Morgunblaðið - 15.12.1994, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994
MORGUNBLADIÐ
GUÐNÝ G.
ALBERTSSON
+ Guðný Jóna
Guðmundsdótt-
ir Albertsson var
fædd á Bakka á
Borgarfirði eystra
12. febrúar 1902.
Hún lést í Landa-
kotsspítala 8. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Jóns-
dóttir frá Lykkju á
Kjalarnesi og Guð-
mundur Björnsson
bóndi á Bakka á
Borgarfirði eystra.
Guðný var sjötta af
tíu systkinum, sem öll eru látin.
Hinn 7. mars 1926 giftist Guðný
Guðmundi Albertssyni frá Leið-
arhöfn í Vopnafirði, forstjóra í
Reykjavík. Hann lést 11. desem-
ber 1970. Börn þeirra eru: 1.
Atli, skipstjóri. Hann er kvænt-
ur Sif Johnsen og
eiga þau fjögur
börn. 2. Guðrún, var
gift William J.
Bannen, lækni í
Bandaríkjunum.
Þau eiga þijú börn.
3. Hörður Albert,
forstjóri, var
kvæntur Maríu Jó-
hannsdóttur og eiga
þau fjórar dætur.
Seinni kona hans er
Þórdís Asgeirsdótt-
ir. Þau eiga fimm
börn. Áður eignað-
ist Hörður tvo syni.
4. Auður, gift Guðjóni Lárus-
syni, lækni. Þau áttu fimm syni
en fjórir eru á lífi. Barnabörnin
eru orðin 21, barnabarnabörnin
34 og langalangömmubörnin
tvö. Utför Guðnýjar fer fram
frá Dómkirkjunni í dag.
GUÐNÝ G. Albertsdóttir er látin.
Langri göngu er lokið og hún mun
hafa verið hvíldinni fegin. Samferða-
mennimir eru flestir farnir á undan
og Guðný var farin að finna kraftana
dvína. Henni líkaði það ekki vel.
Margir munu þó minnast hennar, því
að hún varð ógleymanleg flestum
þeim, sem henni kynntust, þótt ekki
væri nema um skamman tíma. Hvort
tveggja var, að fegurð hennar og
reisn voru framúrskarandi, en eins
var líka persónuleiki hennar einstak-
ur.
í raun er ekki auðvelt að skrifa
eftirmæli um Guðný eða lýsa henni,
þvæld orð eins og litríkur persónu-
leiki segja ekki neitt um hana. Per-
sónuleiki hennar var stórbrotinn,
flókinn og fullur af andstæðum. Hún
var einstök og ógleymanleg.
Hægt og hægt gerast kynsóða-
skíptin. Gamla fólkið hverfur af sjón-
arsviðinu og með því fróðleikur um
liðin ár og lífsreynslan, sem hefur
mótað það. Eftir stendur næsta kyn-
slóð frammi fyrir nýjum vandamálum
nýs tíma. Þó eru þau í eðli sínu þau
sömu - mannleg vandamál - þrátt
fyrir nýjan búning. Guðný var ein
af þeim síðustu, sem kalla má alda-
mótakynslóðina. Sú kynslóð lifði
meiri þjóðfélagsbreytingar heldur en
áður höfðu orðið hér á landi á mörg-
um öldum. Þeir sem hafa fæðst um
og eftir seinni heimsstyijöldina
þekkja af eigin raun aðeins ísland
nútímans. Aldamótakynslóðin lifði
fátæktina, kuldann, ungbarnadauð-
ann, spönsku veikina, neyðina, en
líka vonina, frelsisþrána, sambands-
lögin, breytinguna. Fjölskyldumar
voru bammargar vegna þess að
bæði vantaði vinnufúsar hendur, en
líka varð að mæta á einhvem hátt
barnaveikinni, sem gat lagt helming
barnahópsins í gröfina á einni viku.
Við höfum haft bein tengsl við land-
flóttann til Ameríku. Einn af bræðr-
um Guðnýjar var látinn í hendur
hjóna sem fluttust vestur um haf.
Eftir sátu hnípnir foreldrar, sem von-
uðu að þeir hefðu verið að búa barni
sínu betri framtíð. Hann fyrirgaf það
aldrei. Þetta er aðeins vísbending á
þá sögu sem við vorum í daglegri
snertingu við meðan Guðný var á
meðal okkar. Nú er sú saga að verða
aðeins til í bókum.
Kjörin voru knöpp eins og tíðkað-
ist í litlu sjávarþorpi á þeim tíma og
fólkið hafði varla til hnífs og skeið-
ar. Hugurinn leitaði hærra og Guðný
fór til Noregs í hjúkrunamám. Það
var átak á þeim tíma fyrir allslausa,
unga stúlku.
Guðmundur Albertsson, eiginmað-
ur Guðnýjar, var umsvifamikill fi-
skútflytjandi og hafði viðskipti víða
um lönd. í því starfi skiptust á skin
og skúrir, ekki vegna aflaleysis, held-
ur vegna pólitískrar fyrirgreiðslu í
formi hafta og leyfa. Ef illa áraði,
var það ekki skapferli Guðmundar
SVALA
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Svala Kristjáns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 4. ágúst
1925. Hún lést á
Landspitalanum 6.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Sigurðsson póstfull-
trúi, og kona hans,
Pálína Ármanns-
dóttir. Útför hennar
fer fram frá Litlu
kapellunni í Foss-
vogi í dag.
í DAG er gerð útför bekkjarsyst-
ur okkar, Svölu Kristjánsdóttur, en
hún hafði átt við erfið veikindi að
stríða um nokkurt skeið. Svala var
einkabam foreldra sinna og ólst upp
við mikið ástríki. Svala var hæglát
og yfirlætislaus en góður og traust-
ur félagi sem mátti ekki vamm sitt
vita.
Að loknu stúdentsprófi frá MR
árið 1945 stundaði hún málanám
við Háskóla íslands en hóf fljótlega
störf við Atvinnudeild Háskólans á
Melunum og síðar við Rannsóknar-
stofnun iðnaðarins á Keldnaholti
þegar stofnunin flutti þangað. Þar
naut hún alla tíð fyllsta trausts
samstarfsmanna sinna.
Svala hafði mörg
áhugamál, einkum á
lista- og menningar-
sviðinu og þar áttu þau
feðgin samleið. Krist-
ján faðir hennar lék á
fiðlu á sínum yngri
árum og var einn af
stofnendum Félags frí-
stundamálara, en eins
og kunnugt er gekkst
sá félagsskapur fyrir
stofnun Myndlistaskól-
ans í Reykjavík. Svala
hafði því hlotið áhuga
á myndlist og tónlist í
heimahúsum og var tíður gestur í
listasöfnum og tónleikasölum bæði
heima og erlendis.
Svölu var eðlislægt að vilja auka
menntun sína eftir því sem aðstæð-
ur leyfðu og stundaði meðal arinars
nám í þýsku og rússnesku við Há-
skólann á fullorðinsárum.
Við bekkjarsystkin hennar sem
útskrifuðumst frá MR árið 1945
minnumst með hlýhug þessarar
hæglátu fíngerðu bekkjarsystur
okkar, sem mat öðru fremur hin
andlegu verðmæti og fann þar sína
lífsfyllingu.
Blessuð sé minning hennar.
Bekkjarsystkin úr MR 1945.
MINIMINGAR
að leggja árar í bát, heldur breyttist
forstjórinn í trillukarl austur á fjörð-
um og fór jafnvel með bæði hlutverk-
in.
Guðmundur var hreinlyndur mað-
ur, sem eignaðist traust og vináttu
sinna erlendu viðskiptavina, sem fyr-
irtæki hans naut löngu eftir andlát
hans. Honum var ógeðfelld þau af-
skipti sem stjórnmálamenn höfðu af
fijálsum viðskiptum og hafði aflað
sér yfirburða þekkingar á markaðs-
málum og sjávarútvegi. Þetta starf
útheimti ferðalög og fjarvistir að
heiman enda samgörigur stijáiari þá
en nú. Guðný varð því oft ein að
hugsa um böm og bú. Er Guðmund-
ur varð innlyksa um flma í Austur-
löndum nær, fluttist Guðný upp í
Hróarsdal og setti þar upp kjúkl-
ingabú til þess að fæða og klæða
hópinn,- Strax eftir heimsstyijöldina
fluttust þau hjón til Hollands þar sem
fjölskyldan bjó í rúm fjögur ár. Evr-
ópa var í rúst. Löndin höfðu verið
hersetin af Þjóðveijum og unnin úr
höndum þeirra í blóðugum bardög-
um. Þar var skortur á öllu. Þar var
markaði að vinna en nægur fiskur
við íslandsstrendur. Guðmundur
treysti mjög á dómgreind Guðnýjar
í viðskiptum sem og öðru, eða e.t.v.
ætti frekar að kalla það kvenlegt
innsæi hennar. Hann hafði tilhneig-
ingu til að treysta mönnum, en hún
var gætnari, stundum tortryggin,
þekkti ef til vill betur mannlegt eðli.
Þannig bættu þau hvort annað upp.
Eins og andstæðumar voru í skap-
ferli Guðnýjar, þá var hún bæði fé-
lagslynd og einfari. Hún var hrókur
alls fagnaðar á mannamótumm. Eins
og áður er sagt, var hún óvenju fríð
kona, sem laðaði að sér fólk með
glaðværð og ótrúlegum sjarma, þeg-
ar hún vildi. En hún sóttist ekki eft-
ir sviðsljósi eða að láta á sér bera.
Hún var hljóðlát kona, en mjög
ákveðin, gat verið stutt í spuna, orð-
hvöss og orðheppin. Oft var erfítt
að vita hug hennar, eða a.m.k. að
fá hana til að segja hug sinn allan.
Þá drap hún umræðunni á dreif.
Hins vegar þurfti enga umhugsun
eða vangaveltur ef einhver þurfti á
hjálp að halda. Þá voru málin af-
greidd hratt og rausnarlega og sem
fæst orð um það höfð. Stundum frétti
maður af því árum seinna hvar
Guðný hafði látið gott af sér leiða
og varð ekkert undrandi. Þau félög
sem henni voru kærust og hún starf-
aði mest í voru góðgerðarfélög.
Guðný gekk í Thorvaldsensfélagið
árið 1959 og starfaði þar alla tíð.
Það hefði aldrei hentað henni að
vera formaður þess. Til þess þarf
aðra hæfíleika en hún hafði. Hins
vegar var Guðný í áratugi gjaldkeri
Bárnauppeldissjóðs félagsins. Ótalin
eru þau góðverk og sú hjálp sem
Guðný og þær konur hafa veitt í
'gegnum árin. Enginn hefur tölu á
öllum þeim einstaklingum sem notið
hafa góðs af verkum þeirra beint og
óbeint. Þær studdu dyggilega við
Landakotsspítala með stórgjöfum
meðan hann var og hét og Bama-
deild hans tóku þær hreint og beint
upp á sína arma. Ég hugsa að þær
Thorvaldsenskonur séu mér og
bamalæknum Landakots sammála
um að þar hafí Guðný lagt til svo
að um munaði. Thorvaldsenskonur
gerðu Guðnýju að heiðursfélaga sín-
um árið 1977.
í kvennadeild Rauða kross íslands
starfaði Guðný í áratugi, einnig í
Vinahjálp og svo mætti lengi telja.
Önnur aðaláhugamál Guðnýjar
voru garðrækt og frímerki. Garður-
inn f Miðtúni 4 var augnayndi sem
bar merki hlýju og umönnunar. Þar
voru mörg handtökin unnin og mikil
vonbrigði þegar krafta þraut. Frí-
rnerkjasöfnun stundaði hún um ára-
bil af kunnáttu og stytti sér stundir
við það eftir að Guðmundur dó. Og
nú þegar komið er að kveðjustund
er mér minnisstætt samtal Guðnýjar
við danskan frímerkjakaupmann en
þau þjörkuðu um verð á frímerkjum
sem hún vildi selja. Eftir tveggja
klukkustunda þjark, gafst Daninn
upp með þessum orðum: „Fru, De
er ikke kun en Fornöojelse - De er
en Oplevelse." Hvort hún var.
Guðjón Lárusson.
Hún tengdó mín er dáin. Mig lang-
ar til að þakka henni allt það, sem
við áttum saman. Það tók okkur
mörg ár að ná saman. En það tókst.
Mér þótti orðið ósköp vænt um
þessa laglegu, lágvöxnu dömu, sem
alltaf var ákaflega spes. Svona eins
og spænsk hefðarmær. Oft erfið,
með allskonar dynti. En mjög raun-
góð.
Thorvaldsenfélagið var hennar
félag. Fyrir það gaf hún sálu sína,
á meðan hún hafði krafta til.
Ég upplifði það, einn morguninn
er ég kom heim til hennar í Miðtún-
ið, fyrir nokkrum árum, að finna
hana liggjandi á svefnherbergisgólf-
inu sínu. Hún var þá flutt á spítala.
Þaðan átti hún ekki afturkvæmt
heim í Miðtún. Var eftir það búsett
á Grund. Þar fór vel um hana. Samt
var hún ekki alveg sátt við það. Var
alltaf að spá í að fá sér íbúð, og
jafnvel stundum vinnu. Spurði oft,
hvort við vissum ekki um einhveija
vinnu fyrir sig. Ekki alveg að baki
dottin.
Laugardagurinn var okkar dagur.
Vorum þá saman hér heima á Eini-
mel við íjögur, Guðný, móðir mín
Rósa, sem einnig bjó á Grund, og
dó 28. október sl., maðurinn minn
og ég. Við áttum saman yndislegar
stundir. Kaffi og sherryglas. Eilítið
puntað upp á útlitið, hár og neglur.
Rabbað um náungann. Mesta furða
hvað þær sögðu lítið um þennan ei-
lífa fótbolta, sem alltaf virtist vera
á skjánum. Stundum jafnvel fylgd-
ust þær með. Meira að segja af
áhuga.
Mest gaman hafði Guðný af, ef
ég bað hana að hjálpa mér að fægja
silfur. Sem hún gerði ótrúlega vel.
Og strauja skyrtu af syni sínum. Það
fór ávallt ákaflega vel á með mömm-
um okkar, hér heima sem annars
staðar. Og nú eru þær báðar farn-
ar, á ekki Iengri tíma. Guð blessi
þær báðar.
Það mun vera fátítt, en hún
tengdamóðir mín, hún Guðný, dó
með bros á vör. Maðurinn minn fór
aftur upp á spítala eftir kveðjustund-
ina. Búið var þá að hafa Guðnýju
til. Og hún lá þama með bros á
vör. Bróður mínum varð að orði, er
hann heyrði þetta, að augljóslega
hafí einhver kær beðið tilbúinn eftir
henni, og það kallaði fram ánægju-
brosið hennar við endurfundina.
Hvað gerum við nú á laugardags-
eftirmiðdögum, ég ' og maðurinn
minn? Förum í göngu. Og þær fylgj-
ast sennilega með úr fjarska.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um Ijósið lát mig dreyma,
og ljúfa engla geyma,
611 bömin þín svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Þórdís Ásgeirsdóttir.
Kveðja til þín amma
Elsku, hjartans amma mín.
Ég vissi að þú værir á förum, en
vissi ekki hve sárt það yrði. Þér líður
betur nú, laus við þjáningar síðustu
daga. Við fjölskyldan þín fínnum
söknuðinn en varðveitum í hjörtum
ökkar minningarnar.
Þessi síðustu kvöld sat ég við
sjúkrabeð þinn, hélt í hlýja hönd þína
og strauk um vanga. Mér varð hugs-
að til hversu lánsöm ég væri að hafa
átt ömmu eins og þig. Þú hafðir ein-
staklega gott hjartalag, varst heil-
steypt, hlý og gefandi, lagðir mér
þær lífsreglur að hjálpa þeim sem
minna mega sín, taka tillit til þeirra
sem erfiðar áttu uppdráttar og leita
fremur eftir kostum fólks en öðru.
Þú gafst mér gott veganesti strax
sem smábam. Þú varst bæði ráðagóð
og skynsöm, amma.
Þú hefur ætíð verið hluti af lífi
mínu. Þú gættir mín fyrstu æviárin
mín og varst alltaf til staðar er ég
þurfti á að halda í gegnum árin.
Einhvem veginn varst það alltaf þú
sem stappaðir í mig stálinu ef eitt-
hvað bjátaði á. Þú varst mér líka
innan handar með uppeldi Sævars,
enda ég hálfgerður krakki sjálf. Ég
steig mín fyrstu spor í Miðtúninu hjá
þér og afa, sonur minn steig sín
fyrstu skref þar stautján árum síðar.
Dætur mínar fengu svo sannarlega
líka sinn skerf af ástúð þinni og
umhyggju. Og ekki fannst sá niðji
þinn, sem ekki vissi allt um „nammi-
skálina" á borðinu inni í stofu. Það
var ánægjulegt að þú skyldir einnig
hafa fengið þess notið að sjá og
umgangast fjórða ættlið þinn, Sæ-
unni, sem einhvern tíma í heimsókn
hjá þér á Grand sagði stolt að hún
ætti „tö ömmu Dúný“, hún átti við
okkur nöfnurnar. Þú varst langalan-
gamma hennar, amma.
Hugur minn, þessa dagana, er
fullur af minningum liðinna ára, þú,
afi og ég að fara í gömlu sundlaug-
amar, gangandi báðar leiðir að sjálf-
sögðu. Þú og afi að sinna garðinum,
síðar eingöngu þú. Garðurinn var
stolt þitt, þvílíkt blómskrúð. Ég man
að einu sinni reyndir þú meira að
segja að rækta jarðarber í einu beð-
inu. Þú gróðursettir líka kirsubeija-
tré, sem bar að vísu aldrei ávöxt, en
lifir enn. Mér fínnst sem ég sjái enn
garðstígvélin og klippurnar alltaf á
sama stað á altaninu. Ég sé þig fyr-
ir mér með fangið fullt af blómum,
brosandi og glaða. Þú varst svo fal-
leg, amma.
Ég sé þig einnig fyrir mér sitjandi
við að telja út og sauma. Þú gerðir
heilu listaverkin og gafst þau flest.
Ég man hvemig þú hallaðir þér og
dottaðir í stólnum inni í stofu. Ég
sé þig önnum kafna við að flokka
frímerki og halda utan um söfnin
okkar. Ég sé þig sitja við bréfaskrift-
ir á gömlu ritvélina. Þú skrifaðir og
skiptist á jólamerkjum við safnara
víða um heim. Þú varst sólgin í kross-
gátur og fljót að leysa, hafðir gaman
af að fylgjast með fótboltaleikjum í
sjónvarpinu, þekktir meira að segja
liðsmenn danska landsliðsins með
nafni. Þú fylgdist vel með því sem
var að gerast í þjóðfélaginu og úti í
heimi enda veraldarvön eftir að hafa
bæði búið erlendis og ferðast víða.
Þú varst full áhuga á hveiju því sem
þú tókst þér fyrir hendur, varst vak-
andi fyrir umhverfí þínu og þinna
nánustu. Þú varst ótrúlega fjölhæf
og greind kona.
Ég man sögumar og minningam-
ar, sem þú sagðir mér um þínar ást-
kæra bernskustöðvar, Bakkagerði á
Borgarfirði eystra. Þú sagðir mér frá
huldufólkinu og álfaborginni. Þú
sagðir mér frá álfabaminu, sem lék
með þér í draumi. Þú kenndir mér
gamlar vísur og kvæði, sem ég kann
margt enn. Fyrir ekki lengra en
þremur vikum sátum við saman þú,
ég og dætur mínar og skoðuðum
gamlar myndir af langafa og
langömmu, ykkur systkinunum og
æskuslóðunum. Þetta var yndisleg
samverustund, sú síðasta sem Erla
og Maja áttu með þér. Þú varst blíð
á svip með blik í augum er minnst
var á Borgarfjörðinn. Þú varst Aust-
firðingur og heimskona, amma.
Þú hugsaðir alltaf vel um okkur
fjölskylduna þína, bakaðir fyrir okk-
ur ástarpunga og klatta, eldaðir
bestu brauðsúpu í heimi, gættir þess
að við værum vel búin og „ekki kalt
í hálsinn" og ekkert væri að vanbún-
aði. Þú hugsaðir einstaklega vel um
þína nánustu og ekki vantaði að þú
legðir þitt af mörkum við að aðstoða
aðra sem eitthvað skorti. Þú vannst
dyggilega að málum fyrir Thorvalds-
enfélagið, Vinahjálp og ég man ekki
betur en þú hafír einhvem veginn
alltaf verið að fínna einhvem sem
átti bágt og var hjálpar þurfí. Þú
varst góðhjörtuð og gjafmild, amma.
Nú era jólin í nánd, þá varstu vön
að spila jólalögin á píanó og syngja
með, baka sírópskökur (þær allra
bestu) og lagkökur. Við fórum alltaf
saman til systranna í klaustrinu í
Hafnarfírði 5. desember ár hvert.
Þar hlustuðum við bamabömin á
þig, með hrifningu, tala á hollensku
við systumar. Að vísu talaðir þú svo
sem dönsku við hana Marete, ensku
við hana Tony og hjálpaðir mér við
að þýða ítölsk tískublöð, þú varst
alveg ótrúleg. Var ég búin að segja
að þú varst bæði gáfuð og greind,
amma?
Þakka þér minningarnar og þakka
þér fyrir að hafa verið hluti af mínu
lífí svona lengi. Það hlýtur að vera
alveg einstakt að eiga einungis góðar
minningar um manneskju. Við vorum
samrýndar frá fyrstu tíð, amma,
okkur varð aðeins einu sinni sundur-
orða öll þessi ár og manstu það var
vegna smáræðis sem þvottar. Ég
elska þig, amma, og mun ætíð bera
virðingu fyrir þér.
Ég man eftir þér og afa haldast
í hendur og lauma kossi á hvort
annað. Ég man þegar afi dó og þú
kveiktir kertaljós við uppáhalds-
myndina af afa og gerðir síðan um