Morgunblaðið - 29.12.1994, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Langar umræður á Alþingi um lánsfjárlög fyrir næsta ár
Deilt um hvort efnahags-
bati lækki fjárlagahalla
SÚ efnahagsstefna sem birtist
í greinargerð fjárlagafrum-
varps ríkisstjómarinnar í
haust hrundi við fjárlagaafgreiðsl-
una fyrir jól, að mati formanns
Alþýðubandalagsins. Forsætisráð-
herra og ijármálaráðherra vísa
þessu á bug, og segja að fjárlaga-
hallinn hafi þvert á móti lækkað
frá fyrra ári.
í umræðu um lánsfjárlög fyrir
næsta ár á Alþingi á þriðjudag
sakaði Ólafur Ragnar 'Grímsson
formaður Alþýðubandalagsins
ríkisstjómina um ístöðuleysi og
ábyrgðarleysi í aðdraganda þing-
kosninga.
Ólafur Ragnar sagði að höfuð-
stefna fjárlagafrumvarpsins hefði
verið, að nota ætti efnahagsbatann
til að minnka fjárlagahallann.
Þessi stefna væri skynsamleg: að
reka ríkissjóð með halla á sam-
dráttartímum gegn því að nota
efnahagsbatann til að minnka hall-
ann.
„En ríkisstjórnin notar batann
til að auka ríkisútgjöldin og auka
hallann þvert á yfirlýsingar fjár-
lagafrumvarpsins og þvert á viður-
kennd sjónarmið um viðurkennda
hagstjórn. Þessi ríkisstjórn er því
að marka þá braut að það eigi
bæði að safna skuldum á samdrátt-
artímum og vaxtartímum," sagði
Ólafur Ragnar og bætti við að
efnahagsbatanum hefði verið eytt
síðustu dagana fyrir jól.
Hann vitnaði þar í þá niðurstöðu
fjárlaga, að útgjaldaliðurinn hækk-
aði um 3,6 milljarða í meðfömm
þingsins en tekjuliðurinn hækkaði
um 2,7 milljarða, aðallega vegna
batnandi þjóðhagsforsendna.
Hallinn minnkaður
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sögðu að fjárlagahallinn
hefði lækkað úr 9,6 milljörðum á
núgildandi fjárlögum í innan við
7,5 milljarða á fjárlögum næsta
árs. Því væri verið að nota efna-
hagsbatann til að lækka hallann.
Þeir sögðu einnig að allt benti til
að áætlun fjárlaga þessa árs myndi
standast og hallinn yrði jafnvel
minni en ráð var fyrir gert, eða
um níu milljarðar.
„Þess vegna getum við horft til
þess að fjárlagafrumvarpið, sem
við höfum nú afgreitt fyrir næsta
ár, sé líka á góðum gmnni reist.
Þá eram við að tala um frumvarp
þar sem hallinn minnkar, vegna
batnandi stöðu þjóðarinnar, um tvo
milljarða króna. Og það er það sem
háttvirtur þingmaður var að gagn-
rýna mig fyrir að hafa ekki gert,“
sagði Davíð.
Fríðrik sagði hins vegar rétt að
hallinn á fjárlögum næsta árs hefði
aukist um tæpan milljarð frá fjár-
lagafrumvarpinu, m.a. vegna
samninga við sjúkrastofnanir í
Reykjavík, samninga við sveitarfé-
lögin og fyrirhugaðra vegafram-
kvæmda.
Vaxtahækkun
Ólafur Ragnar fullyrti einnig að
undanfarna mánuði hefðu raun-
vextir ríkisvíxla hækkað verulega,
eða um 15%-25%. Þetta gengi
þvert á yfirlýsingar forsætisráð-
herra í stefnuræðu í haust, um að
vextir myndu fara lækkandi á
næstu missérum. „Þegar hvort
tveggja er hrunið, vaxtalækkunar-
þróunin og sú stefna að nota aukn-
ar þjóðartekjur til að minnka ríkis-
sjóðshallann, er auðvitað ljóst að
ríkisstjórnin er á síðustu mánuðum
valdaferils síns að bijóta öll þau
boðorð sem hún hefur sett sem
mælikvarða góðrar efnahags-
stjórnar,“ sagði Ólafur Ragnar.
Friðrik Sophusson sagði um
þetta, að ríkisvíxilvextir hefðu að
vísu hækkað frá 4,34% í 5,25% frá
apríl til desember en það væra
samt lægri vextir en gengi og gerð-
ist í nágrannalöndunum. Hins veg-
ar hefði Ólafur Ragnar ekki nefnt
að snemma árs 1993 vora vextim-
ir 11%.
Stjórnarandstæðingar drógu
upp dökka mynd af viðskilnaði
ríkisstjómarinnar í lok kjörtíma-
bilsins. Ríkissjóðshalli næmi sam-
tals 40 milljörðum á tímabilinu,
skuldir þjóðarinnar hefðu stórauk-
ist og kröfur Seðlabankans á ríkis-
sjóð nær tvöfaldast, úr 8,7 milljörð-
um 1991 í 15,8 milljarða nú.
Davíð Oddsson sagði hins vegar
að samkeppnisstaða atvinnulífsins
hefði batnað verulega og því væri
að koma hagvöxtur og sóknarfæri
í stað stöðnunar. Þetta væri árang-
ur af stefnu ríkisstjórnarinnar í
vaxtamálum, peningamálum og
gengismálum.
EIGNAMIÐLUNIN %
Sími 88 • 90 • 90 - Fax 88 • 90 • 95 - Síðumúla 21
Hæð óskast — skipti. Viðskiptavinur óskar eftir hæð, a.m.k. 100 fm
auk bílsk. í skiptum fyrir 4ra herb. íb. m. bílskúr I Hvassaleiti.
Traustur kaupandi - eign Óskast. Höfum traustan kaupanda að
góðri 100-150 fm íb. eða hæð miðsv. I Vesturbæ Rvíkur, eða á Seltjnesi.
Gjarnan með góðu útsýni. Uppl. veita Björn og Sverrir.
Staðgreiðsla - einbýli í Þingholtum eða Vesturborginni.
250-300 fm einbhús á rólegum stað I Þingholtum eða I Vesturborginni ósk-
ast til kaups. Staðgreiðsla - allt greitt við samning í boði fyrir eign sem hentar.
Staðgreiðsla - einb. í Fossvogi óskast. 250-300 fm einbhús
I Fossvogi óskast. Staðgreiðsla. Allt greitt við samning I boði fyrir rétta eign.
1800 fm skrifstofuhúsn. óskast. Traust fyrirtæki hefur beðið
okkur að útvega 1800 fm skrifstofuhúsnæði, gjarnan miðsvæöis. öruggar
greiðslur I boði.
Eitt blaö fyrir alla!
-kjarni málsins!
LÍV flytur
ínýtt
húsnæði
LANDSSAMBAND íslenzkra
verzlunarmanna (LÍV) flutti
starfsemi sína fyrir skemmstu í
nýtt og betra húsnæði á annarri
hæð við Fákafen 11 í Reykjavík.
Landssamband íslenzkra
verzlunarmanna var stofnað
árið 1957 og er því á þrítugasta
og áttunda starfsári. í því eru
um 15 þúsund fullgildir félagar
í 26 verslunarmannafélögum og
deildum verslunarmanna í
verkalýðsfélögum um allt land.
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur er langstærsta aðildarfé-
lag LÍV með um 70% félags-
manna. LÍV er annað stærsta
aðildarsamband ASÍ en VR
stærsta einstaka félagið.
Hlutverk LÍV
er víðtækt
Hlutverk LÍV er að efla sam-
tök skrifstofu- og verslunar-
manna, vera málsvari og hafa á
BENEDIKT Davíðsson forseti Alþýðusambands íslands afhendir
Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur formanni Landssambands ís-
lenzkra verzlunarmanna blómakörfu í tilefni af nýja húsnæðinu.
hendi forystu í hagsmunamálum
þeirrra. í kjarasamningum á
undanförnum árum hefur LÍV
farið með samningsumboð fyrir
flest aðildarfélög nema VR, sem
fer sjálft með sína samninga,
þótt þeir séu unnir í fullri sam-
vinnu við LÍV. í komandi
sérlqarasamningum leggur LÍV
mikla áherslu á að vinnuveitend-
ur semji við verslunarmenn á
starfsgreinagrunni, sem þýddi
að tekið yrði á mismunandi
vandamálum mismunandi
starfshópa í greininni, segir í
frétt frá LÍV.
Frá og meö l.janúar 1995 breytist val til útlanda.
í staö 90 kemur 00
PÓSTUR OG SÍMI
mundu!
~l.S
w
stafa
simanúmer