Morgunblaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samþykkt að lækka hlutafé Dagsprents niður í 3,4 milljónir Fr amsóknarfé- lögin eiga nánast ekkerti HLUTHAFAFUNDUR í Dagsprenti hf. samþykkti í fyrradag að færa hlutafé félagsins niður um 95%. Þá var einnig samþykkt að afla nýs hlutafjár að upphæð um 20 milljónir króna. Kaupfélag Eyfirðinga og Kaffi- brennsla Akureyrar sem eiga um 68% hlut í Dagsprenti, útgáfufélagi dagblaðsins Dags, hafa lýst yfír vilja til að leggja fram allt að tíu milljón- ir króna í nýju hlutafé að því til- skildu að nýir hlutahafar leggi fram jafn háa upphæð. Eftir niðurfærsl- una er hlutafé 3,4 milljónir króna en stefnt er að því að það verði um 24 milljónir. Framsóknarfélögin skoða málið Tvö framsóknarfélög, á Akureyri og í Eyjafirði, sem voru næststærstu hluthafar fyrirtækisins, áttu rúm- lega 28% hlutafjár. Gísli Kristinn Lórenzson, formaður Framsóknarfé- lags Akureyrar, sagði að engin af- staða hefði verið tekin til þess innan blaðmu stjórnar félagsins hvort forkaups- réttur að nýju hlutafé yrði nýttur eða hvort félagið myndi alfarið draga sig út úr rekstrinum. Ljóst væri þó að hlutur félaganna væri afar lítill orðinn. Hann sagði fyrir- hugað að halda stjórnarfund í félag- inu fljótlega eftir áramót þar sem málið yrði rætt. Hluthafar í Dagsprenti eru um 140 talsins og verður þeim á næstu dögum sent bréf þar sem tilkynnt er um samþykkt hluthafafundar og hafa þeir tveggja vikna frest til að nýta sér forkaupsrétt sinn að kaup- um á nýju hlutafé. Dagsprent hefur verið í greiðslustöðvun síðustu mán- uði og rennur hún út 24. janúar. Dagur hefur komið út i 77 ár, þingmenn kjördæmisins stofnuðu það á sínum tíma en afhentu það framsóknarfélögunum sem sáu um útgáfuna áratugum saman. Eftir að blaðið varð dagblað hefur Kaupfélag Eyfirðinga verið meirihlutaeigandi þess á móti framsóknarfélögunum. Morgunblaðið/Bei\jamín ÖGN er eins og lamb við hliðina á eldri kálfi í fjósinu á Ytri-Tjörnum. „ÞETTA er algjört fyrirbrigði,“ varð Ármanni Gunnarssyni dýralækni að orði er hann skoð- aði sjö kílóa kvígu sem fæddist annan dag jóla í fjósinu á Ytri- Tjörnum í Eyjafjarðarsveit. Móðirin er tveggja ára gamall Galloway-holdablendingur en faðirinn er Hólmi 91637, hrein- ræktað Galloway-naut úr Hrís- ey. Vanalega eru kálfar af þessu Sjö kílóa jólakálfur kyni um 30 kíló við fæðingu, en þessi nýfædda kvíga er á við vænan einlembing. Kvigan er ekki skyldleikaræktuð og gekk hún með kálfinn fullan með- göngutíma og ríflega það, þann- ig að þeir þættir skýra ekki smæð kálfsins. Litla kvígan sem hlotið hefur nafnið Ögn á frem- ur erfitt með gang en stendur óstudd og hefur góða lyst á mjólkinni sem hún sýgur úr pela. Fundir hjá Verkalýðsfélaginu Einingu vegna komandi kjarasamningaviðræðna Spýtt í lófana verði ekki farið að ganga í lok ianúar FJÖGUR atriði eru sett á oddinn hjá félögum í Verkajýðsfélaginu Einingu vegna komandi kjarasamn- inga, hækkun lægstu launa, að þau laun sem samið verður um verði tryggð á einhvem máta, skattleys- ismörkin og lánskjaravísitalan. Und- irbúningur vegna kjarasamning- anna hefur staðið yfir frá því í haust og hafa verið haldnir um 40 fundir vegna þeirra, nú síðast var farið í fundaferð um allt umráðasvæði fé- lagsins i Eyjafírði og rætt við al- menna félagsmenn um stöðu mála og hugmyndir kynntar. Björn Snæbjömsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, sagði það ríkjandi skoðun að semja eigi við atvinnurekendur fyrst áður en farið verði í viðræður við ríkisvald- ið. Þá er að eindregin skoðun félags- manna að Verkamannasambandið eigi að hafa yfirumsjón með kjara- samningaviðræðum fyrir sín aðild- arfélög, stóru samflotin séu ekki nægilega góð nema að því er snýr að ríkinu. Yfirvinna horfin „Launin eru orðin svo lág og þau orð sem aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra lét falla á dögunum um að félagsmálastofnanir gætu ekki notað kauptaxta sem viðmiðanir vegna aðstoðar segja meira en margt annað um hversu hrikalega lág launin eru,“ sagði Bjöm. „Yfir- vinna er að stórum hluta horfinn og fólk er með taxtakaupið eitt, hér á þessu svæði er ekki mikið um yfirborganir og þá eru fleiri hundr- uð manns á atvinnuleysisbótum. Það segir sig því sjálft að fólk var ekki sérlega upprifið á þessum fundum. Ástandið er mjög slæmt og getur ekki^versnað, neyðin fer að reka menn út í aðgerðir." Björn sagði starfsöryggi fisk- SKRETTING A/S í Noregi ætlar að kaupa um 4.400 tonn af fiska- fóðri af fóðurverksmiðjunni Laxá á Akureyri á næsta ári og ef til vill meira verði aðstæður góðar. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri Laxár sagði samn- inga um sölu fiskafóðurs til Noregs einkar góða fyrir fyrirtækið en það magn sem Skretting hyggst kaupa á næsta ári væri ekki ósvipað því sem verið væri að framleiða í heild fyrir innanlandsmarkað. Utflutn- ingurinn hefði því í för með sér meiri vinnu í fyrirtækinu og gera mætti ráð fyrir tvöföldun á mann- skap þegar kæmi fram á næsta ár. „Það er alveg ljóst að þessi sala út til Noregs þýðir meiri vinnu hjá okkur, sennilega verður hér vakta- vinna mestallt næsta ár og einhvern hluta þess þarf eflaust að vinna allan sólarhringinn gangi allt eftir. Þetta magn sem við væntanlega munum selja út jafngildir nánast verkunarfólks mjög hafa brunnið á fólki í kjölfar þess að Vinnuveit- endasambandið og Vinnumálasam- bandið hafa sagt upp kauptrygg- ingasamningum við Verkmanna- sambandið. „Við höfum ekki langan tíma til að semja, nú verða menn að fara í viðræður af fullum krafti og það er alveg ljóst að ef ekkert verður farið að ganga undir lok næsta mánaðar verður að skoða stöðuna vandlega. Ef ekkert hefur gerst á því tímabili verða menn að fara að spýta í lófana,“ sagði Björn. því sem við erum að framleiða í verksmiðjunni fyrir allan innan- landsmarkaðinn,“ sagði Guðmund- ur. Hann sagði að fyrir utan sjálf viðskiptin sem fælustú fóðursölunni væri mikill styrkur fyrir fyrirtækið að eiga samskipti við Skretting A/S en fyrirtækið væri hið fremsta í gerð laxafóðurs í heiminum. „Þessi samskipti styrkja okkur því mjög sem fóðurframleiðendur," sagði Guðmundur en í bígerð er að koma á samstarfssamningi milli fyrir- tækjanna tveggja um ýmislegt er lýtur að starfsgreininni. Aukning Skretting er nú að kaupa fiska- fóður af Laxá í þriðja sinn og hefur salan aukist jafnt og þétt. Árið 1993 voru seld tæplega 800 tonn af fóðri til Noregs, tæplega 1.600 tonn í ár og að minnsta kosti 4.400 tonn á næsta ári. Morgunblaðið/Rúnar Þór ARNAR Jónsson átti 40 ára leikafmæli í fyrrakvöld. Arnari fagnað á 40ára leikafmæli ARNARI Jónssyni leikara var vel fagnað eftir frumsýningu á leikritinu Óvænt heimsókn eftir J. B. Priestley hjá Leikfélagi Akureyrar í fyrra- kvöld, en rétt 40 ár voru þá frá því hann steig sín fyrstu spor á leiklist- arbrautinni. Hann fór með hlutverk Hans í barnaleikritinu um Hans og Grétu sem var jólaleikrit Leikfélags Akureyrar árið 1954, en þá var hann 11 ára gamall. Viðar Eggertsson leikhússtjóri færði Arnari blóm í til- efni af 40 ára leikafmælinu og rakti feril hans, en Arnar sem er fastráð- inn leikari hjá Þjóðleikhúsinu er gestaleikari hjá LA í þessari sýn- ingu. Arnar sagði eftir frumsýning- una að hann tryði því vart að liðin væru 40 ár frá því hann byijaði að leika og hann vænti þess að næstu 40 ár í lífi sínu yrðu jafnskemmtileg og þau sem liðin eru. Síðast lék Arnar með Leikfélagi Akureyrar árið 1983 í rómaðri uppfærslu á My Fair Lady og sagðist hann enn síður trúa því að 11 ár væru frá því hann hefði síðast stigið á fjalir gamla Samkomuhússins á Akureyri. Fjarkennsla um tölvur við Verkmenntaskólann á Akureyri Kenndar verða eftirtaldar greinar ef næg þátttaka fæst: Bókfærsla, danska, eðlisfræði, enska, félags- fræði, íslenska, saga, sálfræði, stærðfræði, þjóðhagfræði, þýska. Öll kennsla er miðuð við yfirferð og kröfur í samsvarandi framhaldsskólaáföngum og lýkur með prófi. Nánari upplýsingar og innritun 2.-6. janúar í Verkmenntaskólanum á Akureyri, sími 96-11710 á milli kl. 8.00 og 15.00. -kjarnimálsins! Laxá selur Skrett- ing fiskafóður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.