Morgunblaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þriggja ára drengur á Selfossi gekk í svefni á miðri jólanótt
Sá jólaljósið á
tröppum vinar
síns og bankaði
Morgunblaðið/Sig. Jóns
JÓLATRÉÐ á Birkivöllum 2. Jónína Kjartansdóttir og Einar
Gunnar Sigurðsson með son sinn Andra.
Selfossi. Morgunblaðið.
ÞRIGGJA ára drengur, Andri Einars-
son, gekk á jólanótt í svefni úr rúmi
foreldra sinna, út úr fjölbýlishúsinu
við Álftarima á Selfossi, þar sem þau
búa, og gerði vart við sig í húsi vin-
ar síns á Birkivöllum 2 sem er í um
eins kílómetra fjarlægð. Veður var
stillt á Selfossi þessa nótt og um tíu
stiga frost. Hann var kaldur á hönd-
um og í andliti en ekkert amaði að
honum þótt hann hefði vaðið snjóinn
upp fyrir hné.
Berfættur í stígvélunum
Andri litli og foreldrar hans dvöldu
á aðfangadagskvöld hjá langafa hans
í húsi við Hjarðarholt á Selfossi.
Þegar heim var komið sofnaði Andri
strax og foreldrar hans, Inga Fríða
Tryggvadóttir og Einar Gunnar Sig-
urðsson, skömmu síðar. „Það næsta
sem við vitum er að síminn hringir
um fimmleytið um nóttina. Ég hélt
að þetta væri rugl og leitaði í íbúð-
inni en fann strákinn auðvitað ekki,“
sagði Einar Gunnar Sigurðsson
handknattleiksmaður, faðir Andra.
Svo virðist sem Andri hafi gengið
í svefni út úr húsinu og vaknað úti.
Hann var í jólanáttfötunum og ber-
fættur í stígvélunum og gekk þann-
ig, eftir því sem hann segir sjálfur,
að versluninni Hominu þar sem hann
sagði að enginn hefði verið og ekki
heldur í myndbandaleigunni við hlið-
ina eða að borða pizzu á Pizza 67.
Þá virðist hann hafa tekið stefnuna
á Birkivellina þar sem amma hans
og afi búa og Skarphéðinn Njálsson
vinur hans. Þangað gekk hann svo
og gerði vart við sig í fremsta húsinu
í götunni, heima hjá Skarphéðni.
„Það er eins og einhver yfimátt-
úrulegur kraftur hafi hjálpað honum
í gegnum þetta,“ sagði Einar Gunnar
faðir hans. Hann sagði að Andri
þekkti vel þessa leið sem hann fór
því hann hefði oft farið hana gang-
andi. Einar Gunnar sagðist vera viss
um að Andri hefði verið sofandi hluta
af leiðinni því hann væri svolítil
skræfa í myrkri og þyrði ekki að
vera einn. Hann hefði ekki kveikt
ljós á ieiðinni og farið um útidymar
sem væm stífar. En hann sagði að
strákurinn væri hraustur og ákveð-
inn ef hann tæki eitthvað í sig. Ein-
ar sagðist gera sér í hugarlund að
gönguferð stráksins jafnaðist á við
að fullorðinn maður gengi þijá kíló-
metra og hann sagðist sjálfur ekki
vilja reyna slíkt á náttfötunum og
berfættur í stígvélum og vaða snjó í
hné.
Sá jólaljósið á tröppunum
„Þetta er besta jólagjöfin okkar
héma,“ sagði Jónína Kjartansdóttir,
en hún og maður hennar Njáll Skarp-
héðinsson tóku á móti Andra. Þau
vom með friðarljós á tröppunum sem
var enn logandi þegar þau fóm að
sofa og Jónína sagði að þau hefðu
verið að hugsa um að slökkva á því
en létu það samt lifa. Það virðist
hafa hjálpað Andra því hann sagðist
hafa séð ljósið heima hjá Skarphéðni
vini sínum.
Jónína sagðist hafa vaknað við
dauft bank og að tekið var aftur og
aftur í húninn á útihurðinni. Þau
fóru bæði fram og niður að útidyr-
unum og þegar Njáll opnaði hálfdatt
Andri inn. Þau hlúðu strax að honum
því hann skalf af kulda og spurði
strax um mömmu sína. „Ég kveikti
á jólatrénu og spurði hann hvort
honum þætti það ekki betra, þá
væri eins og Jesúbarnið væri að
passa okkur og hann játaði því. Ann-
ars var hann alveg rólegur og jafn-
aði sig fljótt, grét ekkert. Manni
fínnst alveg ótrúlegt að hann skyldi
geta þetta,“ sagði Jónína Kjartans-
dóttir.
Andra varð ekkert meint af
gönguferðinni, sofnaði strax og hann
kom aftur heim til sín um nóttina.
Áður en hann sofnaði sagði hann
hálfskömmustulegur við mömmu
sína: „Ég skal aldrei gera þetta aft-
ur.“
Bændum boðinn hlutur í
Afurðasölunni í Borgarnesi
Hluta af greiðslum fyrir sláturgripi
haldið eftir nema eigendur geri at-
hugasemdir fyrir áramót
STJÓRN hlutafélags Afurðasölunn-
ar hf. í Borgarnesi hefur sent um
500 framleiðendum í grenndinni
bréf, dagsett 15. desember, þar sem
þess er farið á leit að þeir kaupi hlut
í fyrirtækinu með því að leggja inn
tiltekna krónutölu í fjögur ár af
hveijum grip sem þeir láta slátra.
Lágmarksupphæðir eru mismun-
andi eftir dýrategundum og segir í
bréfinu að fyrirtækið hyggist halda
eftir 120 krónum af verði hverrar
kindar sem slátrað var í haust, svo
fremi að ekki verði gerðar athuga-
semdir til framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins fyrir áramót.
Tilgangurinn er, að sögn ívars
Ragnarssonar framkvæmdastjóra
Afurðasölunnar, að halda fyrirtæk-
inu „öflugu og í héraði“. „Ef almenn
þátttaka fæst eru þetta ekki ýkja
þungar byrðar á hvern bónda,“ seg-
ir hann. í bréfinu segir ennfremur
að á næsta ári verði teknar 205 kr.
fyrir hvert svín, 280 kr. fyrir hross
og 1.780 kr. fyrir naut og kýr í hluta-
fé, en gjaldið er miðað við 3% af
verðmæti heildarinnleggs hjá fyrir-
tækinu.
Afurðasalan hf. í Borgarnesi er
almenningshlutafélag og var stofnuð
um rekstur sláturhúss, kjötvinnslu
og afurðasölu Kaupfélags Borgfirð-
inga fyrir ári. Segir ívar fyrirtækið
ekki eiga í erfiðleikum og sé sala
hlutafjárins hluti af þeim ráðstöfun-
um sem gerðar voru um síðustu ára-
mót. „Markmiðið er að ná inn meiri
peningum, það er ekki leyndarmál,"
segir ívar en hlutafé fyrirtækisins
er um 65 milljónir nú um áramót
og er miðað við að auka það I 137
milljónir á fjórum árum að hans
sögn.
25 hafa sagt nei
Miðað er við að framleiðendur
eignist um 35 milljóna króna hlutafé
í fyrirtækinu með þessu móti, eða
um 25% eignarhlut. Aðspurður
hvemig undirtektir málaleitan Af-
urðasölunnar hafi fengið hjá bænd-
um segir ívar að um 25 manns hafi
þegar farið fram á að fjárupphæð-
um, sem þeir eiga inni vegna haust-
slátrunar, verði ekki haldið eftir.
Alls segir hann að um 100 manns
hafi svarað bréfinu, bæði með fyrr-
greindum hætti og til þess að kaupa
hlut í fyrirtækinu. Aðspurður hvort
margir bændur eigi fjárhæðir inni
hjá fyrirtækinu segir ívar Afurðasöl-
una hafa fé í umsýslu sem ekki sé
greitt fyrir fyrr en það selst og einn-
ig eigi eftir að greiða 5% til framleið-
enda vegna haustslátrunar.
Leitað til sveitarfélaga
I bréfinu er greint frá því að leit-
að hafí verið eftir hlutafjárloforðum
frá sveitarfélögum á Snæfellsnesi
og í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
og segir ívar að miðað sé við að
eignarhlutur þeirra verði 20%, ein-
staklinga og félagasamtaka 10% og
Kaupfélags Borgfirðinga 45%. Hann
segir jafnframt að Borgarbyggð
hafi gefið hlutaíjárloforð upp á 21
milljón á þremur árum og séu öll
slík loforð tekin saman megi ætla
að takast muni að auka hlutafé í
100 milljónir að hlutafé framleið-
enda undanskildu.
íslendingar voru 266.796 talsins þann 1. desember síðastliðinn
Hlutur svæðanna í heildarmanntjölda 1994, 20% á milli strika
Sjaldan minni fjölgun
ÍSLENDINGAR voru 266.796 tals-
ins 1. desember sl., samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofunnar.
Karlar eru 133.784 á móti 133.002
konum. Á einu ári hefur íbúum
fjölgað um 1.867 eða 0,70%. Fjölg-
un hefur sjaldan verið minni hlut-
fallslega á einu ári.
Á liðnum 50 árum hefur fjölgun
aðeins verið jafnlítil eða minni
árin 1969-1970, 1977 og 1985. í
fyrra fjölgaði landsmönnum um
2.726 eða 1,04%. Seinustu tíu ár
hefur árleg fjölgnn verið 1,05%
og heildarfjölgnn um 26.343
manns. Svo virðist sem 850 fleiri
hafi flutt frá landinu í ár en til
þess, og að 2.700 fleiri hafi fæðst
en látist, en nákvæmar tölur liggja
ekki fyrir. Að líkindum fæðast um
4.450 börn á árinu, en um 1.750
manns falla frá. Til landsins flytj-
ast um 2.700 manns en frá því um
3.550. Eru þá brottfluttir umfram
aðfluttra 1992-1994 um 1.300.
Á liðnum áratug fjölgaði fólki
um 25.820 á höfuðborgarsvæðinu
en um 523 utan þess. Mannfjöldi
óx um 1,5% á höfuðborgarsvæð-
inu, 0,7% á Suðurnesjum, 0,4% á
Suðurlandi og 0,1% á Norðurlandi
eystra. Á Austurlandi fækkaði
fólki um 1,0%, á Norðurlandi
vestra um 1,4% og 1,6% á Vest-
fjörðum og á Vesturlandi. Fækk-
unin á Vesturlandi, Norðurlandi
vestra og Austurlandi er hin mesta
á liðnum áratug.
Flugeldastuldur
í Keflavík
Gengið í
lagerinn
allan
mánuðinn
RANNSÓKNARDEILD lög-
reglunnar í Keflavík hefur
handtekið 12 unga menn vegna
þjófnaðar á flugeldum frá
björgunarsveit Suðurnesja í
Keflavík og fundið mikið magn
þýfisins.
Samkvæmt upplýsingum frá
rannsóknardeildinni er ljóst að
þjófnaðurinn er mun umfangs-
meiri en áður hafði verið talið.
Á annan í jólum varð vart við
að flugeldar höfðu horfið af lag-
er björgunarsveitarinnar og
töldu forsvarsmenn hennar að
þeir hefðu verið teknir í einu
innbroti. Svo var hins vegar
ekki. Menn hefðu farið margar
ferðir á lagerinn og náð sér í
flugelda og síðan hafi þetta
spurst út.
Nagaðir af samviskubiti
John Hill rannsóknarlög-
reglumaður segir að búið sé að
fínna mikið meirihluta þýfisins,
þótt eitthvað hafi verið sprengt
og skotið upp. Flestir þeir, sem
málinu tengist, séu á aldrinum
15 til 20 ára og hafi þeir verið
viljugir að vísa á þýfið, enda
hafi samviskan og hræðslan
nagað þá.
Eitthvað af flugeldunum var
hættulegt þeim sem ekki kunna
með þá að fara og er lögregl-
unni kunnugt um að einn maður
hefði brennst á handlegg þegar
hann var að kveikja í púðri.
John segir að góssið hafi
verið geymt víða um bæinn og
sums staðar hafi bókstaflega
verið sofið á því, en í sumum
tilfellum voru flugeldamir
geymdir undir rúmum fólks.
Flýtir varð
smyglara
að falli
Þórshöfn. Morgunblaðið.
KÍLÓIN tvö af hassi sem fund-
ust í fórum 26 ára gamals ís-
lendings sem var handtekinn á
flugvellinum í Vogum í Færeyj-
um fyrir jól, eru mesta magn
af efninu sem færeysk tollyfír-
völd hafa nokkru sinni fundið.
íslendingurinn var handtek-
inn um klukkulíma eftir komu
sína til eyjanna og ætlaði með
sömu flugvél frá landinu og
hann kom með. Þessi flýtir vakti
grunsemdir tollvarða sem
ákváðu að athuga hvort hann
hefði óhreint mjöl í pokahorn-
inu, en svo reyndist vera. I yfír-
heyrslum hjá lögreglu hefur ís-
lendingurinn viðurkennt að
hafa með milligöngu annars
íslendings, sem ekki er enn vit-
að hver er, samið um að sækja
hassið til Færeyja og flytja til
Reykjavíkur. Hann hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald til
3. janúar næstkomandi.
Stálu sjón-
varpi og
peningum
%
BROTIST var inn í íþróttamið-
stöðina í Garði í fyrrinótt og
sjónvarpstæki og peningum
stolið. I gær voru tveir menn
handteknir vegna málsins. Þeir
höfðu ekki verið yfirheyrðir
þegar síðast fréttist en þýfið
er fundið.