Morgunblaðið - 15.12.1994, Page 55

Morgunblaðið - 15.12.1994, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 55 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell FRÁ BAKARÍINU að Dalvegi f.v. Anna María Reynisdóttir, Þorleifur Reynisson og Reynir Carl Þorleifsson. Þvörusleikir Þvörusleikir kemur í dag FJÓRÐI jólasveinninn, Þvörusleikir, kom ofan af fjöllum í morgun. Sig- urður Rúnar og starfsfólk Þjóð- minjasafnsins tekur á móti honum á Ingólfstorgi kl. 14 í dag og þeim til aðstoðar verða m.a. leikskóla- börn úr Leikgarði. ■ LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um tvo bíla, sem stolið var í Reykjavík. Rauður Lada Safír-fólksbíll hvarf frá Lönguhlíð 19 átímabilinu frá kvöldi þriðjudagsins 6. desember fram að hádegi þann 7. Skráningarnúmer bílsins er R-53885 og hann er af árgerð 1987. Þá hefur enn ekkert spurst til grárrar Mözdu 323, R- 48508, árgerð 1982, sem hvarf frá Skipholti 43 á tímabilinu frá kvöldi 10. september fram að morgni 11. september. Að sögn lögreglu er missir bílsins mjög tilfinnanlegur fyrir eigandann, unga konu, sem þarf að koma barni sínu til og frá leikskóla. ■ ORATOR, Fclng laganema, efnir á fimmtudag til hádegisfundar í Lögbergi með Sævari Ciesielski um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Fundurinn hefst með stuttu yfirliti um málið, en síðan mun Sævar skýra sína hlið á málsmeðferðinni og kjarna þeirrar skýrslu sem hann hefur gert í málið og lagt fram í dómsmálaráðuneytinu til rökstuðn- ings kröfu um endurupptöku máls- ins. Áhersla er á réttarfarslega hlið málsins, og gefst nemendum kostur á að spyrja Sævar um málið, sér- staklega frá þessu sjónarmiði. ■ HELGARSKÁKMÓT verður haldið í Taflfélagi Reykjavíkur 16.-18. desember. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrstu þrjár umferðir verða með 30 mín. umhugsunartíma, en fjórar síðari með 1 'A klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Nýtt bakarí í Kópavogi REYNIR Carl Þorleifsson hefur opnað nýtt bakarí að Dalvegi 4, Kópavogi, en hann rekur einnig bakaríið í Kleifarseli. Nýja bakaríið er einnig kaffihús þar sem í boði verða tertur, kökur, brauð, rúnstykki o.fl. Reynir hefur 20 ára reynslu við bakaraiðnina en hann hefur unnið á ýmsum vinsæl- um stöðum m.a. Bernhöftsbakarí og Hressingaskálanum. Reynir bakarí er opið alla virka daga frá kl. 8-18 og laugardögum og sunnudögum frá kl. 9-17. Olympíuskákmótið í Moskvu Rússland I í efsta sæti fyrir síðustu umferð Jafntefli gegn Kírgístan SKAK U m s j ð n K a r I Þorstcins SKÁKSVEITIR íslands og Kírgístans gerðu jafntefli 2-2 í þrettándu og næstsíðustu umferð Ólympíuskákmótsins í gær. Frammistaða íslensku sveitarinnar hefur valdið nokkrum vonbrigðum þvi eftir góða byrjun á mótinu er sveitin í 22.-33. sæti á mótinu og hefur hlotið 29 vinninga. Sveit Rússlands I sigraði England 3-1 og er í efsta sæti á mótinu með 34 vinninga. Úrslit í einstökum skákum ísland - Kírgístan 2-2 Jóhann Hjartarson - Yrtasev 0-1 Hannes H. Stefánsson - Magai '/2-‘/2 * Margeir Pétursson - Inansief i-0 Jón L. Árnason - Moldabasef V2-V2 Þrátt fýrir að skákmenn Kírgíst- ans séu fátíðir gestir á Vesturlönd- um er sveitin skipuð þrautþjálfuð- um og sterkum skákmönnum sem eru ekki heppilegir andstæðingar þegar þörf er á stórum sigri. Jóhann Hjartarson hefur ekki náð sér á strik í mótinu. Hann stýrði hvítu mönnunum á fyrsta borði og lagði í miklar sóknarað- gerðir. Hann fórnaði þremur peð- um en hafði ekki árangur sem erfiði. Andstæðingurinn varðist fimlega og stóð uppi með unnið tafl þegar sókninni var hrundið. Hannes Hlífar fékk betra tafl gegn Magai en tefldi ónákvæmt í miðtaflinu og samið var um jafn- tefli eftir 60 leiki. Skák Margeirs Péturssonar og Inansief skipti oft um eigendur. Margeir fékk vænlegt tafl eftir byijunina en varð á slæm yfirsjón og Inasief fékk að því að virtist unna stöðu. Margeir þvældi taflinu af miklum móð og varðist fimlega máthótunum andstæðingsins og þegar minnst varði var hann búinn að prjóna óveijandi mátnet fyrir andstæðinginn. Mikil uppskipti urðu í byijuninni hjá Jóni L. og Moldabasef og sam- ið var um jafntefli eftir rúmlega tuttugu leiki. Af öðrum úrslitum bar það helst til tíðinda að Rússland I náði aftur efsta sætinu með sigri gegn Eng- landi 3-1. Kasparov sigraði Short á fyrsta borði. Kramnik og Adams gerðu jafntefli á öðru borði og einnig Dreev og Speelman á þriðja borði. Á fjórða borði sigraði Ti- viakov enska stórmeistarann Hodgson. Úrslit í öðrum viðureign- um: Bosnía-Herzegóvína - Rúss- land II 2-2, Búlgaría - Bandarík- in 2-2, Ungveijaland - Tékkland 2‘/2-l V2, Þýskaland - Filippseyjar 3-1, Danmörk - Holland 2-2. Staðan fyrir síðustu umferð á Ólympíuskákmótinu: 1. Rússland I 34 vinningar, 2. Bosnía-Herzegóvína 33 v., 3.-4. Rússland II og England 32‘/2, 5.-6. Þýskaiand og Búlgaría 32• ,co 5> vinningar. ísland er í 22.-33. sæti á mótinu með 29 vinninga. Flest bendir til að þing alþjóða- skáksambandsins FIDE, sem hófst á þriðjudaginn, verði mjög sögu- legt. Minnstu mátti muna að til handalögmála kæmi við umræður um tillögur Kasparovs og Campo- manesar, núverandi forseta FIDE, um hálfgerða bráðabirgðastjórn sem starfa ætti undir forsæti Campomanesar. Ríkti fullkomin óvissa um hvort tillagan fengi brautargengi, en búist var við að þingstörfin myndu standa fram yfir miðnætti. <U <u £ s QC V- ,<U ■u c <u 0> <U (0 0 3 4-* (0 3 ic <u > 'O c ju 0 -S -C 4-» <u ^c sc Cö Im V) CL a < CO X □ £ O 11 Staðan er úr viðureign Rozentalis (Litháen) 0 g Nikolic (Bosníu- Herzegóvínu). Hvítur hefur hrakið svarta kónginn á vergang og loka- hnykkurinn var snyrtilegur. 31. Dxe8+! Svartur gafst upp. Eftir 31. — Kxe8, 32. Hf8+ - Ke7, 33. Hlf7++ er hann mát. = E S 01 <2 « <D C v— z. «- o> o o 18. ÍSLAND vinn. % 1. borð: Jóhann Hjartarson - /2 - 'A 'h 'h 0 'h 0 0 0 2/2/9 2. borð: Hannes Hl. Stefánsson 1 - 1 'h 'h 1 'h 0 'h 1 1 'h 7/2/11 3. borð: Margeir Pétursson - 1 1 - 'h 'h 'h 1 0 1 1 ' 6/2/9 4. borð: Jón L. Árnason 1 1 'h 'h 1 0 'h 'h 'h 5/2/9 1. varam.: Helgi Ólafsson 1 'h 0 - 'h 1 0 1 0 4/8 2. varam.: Helgi Áss Grétarsson 1 1 - 'h 0 h 0 3/6 4 3 3 2 2 2 2 2 'h 2 'h 114 2 'h 2 KARLAKORINN Þrestir. Aðventutónleikar Þrasta KARLAKÓRINN Þrestir heldur fimmtudaginn 15. desember kl. 20.30 aðventutónleika í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði. Fram koma auk kórsins Lúð- rasveit Hafnarfjarðar, kór eldri Þrastafélaga og Sigríður Grön- dal söngkona. Efnisskrá er fjöl- breytt, bæði veraldleg tónlist og jólalög. Þetta er í fyrsta skipti sem Þrestir bjóða bæjarbúum upp á sérstaka aðventutónleika en undanfarin ár hafa þeir sungið við móttöku jólatrés Hafnar- fjarðarbæjar frá vinabæ þeirra í Danmörku, Fredrikstad, auk þess sem þeir hafa heimsótt sjúkrastofnanir bæjarins. Þrestir munu einnig syngja í Hjallakirkju í Kópavogi ásamt Sigríði Gröndal sunnudaginn 18. desember kl. 17. + Hjartkær móðir okkar, GUÐNÝ AÐALHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 45, lést á hjartadeild Landspítalans ember. Jarðarförin auglýst siðar. Börn hinnar látnu. Ástkaer-móðir okkar. tengdamóðic og amma, GUÐNÝ SIGRÍÐUR ELÍSDÓTTIR, síðast til heimilis 1 Smárahlíð 10, Akureyri, sem lést i Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. desember, verð- ur jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. desember kl. 13.30. Guðrún V. Eyvindsdóttir, Jónas Baldursson, Elís S. Valtýsson, Sigurður Valtýsson, Rósa L. Valtýsdóttir, Rannveig Ósk Valtýsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.