Morgunblaðið - 29.12.1994, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 29.12.1994, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 5 FRETTIR Fokker bilaður á Egilsstöðum í hálfan annan sólarhring Varahlutur sótt ur til útlanda Egilsstöðum. Morgunblaðið FOKKERVÉL Flugleiða bilaði á Egilsstaðaflugvelli þegar hún var í morgunáætlun sinni í fyrradag. Flugvirkjar félagsins komu austur síðdegis með öðrum Fokker sem hélt síðan áfram til Parísar, en sú vél hefur verið leigð út til að fylgja París-Dakar rallinu um þriggja vikna skeið. Ekki reyndist unnt að gera við bilunina, en rafall hafði bilað og þurfti að fá nýjan varahlut í útlöndum. Nýr rafall kom til landsins um miðjan dag í gær, frá Kaupmanna- höfn, og flaug vél frá Flugfélagi Austurlands til Keflavíkur til að sækja hlutinn og flytja hann austur og gert var ráð fyrir að Fokkerinn kæmist í lag fyrir kvöldið. Flugvél- in hafði þá verið biluð í hálfan ann- an sólarhring. Verst fyrir farþega okkar Að sögn Einars Halldórssonar, umdæmisstjóra Flugleiða á Egls- stöðum, geta svona dagar komið upp, að vélar bili. Tvær flugvélar biluðu, önnur staðsett hér á Egls- stöðum og hin í Reykjavík, þriðja vélin leigð til útlanda og aðeins eft- ir ein vél til að sinna áætlunum. „Þetta kemur sér verst fyrir farþega okkar,“ sagði Einar, „þegar svona mikil röskun verður í flugnu. Nýja flugbrautin er þó búin að nýtast vel í vetur og bjarga málum, því kvöld- flugð var flogð með þotu til Kefla- víkur, og allir okkar farþegar náðu áfangastað þó ferðin yrði lengri." FOKKERINN á Egilsstaðaflugvelli. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Andlát OTTÓ J. ÓLAFSSON OTTÓ J. Ólafsson fyriverandi full- trúi hjá Innflytjendasambandinu lést á heimili sínu í Reykjavík á jóladag, 92ja ára að aldri. Ottó fæddist í Kaupmannahöfn 7. mars 1902 og var sonur hjón- anna Jóns A. Ólafssonar húsgagna- smíðameistara og Guðrúnar Jóns- dóttur húsmóður. Hann fluttist bam að aldri til íslands og starfaði ungur sem loftskeytamaður, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni. Einnig starfaði hann hjá fyrirtæki föður síns, Jón Halldórsson og kompaní, en varð síðar fulltrúi hjá Innflytjendasambandinu og var þar til starfsloka um 85 ára aldur. Ottó kvæntist Borghildi Ólafs- dóttur 28. maí 1932. Hún fæddist 16. október 1905 og lést í október árið 1989. Þeim varð þrigga dætra auðið en þær heita Heba, Guðrún Sigríður og Helga Kristín. Ottó var gerður að heiðursfélaga hjá Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur fyrir störf að félagsmálum árið 1981 og hjá styrktar- og sjúkrasjóði félags- ins árið 1992. Hann starfaði einnig í Sjálfstæðisflokknum og átti meðal annars sæti í fulltrúaráði þess um langt skeið. Þetta hefur þér aldrei boðist áður: Hlutabréf með jyre i ðsl ufresti afborjjunarkjör í allt að 24 mánuði - skattaafslattur ojj vaxtaafsláttur Landsbréf hf. og umboðsmenn Landsbréfa í útibúum Landsbanka íslands um allt land bjóða þér fram til áramóta að njóta 5% vaxtaafsláttar um leið og þú nýtir skattaafsláttinn á greiðslukjörum! Skattaafslátturinn nemur allt að 42.000 kr. miðað við kaup fyrir 127.000 kr. hjá einstaklingi og helmingi hærri fjárhæð hjá hjónum. Samkvæmt núgildandi skattalögum mun skattafrádráttur vegna hlutabréfakaupa verða afnuminn um áramótin 1997-1998. Kaupár Fjárhæð vegna fjárfestingar 1994 127.000 kr. rúmar Skattafrádráttur 42.000 kr. Endurgreiðsla skatts ágúst1995 1995 127.000 kr.rúmar 1996 200.000 kr. rúmar ar nri iIIM ■HHIUUHI 1997 200.000 kr. rúmar 42.000 kr. 42.000 kr. ágúst1997 ágúst1998 Framúrskarandi ávöxtun Við bjóðum þér að kaupa hlutabréf í öllum skráðum hlutafélögum á Verðbréfaþingi Islands gegn gjaldfresti, s.s. í íslenska hlutabréfasjóðnum sem hefur oft skilað hluthöfum sínum framúrskarandi ávöxtun, samanborið við aðra hlutabréfasjóði. Einstök kjör meÖ bónus Auk þess að njóta einstakra kjara í hlutabréfakaupum, færð þú ómetanlegan bónus: • Faglegar ráðleggingar við kaup hlutabréfa • Ráðleggingar í sambandi við æskilegar skattaráðstafanir fyrir áramót • Aðferðir við að byggja upp verðbréfasafn og draga úr áhættu Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum okkar og umboðsmönnum í Landsbanka íslands um allt land. 'v Miðstöð hlutabréfaviðskiptanna. * LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. HOlSVON'ISiTDnvaNtíjH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.