Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 43
AÐSEIUPAR GREINAR
Blaðamennska
Meðal annarra orða
íslenskir fjölmiðlar standast engan samanburð við
hina bresku, segir Njörður P. Njarðvík. Því mið-
ur er svo komið, að maður opnar ekki svo blað á
íslandi eða hlustar á útvarp eða sjónvarp, að þar
særi ekki málvillur af ýmsu tagi, ambögur og
jafnvel beinar beygingarvillur.
EITT af því sem setur sér-
stakan svip á Bretland er
blaðaútgáfa og blaðalestur.
Blöð hér má í grófum dráttum
flokka á tvenns konar hátt. Annars
vegar eru staðbundin blöð í tak-
mörkuðu upplagi. Hér í Cambridge
er t.d. gefið út síðdegisblað sem
heitir Cambridge Evening News,
sem er helgað atburðum í borgirini
og héraðinu í kring. Hins vegar eru
svo blöð, sem dreift er og lesin eru
um allt land. Og þeim má aftur
skipta nokkurn veginn í tvo flokka.
Þar eru annars vegar slúðurblöðin,
sem kölluð eru Tabloids og snudda
einkum í einkalífi frægs fólks, eru
frek og ágeng og þykja ekki vönd
að meðulum, og geta fjarri því allt-
af staðið við hæpnar fullyrðingar
sínar. Við þekkjum því miður fyrir-
bærið á Islandi, þótt í smærra
mæli sé. Og svo eru verulega vönd-
uð blöð, stór og mikil og ýtarleg.
Það er í raun unun að lesa þau og
fylgjast með þeim. Ég á hér einkum
við dagblöðin The Times, The Guar-
dian, The Independent og að sumu
leyti The Daily Telegraph, (þótt
mér finnist það ekki jafnast á við
hin) og sunnudagsblöðin The Obser-
ver og The Sunday Times.
Býsna strangt aðhald
Það sem einkennir þessi vönduðu
blöð má enn segja, að sé einkum
tvennt. Annars. vegar málsmeðferð,
hvernig tekið er á málefnum líðandi
stundar, og hins vegar hversu vel
þau eru skrifuð, á vönduðu, blæ-
brigðaríku máli.
Það hefur vakið athygli mína,
hversu djarfleg þessi blöð eru. A
vettvangi innanlandsmála flytja þau
ekki einungis fréttir, heldur
skyggnast ákveðið á bak við frétt-
irnar, og veita umfram allt býsna
strangt aðhald, ekki aðeins að því
er tekur til laga, heldur einnig al-
menns siðferðis. Einkum og sér í
lagi snertir slíkt aðhald alla með-
ferð á almannafé og viðhorf til þess,
sem telst sæmilegt. Tvö nýleg dæmi
má tilgreina, sem tekin hafa verið
til umfjöllunar.
Framkvæmdastjóri British Gas
(sem var einkavætt á sínum tíma)
fær nú kauphækkun sem nemur
£205.000 (ISK 21.730.000) og •
nema árslaun hans því £475.000 .
(ÍSK u.þ.b. 50.350.000 eða nærri
fjórum milljónum og tvö hundruð
þúsundum á mánuði). Á sama tíma
hækka gasreikningar, svo að veldur
efnalitlu fólki áhyggjum. Heseltine
iðnaðarráðherra hefur varið þessa
hækkun á þingi. John Major forsæt-
isráðherra gerir það að vísu ekki,
en segir að slík ákvörðun sé á valdi
hluthafa fyrirtækisins. Slík ofur-
laun eru fordæmd og talin vera enn
eitt áfall fyrir ríkisstjórnina.
Vice-Chancelor Háskolans í
Portsmouth er sakaður um að hafa
misnotað fé skólans í eigin þágu
og að hafa hrakið burt hæfa starfs-
menn. í slíkum tilvikum hika blöðin
ekki við að birta nöfn viðkomandi
ásamt stórri mynd. Við getum
ímyndað okkur, hvaða áhrif slík
frétt hefur á forsíðu The Observer.
Það sem mætti e.t.v. finna að
erlendum fréttum þessara blaða, er,
að þau binda sig dálítið mikið við
lönd, sem áðurworu hluti af breska
heimsveldinu.
Þegar ég fletti Morgunblaðinu
hérna, þá verð ég að segja, að það
stendur sig furðuvel í flutningi er-
lendra frétta miðað við takmarkað
rými blaðsins.
Standast engan samanburð
Gagnrýni þessara blaða er ærið
oft grimm og miskunnarlaus, hvort
sem fjallað er um bækur, myndlist
eða leiksýningar, svo að undan hlýt-
ur að svíða. En hún er jafnan rök-
studd og þar af leiðandi málefna-
leg, en ekki illyrt eða persónulega
fjandsamleg, andstætt því sem
stundum gerist á voru landi. Og
kannski er hún enn beittari, sem
og önnur umfjöllun blaðanna, vegna
þess hve vel hún er skrifuð.
Það virðist vera sameiginlegt ein-
kenni þeirra, sem starfa við þessi
vönduðu blöð, að þeir hafa mjög
gott vald á tungumáli sínu, eru vel
menntaðir á sínu sviði, og skrifa
því þannig, að orðfar þeirra er ná-
kvæmt, hnitmiðað en um leið blæ-
brigðaríkt, og iðulega kryddað til-
vísunum og tilvitnunum í bók-
menntir og heimspeki, sem gefa
greinunum stóraukið gildi.
Hér standast íslenskir fjölmiðlar
engan samanburð. Því miður er svo
komið, að maður opnar ekki svo
blað á íslandi eða hlustar á útvarp
eða sjónvarp, að þar særi ekki
málvillur af ýmsu tagi, ambögur
og jafnvel beinar beygingarviltur.
Morgunblaðið er þar engin undan-
tekning. Ég ætla að nefna dæmi,
af því að það snertir mig persónu-
lega. I síðustu grein minni, sem
fjallaði um spillingu í breskum
stjómmálum, voru því miður marg-
ar villur. Ein þótti mér sérlega
slæm. Ég hafði eftir blaðamanni,
að spilling væri fremur umborin í
góðæri, en þegar harðnaði á daln-
um kæmi annað hljóð í strokkinn.
í blaðinu stóð hins vegar, þegar
harðnar í dalnum. Og þar af leið-
andi gátu lesendur haldið, að ég
kynni ekki að fara rétt með algengt
íslenskt orðtak. Ég vona að þessi
grein sleppi við slíkar „leiðrétting-
ar“ hjá blaðinu.
Það hlýtur vera okkur verulegt
áhyggjuefni, hve íslenskt fjölmiðla-
fólk fer oft illa með íslenskt mál.
Það er okkur ekki sæmandi, að fólk
starfi við áhrifamikla fjölmiðla án
þess að hafa góð tök á íslenskri
tungu.
Höfundur er prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla íslands,
en dvelst sem stcndur við rann-
sóknir og ritstörf í Clare Hall
College, University of Cambridge.
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fast á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
-kjarni málsins!
djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn
BÓNDABRIE
Með kexinu, brauðinu '
og ávöxtunum. Mjög góður
djúp- eða smjörsteiktur.
DALA BRIE
Á ostabakkann og með kexi
og ávöxtum.
DALA BRIE 30 g
Góður að grípa til!
HVITLAUKS-
OSTUR
Við öll tækifæri
og frábær
í sósur.
GRÁÐAOSTUR
Tilvalinn til matargerðar
- í súpur, sósur eða til
fyllingar í kjöt- og fiskrétti.
Góður einn og sér!
FfaMLem
M 01 Srt
CAMEMBERT
Einn og sér, á ostabakkann
og í matargerð.
LUXUSYRjfÁ' ®SSS
Mest notuð eins og hún
kemur fyrir en er einkar góð
sem fylling í kjöt- og fiskrétti.
Bragðastmijög vel djúp^teikt.
KjójTtato i
J jVH'ri f.Hik i
■iMtuflunt lyk'lj
DJUPSTEIKTUR
CAMEMBERT
Sem smáréttur eða
eftirréttur.
RJÓMAOSTUR
kexið, brauðið, í sósur
og ídýfur.
OSTAKAKA
Sem ábætisréttur,
með kaffinu og
á veisluborðið.
PEPPERONEOSTUR
Góður í ferðalitgið. HVITUR KASTALI
Á 'í >. Með ferskum ávöxtum
v eða einn og sér.
smjo«sF