Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ ” > r f : Teg: D - 29 kr. 9.900,- sta&gr. Mikið úrval skrifborbsstóla. Smiöjuvegi 2, Kópavogi, sími: 67 21 10 ^teinar stálhúsgagnagerö stofnuð 1960 stofnað 1908 stofnað 1919 ^amla kompanílö !&t\*\\án Siggelrsson Nýr skattur R EITT HELSTA slag- orð R-listans í kosn- ingabaráttu borgar- stjómarkosninganna í vor var Tími til að breyta og nú er fyrsta verulega breytingin að koma í ljós. Skattar skulu hækkaðir. Sag- an frá fyrri stjórnartíð vinstri flokkanna í Reykjavík er að byija að endurtaka sig. Á stjórnarárum sínum 1978-1982 hækkuðu vinstri menn mjög álögur á Reykvíkinga. Þá var fasteignaskatt- ur hækkaður, að- stöðugjöld og útsvar. vinstri manna munu Inga Jóna Þórðardóttir Breytingar því halda áfram að þýða meiri álögur á borg- arbúa. Sjálfstæðismenn hafá lagt áherslu á að íbúar Reykjavíkur greiddu lægstu fasteignagjöld á höfuðborgarsvæðinu en nú ætlar R-listinn að breyta því. Forvígismenn R-listans höfðu lofað því í kosningabaráttunni að útsvar skyldi ekki hækkað svo að góð ráð voru dýr þegar finna þurfti auknar tekjur til að standa undir kosningaloforðum R-listans. Ein- faldasta ráðið var því greinilega [Alltaf-allsstaðar meðSiemens Siemens S3 - GSM farsíminn er nettur, léttur og alltaf tiltækur. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 628300 að leggja á nýjan skatt! Holræsagjald á hvern einasta fast- eignaeiganda í borg- inni óháð tekjum hans og aðstöðu. Engum hafði hug- kvæmst að spyija R-listann að því í vor hvort stæði til að leggja á holræsa- gjald og þess vegna var aldrei lofað að leggja ekki á holræ- sagjald! Tillaga R-listans um nýtt holræsa- gjald mun hafa í för með sér 26% hækkun fasteignagjalda. Það mun færa borgarsjóði 550-600 milljónir í tekjur á ári. Af eign sem metin er á 7 milljónir (íbúð og lóð) þarf á næsta ári að greiða 10.500 krónur í holræsagjald og af eign sem metin er á 18 milljónir (íbúð og lóð) þarf að greiða 27.000 krónur í holræsagjald. Með þessum hætti er verið að auka verulega álögur á borgarbúa og er þá ekkert tillit tekið til þess hvort um sé að ræða elli- og örorkulífeyrisþega eða lág- launafólk. Sömuleiðis er ekkert tillit tekið til þess hvort fólk skuld- ar eitthvað í sínum eignum. Þessi skattur mun því koma illa við þá sem litlar tekjur hafa og eru að beijast við að halda sínu húsnæði oft við afar þröngar aðstæður. I rökstuðningi sínum með þess- um nýja skatti hefur borgarstjóri látið að því liggja að ástæðurnar séu bág fjárhagsstaða borgarinnar listans Kvennalistinn hefur löngum haft þá stefnu að skattleggja eignir fólks, segir Inga Jóna Þórðardóttir. Það er líka fyrsta ráð fulltrúa þeirra í stól borgarstjóra. auk þess sem fyrirhugaðar fram- kvæmdir við holræsi á næstu árum kalli á aukna skattheimtu. Rétt er að benda á í þessu sambandi að á síðustu árum hafa fram- kvæmdir í holræsamálum numið tæpum 1.900 milljónum króna án þess að sérstök skattheimta hafi komið til. Varðandi fjárhagsstöðu borgarinnar er ljóst að hún er erf- iðari um þessar mundir en hún hefur verið. Fjárhagsstaða er hins vegar langt frá því að vera bágbor- in eins og talsmenn R-listans vilja halda fram. Þar tala tölur sínu máli. Þegar borin er til dæmis saman greiðslubyrði lána í hlut- falli af skatttekjum kemur í ljós að á þessu ári mun hún vera um 10% í Reykjavík en í nágranna- sveitarfélögum almennt 20-30%. Kvennalistinn hefur löngum haft þá stefnu að skattleggja beri eignir fólks. Nú þegar fulltrúi hans er sestur í stól borgarstjóra er það fyrsta ráðið til að afla meiri tekna. Jafnframt þykir þægilegt að geta tengt skattinn við myndarlegar framkværndir sem skapa betra umhverfi. Óréttlátari skattheimtu var varla hægt að hugsa sér. En kosningaloforð R-listans þarf að ijármagna og til þess verður að skattleggja háa sem lága, tekju- litla, ellilífeyrisþega og öryrkja - alla þá sem hafa komið sér upp þáki yfir höfuðið. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Rcykjavík. ALLTAF GOÐUR MATUR ALLTAF GÓÐ KAUP FINNDU MUNINN! VEITINGASTAÐUR FJÖLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 McDonald's l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.