Morgunblaðið - 15.12.1994, Síða 47

Morgunblaðið - 15.12.1994, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 47 AÐALSTEINN MICHELSEN Aðalsteinn Michelsen bif- vélavirki var fædd- ur á Sauðárkróki 28. október 1918. Hann lést á Land- spítalanum 9. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru J. Franch Michelsen úrsmið- ur og kaupmaður og kona hans Guð- rún Pálsdóttir. Hann var áttundi í röðinni af 12 systk- inum. Aðalsteinn var kvæntur Hildi Björnsdótt- ur frá Litla-Ósi í Miðfirði, V- Húnavatnssýslu, d. 17.7 1988. Börn þeirra hjóna eru: Atli, giftur Carinu Anderberg, eiga þau þijú börn; Ómar, d. 30.1. 1994, og Guðrún, gift Ævari Lúðvíkssyni og eiga þau þrjú börn. Útför Aðalsteins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag. MIG LANGAR í örfáum orðum að minnast tveggja frænda minna, feðganna Aðalsteins Michelsens, sem nú er kvaddur, og Ómars son- ar hans sem lést í janúar á þessu ári. I Hveragerði þar sem ég ólst upp bjuggu í nokkur ár fjórir „Mikka bræðranna" og var auðvit- að töluverður sam- gangur milli heimil- anna og vinnustað- anna. Þar vann Aðal- steinn á bifreiðaverk- stæðinu við hliðina á heimili mínu, bakarí- inu, og oft var leitað til hans með biluð og vindlaus hjól, trébíla og dúkkuvagna. Alltaf var hann jafn ljúfur og þolinmóður gagn- vart okkur börnunum þegar við birtumst í dyragættinni hjá hon- um. Ég var einnig tíður gestur á heimili fjölskyldunnar, þar sem ég var vinur þeirra Ómars og Guðrún- ar, barna Aðalsteins, og var það mér mikill harmur þegar fjölskyld- an flutti fyrst til Reykjavíkur, en síðan í Kópavog, þar sem þau bjuggu í fjölmörg ár. Þá lagði ég það á mig að taka rútuna til Reykjavíkur og síðan strætisvagn í Kópavog, alls óvön og rataði nán- ast ekkert, bara til að heimsækja vinkonu mína, Guðrúnu. Þar tók hlýlega á móti mér Hild- ur, eiginkona Aðalsteins, en hún lést fyrir sex árum, ljóðelsk kona og fróð. Frá þeim tíma minnist ég ávallt Hildar með títuprjóna í munninum, en hún var mikill saumasnillingur. Hafði ég ætíð MINNINGAR mikla ánægju af þessum heim- sóknum í Kópavog og hugsa til baka með hlýjum huga og þakk- læti. Eftir að Aðalsteinn fiutti frá Hveragerði vann hann hjá Ottó bróður sínum vjð viðgerðir hjá Skrifstofuvélum hf. og þótti hann mjög góður fagmaður. I frístund- um sínum safnaði hann frímerkjum og var hann virkur félagi í Félagi frímerkjasafnara. Einnig hafði hann unun af að ferðast og fóru þau hjónin Hildur og Aðalsteinn oft í ferðalög með foreldrum mín- um til útlanda, öllum til ómældrar ánægju, og hafa þær ferðir oft verið rifjaðar upp á góðum stund- um. Eru þau þakklát fyrir allar góðu samverustundirnar innan- lands og utan og biðja fyrir samúð- arkveðjur til Guðrúnar og Atla og fjölskyldna þeirra. En nú er hann Aðalsteinn farinn eftir erfið veikindi, hefur samein- ast Hildi og Ómari. Megi hann fara í Guðs friði. Þegar Ómar frændi minn lést fyrr á þessu ári var ég stödd er- lendis og gat ekki fylgt honum síðasta spölinn, sem mér þótti ákaflega miður. Þó hann nafi verið mikið veikur kemur dauðinn ávallt á óvart. Við vorum jafnaldrar, í sama bekk, og fyrstu skólaárin vorum við nánast alltaf samferða heim úr skólanum og ég man það eins og það hafi gerst í gær, þar sem við sátum í eldhúsinu hjá mömmu að borða sultubrauð, sem var í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. 3,6 V skrúíjárn m. skiptanlegri rafhlöðu Verð 4.490 stgr. 550 W öflug borvél/skrúfvél Verð 12.900 stgr. GSM FARSÍMI m. aukarafhlöðu Verð 69.800 stgr. Bílskúrshurðaopnari Mjög öflugur Verð 24.900 stgr. Hefill fyrir iðnaðarmanninn Afkastamikill 750 W Verð 19.800 stgr. BOSCH DESEMBERTILBOÐ Auk þess bjóðum við allt að 15% staðgreiðsluafslátt á eftirtöldum vörum Lofthöggsborvél verð 27.900 stgr. Sverðstingsög verð 16.800 stgr. Heftibyssa verð 9.900 stgr. Ljóskastari 1000 W verð 4.600 stgr. Slípirokkur 1400 W verð 15.900 stgr. Pússikubbur verð 11.500 stgr. Borvél 550 W verð 10.900 stgr. Ljóskastari 500 W verð 2.300 stgr. Ljóskastari 1500 W verð 5.300 stgr. Söluaðilar fyrir Bosch á landsbyggðinni eru m.a.: Víkingur, Egilsstöðum (handverkfæri, bílavarahlutir og fl.) KEA, Akureyri (hand- verkfæri og fl.) Póllinn, ísafirði (handverkfæri) GH verkstæðið, Borgarnesi (bíla- varahlutir og fl.) Vélsm. Hornafjarðar, Hornafirði (bílavarahlutir og fl.) Þórsham- ar, Akureyri (bílavarahlutir og fl.) Árvirkinn, Selfossi (handverkfæri) Áratugareynsla okkar í meðhöndlun handverk- færa segir allt sem þarf... BOSCH VERSLUNIN B R Æ Ð U R N I R (©)ORMSSONHF Lágmúla 9 - Sími 38825 Ath. Ekið inn frá Háaleitisbraut. Þótt við Ómar sæjumst ekki oft seinni árin, þá var aldrei gjá á milli. Hann var alltaf jafn hress og kátur, stutt í brosið, og ávarp- aði mig ætíð „frænka“. Ég hitti hann stuttu fyrir andlát- ið í verslun systur hans og lék hann á als oddi, gantaðist við okk- ur dömurnar. Þá grunaði mig ekki að við sæjumst ekki oftar í þessu lífi. Það er átakanlegt að missa ást- vini, ekki síst þegar skammt er stórra högga á milli. Elsku Guðrún mín og Atli, megi algóður Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur og fjölskyldum ykkar hinar innilegustu samúðarkveðjur. Linda Michelsen. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formá- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. V I N N I M G A R Styrktu gott málefni og keyptu jólakortin og jólamerkimiðana frá Slysavarnafélagi íslands, því þau eru jafnframt skafmiðar. Stórglæsilegir vinningar að verðmæti yfir 20 milljónir kr. Tugir ferðavinninga til Florida, tugir fjallahjóla, skíðaútbúnaður, gasgrill, kuldagallar, geisladiskar o.fl. o.fl. o.fl. Jólakortin og merkimiðarnir eru seld í stórmörkuðum, blómaverslunum, bókaverslunum og hjá björgunarsveitunum. Styrktu gott málefni - vinir þínir og ættingjar gætu fengið óvænta gjöf. - til bjargar mannslífum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.