Morgunblaðið - 29.12.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.12.1994, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gífurlegxir vatnsskaði á bókalager Iðunnar Rakanum haldið í húsnæðinu til að draga úr tjóni HEITT vatn olli miklum skemmdum á lager bókaforlagsins Iðunnar við Seljaveg í fyrrinótt. Ofn í húsnæði á næstu hæð fyrir ofan lagerinn sprakk og lak vatnið niður. Tjón varð bæði vegna vatns og gufu en að sögn Jóns Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Iðunnar, eru sér- fræðingar á vegum vátryggingafé- lagsins Skandia væntanlegir til landsins í dag með sérstakan búnað til að rakatæma húsnæðið. Jón segir að þegar menn komu til vinnu í gærmorgun hafi hita- veituvatnið flætt út af lagemum og út í portið fyrir framan hann. Hann segir ógerlegt að meta tjónið, það sé gífurlegt enda eigi bækur og vatn enga samleið. Húsnæðið var vatnstæmt í gær og mikið af bókunum flutt út af lagemum til að hægt væri að hreinsa vatnið burt. Jón sagði að bækurnar yrðu síðan settar inn aft- ur, húsnæðið kælt og rakanum haldið inni til að draga úr tjóni. Þetta hefði verið gert í samráði við sérfræðinga vátryggingafélagsins Skandia í Svíþjóð. Þeir væm síðan væntanlegir til landsins í dag með tæki til að rakatæma húsnæðið og bjarga þeim bókum sem hægt er. Forlagið undirtryggt Jón segir að án tillits til trygg- inga sé þetta gífurlegt tjón fyrir Iðunni því forlagið sé undirtryggt. í húsnæðinu hafí verið allur bóka- og plötulager Iðunnar, bæði gamalt og nýtt efni, hundrað þúsunda bóka. Húsnæðið er um þúsund fer- metrar að stærð með fímm metra lofthæð o g er pallettum með bókum staflað upp undir loft. Meðal þess sem gjöreyðilagðist vora allar út- gáfur með söng Kristjáns Jóhanns- sonar, geisladiskar, plötur og kass- ettur. Húsnæði Héðins á efri hæðinni, þar sem ofninn sprakk, var ekki í notkun og urðu skemmdir þar eng- ar. Morgunblaðið/Kristinn HLUTI bókalagers Iðunnar var fluttur út úr húsnæðinu í gær meðan vatnið var hreinsað burtu. Silfurlax fær rík- isábyrgð RÍKISÁBYRGÐ á 50 milljóna króna láni til Silfurlax var samþykkt við þriðju umræðu lánsíjárlaga á Al- þingi í gær með 24 atkvæðum gegn 20. 10 þingmenn greiddu ekki at- kvæði og 9 vora íjarverandi. Flokkslínur riðluðust nokkuð við atkvæðagreiðsluna og gerðu margir grein fyrir atkvæði sínu. Fimm þing- menn Sjálfstæðisflokks greiddu at- kvæði gegn ábyrgðinni, þeir Matthí- as Bjamason, Einar K. Guðfinnsson, Eggert Haukdal, Ingi Björn Alberts- son og Eyjólfur Konráð Jónsson. Matthías Bjarnason sagðist m.a. alltaf hafa verið hlynntur fiskeldi og ekki ráðist að stjómvöldum þegar þau hafi sýnt þeim málum skilning eins og allar fiskveiðiþjóðir hafi gert. Hins vegar gagnrýni hann að fyrir- tækjum sé mismunað, eins og þegar Landsbankinn hafi gert vel reknu fyrirtæki, Þórslaxi í Tálknafirði, óbærilegt að starfa og rekið það í gjaldþrot. Matthías sagði Silfurlax að veralegu leyti í eigu útlendinga, „og virðist ríkisstjórnin gera mikinn mun á því hvort um sé að ræða ís- lenskt framtak eða erlent. Þessu óréttlæti mótmæli ég og segi nei“. ■ Mikilvægt/6 Veðurstofan Ekki von á samkomulagi víð ESB um tollamál fyrr en í janúar Hægviðri umallt land um áramótin VEÐURFRÆÐINGAR spá hægri breytilegri átt um allt land á gamlársdag og á ný- ársdag. Það ætti því að viðra vel fyrir landsmenn þegar þeir skjóta á loft áramóta- flugeldunum. Smá él verða við strendur landsins um áramótin en létt- skýjað inn til landsins. Hiti verður á bilinu 0 til 3 stig. Á morgun föstudag verður hvöss norð-austan átt á land- inu og él norð-austanlands en fremur hæg breytileg átt og léttskýjað í öðrum lands- hlutum. Frost verður á bilinu 2 til 6 stig. Saltsíld flutt út af kappi til Finnlands og Svíþjóðar SÍLDARÚTFLYTJENDUR keppast nú við að koma sem allra mestu af saltsfld á Finnlands- og Svíþjóðarmarkað fyrir áramót, þar sem allt stefnir í að 10-12% tollar á saltsfld taki gildi við inn- göngu þessara Ianda í Evrópusambandið. Talið er að bráðabirgðasamkomulag við ESB um tolla- lækkanir, sem stefnt hafði verið að fyrir áramót, náist ekki fyrr en í janúar. Fríverzlun hefur verið með físk innan Fríverzl- unarsamtaka Evrópu, EFTA, um nokkurra ára skeið og hefur það komið sfldarútflytjendum til góða, enda eru Finnland og Svíþjóð beztu síldar- markaðir íslendinga. Er löndin ganga úr EFTA og í ESB um áramót verður hins vegar tekinn upp 10—12% tollur á saltaða síld. íslendingar hafa leitað eftir samningum við ESB á grundvelli GATT-reglna um að innganga ríkja í viðskiptabandalög skuli ekki hafa í för með sér lakari stöðu viðskiptaríkja þeirra. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra átti í byijun desember fund með Leon Brittan, varaforseta framkvæmda- stjómar ESB, og sagðist eftir þann fund bjartsýnn á samkomulag um tollamálin. Næðist það ekki fyrir áramót, væri hugsanlegt að gert yrði bráða- birgðasamkomulag um tímabundinn innflutn- ingskvóta á lægri tollum. Bandaríkjamenn gerðu fyrr í vikunni slíkt sam- komulag við Evrópusambandið vegna þeirra vara, sem þeir flytja út til EFTA-landa sem nú ganga í ESB. Hins vegar er ekki talið að samkomulag verði gert við- íslendinga fyrr en í janúar. Þolum að bíða örfáar vikur Gunnar Jóakimsson, framkvæmdastjóri Sfldar- útvegsnefndar, segir að reynt hafí verið að stjóma söltun og útflutningi með það fyrir augum að sem minnstur skaði yrði af þvl að tollar legðust á salt- sfldina um áramót. „Við höfum flutt meira út fyrir áramót en venju- lega og þolum þess vegna kannski að bíða örfáar vikur,“ segir hann. „Við eram að verða búnir að koma allri sfld frá síðustu vertíð til Flnnlands, en hefðum að öllu jöfnu verið að flytja hana út fram eftir vori. Við höfum sömuleiðis flutt mun meira út til Svíþjóðar nú fyrir áramótin en við höfum gert undanfarin ár.“ Gunnar segir að sér skiljist að hugsanlegt sé að þótt bráðabirgðasamkomulag við ESB náist ekki fyrr en í janúar, verði það afturvirkt til ára- móta. íslendingar hafa saltað í um 40-50.000 tunnur árlega fyrir Finnlands- og Svíþjóðarmarkað. Sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni voru á síðasta ári flutt út 1.630 tonn af saltsfldarflökum til Svíþjóð- ar, að verðmæti 185,6 milljónir króna. Til Finn- lands fóru 1.866 tonn af flökum og heilsaltaðri sfld að verðmæti 133,9 milljónir króna. ■ Fréttir: Evrópa/16 Hagkaup stendur fyrir stórri áramótabrennu HAGKAUP hf. hefur sótt um og fengið leyfí fyrir áramótabrennu á Geirsnefi í Elliðavogi. Að sögn Hilmars Þorbjörnssonar aðstoðaryf- irlögregluþjóns er þetta í fyrsta skipti svo hann muni sem einkafyr- irtæki á borð við Hagkaup stendur fyrir brennu á gamlárskvöld, en yfírleitt haldi hverfisfélög eða íþróttasamtök utan um slíka at- burði. Oskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups hf., segir að hugmyndin hafi kviknað hjá yfirbílstjóra fyrirtækis- ins fyrir nokkru, enda safnist upp mikill eldsmatur hjá fyrirtækinu ár hvert og ekki síst fyrir jólahátíðina. Fyrirtækið hafí fullkomna „endur- vinnslu" og flokki sorp og setji í bagga, sem síðan séu yfirleitt flutt- ir til Sorpu eða á aðra sorpeyðingar- staði. Mönnum hafí þótt það góð hugmynd að gera eitthvað úr þessu mikla magni af tré- og pappírs- rusli, sem skipti tonnum, og sé Ijóst að um risabrennu verði að ræða. „Áður fyrr sáu pollamir um að safna í brennu en eldmóðurinn fer þverrandi og unga fólkið virðist hafa meira að gera við að horfa á myndbönd og tölvuleiki, þannig að kannski er þettatilraun til að endur- vekja þann sið að fólkið safni í ögn breyttri mynd. Síðan voru borgaryf- irvöld svo vingjarnleg að lána okkur þennan frábæra stað, sem er miklu stærri en maður gerir sé grein fyrir í fljótu bragði,“ segir Óskar. Efnt verður til blysfarar frá bíla- umboði Ingvars Helgasonar hf. klukkan 20 á gamlárskvöld, þar sem þátttakendur fá áramótahatta og börn stjörnuljós. Reiknað er með að flugeldasýning hefjist um klukkutíma síðar og mun hún vera stór í sniðum. Tröll, álfar, vættir og lúðrasveit bregða á leik, og stendur starfsfólk Hagkaups hf. fyrir framkvæmdum að mestu leyti, mikið til í frítíma sínum að sögn Óskars. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 915 manns en um 100 starfsmenn bætast við fyrir jól og á öðrum annatímum, auk þess sem Óskar segir öllum almenningi vel- komið að slást í blysförina og vera viðstaddur brennuna. Brennukóng- ur er upphafsmaður hennar, Ársæll Magnússon. Morgunblaðið/Þorkell Margir þurftu að skipta ÞÓTT jólin séu um garð gengin var jólaös í Hagkaup í Kringl- unni í gær. Margir þurftu að skipta ájólagjöfum, bæði bók- um og fötum sem ekki pössuðu þegar til kom. Voru langar bið- raðir við alla átta kassa verslun- annnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.