Morgunblaðið - 29.12.1994, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þeir eru alltaf jafn heppnir, Leifarnir okkar, nú eru þeir líka búnir að finna Kína.
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs
Útsvar í bænum verði
9,2% á næsta ári
MEIRIHLUTI Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn
Kópavogs leggur til að útsvar verði
9,2% fyrir árið 1995. Gert er ráð
fyrir að að fasteignaskattur verði
0,375% af fasteignamati og að gjald-
dagar verði tíu. Lagt er til að vatns-
skattur verði 0,19%, holræsagjald
verði 0,13% og vatn samkvæmt
mæli kr. 11,32 fyrir hvern ferrnetra.
Tillagan hefur verið kynnt í bæjar-
ráði og vísað til bæjarstjórnar.
Elli- og örorkulífeyrisþegar
í tillögunni er jafnframt gert ráð
fyrir að gjaldendur er greiði lægri
fasteignagjöld en kr. 5.000 greiði
þau í einu lagi á gjalddaga 1. mars.
Einnig að þeir gjaldendur er greiði
fasteignagjöld að fullu fyrir 25. jan-
úar fái 5% afslátt.
Lagt er til að elli- og örorkulífeyr-
isþegar er njóti lækkunar fasteigna-
skatts skuli fá afslátt samkvæmt
sömu reglum og aðrir gjaldendur af
þeim hluta sem þeim ber að greiða.
Þá er gert ráð fyrir að veittur verði
afsláttur af fasteignaskatti allt að
kr. 20.500 til þeirra ellilífeyrisþega
sem búa í eigin íbúðum og að örorku-
lífeyrisþegar fái afslátt af skattinum
að teknu tilliti til brúttótekna árið
1994, sem hér segir:
Einstaklingar með brúttótekjur
undir kr. 880.000 árið 1994 greiði
ekki fasteignaskatt. Einstaklingar
með brúttótekjur yfir kr. 1.185.000
árið 1994 greiði fullan skatt en ein-
staklingum. með tekjur á bilinu kr.
880.000 til kr. 1.185.000 árið 1994
verði veittur allt frá 0 til 100% hlut-
fallslegur afsláttur.
Hjón með brúttótekjur undir kr.
1.255.000 árið 1994 greiði ekki fast-
eignaskatt. Hjón með brúttótekjur
yfir kr. 1.610.000 árið 1994 greiði
fullan skatt en hjónum með tekjur
á bilinu kr. 1.255.000 árið 1994 til
kr. 1.610.000 verði veittur hlutfalls-
legur afsláttur allt frá 0 til 100%.
Sækja yrði um lækkun með því að
skila staðfestu ljósriti af skattfram-
tali ársins 1994 ásamt ljósriti af
ökuskírteini.
Fasteignaskattur
Lagt er til að sérstakur 1,25%
fasteignaskattur verði lagður á
verslunar- eða skrifstofuhúsnæði,
ásamt tilheyrandi lóð.
Lagt er til að sorppoka- og sorp-
eyðingargjald á hveija íbúð í Kópa-
vogi verði kr. 6.500 fyrir árið 1995.
Olíufélagið hf.
Bæjarstjórn Seltjarnarness
8,4% útsvar
samþykkt
Vatnsskattur 0,15% af fasteignamati
BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness
hefur samþykkt að leggja_ á 8,4%
útsvar fyrir árið 1995. Álagning
fasteignagjalda verður 0,375% af
íbúðarhúsnæði og lóð og 1% af at-
vinnuhúsnæði, lóðum og óbyggðum
lóðum.
Bæjarstjórnin hefur einnig sam-
þykkti að vatnsskattur verði 0,15%
af fasteignamati. Þá verður urðun-
argjald kr. 4.000 og hreinsunar-
gjald kr. 2.800.
Fasteignagjöld
Samþykkt var að fella niður að
hluta eða með öllu fasteignagjald
elli- og örorkulífeyrisþega. Hjá ein-
staklingum með tekjur allt að
987.900 eru gjöldin felld niður.
Hjá einstaklingum með tekjur
allt að kr. 1.059.100 eru 70% gjald-
anna felld niður og hjá einstakling-
um með tekjur allt að 1.360.300
eru 30% gjaldanna felld niður.
Hjá hjónum með allt að
1.238.700 eru gjöldin felld niður.
Hjá hjónum með tekjur allt að
kr. 1.473.800 eru 70% gjaldanna
felld niður og hjá hjónum með tekj-
ur allt að 1.576.800 eru 30% gjald-
anna felld niður.
Sótt um
fjórar lóðir
OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur ítrekað
við borgarráð fyrri umsókn um
lóðir fyrir bensín- og þjónustu-
stöðvar. Umsókninni var visað til
borgarskipulags og skrifstofu-
sljóra borgarverkfræðings.
Sótt er um lóðir við Norðlinga-
holt/Breiðholtsbraut, Stekkjar-
bakka/Höfðabakka, Hamrahlíðar-
hverfi/Hallar og í Staðarhverfi
við Strandveg. Fram kemur að
upphaflega hafi félagið sótt um
fleiri lóðir ásamt öðrum svæðum
sem betur gætu hentað. Síðan seg-
ir: „Það er okkar skilningur að
ofangreindar lóðir séu þær sem
helst koma til greina. Ef af ein-
hverjum ástæðum aðrar lóðir
bjóðast eða eru taldar líklegar
bensínstöðvar í Reykjavík er það
ósk Olíufélagsins hf., að fyrirtæk-
inu verði gefinn kostur á þeim.“
Bjargvættur Rafns Benediktssonar
Gaman að taka
þátt í björgun
sem gengur vel
Og
Rafni Benediktssyni,
sem keyrði út af við
Fossá í Hvalfirði á
mánudagskvöld, varð það að
öllum líkindum til lífs að
Þórólfur Árnason var að láta
hugann reika og rýna út í
myrkrið þar sem hann var
farþegi í.bíl á suðurleið. Þó-
rólfur kom auga á blikkandi
ljósin á bíl Rafns í íjörunni
fyrir neðan veginn og hlúði
að honum þar til þyrla Land-
helgisgæslunnar kom og
sótti hann.
- Hvað varð til þess að
þú sást bílinn?
„Þegar við vorum komin
að Hvalstöðinni fékk ég ein-
hveijar hugrenningar um að
ég myndi lenda ofan í fjöru.
Mér fannst það óhuggulegt
því mér fannst eins og þá
þyrfti ég að fara að bjarga
Margréti, konunni minni,
manninum sem var með okkur í
bílnum, Manuel Munoz. Þegar við
keyrðum Botnsdalinn var ég að
horfa á vegriðið og hugsa með
mér að það færi nú enginn út af
þarna, það væri alls staðar vegrið.
En þegar maður er kominn fyr-
ir Brynjudalsá og sér Fossá þá
hættir vegriðið. Og það er þá sem
ég sé blikkandi ljós sunnan megin
við Fossána. Þau sáust bara í stutt-
an tíma því þau hurfu sjónum
okkar þegar við komum nær ánni,
ofan í hvilftina. Þá sagði ég strax
að það væri bíll ofan í fjörunni.
Margrét og Manuel sáu ljósin líka
en fannst ólíklegt að það gætu
verið bílljós. Svo erum við að
spjalla um það hvort þetta gæti
verið trilla eða hvað en keyrðum
hægt upp brekkuna því við vildum
sjá hvort það væru hjólför út af
veginum.“
Þórólfur segir að eftir á að
hyggja hafi hann hugsanlega séð
blikkið útundan sér yfir fjörðinn
en það hefði hann örugglega ekki
gert ef hann hefði verið að keyra
sjálfur.
- Hvernig var aðkoman í fjör-
unni?
„Þegar við sáum hjólförin stopp-
uðum við. Ég og Manuel klæddum
okkur í úlpur og röktum okkur
niður eftir hjólförunum,, sem voru
mjög greinileg. Konan mín hringdi
strax í lögregluna til að athuga
hvort tilkynnt hefði verið um að
bíll hefði farið þarna út af.
Þegar við komum að bíinum var
fyrst þessi hræðsla í manni um
að eitthvað slæmt hefði gerst því
það heyrðist bara tikkið í þessu
litla ljósi, annars var grafarþögn.
Við bönkuðum í bílinn en það var
ekkert lífsmark neins staðar. Svo
kölluðum við halló,
halló og þá heyrðum við
stunurnar í Rafni í
gijótinu og snjónum.
Við fórum úr úlpun-
um og komum annarri _____________
undir hann og hinni yfir
hann. Svo lagðist ég upp við hann
til að reyna að koma í hann hita.
Ég sendi Manuel upp á veg en þá
var Margrét búin að stoppa' bíla
og senda menn niðureftir. Þeir
komu svona tíu mínútum á eftir
okkur með Ijós og yfirhafnir og
Manuel hljóp á peysunni, renn-
blautur í fætuma, með Kraft-galla
til okkar sem ég var með í bílnum.
Ég náOi að opna hann og koma
undir-Rafn til að hann lægi ekki
á snjó eða gijóti. Einhver kom
með Iambhúshettu og setti á hann
en ég var sjálfur berhöfðaður
þangað til ég kom upp í bíl aftur.
Það var ekki kominn hiti í Rafn
Þórólfur Árnason
Rafn sýndi
styrk og
æðruleysi
►Þórólfur Árnason fæddist í
Reykjavík 1957, sonur hjón-
anna Árna Pálssonar, sóknar-
prests á Borg á Mýrum, og
Rósu Bjarkar Þorbjarnardótt-
ur, fyrrverandi endurmennt-
unarsljóra Kennaraháskóla Is-
Iands. Þórólfur er verkfræð-
ingur frá Háskóla íslands og
Danmarks Tekniske hojskole.
Hann er framkvæmdastjóri hjá
Olíufélaginu hf., Esso. Þórólf-
ur er kvæntur Margréti Bald-
ursdóttur tölvunarfræðingi.
Þau eiga tvö börn, Baldur og
Rósu Björk.
fyrr en eftir 20 mínútur eða hálf-
tíma og þá fór hann að skjálfa.
Þetta var alveg ofan í fjöruborðinu
og það pusaði aðeins röku lofti og
frostið var 6 til 8 stig.
Ég reyndi að fá hann til þess
að tala en hann vildi alltaf sofna,
var orðinn ískaldur. í samtalinu
kom í Ijós hveijir ættingjar haps
voru og hvaðan hann væri. Ég
reyndi að vekja áhuga hans á ein-
hveiju og bað mennina í kring að
tala við hann líka þegar ég var
búinn með öll umræðuefni.
Við leituðum að blóði alls staðar
og létum hann hreyfa tærnar og
finguma. Við sáum spor eftir hann
og vissum því að hann var ekki
stórbrotinn en hann kvartaði mjög
undan eymslum í baki og hnakka
þannig að við þorðum ekki að
hreyfa hann. Enda hefðum við
aldrei komið honum upp skriðuna."
- Hvenær barst hjálpin?
„Lögreglan kom kl. 22.40 og
sjúkralið um tíu mínútum seinna.
Þyrlan var svo komin upp úr ell-
efu, aðeins örskoti eftir að kallað
var á hana. Allt var
farið í loftið og búið um
hálftólf. Þeir ætluðu að
setja mig í þyrluna líka
en það var nú ekki á
ferðaplaninu. Mer var
skítkalt en ég fór ekki
að skjálfa fyrr en ég kom upp í
rúm. Maður heldur sér gangandi
á einhverri innspýtingu og gerir
sér ekki grein fyrir kuldanum þeg-
ar svona stendur á. Það var
ánægjulegt að þetta skyldi allt
ganga upp og maður er lánsamur
að fá að taka þátt í björgun þegar
vel gengur.
Rafn bað mig að hringja í kær-
ustuna sína, sem átti von á honum
norður. Ég gerði það strax og ég
kom upp í bíl og lét hana vita að
allt væri í lagi. Rafn var með núm-
er, nöfn og allt svoleiðis á hreinu.
Hann var mjög duglegur, sýndi
mikinn styrk og æðraðist aldrei."