustu vikum hefur verið rætt
innan kjörnefndar og forystu flokks-
ins um möguleika á að fá Ögmund
og Bryndísi Hlöðversdóttur, félaga í
Framsýn og varaformann stjórnar
kjördæmisráðsins, til að taka sæti á
listanum með uppstillingu í stað próf-
kjörs. Með þessu tækist _____________
flokknum m.a. að styrkja
tengslin við verkalýðs-
hreyfinguna. Þó ekki sé
full sátt um þessar hug-
myndir í kjörnefnd eru þær
að nokkrír helstu stuðningsmenn Svavars
Gestssonar úr innsta kjama ABR hafi snúist
gegn honum í þessu máli.
Valdahlutföllin
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélaganna
í Reykjavík, samtals 65 fulltrúar
Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur (ABR)
39 fulltrúar
Klofið í afstöðu til uppstillingar eða prófkjörs
Sósíalistafélagið
3 fulltrúar
Vill prófkjör
Birting
14 fulltrúar
Vill uppstillingu
Framsýn
6 fulltrúar
Vill uppstillingu
Æskulýðsfylkingin
3 fulltrúar
Óvíst um afstöðu
Svavar
Gestsson
Bryndís Hlöð-
versdóttir
Ögmundur
Jónasson
Guðrún
Helgadóttir
Árni Þór
Sigurðsson
Gísli
Gunnarsson
Auður
Sveinsdóttir
Stefanía
Þorgrímsdóttir
Tillaga um að
hætt verði við
prófkjör
sagðar njóta stuðnings mikils meiri-
hluta kjörnefndarmanna. Hugmynd-
irnar voru þó ekki frágengnar þegar
Guðrún Helgadóttir hélt frétta-
mannafund sinn og olli yfirlýsing
hennar óþægindum fyrir ýmsa for-
svarsmenn ABR í kjörnefndinni og
víðar, að sögn eins viðmælenda
minna. Þá hafa þessar þreifingar
kjörnefndar og yfirlýsing Guðrúnar
_________ valdið mikilli óánægju
meðal nokkurra félags-
manna í ABR og Sósíalista-
félaginu. Þeir telja að ekki
hafi verið farið að sam-
þykktum flokksins
um
prófkjör og verið sé að ýta til hliðar
Auði Sveinsdóttur, sem skipaði þriðja
sæti framboðslistans fyrir seinustu
kosningar og Guðmundi Þ. Jónssyni
sem skipaði fjórða sætið. Hafa þau
bæði lýst yfir að þau vilji að haldið
verði prófkjör.
„Auðvitað er það ekki eðlilegt að
þingmaður ijúki til og tilkynni ein-
hveija hugmynd á blaðamannafundi
án samráðs við félaga ____________
sína,“ sagði Garðar Mýr-
dal, formaður ABR. Hann
kveðst vera fylgjandi því
að efnt verði tii prófkjörs
en telur einnig mögulegt
Meir
talim
hand
að þó samið verði við Ögmund eða
aðra utanaðkomandi aðila um sæti á
listanum verði ákveðið að kjósa um
önnur sæti í prófkjöri. Alfheiður
Ingadóttir sagði að sem flestir félags-
menn ættu að koma að því að velja
á framboðslistann. Hún sagði ekki