Morgunblaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ ! 1
Niels Helveg Petersen um evróp
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UMBÆTUR A
STJÓRNARSKRÁ
FRUMVARP til breytinga á mannréttindakafla stjórnar-
skrár íslands hefur verið lagt fram á Alþingi og eru flutn-
ingsmenn forystumenn allra þingflokka. Alþingi ályktaði á
hátíðarfundi sínum á Þingvöllum síðastliðið sumar að Ijúka
skyldi fyrir næstu þingkosningar endurskoðun mannréttinda-
kaflans. Færa skyldi ákvæði kaflans til samræmis við alþjóð-
lega mannréttindasáttmála, sem ísland er aðili að, og hafa
hliðsjón af tillögum stjórnarskrárnefndar.
Fram kom í ræðu Geirs H. Haarde, fyrsta flutningsmanns
frumvarpsins, er hann mælti fyrir því á þingi, að tilgangur
frumvarpsins væri í fyrsta lagi að styrkja og samræma mann-
réttindaákvæði stjórnarskrárinnar þannig að þau gegndu bet-
ur því hlutverki sínu að vera vörn almennings í samskiptum
við ríkisvaldið, í öðru lagi að færa ýmis ákvæði til nútíma-
horfs og gera þau auðskildari, og í þriðja lagi að taka mið
af þjóðréttarlegum skuldbindingum samkvæmt t.d. mannrétt-
indasáttmála Evrópu og alþjóðasamningnum um borgaraleg
og stjórnmálaleg réttindi.
Meðal mikilvægra nýmæla í frumvarpinu má nefna máls-
grein, sem tryggir rétt manna til að standa utan félaga, en
núverandi stjórnarskrárákvæði um félagafrelsi hafa ekki stað-
izt mannréttindasáttmála Evrópu að mati Mannréttindadóm-
stólsins.
Þá verður fest í stjórnarskrá jafnræðisreglan svokallaða:
„Allir skulu vera jafnir fyrir lögum án tillits til kynferðis,
trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarhátt-
ar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“
Ákvæði um trúfrelsi og rétt manna til að standa utan trúfé-
laga eru færð til nútímahorfs, en áfram er ítrekaður stuðning-
ur ríkisins við hina evangelísku lúthersku kirkju sem þjóð-
kirkju íslendinga og er það vel. Þá eru ákvæði um tjáningar-
frelsi aðlöguð þeirri staðreynd að íjölbreytni í fjölmiðlun hef-
ur aukizt mjög.
Mikilvægt nýmæli er ákvæði um að löggjafinn megi ekki
framselja til stjórnvalda ákvörðun um hvort skattur verði lagð-
ur á, honum breytt eða hann afnuminn og afturvirkni skatta-
laga er bönnuð.
Stjórnarskráin er auðvitað grundvallarskjal, sem ber að
hrófla sem minnst við, en það er þó sjálfsagt að hún taki mið
af þjóðfélagsþróun og alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins.
Mannréttindakafli núverandi stjórnarskrár, sem að stofni til
er frá 1874, er að sumu leyti orðinn úreltur. Allar þær breyt-
ingar, sem umrætt frumvarp kveður á um, virðast því til bóta.
í framtíðinni verður það ef til vill íhugunarefni, hvort kveða
beri fastar að orði í stjórnarskrá um takmarkanir á skattlagn-
ingarvaldi stjórnvalda. Ákvæði af því tagi kynnu að veita
nauðsynlegt aðhald í ríkisfjármálum.
Mál, sem hins vegar ber að taka á nú þegar, er að við
aðrar breytingar á stjórnarskránni sem fyrirhugaðar eru á
ýfirstandandi þingi — breytingar sem snerta kosningalög og
kjördæmaskipan — verði farið að hinni nýju jafnræðisreglu
og réttur manna til að kjósa fulltrúa sína á þing jafnaður,
óháð búsetu.
MORGUNBLAÐIÐ OG
RAFRÆN FJÖLMIÐLUN
AÁRINU, sem nú er að renna skeið sitt á enda, hefur
Morgunblaðið með ýmsum hætti nýtt sér kosti rafrænn-
ar fjölmiðlunar til að bæta þjónustu við lesendur sína.
Fyrst ber að nefna að Morgunblaðið selur nú áskrift að
gagnasafni sínu með milligöngu Strengs hf. Notendur hafa í
gagnasafninu aðgang að efni blaðsins allt frá árinu 1986 í
tölvutæku formi og geta leitað að margvíslegum upplýsingum.
Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir hafa þegar nýtt sér þessa
þjónustu með góðum árangri.
í annan stað geta blindir nú lesið Morgunblaðið með aðstoð
tölvu og talgervils sem les upp efni blaðsins fyrir þá.
I þriðja lagi verður hægt, með milligöngu Strengs hf., að
kaupa áskrift að Morgunblaðinu á upplýsingaveitunni Inter-
net frá og með 1. febrúar næstkomandi. Frá áramótum og
fram að þeim tíma verður texti blaðsins, að frátöldum augiýs-
ingum, öllum aðgengilegur til reynslu, án endurgjalds.
Internet-áskrift býður upp á marga nýja möguleika. Meðal
annars auðveldar hún íslendingum erlendis mjög að fylgjast
með íslenzkum fréttum, og með því að lesa blaðið í tölvu
sparast hin háu póstburðargjöld, sem innheimt eru af áskrif-
endum dagblaða erlendis.
Með þessum nýjungum leitast Morgunblaðið við að veita
lesendum sínum áfram sem bezta og fjölbreyttasta þjónustu
og að vera öllum aðgengilegt, sem áhuga hafa á efni blaðsins.
• • ________
Oryggi eins Evrópi
er öryggi allra am
Atlantshafsbandalagið eitt getur tryggt hem-
aðarlegt öryggi í Evrópu og allar nýjar hliðar
á hemaðarsamstarfi aðildarríkjanna munu
eiga sér stað innan þess, ekki utan. Kemur
þetta fram í grein eftir Niels Helveg Peter-
sen, utaiiríkisráðherra Danmerkur.
EFTIR inngöngu Austurrík-
is,'Svíþjóðar og Finnlands
í Evrópusambandið vérð-
ur næsta stóra verkefnið
á vettvangi þess ríkjaráðstefnan á
árinu 1996. Þá verður innganga
nokkurra ríkja í Mið- og Austur-
Evrópu, þar á meðal Eystrasalts-
landanna, ofarlega á baugi og er
það í samræmi við stefnu okkar
Dana. Evrópa hefur aftur fengið
tækifæri til að sameinast sem ein
fjölskylda.
Á dagskrá ríkjaráðstefnunnar
verða einnig önnur mál, sem deilur
hafa staðið um í Dan-
mörku. Ber þar hæst
stefnuna í utanríkis-
málum og ákvarðana-
ferlið innan sambands-
ins. Miklu skiptir, að
við séum vel undir ráð-
stefnuna búnir en með
þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni 18. maí 1993 var
stefna okkar í Evrópu-
málum mörkuð í aðal-
atriðum. Það kom einn-
ig fram í umræðum
fyrir þjóðaratkvæða-
greiðsluna, að sjö stjórnmálaflokk-
ar eru sammála um, að engar breyt-
ingar geti átt sér stað nema að
undangenginni annarri þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Þetta þýðir þó ekki, að umræður
um Evrópumálin haldi ekki áfram
hér í Danmörku. Þvert á móti. Með
þjóðaratkvæðagreiðslunni var ekki
verið að loka á nýja hugsun og
vangaveltur enda ber okkur skylda
til að halda áfram fordómalausri
umræðu um framtíð Danmerkur í
Evrópu. Meginatriði stefnunnar í
varnarmálum tel ég vera þessi:
Þrjú grundvallaratriði
I fyrsta lagi, að öryggisábyrgðir
séu trúverðugar. Innantómar yfir-
lýsingar eða ábyrgðir, sem ekki er
unnt að standa við, eru
verri en engar. Það
reyndu Evrópumenn á
árunum fyrir stríð hvað
varðaði Tékkóslóvakíu og
Pólland.
I öðru lagi, að öryggi
eins Evrópuríkis sé óaðskiljanlegt
frá öryggi annars. Annaðhvort er
um að ræða öryggi og stöðugleika
í allri Evrópu eða óáran og átök,
sem láta ekkerl land ósnortið.
Minna má á, að 1.400 danskir her-
menn eru nú í Júgóslavíu, sem áður
var, þrátt fyrir mikla fjarlægð milli
landanna.
í þriðja lagi hefur inntakið í ör-
yggismálastefnunni flust frá herj-
um og hernaðarbandalögum, sem
miðuð eru við stórstyrjöld í Evrópu,
til fyrirbyggjandi aðgerða með
áherslu á efnahagslega þróun og
aukin samskipti.
Frá árinu 1989 hefur orðið
grundvallarbreyting á stöðunni í
öryggismálum. Þá var það stefna
okkar og bandamanna okkar að
geta hrundið skyndiárás Sovétríkj-
anna og raunar annarra ríkja, sem
eru nú meðal vinaþjóða okkar, til
dæmis Pólverja. Nú er það verkefn-
ið að standa vörð um friðinn, taka
þátt í fyrirbyggjandi aðgerðum og
leggja okkar af mörkum til að
kommúnistaríkin fyrrverandi geti
lagað sig að vestrænum samfélags-
gildum.
Gömul viðhorf endurmetin
Þetta gerir miklar kröfur til okk-
ar og kannski meiri en við gerðum
okkur grein fyrir. Það kallar einnig
á, að við verðum að endurmeta
gömul viðhorf enda er ekki víst,
að þær stofnanir og það
samstarf, sem dugði vel
gegn Sovétríkjunum,
séu best fallin til að
leysa þau öryggis-
vandamál, sem blasa
við í Evrópu á miðjum
tíunda áratug aldarinn-
ar. Það væri raunar
undarlegt ef svo væri.
Enn er það Atlants-
hafsbandalagið, NATO,
með þátttöku Banda-
rikjamanna, sem eitt
getur tryggt hernaða-
röiyggi í Evrópu. Loforð eða yfir-
lýsingar einhverra annarra sam-
taka í þeim efnum eru marklaus.
Þess vegna verða allar nýjar hliðar
á hinu hernaðarlega samstarfi að
eiga sér stað innan bandalagsins,
ekki utan þess eða í samkeppni við
það.
Vestur-Evrópusambandið, VES,
er tvímælalaust evrópski horn-
steinninn í NATO og með sam-
þykki Bandaríkjamanna. Óttinn við
VES sem keppinaut, sem ætlað
væri að koma Bandaríkjamönnum
burt úr Evrópu og gera NATO
óþarft, er horfinn. Bandaríkjamenn
leggja sig nú fram við að hvetja
Evrópuríkin til að leggja meira af
mörkum til eigin varna. Varnar-
samstarf Evrópuríkjanna mun ekki
verða til að ýta Banda-
ríkjamönnum út úr Evr-
ópu, það er miklu heldur,
að skortur á því muni
vekja þá spurningu hjá
þeim hvort það sé þess
virði að vera með 100.000
hermenn í Evrópu ef Evrópumenn
vilja ekki axla byrðarnar að sínu
leyti.
Evrópuherinn, sem er í meginat-
riðum fransk-þýskur, stendur
NATO til boða verði ráðist á banda-
lagsríkin og hann er hluti af NATO,
ekki í samkeppni við það. NATO
er einnig reiðubúið að hjálpa VES
á ýmsum sviðum (þ.e.a.s. þegar
ekki er um að ræða árás á banda-
lagið). Þjóðveijar hafa einnig fagn-
að vaxandi samstarfi Breta og
Frakka í hermálum og allt stuðlar
þetta að aukinni þátttöku Evrópu-
ríkjanna í starfsemi NATO.
Stækkun NATO í áustur
Eftir nokkurn umþóttunartíma
er stækkun NATO í austur aftur
komin á dagskrá. Hefur verið unn-
ið að því máli á mörgum fundum
ÖRYGGI eins Evrópuríkis er óa
að sögn Niels Helvegs Petersen
láti ekkert land ósnortið og mim
eru nú í Júgóslavíu, sem áður '
milli landanna. Myndin er af
með fulltrúum NATO-ríkjannna og
kommúnistaríkjanna fyrrverandi
(NACC) og innan Félagsskapar um
frið (PFP). Til að byija með snýst
málið um hvernig NATO getur
fært út mörk sín til austurs en það
er ekki til neins að heita því að
ábyrgjast öryggi einhverra ríkja ef
ekki er hægt að standa við það.
Það mun ekki auka á stöðugleik-
ann. Keppikeflið er, að staðan í
öryggismálum verði svo sterk og
trúverðug, að á hana reyni aldrei.
Fái rikin í Mið- og Austur-Evr-
ópu ásamt Eystrasaltsríkjunum að-
ild að NATO munu þau telja hag
sínum betur borgið en áður en í
Moskvu munu ráðamenn spyija
hvers vegna ríkin telji sig þurfa á
þessari tryggingu að halda. Svarið
liggur í augum uppi.
Þetta vandamál verður ekki leyst
nema komið verði á víðtæku sam-
starfi um öryggismál í allri Evrópu.
Hér kemur OSE (Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu) til sögunnar.
Takist að auka samstarfið á þeim
vettvangi mun minni áhætta verða
tekin með stækkun NATO í austur.
Takist það ekki verðum við að horf-
ast í augu við, að stækkun NATO
leiði ekki endilega til þess, sem að
er stefnt: Aukins öryggis í allri
Evrópu. í hnotskurn er það vandinn
að koma Rússum í skilning um, að
stækkun NATO geti stuðlað að
auknu öryggi og stöðugleika í allri
álfunni.
Þetta þýðir ekki, að Rússar hafi
neitunarvald varðandi stækkun
NATO. Það er NATO-ríkjanna að
Niels Helveg
Petersen
Innantómar
öryggis-
ábyrgðir eru
verri en engar