Morgunblaðið - 29.12.1994, Side 13

Morgunblaðið - 29.12.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAIUDIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 13 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson BRAUTSKRÁÐIR nemendur ásamt skólameistara. Skólaslit o g braut- skráning nem- enda á Akranesi Akranesi - Skólaslit á haustönn 1994 í Pjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fóru fram þriðjudaginn 20. desember sl. á sal skólans á Akranesi. Þá voru brautskráðir 34 nemendur frá skólanum en laugar- daginn 17. desember voru 19 véla- verðir brautskráðir í Stykkishólmi. Nemendurnir skiptust þannig á námsbrautir að 20 luku stúdents- prófi, 19 prófi vélavarða, 7 loka- prófum á iðn- og verknámsbraut- um, 3 burtfararprófi sjúkraliða, 2 almennu verslunarprófi, 1 prófi af uppeldisbraut og 1 nemandi af sér- kennslubraut. Arnheiður Hjörleifsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur stúdenta auk viðurkenningar fyrir ágætan árangur í líffræði. Einnig hlutu Gyða Gunnarsdóttir, Hugrún Magnúsdóttir, Bjarney Hinriksdótt- ir og Áslaug Þorsteinsdóttir viður- kenningar fyrir ágætan árangur í ýmsum greinum. Þá fengu Eyrún Baldursdóttir, Gunnar Sturla Her- varsson og Svanfríður þóra Gísla- dóttir viðurkenningar fyrir gott framlag til léiklistar í skólanum. Athöfnin hófst á því að hljóm- sveitin Mr. Moon lék tvö lög. Síðar lék Unnur María Bergsveinsdóttir nemandi á tónlistarbraut einleik á píanó. Þá lásu Eyrún Baldursdóttir og Svanfríður Þóra Gísladóttir upp dagskrá um heilagan Þorlák. Þórir Ólafsson skólameistari fiutti annál skólastarfsins og kom þar m.a. fram að 679 nemendur hófu nám á haustönn í dagskóla. Kennsla í dagskóla fór fram á Akra- nesi, í Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Auk þess var kennsla fyrir véla- verði í Grundarfirði og Stykkishólmi og annaðist Farskóli Vesturlands það verkefni. Til viðbótar við véla- verðina hafa tugir manna sótt nám- skeið á vegum Farskólans. Starfsmenn skólans á haustönn 1994 voru alls 83 auk þeirra sem komu að ýmsum námskeiðum Far- skólans. Unnið að frekari þróun Nýtt fulltrúaráð skipað fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem standa að Fjölbrautaskóla Vesturlands var skipað eftir sveitarstjórnarkosning- ar fyrr á árinu og ný skólanefnd í kjölfar þess. Vinnur skólanefndin nú að frekari þróun skólans í sam- ræmi við viðamikla áætlun um starf hans og uppbyggingu sem kom út fyrir á þessu ári. Sveitarfélögin á Vesturlandi hafa staðið vel saman um framgang og velferð skólans enda er hann viðamesta samstarfs- verkefni þeirra. í lok athafnarinnar á þriðjudag flutti Helga Atladóttir nýstúdent ávarp fyrir hönd brautskráðra nem- enda og skólameistari kvaddi þá fyrir hönd skólans. Er um 250 sam- komugestir höfðu sungið saman heims um ból var viðstöddum boðið til veislukaffis í skólanum. Morgunblaðið/Silli EINAR Njálsson bæjarstjóri flytur framsöguræðu, en við hlið hans er forseti bæjarstjórnar, Valgerður Gunnarsdóttir. * Utvarpað frá bæj arslj órnarfundi Húsavík - Á síðasta fundi bæjar- stjórnar Húsavíkur var tekin upp sú nýbreytni að útvarpa frá fund- inum og sáu nemar framhaldsskól- ans um þá útsendingu. Þeir hafa þijá síðastliðna vetur rekið útvarps- stöð, sem útvarpar að kvöldi til flesta daga vikunnar. Fjárhagsáætlun bæjarins var tekin til fyrri umræðu á þessum fundi og flutti Einar Njálsson bæj- arstjóri framsöguræðu með henni. Ath! Skráning er hafin í okkar geysivinsælu fitubrennslunámskeið Eitt blab fyrir alla! L - 1 3H0t0ttnHnbib a- - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.