Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 61

Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 61 FÓLK í FRÉTTUM Jóla- sýning Gerplu JÓLASÝNING Fimleikafélagsins Gerplu var haldin í íþróttahúsinu Digranesi á sunnudaginn var. Þar sýndu íþróttamenn félagsins, börn og unglingar, listir sínar í gólfæfingum, á tvíslá og á boga- hestinum. Víst er að með slíkt hæfileikafólk innanborðs þarf félagið ekki að kvíða framtíðinni. Vill halda nefinu ►LEIKKONAN LiU Taylor hefur haft í nógu að snúast síðan hún lék með Julie Roberts í „Mystic Pizza“ árið 1988. Hún hefur leikið í kvikmynd á hverju ári og má meðal annarra nefna „Dogfight“ á móti River Phoenix, „Mrs. Parker and the Vicious Circle“ á móti Jennifer Jason Leigh, „Short Cuts“, „Pret-a-Porter“ Ro- berts Altmans og væntanlegri vampírumynd Abels Ferrara „The Addiction“. Þá leikur hún á næst- unni í myndinni „Four Rooms“ á móti kynbomb- unni Madonnu. í útliti er Lili hinsvegar ekki dæmigerð kvik- myndastjarna í Hollywood. „Mælikvarðinn á feg- urð er mjög strangur í Hollywood,“ segir hún og rifjar upp að fyrrverandi umboðsmaður hennar ráðlagði henni að fara með nefið á sér í lýtaað- gerð. „Jafnvel þótt ég falli ekki alveg inn í mynstrið veldur það mér ekki þungum áhyggjum. Mér finnst eins og sumir þcssara gaura eigi peningana séu hin- ir sömu og þeir sem fannst ég ekki vera aðlaðandi í menntaskóla.“ Fær áfrýjun ekki flýtt ►GEORGE Michael reyndi ný- lega að flýta afgreiðslu áfrýjun- ar sinnar gegn fyrirtækinu Sony, en fékk það ekki í gegn. Hann tapaði sem kunnugt er máli gegn Sony fyrr á þessu ári þar sem hann krafðist þess að plötusamningur hans við fyrir- tækið til fimmtán ára félli úr gildi. Ástæðan var sú að fyrir- tækið studdi ekki við bakið á honum þegar hann vildi breyta almenningsálitinu í sinn garð og vera tekinn alvarlega sem tón- listarmaður en ekki vera álitinn kyntákn. George Michael hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann muni aldrei gefa út plötu fyrir Sony fram- ar. GEORGE Michael eins og hann leit út á hápunkti ferils síns í gelgjupoppinu með hljómsveitinni Wham. Boðskapur Maríu ti! mannkynsius Hin umtalaða bók með miðluðum upplýsingum frá Maríu mey fæst nú loks á íslensku. Bók allra leitandi einstaklinga. „Gerið ykkur ljóst að þetta eru ekki endalokin heldur upphaf nýs tíma, nýs heims og nýs skilnings. Þörf er á að undirbúa sig núna, rétt áður en hinn nýi tími rennur upp." - Móðirin María „Fólk af öilum trúarbrögðum heims ætti að lesa skilaboðin og spádómana, sem eru birt í Boðskap Marfu til mannkynsins. BókAnnie Kirkwood er meðal fimm efstu titlanna á bókalistanum sem ég mæli með." - Gordon-Micfiael Scallion, fiöf. „Eartfi Changcs Report". „Einhver failegasti kærleiksboðskapur sem ég hef lesið." - Úlfur Ragnarsson, læknir, í viðtali á Aðalstöðinni. „Ég hef lesið þessa bók og rætt hana víða. Öllum ber saman um nákyæmni skilaboðanna. Þetta er vissulega afar mikilvæg bók fyrir mannkynið nú á tímum." - Séra Frank R. Bugge, Cfiurcfi ofAntioch. „Bókin hefur að geyma yndislegar upplýsingar um kærleikann, mikilvægi þess að fjölskyldur standi saman og um kraft og einfaldleika Guðru"G' Ber^maiw- bænarinnar. Engill Vonarinnar svífur um hverja síðu." - Guðrún G. Bergmann Fæst hjá öllum helstu bóksölum XfttciV, '°OD LEIÐARLJ'fcS hf. - útgáfa Dreifing: Sala og dreifing 383-23334. Dreifing út á land sími 581-1380. Morgunblaðið/Jón Svavarsson NÝJAR VÖRUR — NÝJAR VÖRUR (jólapakkann til Þeirra sem Þú vilt senda kærleik 02 líós... Allar innlendar bækur um andleg málefni og sjálfsrækt m.a. (komnar eða væntanlegar): • Boðskapur Maríu til mannkyns, Annie Kirkwood. b • Að elska er að lifa, Gunnar Dal. • Móðuraflið-Kunalini jóga, Sri Chinmoy. • Máttur bænarinnar, Norman Vincent Peale. • Tao til jarðar, José Stevens. • Fullkomið heilbrigði, Deepak Chopra. Úrvals erlendar bækur sem hafa verið í metsölu undanfarna mánuði: • Celestine Prophesy, James Redfield. • Transforming your Dragons, ný bók eftir José Stevens. • The Initiate, Cyril Scott. Silfurskartgripir með orkusteinum og kristölum frá kr. 1.390. Einnig módelskartgripir frá Margo Rener. Mondial orkujöfnunararmbandið, skart sem bætir heilsuna. Geisladiskar og snældur með hugleiðslu- og slökunartónlist. Leiddar hugleiðslur á snældum með Guðrúnu Bergmann, Erlu Stefánsd. og Fanný Jónmundsd. Reykelsi og ilmkerti í gífurlegu úrvali. Vandaðar og sérstæðar gjafavörur og skraut úr náttúruefnum, t.d. bókastoðir úr náttúrusteinum og mikið úrval af kærleikstrjám frá kr. 1.190. Náttúrulegar snyrtivörur frá Earth Science - herra og dömu. Víkingakortin, Tarot spil og önnur spáspil. Kærleikskorn kr. 790. Jákvæðar staðhæfingar kr. 950. Fallegar og ódýrar jólagjafir. Ný frábær stjörnukort frá Ágústi Péturssyni. Verð aðeins kr. 1.950 Ágúst kynnir kortin í versluninni frá kl. 15-18 17.-24. desember. Hinar vinsælu Auru Cacia nudd- og baðolíur í miklu úrvali, einnig baðsölt og sápur. Chlorophyll blaðgrænan komin aftur. Munið að eiga Yukka Gull yfir jólin. Persónuleg þjónusta og ráðgjöf Erum meó útibú i Píramídanum, Dugguvogi 2 sími 881415 beuRjiiiF Borgarkrínglan, * KRINGLUNNI4 - sími 811380 Maríu til mannkyns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.