Morgunblaðið - 29.12.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.12.1994, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Lítil saga um lítínnkarl LEIKUST Sjónvarpiö ÞIÐ MUNIÐ HANN JÖRUND Jónas Árnason. Leikgerð og leik- stjórn: Oskar Jónasson. 25. og 26. desember. ÞAÐ ER orðið nokkuð langt um liðið síðan leikritið um Jörund hunda- dagakonung var á fjölum leikhús- anna hér - og í vitund manna lifir líklega lítið eftir af því nema lögin, sem hafa orðið að dæguríögum - hafa enda að geyma skemmtilega texta og grípandi laglínur. Eitthvað hélt ég að mér hefði orð- ið fótaskortur í minninu þegar ég fór síðan að horfa á sjónvarpsútgáfuna núna um jólin, því þar voru atriði sem ég kannaðist ekki við. Kom enda í ljós að hér var um leikgerð að ræða - og í leikgerðum er ýmsu breytt. Og ég verð að segja eins og er að ég er að verða mjög þréytt á þessum andsk... leikgerðum - sem oftar en ekki taka kjamann úr verkinu. Það þarf nefnilega nánast sjení til að betrumbæta leikrit sem annar hefur skrifað og þau eru ekki flöldafram- leidd hér á íslandi. Fyrst verið er að varðveita á filmu verk þeirra höfunda sem hafa skrifað hér fyrir leikhús (og eru ekki svo margir), hvers vegna er þá ekki hægt að vinna sviðssetn- inguna eins nálægt upprunalega verkinu og framast er unnt? Svona leikgerð gefur ekki rétta mynd af höfundarverki, sem var alls ekki slæmt, ef ég man rétt - og naut tölu- verðra vinsælda. Það hefði þó kannski mátt laga það til fyrir sjónvarp, ef það hefði skilað góðri sýningu. En því miður finnst mér ekki vera svo í þessu til- felli. Leikritið var skelfilega hæg- fara, laust við tempó og algerlega kraftlaust. Meira að segja flutningur á tónlistinni var allt of hægur; í stað þess að hressa mann upp, gerði hún mann dapran; það var svo óttalega angurvær tónn í henni. Leikmynd og búningar voru aftur á móti dálítið skemmtilega unnin, sem og allt gervi leikaranna. Mér finnst alltaf dálítið gaman að sviðs- setningum á útisenum þegar um filmu er að ræða, þótt lýsingin hafi verið nokkuð daufleg; náði ekki að skapa nein sérstök áhrif eða stemmn- ingar. Það -voru hreint ekki bráðónýtir leikarar í aðalhlutverkunum; Sigurð- ur Siguijónsson, Bessi Bjarnason, Þröstur Guðbjartsson, Gísli Rúnar Jónsson og Karl Guðmundsson, en ekki dugði það til, því þetta var með óh'kindum illa leikið. Hinn sérís- lenski, löturhægi farsastíll gerði sig hreint ekki í þessu sjónvarpsleikriti. Mér fannst allt verkið líta út og hljóma eins og það hefði verið filmað á tunglinu; allar hreyfingar svo hæg- ar og textinn eins og fluttur neðan úr maga, raddbeiting viðvaningsleg og svipbrigði einum of ýkt. Svo allt í einu kemur Valgerður Guðnadóttir og syngur eins og engill og öll svo eðlileg - eins og hún sé í allt öðru leikriti. Leikstjórnin er engan veginn. Vinna með leikurum er vond, það er enginn sérstakur leikstíll; þetta er hvorki söngleikur, gamanleikur, farsi, né íslenskt sauðagæruleikhús. Samhengi er óljóst og framvindan ómarkviss og verð ég að segja eins og er að mér fannst þetta hið drep- leiðinlegasta mál. Súsanna Svavarsdóttir SIGURÐUR Sigurjónsson í hlutverki Jörundar. Nordisk Teckningstriennal 1995 Sýning á teikningnm FYRIRHUGAÐ er að setja upp sýn- ingu á teikningum á ýmsum stöðum á Norðurlöndum. Fyrsti sýningarstað- ur verður í Skellefteá í Svíþjóð og hefst sýningin þar í nóvember 1995. Öllum norrænum myndlistar- mönnum er heimil þátttaka. Dóm- nefnd mun dæma verkin og veita þrenn verðlaun, hver að verðmæti 10.000 sænskra króna. Umsóknar- frestur er til 17. mars 1995. Frekari upplýsingar og umsókn- areyðublöð fást hjá: Kulturkontoret - Box 703 - 931 27 Skellefteá - Svíþjóð. íslendingur hlýtur heið- ursverðlaun í Berlín HLJÓMSVEITAR- STJÓRINN Guðni A. Emilsson sem starfar í Þýskalandi hlaut nýlega heið- ursverðlaun og styrk frá Herbert von Karjan-stofn- uninni í Berlín. Guðna var í ár veitt- ur styrkur hér á landi úr minningar- sjóði Lindar, sem stofnaður var til minningar um hlj óms veitarslj ór- ann Jean Pierre Jacquillat. Á þessu ári hlaut Guðni einnig önnur verðlaun í alþjóðlegri keppni ungra hljómnsveitarstjóra sem haldin var í Lugano í Sviss. í fréttatilkynningu segir: „í umsögn stjórnar Herbert von Karajan-stofnunarinnar segir m.a. að þessa viðurkenningu hafi hann hlotið fyrir framúr- skarandi árangur í alþjóðleg- um keppnum og fyrir tónleika- hald sitt. Guðni A. Emilsson Viðurkenning þessi er veitt í nóv- ember ár hvert efnilegum hljóm- sveitarsljórum. í sljórn Karajan- stofnunarinnar er m.a. fyrrverandi framkvæmdastj óri Berlínarfílharmón- íu hljómsveitarinn- ar Dr. Wolfgang Stresemann. Þess má geta að áhrifamiklir með- limir Herbert von Karajan-stofnunar- innar eru auk ekkju Karajans hinir þekktu tón- listarmenn Georg Solti, Ye- hudi Menuhin, Placido Dom- ingo og stjórnmálamennirnir Edward Heath og fyrrverandi kanslari Þýskalands Helmut Schmidt." Guðni býr ásamt konu og dóttur í Trossingen í Þýska- landi. Hann er sonur hjónanna Margrétar Árnadóttur og Em- ils Adolfssonar. Þingeyjarsýslur á 19. öld BOKMENNTIR Sóknalýsingar ÞINGEYJARSÝSLUR Sýslu- og sóknalýsingar Hins ís- lenska bókmenntafélags, 1839-1844. Gott mál, 1994 — 343 síður. ÁRIÐ 1839 lét bókmenntafélagið út ganga boðsbréf til íslenskra sýslumanna og presta þar sem þeir voru beðnir að lýsa sýslum sínum og sóknum. Þetta átti að vera undir- búningur að samningu á íslandslýs- ingu, sem Jónasi Hallgrímssyni var falin á hendur. Bréfi þessu fylgdi spumingalisti mikill, alls 70 spum- ingar (til prestanna) og þurfti tals- vert mál til að svara sumum þeirra. Undirtektir urðu góðar og munu langflestir prestar hafa sent svör sín, oft langar greinargerðir. Hins vegar varð aldrei neitt úr íslands- lýsingu. Jónas Hallgrímsson féll frá áður en hann var kominn nokkuð af stað með verk sitt. Ég hef raun- ar hugsað um það, að það hefði orðið meira verkið að semja heillega og gagnlega lýsingu upp úr þeim gögnum sem hann fékk. Islandslýsing kom ekki fyrr en löngu síðar. Það varð verk Þorvald- ar Thoroddsens og byggt á ólíkum grunni. Sókna- og sýslulýsingar bók- menntafélagsins lágu lítt hreyfðar í handritasafni félagsins langt fram á þessa öld. Fræðimenn hafa að vísu skoðað þær og stuðst við þær í skrifum sínum. Það er ekki fyrr en nú á síðari árum sem menn hafa farið að gefa út þessar gömlu lýsingar fyrir einstakar sýslur og hefur verið allur gangur á þeirri útgáfustarfsemi. Virðist stundum hafa verið farið fullmikið eftir lítt vönduðum afritum. Nú eru nýútkomnar sýslu- og sóknarlýsingar fyrir Þingeyjarsýsl- umar báðar.. Eru það tvær sýslu- lýsingar, báðar fremur stuttar, og sautján sóknalýsingar samdar af jafnmörgum prestum, utan ein, lýsing Svalbarðssóknar, sem er gerð af Valdimar Ásmundssyni rit- stjóra og er hún miklu yngri en hinar eða frá árinu 1875 eða þar um bil. Umsjón með útgáfu þess- ari höfðu þau Björn Hróarsson, Heimir Pálsson og Sigurveig Erl- ingsdóttir. Það er að mörgu leyti þarfaverk að gefa út þessar gömlu sóknalýs- ingar. Þær veita margvíslega inn- sýn í mannlíf á fyrri hluta 19. ald- ar og viðhorf prestanna til and- legra og veraldlegra efna. Sjálf- sagt helgast það mikið af spurn- ingunum að mikið er rætt um gæði og ásigkomulag jarða og búskaparhætti. Yfírleitt eru jarðir taldar lélegar og hafa farið versn- andi. Lítið er gert úr hlunnindum. Sjálfsagt á þessi frádráttaraðferð sínar orsakir. íslendingar hafa sjaldnast verið mikið fyrir að telja fram hvert smáræði. Margt er hér fróðlegt að finna. við fræðumst hér um lestrarkunnáttu og skriftar- kunnáttu manna, tónlistariðkun, lestrarefni og sitthvað fleira. Und- arlega eru svör prestanna um trú- arlíf stuttaraleg og svipað má segja um siðferðið. Annars bera greinar- gerðir prestanna yfirleitt nokkuð persónulegt svipmót og áherslur þeirra eru mismunandi eftir áhuga- málum þeirra. Einn hefur mestan áhuga á málfræði, annar á jurtum o.s.frv. Stundum er að finna smáskrítleg innskot og frásagnir eins og þegar séra Jón á Grenjaðar- stöðum segir frá eftirfarandi: „Hef ég þá nokkrum sinnum látið aka mér á stóli á skíðasleða, fyrir hveij- um hafa gengið þrír húskarlar mínir á skíðum." Þá var prestur að fara til messu á annexíu. Þessi útgáfa er hin smekkleg- asta álitum og þægileg til lestrar. Letur er hæfilega stórt og textinn er prýddur gömlum myndum. Tvö kort úr frumritum fylgja, annað yfir Háls-Illugastaða- og Drafla- staðasóknir og hitt yfir Mývatn og nágrenni þess. í bókarlok er stutt æviágrip höfunda, mynda- skrá og handritaskrá og löks er ömefnaskrá sem er hið mesta þarfaþing. En agnúar eru samt nokkrir. Einkennilegt þykir mér að útgef- endur skuli ekki geta þess að árið 1980 voru gefnar út þijár sókna- lýsingar (Grenjaðarstaða- og Þverársóknir, Múlasókn og Nes- sókn). Þetta er þeim mun einkenni- legra þar sem textum ber ekki allt- af saman og auk þess er í fyrr- greindri útgáfu eitt kort úr frum- riti (Nessókn) sem ekki er í hinni nýju. Þá verður að geta um eina afar leiðinlega villu. Höfundur að sóknarlýsingu Garðssóknar var séra Bjöm Halldórsson. Á bls. 317 á að vera æviágrip hans. Þar er það hins vegar ekki heldur kemur í staðinn æviágrip sonarsonar hans, séra Björns í Laufási. Aug- ljóst er við lestur æviágripsins að séra Björn í Laufási gat ekki hafa ritað sóknalýsingu Garðssóknar. Hann var ekki nema 16 ára þegar lýsingin var rituð og auk þess var hann aldrei prestur í þeirri sókn. Lítt er skiljanlegt hvemig þetta gat farið fram hjá útgefendum. Sigurjón Björnsson Liðhlaupinn og dætum- ar fjórar KVIKMYNPIR Iláskólabíó GLÆSTIR TÍMAR „BELLE EPOQUE" ★ ★ ★ Leikstjóri: Femando Trueba. Handrit: Rafael Azcona. Aðal- hlutverk: Femando Femán Gómez, Jorge Sanz, Maribel Verdú, Ariadna Gil. Sony Pictures. 1993. SPÆNSKA Óskarsverð- launamyndin Glæstir tímar ger- ist á því stutta tímabili í sögu Spánar á öldinni þegar lýð- veldissinnar hafa sigrað kon- ungssinna og áður en Franco kemur til sögunnar. Það er Ijóst að tímar fijálsræðis og hispurs- leysis fara í hönd en líka kó- mísk óvissa um stöðu mála. Þannig sleppur ungi liðhlaup- inn, söguhetja myndarinnar, frá lögreglumönnum í upphafí myndarinnar þegar annar vill láta hann lausan en hinn halda og báðir drepast í rifrildinu. En fyrst og fremst er eins og fólk sleppi af sér beislinu. Liðhlaupinn heldur leiðar sinnar og kynnist listmálara í sveitinni sem fær fjórar gullfallegar dætur sínar í heimsókn og hefj- ast þá margvísleg ástarmál og árangursrík fyrir alla aðila. Stúlkumar hafa hag af unga manninum hver í sínum tilgangi og sjálfur er hann meira en vilj- ugur að gera þeim til geðs en kemst líka að þeim forna sann- leik að konur eru með öllu óút- reiknanlegar. Glæstir tímar er sólargeisli í skammdeginu eins og sagt er, full af hlýju og vinskap og gáska og ekki síst brennheitum losta sem leikstjórinn, Femando Trueba, fangar á gamansaman og alvörulausan hátt með fjór- um leikkonum sínum því þetta er ekki síst mynd um konur og kvennaráð. Trueba skapar líka skemmtilegt andrúmsloft þessa nýja en skammlífa tíma í sveita- sælunni þar sem herramenn og mæður þeirra skipta um stjóm- málaskoðanir ef það hentar væntanlegu kvonfangi, kirkjan má sæta ofsóknum og prestur- inn flýtir för sinni til almættis- ins og einfaldur liðhlaupi fær drauma sína uppfyllta. Af leikurunum stendur sá aldni Fernando Fernán Gómez uppúr og vinnur hreinlega leik- sigur sem faðir stúlknanna, list- málari og lífsnautnamaður. Hann heldur sögunni saman, vinalegur og vís. Glæstir tímar er fjörug mynd, elskuleg og mannleg og á það skilið að vera verðlaunagripur. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.