Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ Bændur og býli í V-Hún: Heimildar- mynd um bændur á myndbandi V. Hún. Morgunblaðið. KAUPFÉLAG Vestur-Húnvetninga hefur gefíð út á myndbandi heimild- armynd um bændur og býli í Vestur- Húnavatnssýslu. Myndin var tekin af Vigfúsi Sig- urgeirssyni á árunum 1953-1964 að frumkvæði kaupfélagsins. Mynd- in er í lit og sýnir nánast alla bæi í héraðinu, ábúendur, sumarvinnu- brögð þess tíma, mannfagnaði og útsýni frá fjölmörgum stöðum. Einnig sést hvernig Hvammstangi breytist á þessum árum og brot úr mannlífi staðarins. Á þessum tíma er vélvæðing að hefja innreið sína í héraðið, sjá má heybandslest, unn- ið með hestavélum við heyskap við hlið dráttarvéla, svipmyndir úr rétt- um, rúning og margt fleira. í mynd- hluta um Hvammstanga má sjá, svo eitthvað sé nefnt, uppskipun á kol- um, kjötmat, gömlu kaupfélagsbúð- ina og vígslu Hvammstangakirkju, en þar voru m.a. viðstaddir tólf prestar. Mynd þessi var tekin fyrir 30-40 árum, en aldrei frágengin, meðal annars var hún án texta. Fram- kvæmdanefnd sumarhátíðar Vest- ur-Húnvetninga 1994, Bjartar næt- ur, kom lokavinnunni af stað og vinnueintak myndarinnar var sýnt á hátíðinni fyrir 700 manns. Full- búið eintak myndarinnar var síðan ljölfaldað og er nú boðið almenningi til kaups. Myndin er í lit og er mál fagmanna að myndgæði séu mjög góð. Myndin var klippt og talsett hjá Saga Film, höfundar texta voru Karl Sigurgeirsson og Eggert Ó. Levy, en þulur var Árni Magnússon. Myndbandið var fjölfaldað hjá Berg- vík og er iengd þess um 150 mínút- ur. Myndir á kápu eru teknar af Jóni Eiríkssyni. Dreifíngar- og sölu- aðili er Kaupfélag Vestur-Húnvetn- inga. Má fullyrða að hér sé að fínna afar merkar heimildir um liðna tíma og ijölmargt yngra fólk sjái hér horfínn frændgárð ljóslifandi í fyrsta sinn. BUBBI Morthens Bubbi Morthens í Þjóðleikhús- kjallaranum BUBBI Morthens mun spila í Þjóð- leikhúskjallaranum í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 23. Tónleikarnir eru í samvinnu við Listaklúbb Leikhúskjallarans. í kynningu segir: „Það kemur engum á óvart að plata hans, Þrír heimar, er söluhæsta platan á íslandi enda af mörgum talið að þarna sé á ferð- inni besta plata hans til þessa." FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 PHIUPS '95 línan frá Philips - þú færð ekkert betra! PHILIPS hefur verið brautryðjandi í sjónvarpstækni um árabil. Gæði Philips tækjanna er löngu heimsþekkt bæði hjá fagfólki og almenningi. Þau þykja bera af hvað varðar mynd- og hljómgæði og ótrúlega góða endingu. Philips hefur kynnt hverja tæknibyltinguna á fætur annarri og sem dæmi um það má nefna 100 Hz tækin með „Digital Scan“ sem tryggir að titringur á mynd er algjörlega horfinn. Ekki má heldur gleyma hinni frábæru „Crystal Clear“ tækni sem eins og nafnið gefur til kynna eykur myndskerpu til mikilla muna. PHILIPS PT-472, 28" • Nýr BLACK-MATRIX myndlampi. Stóraukin myndgæði og lítill sem enginn glampi á skjá. • NICAM STEREO hljómur og tvö SCART tengi fyrir STEREO móttöku. • „CTI “ litaskerping. (Co/our transient improvement) • Úttak fyrir hljómflutningstæki. (Surround hljómur) • „SPATIAL SOUND“ bergmálshljómur. • 2x25W innbyggður magnari. • Tenging fyrir heyrnartól. • Textavarp með íslenskum stöfum. • Barnalæsing á notkun. • Sjálfvirk innsetning sjónvarpsrása. • Fullkomin fjarstýring. Mjög einföld I notkun. • Tímastilling á straumrofa o.m.fl. Verð 94.700 kr. PHILIPS Nýjungar fyrir þig! PHILIPS PT-532, 28" • BLACK-LINE S flatur myndlampi með sérstakri skerpustillingu og litlum sem engum glampa á skjá. • NICAM STEREO hljómur og tvö S.CART tengi fyrir STEREO móttöku. • „CTI“ litaskerping. (Colour transient improvement) • Úttak fyrir hljómflutningstæki. (Surround hljómur) • „SPATIAL SOUND" bergmálshljómur. • Tengi framan á tækinu fyrir myndbandstökuvél. • S-VHS inngangur. • 2x30W innbyggður magnari. • Tenging fyrir heyrnartól. • Textavarp. • Barnalæsing á notkun. • Sjálfvirk innsetning sjónvarpsrása. • Fullkomin fjarstýring. Mjög einföld í notkun. • Tímastilling á straumrofa o.m.fl. Verð 119.900 kr. Gmns Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍIS/II 69 15 OO Umbobsmenn um land alh. PHILIPS PT-912, 29" • 100 riða „BLACK-LINE S, CRYSTAL CLEAR, EXTRA FLAT“ háskerpumyndlampi. Myndgæðin gerast ekki betri! Ekkert flökt. • „Mynd í rnynd" möguleikar. • Kyrrmynd á skjá. • „PICTURE STROBE" Ramma fyrir ramma stilling. • „DIGITAL SCAN“ eyðir öllu flökti í mynd. • „CINEMASCOPE" breiðtjaldsstilling. • „CTI“ litaskerping. (Colour transient improvement) • NICAM STEREO hljómur og þrjú SCART tengi fyrir STEREO móttöku. • „POWER BASS REFLECT SYSTEM" kraftbassastilling. • Úttak fyrir hljómflutningstæki og aukatengingar fyrir viðbótarhátalara fyrir „SURROUND" hljóm. • 2x50W innbyggður magnari. • Tengi framan á tækinu fyrir myndbandstökuvél. • S-VHS inngangur. • Tenging fyrir heyrnartól. • Textavarp. • Barnalæsing á notkun. • Sjálfvirk innsetning sjónvarpsrása. • Mjög fullkomin fjarstýring. Sérlega einföld í notkun. • Tímastilling á straumrofa o.m.fl. Verð 218.400.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.