Morgunblaðið - 29.12.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 21
Sköpunar-
máttur eldsins
Torill Thorstad Hauger
Norrænu barnabóka-
verðlaunin 1994
Hauger
fékk þau
í ár
NORRÆNU bamabókaverðlaunin
em veitt árlega af norrænu sam-
bandi kennara sem starfa á skóla-
söfnum (Nordisk skolebibliotekar-
forening) í þvi skyni að styðja og
örva útgáfu á norrænum bama-
og unglingabókum.
Verðlaunin em einu samnor-
rænu bamabókaverðlaunin og em
heiðurslaun til núlifandi norræns
rithöfundar sem skrifar fyrir böm
á skólaskyldualdri. Verðlaununum
varð fyrst úthlutað árið 1985 en
þá hlaut sænska skáldkonan Marie
Gripe þau. Árið 1992 vom þau
veitt Guðrúnu Helgadóttur.
Verðlaununum var úthlutað í
Kaupmannahöfn nú í nóvember.
Norski rithöfundurinn Torill Thor-
stad Hauger fékk þau í ár.
f álitsgerð dómnefndar kemur
m.a. fram að skáldkonan er heiðr-
uð fyrir ritstörf sín í heild en þó
einkum þau skáldrit sem em af
sögulegum toga. Með þeim hefur,
hún stuðlað að og eflt áhuga bama
og unglinga á sögu og arfleifð.
Á íslensku hafa komið út tvær
bækur eftir Torill TH. Hauger: í
víkingahöndum og Flóttinn frá vík-
ingunum. Að þessu sinni tilnefndi
Félag skólasafnskennara af ís-
lands hálfu höfundana Friðrik Erl-
ingsson og Magneu frá Kleifum.
-----»-■♦-4---
Ovitar
frumsýnd-
ir í Noregi
LEIKRITIÐ Óvitar eftir Guðrúnu
Helgadóttur verður jólaverkefni Nör-
Tröndelag. Teaterværksted í Verdal,
skammt fyrir utan Þrándheim, í Nor-
egi í ár og var frumsýning 28. desem-
ber. Leikstjóri sýningarinnar er einn
þekktasti leikstjóri Norðmanna, Arn-
ulf Haga, en hann er m.a. frægur
fýrir sýningar sínar undir beru lofti
að Stiklarstöðum um Ólaf helga Nor-
egskonung. Sýningin er sett upp á
hveiju sumri og dregur að sér fjölda
ferðamanna.
Þá hefur verið gengið frá samning-
um við Nordiska Strakosch
Teaterförlaget í Kaupmannahöfn um
alheimsdreifingu á Óvitum fyrir utan
Þýskaland og Island. Forlagið er eitt
hið stærsta á þessu sviði á Norður-
löndum og sérhæfir sig í að koma
norrænum leikritum á framfæri er-
lendis. ,
Guðrún Helgadóttir hefur þegar
skapað sér nafn erlendis sem barna-
bókahöfundur. Verk hennar hafa ver-
ið gefin út í níu löndum; Bandaríkjun-
um, Þýskalandi, Hollandi, Japan,
Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi
og Færeyjum. Hún hefur hvarvetna
hlotið góða dóma fyrir verk sín.
Vaka-Helgafell hefur tekið við rétti
á útgáfu á verkum Guðrúnar Helga-
dóttur hér á landi og á það bæði við
um nýjar bækur sem eldri verk.
Fimmtán ár eru nú liðin frá því að
leikritið Óvitar var frumsýnt í Þjóð-
leikhúsinu.
MYNPUST
Gallerí Birgir
A ndrcsson
INNSETNING
Halldór Ásgeirsson. Opið fimmtu-
daga kl. 14-18 (eða eftir samkomu-
lagi) út janúar. Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ er ekki oft, sem listunnend-
ur haf fengið jafngott tækifæri til
að fylgjast með tilraunum og þróun
eins listamanns frá einu stigi til
annars eins oggefist hefur í sýning-
um Halldórs Asgeirssonar síðustu
rúm þijú ár. Slíkt tækifæri er ávallt
þakkarvert, bæði þegar haft er í
huga hversu markviss þróun verka
Halldórs hefur reynst vera, og að
á sýningunni nú getur að líta eink-
ar tæra myndbirtingu þess sköpun-
armáttar, sem eldurinn býr yfir, og
listamaðurinn hefur verið að fást
við á ýmsum stigum undanfarin ár.
Halldór hafði áður haslað sér
völl sem listmálari, en með sér-
stæðri sýningu í Gallerí einn einn
vorið 1991 kom hann fram með
nýtt verkfæri, ef svo má að orði
komast: eldinn. Á þeirri sýningu
gat að líta teikningar, sem reykur
eldsins hafði markað á fjölbreytileg
efni, og síðar á sama ári hélt Hall-
dór stóra sýningu í Nýlistasafninu,
þar sem öfl jarðar, 'sjávar, vinda
og elds voru leidd saman í rekavið-
ardrumbum, sem listamaðurinn
hafði bórið eldi og mótað í táknræn
för lífsins.
En eldur Halldórs hefur ekki
aðeins mótað lífræn efni, heldur tók
hann einnig að bera eld að hrauni
og vikri. Hann sýndi m.a. þannig
verk á sýningu Myndhöggvarafé-
lagsins í Hveragerði, og loks á
einkasýningu í Listasafni ASÍ fyrir
um ári, þar sem fínlegir glertaumar
úr bræddu hrauninu
dönsuðu um salina; hér
er að finna rökrétt
framhald þeirrar sýn-
ingar, sem víkkar út
það samspil elds og lita
sem þar var að finna.
Innsetninguna nefn-
ir Halldór „Hraun-um-
myndir“, enda byggir
hún á ummyndun
hrauns fyrir tilstilli
þess sköpunarkrafts,
sem býr í eldinum.
Galleríið er aðeins eitt
herbergi með stórum
glugga (sem gefur
ágæta „innsýn" á verk-
ið, komi menn að lokuðum dyrum),
og listamaðurinn nýtir kosti þess
með einfaldri uppsetningunni. Úr
loftinu hangir stór hraunmoli, sem
hefur verið sviðinn eldi að hluta,
svo að úr honum leka gleijaðir
taumar niður í þriggja hæða stæðu
af flöskum, sem innihalda litað
vatn; í þeim er litrófið spannað frá
glæru niður í nær svart.
Á sýningunni í Listasafni ASI og
í verki Halldórs á sýningunni
„Skúlptúr - Skúlptúr" á Kjarvals-
stöðum í sumar var hægt að finna
litla en mikilvæga litadropa, sem
voru myndaðir líkt og heitar slettur
frá bráðnu hrauninu.
Hér er þessari hug-
mynd um samspil elds
og lita fylgt eftir á enn
skemmtilegri hátt, þeg-
ar taumar bráðins
hraunsins tengjast
sjálfri undirstöðunni,
litrófinu í flöskunum.
Ýmsir listmálarar -
þar skal vitaskuld
Kjarval fyrstan telja -
hafa áður kennt íslend-
ingum að líta til litanna
í hrauninu. En þar hef-
ur þó ætíð verið um að
ræða það sem hvílir
utan á; ljós, mosar,
skófir, lyng og skuggar hafa skapað
þá litadýrð sem málverkin sýna. Með
því að nýta kraft eldsins gengur
Halldór skrefí lengra og leysir úr
læðingi þá liti, sem búa innra með
hrauninu sjálfu; þannig opnast
mönnum áður óþekktar víddir, sem
enginn er betur hæfur til að kanna
nánar en Halldór sjálfur.
Það er vissulega ánægjulegt að
fá að ljúka misjöfnu myndlistarári
með því að mæla eindregið með
jafn góðri sýningu og hér getur að
líta, en sýningin mun einnig standa
mánuð af nýju ári.
Eiríkur Þorláksson
Síðustu sex mánuði hefur gengi hlutabréfa í Auðlind sýnt
un
Allir sem fjárfesta í hlutabréfum fyrir 129.900 kr. fá skattaafslátt sem nemur
Leitið upplýsinga hjá ráðgjöfum okkar í síma
Þegar fjárfest er í hlutabréfum skiptir máli hver ávöxtun
þeirra er. Síðustu sex mánuði hefur gengi hlutabréfa í
Auðlind hækkað um 9,1% sem gerir 19% ávöxtun á árs-
grundvelli. Einstaklingur sem kaupir hlutabréf fyrir 129.900 kr. fyrir áramót fær
43.480 kr. skattaafslátt á næsta ári og hjón allt að 86.960 kr. Kaupþing
býður lán á hagstædum kjörum til kaupa á hlutabréfum í Auðlind.
KAUPÞING HF
Löggilt verdbréfafyrirtœki
í eigu Búnaðarbankans og sparisjóðanna
Halldór Ásgeirsson