Morgunblaðið - 29.12.1994, Page 25

Morgunblaðið - 29.12.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ sk öryggismál uríkis íarra ðskiljanlegt frá öryggi annars, s, sem segir að óáran og átök nir á að 1.400 danskir hermenn var, þrátt fyrir mikla fjarlægð friðargæsluliða í Sarajevo. ákveða hvort þau vilja veita öðrum ríkjum aðild. Þau verða hins vegar að vega og meta allar aðstæður réttilega vilji þau ná fram markm- iði sínu um aukið öryggi. Þriðja atriðið veit að því, sem er raunverulega nýtt. í Evrópu kalda- stríðsáranna var ekki talin þörf á fyrirbyggjandi aðgerðum og friðar- starfi ásamt sveigjanlegri stefnu í öryggismálum. Þannig er þó staðan nú og þess vegna hafa komið fram nýjar stofnanir og ný samtök. Ég vil gjarna vekja at- hygli á dálitlu áhyggju- efni. Atburðirnir í Júgó- slavíu sýna, að það er engin vissa fyrir því, að Evrópumenn og Bandaríkjamenn líti átök af þessu tagi sömu augum. Niðurstaðan er ekki sú, að Banda- ríkjamenn muni hætta þátttöku í vörnum Evrópu, heldur að við Evr- ópumenn getum ekki tekið aðstoð þeirra sem sjálfsagðan hlut þegar nauðsynlegt er fyrir okkur sjálfa að grípa til aðgerða í þágu friðar. Ný öfl á Bandaríkjaþingi Evrópumenn — og við Danir þar með — verðum að gera það upp- við okkur hvort við viljum vera færir um þess háttar friðarstarf án aðstoðar Bandaríkjamanna en kannski með afnot af þeirri að- stöðu, sem NATO ræður yfir. Til slíkra aðgerða verður þó aldrei grip- ið nema í samræmi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna. ( Skyldu líkurnar á minni þátttöku r Bandaríkjamanna vera miklar? Já, að minnsta kosti svo miklar, að við getum ekki horft framhjá þeim. í kosningunum á dögunum styrktust þau öfl á Bandaríkjaþingi, sem hafa aðra skoðun á hlutverki Bandaríkj- anna í Evrópu en viðtekin hefur verið. Þau vilja þó ekki segja skilið við það upphaflega hlutverk NATO að veija Evrópu en við getum ekki búist við, að þau vilji styðja friðar- gæslu í Evrópu, hvorki með her- mönnum né peningum. Hætta er á, að hér skilji leiðir. Það er líka einmitt hér á þessum vettvangi, sem taka þarf til hendi. VES hefur boðið Mið- og Austur- Evrópuríkjunum ásamt Eystra- saltsríkjunum aukaaðild að sam- bandinu. Þau geta tengst því án þess að njóta þeirra ábyrgða, sem kveðið er á um í VES-sáttmálanum. Þau munu því geta tekið þátt í frið- argæslu og hjálparstarfi á vegum VES. Á það einnig við þegar VES annast slíkt starf í umboði Evrópu- sambandsins eða NATO. I umræðum hér í Danmörku er oft spurt hvort aðild að VES hafi einhverja þýðingu fyrir hernaðar- legt öryggi okkar. Svarið er, að við núverandi aðstæður myndi öryggi okkar ekki minnka þótt við værum utan þess. Þróunin á síðustu árum hefur verið á allt öðru sviði. Hún hefur snúist um auknar líkur á, að Evrópumenn standi að friðargæslu án þátttöku Bandaríkjamanna. í því tilfelli gæti VES orðið fyrir valinu sem framkvæmdaraðili og það hefði þýðingu fyrir utanríkis- og öiyggis- hagsmuni Danmerkur þótt það snerti ekki beint hernaðarlega ör- yggishagsmuni landsins. Hjá VES hefur verið ákveðið að gefa út Hvíta bók um hin nýju álita- mál í evrópskum öryggismálum og vegna áheyrnaraðildar okkar get- um við fylgst vel með þeirri saman- tekt. Danska ríkisstjórnin hefur einnig falið öryggis- og afvopnun- arnefndinni (SNU) að taka saman greinargerð um stöðu mála eftir stækkun Evrópusambandsins í austur, um framtíðarþróun Atlants- hafssamstarfsins og um hlutverk VES í öryggis- og varnarmálum Evrópu. Á hún að liggja fyrir um mitt næsta ár. Öryggishlutverk Evrópusambandsins Því má ekki gleyma, að Evrópu- sambandið í þeim skilningi, sem Mið- og Austur-Evrópuríkin leggja í það, stuðlar í sjálfu sér að auknu öryggi og stöðugleika. Sjálf óskin um aðild hefur ýtt undir þróun í átt til lýðræðis og markaðskerfis í þessum ríkjum en án hennar er hætt við, að ágreiningur milli ríkj- anna innbyrðis og milli þeirra og Vestur-Evrópuríkjanna geti orðið alvarlega mikill. Evrópusambandið vinnur að auknu öryggi í Mið- og Austur-Evrópu og í Eyst- rasaltsríkjunum með því að fara hægt í sakirnar. Fyrst koma viðskipta- samningar, síðan samn- ingar um aukaaðild og loks full aðild. Undir þetta fellur einn- ig sáttmálinn um aukinn stöðug- leika í Evrópu en honum má likja við fyrirbyggjandi aðgerð eins og hún gerist best. Markmiðið með honum er að koma í veg fyrir átök vegna landamæradeilna eða ágrein- ings milli þjóða og þjóðarbrota. Ekkert ríki getur litið svo á, að öryggismálin felist í því einu að vera aðili að hernaðarbandalagi og veija sitt eigið land. Málið snýst um að Iíta á öryggismálin í stærra samhengi. Stöðugleikinn í álfunni eykst með auknu samstarfi í efna- hagsmálum og samskipti manna í milli verða æ mikilvægari að þessu leyti. Hernaðarlegur styrkur okkar beinist æ meir að friðargæslu. Grein þessi birtist í dagblaðinu Politiken 14. þessa mánaðar og fékk Morgunblaðið leyfi til birt- ingar hennar. IMATO eitt get ur tryggt hernaðarör- yggi I Evrópu FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 25 Samkomulag um fullgildingu GATT-samningsins Landbúnaðarráð- herra með forræði Samkomulag tókst í gær í þingflokkunum um þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjóm er heimilað að fullgilda fyrir íslands hönd samning um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. UTANRÍKISMÁLANEFND fundaði í gærmorgun um fullgildingu GATT-samn- ingsins og var þar ákveðið að bæta málslið við þingsályktunartil- löguna. í fyrri málsliðnum er ríkis- stjórninni heimilað að fullgilda samn- inginn fyrir Islands hönd og í þeim seinni er ítrekað að þrátt fyrir fullgild- ingu samningsins gildi óbreytt skipu- lag á innflutningi landbúnaðarvara þar til lögum hafi verið breytt með hliðsjón af samningnum. Þá segir: „Þær laga- breytingar, þar með taldar tollabreyt- ingar skulu gerðar með hliðsjón af GATT-tilboði Islands til að veita inn- lendri framleiðslu nauðsynlega vernd. Landbúnaðarráðherra verði tryggt forræði um allar efnislegar ákvarðanir í því stjórnkerfi sem varðar landbúnað og innflutning landbúnaðarvara og komið verður á fót á grund- velli þessarar ályktunar.“ Bjöm Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar, sagði að það væri mjög ánægjulegt hvað góð samstaða hefði tek- ist um þetta mál, en hún væri forsenda þess að við gætum orðið stofnaðilar að þessum samtökum, þar sem svo skammur tími væri til stefnu. Þá teldi hann einnig mikilvægt að tekist hefði Björn samkomulag um texta sem lyti að því hvernig unnið yrði áfram að málinu, þar sem breyta þyrfti inn- iendri löggjöf í framhaldinu, en nokkr- ir mánuðir gæfust til þess. „Það er almennur vilji hér til þess að ísland gerist stofnaðili að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni og sá vilji ásamt með þeim hugmyndum sem við ræddum á vett- vangi Utanríkismálanefndar leiddi til þess að þetta mál kláraðist með þess- um hætti,“ sagði Björn. Stofnaðild tryggð Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra, sagði að samkomulagið í þinginu tryggði að ísland yrði stofn- aðili að hinni nýju alþjóðaviðskipta- stofnun sem tæki til starfa um áramót- in. Það væri sögulegur viðburður sem ætti eftir að hafa mikil og jákvæð áhrif langt fram á næstu öld. „Fram á seinustu stund ríkti fullkominn vafi um það hvort þetta tækist vegna þess að öfgakenndustu fulltrúar eiginhags- muna og verndarstefnu í Iandbúnaði hótuðu því að taka þetta mál í gíslingu bæði innan raða samstarfsflokksins og stjórnarandstöðunnar. Því hafði verið haldið fram að það skaðaði ekk- ert íslenska hagsmuni þótt Island yrði ekki með fyrr en einhvern tímann síð- ar. Það er ósatt,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að við hefðum náð tví- hliða samningum um umtalsverðar tollalækkanir fyrir útflutning á sjáv- arafurðum og tæknibúnað tengdum honum, auk þess sem bestukjararegl- an gerði það að verkum að við nytum þeirra tollalækkana sem aðildarþjóð- irnar hefðu samið um sín á milli. Það myndi tryggja okkur lækkun á inn- flutningsverði og aðföngum. „Síðast en ekki síst hefur tekist með þessu að forða þjóðinni frá álitshnekki. Sá álitshnekkur hefði verið stór ef ágrein- ingur um útfærslu hér innanlands hefði á þessu stigi málsins komið í veg fyrir að ísland gæti í þessum nýju alþjóðasamtökum skipað sér á bekk með viðskiptaþjóðum sínum, sem þar eru allar saman komnar. Þannig að ég er mjög ánægður með þessa niður- stöðu og tel hana sögulega," sagði Jón Baldvin. Hann benti á að kjarasamningar væru lausir og menn stæðu frammi fyrir því hvort fara ætti kauphækkun- arleið upp á 10-15% eða hvort það væri skynsamlegra að varðveita stöð- ugleikann og tryggja kjarabætur með því að stuðla að lækkuðu verði á lífs- nauðsynjum. „Verkalýðshreyfmgin hefur væntanlega eitthvað að segja urn það þegar hún sest nú að samn- ingaborði hvernig þessi tollvernd verð- ur stillt í upphafi, því ef hún vill að umbjóðendur sínir fái að njóta kaup- máttaraukningar í formi lækkaðs verðs þá er lykilákvörðunin sú sem framundan er hversu hátt tollvemdin verður stillt. Það er ekkert launungar- mál að öfgakenndustu talsmenn sér- hagsmunanna vilja fara með allt upp i topp þannig að njótendur njóti einsk- is í upphafi af GATT-samningunum. Halldór Ólafur Ragnar Páll Þeir sem hins vegar vilja fara sann- gjarnan milliveg og taka tillit til sjón- armiða beggja, framleiðenda og neyt- enda, hljóta að hafa á því aðra skoð- un. Um þetta verður vafalaust tekist á, en þetta er spurning um lífskjör og þar bind ég nú helst vonir við það að fulltrúar almennings í landinu láti ekki landbúnaðarkerfið einrátt um þá niðurstöðu," sagði Jón Baldvin. Hann sagði aðspurður að deilan um hvaða ráðuneyti hefði forræði þessara mála hefði verið til lykta leidd fyrr á þessu ári eftir mikil átök með þeim breytingum sem gerðar voru á búvöru- lögunum. Landbúnaðarráðherra hefði efnislegt forræði varðandi það að leggja á verðjöfnunargjöld á innfluttar landbúnaðarafurðir sem jafnframt væru framleiddar hér. „Aðildin að Alþjóðaviðskiptastofn- uninni er upphafið að endalokum ein- okunarkerfis í landbúnaði, ekki bara hér á landi heldur líka annars staðar. Hins vegar er hætt við að margir verði fyrir vonbrigðum hvað þetta verður seinfarin slóð, hvað þetta mun taka langan tíma, en kjarni málsins er þessi; þetta eru þáttaskil," sagði Jón Baldvin. I samræmi við fyrri yfirlýsingar Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra, sagðist vera sáttur við niður- stöðuna. „Það hefur legið alveg ljóst fyrir og í rauninni ekki verið ágrein- ingur um það að við Islendingar hljót- um að verða aðilar að GATT-sam- komulaginu og niðurstaðan er í sam- ræmi við okkar fyrri yfirlýsingar og þá stefnu sem ríkisstjórnin hefur fylgt,“ sagði Halldór. Hann sagði að nýr málsliður þing- sályktunartillögunnar skýrði málið og væri í samræmi við það sem væri gert sums staðar annars staðar, til dæmis í Noregi. „Það er eðlilegt að vilji Alþingis komi fram um það hvern- ig framhaldið verður. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að framleiðend- um verði ekki haldið í óvissu um það hver verði þeirra hlutur. Það er verið að tala um það að opna landamæri. Við erum að tala um meira fijálsræði í innflutningi og verslun með búvöru en áður, þó langt sé í land með að þau viðskipti verði fijáls og þess vegna er brýnt raunar fyrir okkur alla að við gerum okkur grein fyrir framhald- inu til þess að þetta fari nú ekki eins og fór fyrir sumum iðngreinum eftir að við gengum inn í EFTA. Þau spor hræða auðvitað," sagði Halldór enn- fremur. Þingmenn leystu málið „Ég tel það hafa verið merkilegt að hafa tekið þátt í því að í Utanríkis- málanefnd skapaðist samstaða þing- manna,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðubandalagsins. ' „Við, fulltrúar stjómarandstöðunn- ar, í samvinnu við formann Utanríkismálanefndar og aðra nefndarmenn settum saman breytingar á staðfest- ingartillögunni sem gera það kleift að samþykkja GATT hér á Alþingi. Mánuðum sam- an hefur embættistnanna- nefnd stjórnarflokkanna reynt að skila niðurstöðu sem væri viðunandi. Henni hefur ekki tekist það. Hún skilaði Jón Baldvin í morgun texta sem á engan hátt dugði og okkur tókst hér, þingmönnum, að leysa á einni og hálfri klukkustund það sem þessi emb- ættismannanefnd var búin að glíma við mánuðum saman og tókst ekki vegna ágreinings í stjómarflokkunum. Það er þess vegna alveg ljóst að hér myndaðist í þinginu samstaða sem við áttum veigamikinn þátt í að koma á og gerir það að verkum að sú tog- streita, sem ég tel að Alþýðuflokkurinn hafi fyrst og fremst staðið fyrir innan ríkisstjórnarinnar í þessu máli, var til lykta leidd og mynduð breið samstaða sem felur annars vegar í sér að ísland getur staðið við það að fullgilda sátt- málann og hins vegar er Iýst þeim meginatriðum sem fylgja ber í laga- setningunni hér innanlands,“ sagði Ólafur Ragnar. Loksins tekist að einangra Alþýðuflokkinn Páll Pétursson, sem er í Utanríkis- málanefnd fyrir Framsóknarflokk, sagðist vera ákaflega ánægður með niðurstöðuna, því loksins hefði það tekist að einangra Alþýðuflokkinn í málinu. Breið samstaðá hefði myndast og Alþýðuflokkurinn hefði staðið frammi fyrir að kyngja því að þessi ályktun væri ekki í hans anda eða stöðva málið ella. Hann sagði að við þingssályktunart- illöguna hefði verið bætt við áréttingu og mjög stefnumarkandi ákvæðum sem fylgja bæri við lagasetningu í framtíðinni. I fyrsta lagi bæri að taka fram að núgildandi skipulag varðandi innflutning landbúnaðarvara gilti þar til lögum hefði verið breytt. Það væri verkefni framtíðarinnar að breyta þessum lögum og hann vænti þess að Alþýðuflokkurinn þyrfti ekki að vera kvaddur til þeirrar lagasetningar. Einnig væri tekið fram að lagabreyt- ingarnar, þar með taldar tollabreyting- ar, skuli gerðar með hliðsjón af GATT- tilboði íslands og síðan væri tekið fram að landbúnaðarráðherra væri tryggt forræði um allar efnislegar ákvarðanir í því stjórnkerfí sem varði landbúnað og innflutning landbúnaðarvara og sem komið verði á fót á grundvelli þessarar ályktunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.