Morgunblaðið - 29.12.1994, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Steinunn Jóns-
dóttir fæddist á
Hellissandi 19. júní
1916. Hún lést á
heiniili sínu 19. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jón Valdimar
Jóhannesson, sjó-
maður, Hellissandi,
og Hildur Sigurðar-
dóttir, húsmóðir,
Hellissandi. Yngri
systkini Steinunnar
voru Þorsteinn, sem
er látinn, og Kristín.
Hinn 28. nóvember
1942 giftist Steinunn Braga
Agnarssyni, stýrimanni, frá
Fremsta-Gili í Langadal, f.
13.11. 1915. Börn þeirra eru
Viggó Emil, f. 4. nóvember
1942, Brynjar Örn, f. 16. júlí
1944, Heiðar Þór, f. 14. júní
1947, JHilmar Jón, f. 5. ágúst
1948, Iris Harpa, f. 9. septem-
ber 1950, og Agnes Guðrún, f.
19. september 1952.
Utför Steinunnar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag.
BÓNDI er bústólpi, segir orðtakið
og er ugglaust rétt. Móðir er mátt-
arstólpi, er ekki orðtak, en eigi að
síður er það staðföst sannfæring
mín að svo sé, ekki síst þegar litið
er til þess hlutverks sem móðir mín
hefur gegnt undanfarin 52 ár. Nú
er ég í þeirri undarlegu stöðu, að
setja nokkur orð á blað, í kveðju-
skyni við móður mína. Orð sem ég
sum hef þegar sagt við hana, ein-
hvern tíma á 42 ára lífshlaupi mínu
og önnur, sem ég hefði átt að segja
við hana, en gerði ekki.
Eigi einhver skilið nafngiftina
„alþýðuhetja" þá er það hún móðir
mín. Þessu gerðum við börnin okk-
ur ekki grein fyrir, þegar mamma
var bæði stýrimaður, skipstjóri, vél-
stjóri, bátsmaður og háseti á einu
og sama íjölskyldufleyinu, en pabbi
úti á sjó að stýra öðrum fleyjum.
Það var iðulega haft í flimtingum
í fjölskyldunni, eftir að ég komst
örlítið á legg, að ég væri „slysið í
fjölskyldunni". Það var vegna þess
að foreldra okkar dreymdi um að
eignast dóttur, eftir að hafa eignast
fjóra syni. Þeim varð að ósk sinni,
því Iris systir mín fæddist þeim
árið 1950 og þar með skyldi bam-
eignum lokið.
En ég fæddist samt sem áður
tveimur árum síðar, að mér skilst,
ekki við svo slæmar undirtektir.
Engu að síður komst ég einhvern
veginn að því, þegar ég var ekki
svo ýkja gömul, að ég hafði ekki
verið á dagskrá, ef svo má að orði
komast. Mamma var ekki lengi að
finna út að ég bjó yfir þessari nýju
vitneskju: Hún horfði stundum á
mig, þessum ástríku, hlýju augum,
jafnvel með vott af stríðnisglampa,
ef svo bar undir og sagði við mig:
„Viltu koma í fangið á mömmu?
Hvort á ég að segja slysið mitt eða
stórslysið mitt!“
Einatt fannst okkur grislingun-
um sex, sem mamma væri bæði
stjómsöm og einráð í rekstri fjöl-
skyldunnar, þegar hún ein sá um
uppeldi og heimilisrekstur. En
mamma hafði alveg sérstaka lífs-
heimspeki fyrir sig og sín börn.
Okkar dómar voru auðvitað ekkert
annað en fordómar, því mamma
hélt okkur saman, kom í veg fyrir
styijaldarástand á heimilinu og
kenndi okkur rétt frá röngu, á þann
veg að hún varð okkar fyrsti skóli
- skóli, sem við allar götur síðan
höfum búið að.
Við krakkamir höfðum sérstaka
nafngift um hana mömmu, sem
tengdist laugardagsverkunum, sem
hún ein vann, að 95% hluta, en
tókst með undraverðu þolgæði og
seiglu, að koma um 5% verkanna á
böm sín sex! Skapið hét „laugar-
dagsskap".
A laugardagsmorgnum, á árun-
um sem ég fyrst minnist vel, svona
upp úr miðjum sjötta áratugnum,
var mamma jafiian klædd sama
klæðnaði. Hún var í
-rauðum hnébuxum, úr
gallaefni, skyrtu-
blússu og með klút um
hárið.
Þá var heimilið að
Hólmgarði 35, þrifið
stafnanna á milli.
Mamma, háfætt eins
og hind og grannvaxin
í hnébuxunum, gekk í
verkin af krafti, skip-
aði fyrir verkum eins
og karlinn í brúnni,
hljóp úr kjallaranum
þar sem þvotturinn
bullaði í suðupotti,
strauk svitann af enninu, lækkaði
strauminn undir hrísgjjónavellingn-
um, las okkur pistilinn og rauk síð-
an aftur niður í neðra, (þvottahús-
ið) og við göntuðumst með það
okkar á milli, að mamma væri nú
einu sinni í laugardagsskapinu.
Þeir sem Steinu þekktu, skilja
vel hversu mikil gamansemi því
fylgir að tala um laugardagsskap
mömmu, því dagsfarsprúðari, um-
burðarlyndari og fordómalausari
konu gat vart, en hana mömmu
okkar.
Enda eru þeir ófáir sem hafa
undrað sig á því, að hún mamma
mín gæti átt dóttur, jafn freka,
aðgangsharða og dómharða og mig.
En jafnvel þar var talað fyrir
daufum eyrum, þegar mamma átti
í hlut. Hún svaraði iðulega, að því
mér skilst, einfaldlega eitthvað á
þann veg, að þótt hún Agnes væri
beinskeitt, þá hafi hún engan ætlað
að meiða, engan ætlað að særa eða
gera nokkrum rangt til. Hún væri
bara þannig, að hún segði hlutina
umbúðalaust! Já, hún mamma var
engum lík. Þetta átti ég alltaf eftir
að þakka henni móður minni, en
geri það nú af heilum hug.
Pabbi, jafnt og við systkinin, var
ávallt mjög stoltur af mömmu, feg-
urð hennar og tíguleik. Konan á
rauðu hnébuxunum, með klútinn
um hárið, gat á svipstundu breyst
í drottningu. Hún hafði yfir þessum
öskubuskueiginleika að ráða, frá
því fyrst ég man eftir mér, og auð-
vitað mörg ár, áður en ég fæddist,
og hélt honum til dauðadags.
Um hver jól, þegar við vorum öll
heima í Hólmgarði enn, þegar
mamma hafði lokið eldamennsk-
unni, upplifðum við þá stund, þegar
mamma okkar breyttist í drottn-
ingu. Hún átti sér sérstakan spari-
kjól, sem hún klæddist á helstu
hátíðarstundum þegar við vorum
börn, og hver sem sá hana uppá-
klædda, í kjólnum glæsilega, með
sína fegurstu skartgripi, sá og vissi
að þar fór drottning, sem var jafn-
framt fegurðardrottning, vegna
innri birtu og óumræðilega for-
dómalauss og jákvæðs hugarfars.
Það var ekki í eðli Steinunnar Jóns-
dóttur að tala illa um náungann og
baknag var henni framandi.
Því átti Steina það til, að ræða
af fullri alvöru við mig, yngri dótt-
ur sína, undir fjögur augu, og benda
á, að dómharka í garð annarra,
væri eitthvað sem forðast bæri. Það
væri enda hvorki í mínum verka-
hring né annarra, að setjast í dóm-
arasætið.
Auðvitað var það svo, eins og
ugglaust oft gerist í samskiptum
mæðgna, að þau voru ekki hnökra-
laus á milli mín og mömmu, og
umvöndunum hennar var ekki alltaf
tekið á þann hátt, að ég sé hreykin
af, þegar ég lít til baka nú. En í
þeim efnum get ég, úr þessu, enga
yfirbót aðra gert, en þá að biðjast
fyrirgefningar, sem ég veit í hjarta
mínu, að mér var ávallt veitt. Móð-
urhjartað er svo óumræðilega stórt,
ekki satt?
Þótt mamma hafi staðið sig sem
hetja, sem karlinn í brúnni, eftirlét
hún skipstjómina, af sinni stöku Ijúf-
mennsku, í hendur föður okkar, þeg-
ar hann kom í land, eins og hennar
var von og vísa og gerðist fýrsti
stýrimaður heimilisskútunnar.
Ekki ætla ég hér að reyna að
varpa ljósi á það, hvernig hún með
sinni háttvísi, dómgreind móður
náttúru og elsku í garð okkar allra,
sigldi okkur oft framhjá því, sem
eftir á að hyggja, virðast hafa ver-
ið blindsker, án þess að við vissum.
Við vissum ekki - en hún vissi -
hún vissi alltaf.
Öll höfum við systkinin ávallt
getað leitað til hennar og pabba,
eftir að okkur sjálfum varð barna
auðið. Ég sjálf minnist þessi ekki
að hafa nokkurn tíma fengið synj-
un, þegar ég leitaði til mömmu,
vegna þess að börn mín, Sunna og
Sindri, væru lasin eða veik og þyrftu
á umönnun að halda, á meðan ég
væri í vinnu.
Iðulega var það reyndar svo, að
mamma tók af mér völdin, á sinn
ljúfmannlega hátt, með því að segja
að kvöldi, þegar ég kom og ætlaði
að ná í krílið mitt eða krílin: „Held-
ur þú nú ekki, Agga mín, að það
sé betra að þau verði hjá mér í
nótt?“
Sömu sögu segja syskini mín
mér, þannig að það er alveg ljóst
að mamma og auðvitað pabbi líka,
hafa hvenær sem er, verið boðin
og búin, að hlaupa undir bagga
með okkur systkinunum og börnum
okkar.
Eftir á að hyggja, óttast ég það
mest, að við höfum í reynd misnot-
að þessa rausn og hjálpsemi for-
eldra okkar.
Og þó. Börnin nutu þess að koma
til afa síns og ömmu og eyða dag-
stund með þeim, læra af þeim, læra
um líf þeirra fyrr á öldinni, fræðast
á alla lund og ég er ekki í nokkrum
vafa að ánægjan var gagnkvæm,
því amma Steina og afi Bragi hlökk-
uðu ávallt til þess að fá barnabörn-
in sín í heimsókn.
Nú verður það afi Bragi, sem fær
þau til sín og kemur til þeirra, en
engar verða þær pönnukökurnar
hennar ömmu Steinu, sem á borðum
verða.
Mamma hafði lokið jólaundirbún-
ingnum fyrir þessi jól, þegar sú
ákvörðun var tekin mjög skyndi-
lega, að hún ætti ekki að fá að
njóta jólanna með okkur, fjölskyldu
hennar. Ekkert var henni kærara
en fjölskyldan - það vitum við best,
sem stóðum okkur á misjafnan hátt
í að rækta það, sem henni var dýr-
mætast.
Nú sitjum við eftir með sárt enn-
ið. Staðreyndin er hins vegar sú,
að mamma gerði aldrei neinar kröf-
ur á hendur okkur. Hún var þakk-
lát og glöð þegar við komum, eða
þegar við buðum henni og pabba
til okkar. Kröfugerð var henni jafn-
framandi og rógur og baknag. Ein-
mitt vegna þess að mamma okkar
var þessi hljóðláta alþýðuhetja, sem
með pabba kom börnum sínum sex
til manns, fylgdist hljóðlát, en full
athygli með hveiju okkar spori og
þáði með þökkum þann allt of
nauma tíma, sem við, þessi dæmi-
gerða ’68 kynslóð, plús/mínus fimm
sex ár, gátum séð af, til þess að
sinna þessum máttarstólpa fjöl-
skyldunnar, stöndum við uppi hálf-
hjálparlaus nú. En við trúum því,
að hún vaki áfram yfír hveiju okk-
ar spori. Það er okkar huggun.
Þegar hún hafði svo skyndilega
og án nokkurrar aðvörunar yfirgef-
ið okkur, mánudaginn 19. desember
sl., sló það mig sárt það kvöld, þeg-
ar við öll vorum samankomin á
heimili hennar og pabba - pabbi,
börnin þeirra sex, tengdabörn og
barnabörn - að hér var samankom-
inn óskafélagsskapur mömmu.
Bara, elsku mamma mín, að þú
hafir verið þar með okkur, og vitað
að húgur okkar, væntumþykja og
ást var með þér. Hvíl þú í friði.
Þín dóttir, Agnes Bragadóttir.
Við fráfall Steinunnar tengda-
móður minnar hefur veröldin brugð-
ið lit. Sárt er að hugsa til þess að
sá tími sem við fáum notið með
henni sé nú liðinn. En fyrir þann
tíma vil ég þakka og votta henni
virðingu mína því ég á minningu
hennar skuld að gjalda.
Við kynntumst fyrir rúmum 18
árum og hún tók mér strax opnum
örmum og bauð mig velkomna í fjöl-
skyldu sína. Hún bauð mér líka vin-
áttu sína, sem er auður sem ég er
þakklát fyrir og endist mér alla ævi.
Steina var engin venjuleg kona.
Hún var af þeirri kynslóð sem hefur
lifað mikla breytingatíma og var
þeirrar skoðunar að iðjusemi og
hófsemd væru vísasti vegurinn til
farsældar. Hún var ein af þessum
hetjum hvunndagsins sem aldrei
heyrðist kvarta og bað aldrei um
neitt sjálfri sér til handa. Þegar
aðrir áttu um sárt að binda fann
hún til og var ekki í rónni fyrr en
hún gat hjálpað en ef eitthvað
amaði að henni sjálfri hét það ræfíl-
dómur og hún var ekki til viðræðu
um það meir.
Jákvætt viðhorf hennar til lífsins
og einstaklega létt lund voru sterk-
ir þættir í persónuleika hennar
ásamt heilindum og hógværð. Af
þessum eiginleikum gaf hún í ríkum
mæli og á því högnuðumst við hin,
meira en hana grunaði nokkurn
tíma sjálfa. Steina var félagsvera
og naut sín aldrei betur en þegar
hún var umkringd fjölskyldu eða
vinum. Skoðanir hennar á hvers
kyns málefnum voru skýrar og hún
lúrði ekki á þeim en sjaldan eða
aldrei heyrði ég hana fella dóm
yfír mönnum.
Enn heyri ég hlátur hennar
hljóma í huganum og minningamar
eru ótalmargar og skemmtilegar.
Hæst ber þar ferð í sumarhús á
Laugarvatni í ágúst sl. þar sem við
eyddum helgi tvær saman. Þessi
ferð er mér ógleymanleg og dýr-
mætur kafli í bók minninganna.
Nú er dagsverki jiessarar vin-
konu minnar lokið. A seinni ámm
átti hún við ýmiss konar veikindi
að stríða en lát hennar bar þó brátt
að. Og þótt söknuðurinn sé yfír-
þyrmandi er huggun í því að dauða
hennar bar að eins og hún sjálf
hafði óskað sér - hún dó heima,
með sömu reisn og hún lifði, vinn-
andi fram á hinsta dag.
Söknuður Braga, sem nú hefur
misst lífsförunaut sinn eftir rúm-
lega hálfa öld, er þó sárastur og
orð lítils megnug gegn sorginni og
skugganum sem yfír honum hvíla.
Ég bið almættið að standa með
honum og styrkja í þessum erfið-
leikum.
Hulda.
Elsku amma Steina. Okkur lang-
ar að minnast þín með þessum ljóð-
línum um leið og við þökkum þér
samfýlgdina.
Þú hafðir fagnað með gróandi grösum
og grátið hvert blóm, sem dó.
Og þér'hafði lærzt að hlusta unz hjarta
í hveijum steini sló.
Og hvemig sem syrti, í sálu þinni
lék sumarið öll sín ljóð,
og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt
og veröldin Ijúf og góð.
Samt vissirðu að Dauðinn við dymar beið.
Þig dreymdi’ hann kæmi hljótt
og legði þér brosandi hönd á hjarta.
Svo hvarf hann, en ljúft og rótt
heyrðirðu berast.að eyram þér óm
af undursamlegum nið.
Það var eins og færa þar fjallasvanir
úr Qarlægð með söngvaklið.
Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim
þar sem hvelfingin víð og blá
reis úr húmi hnígandi nætur
með hækkandi dag yfir brá.
Þar stigu draumar þíns liðna lífs
í loftinu mjúkan dans.
Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin
að blómum við fótskör hans.
(Tómas Guðmundsson)
I dag munum við eiga stund með
þér í huganum í kirkju hér í Kaup-
mannahöfn og kveðja þig í hinsta
sinn með söknuði.
Takk fyrir allt.
Yala og Orri.
Elsku amma mín.
Þú varst alltaf góð við mig. Þeg-
ar ég var veik, þá bauðstu til að
hugsa um mig og dekraðir við mig
eins og þú gast.
Þegar þú áttir von á mér í heim-
STEINUNN JÓNSDÓTTIR
sókn þá gerðir þú alltaf pönnukökur
fyrir mig, af því að þú vissir hvað
mér þóttu þær góðar, eða þú gerð-
ir mat sem þú vissir að mér þætti
góður - þá hringdir þú oft í mig .
og bauðst mér í mat.
Ég man eftir því, þegar ég var
lítil, þá fannst mér svo gaman að
geta hjálpað þér að elda, baka eða
taka til og mér er sérstaklega
minnisstætt hvað það var skemmti-
legt, að sjá og fylgjast með, hvað
þú gast pijónað hratt.
Þú varst alltaf svo góð við alla
- þér þótti svo vænt um alla og þú
hafðir svo gaman af lífinu.
Guð blessi þig og varðveiti.
Þín Inga Bima.
Elsku amma mín.
Það er bæði svo óvænt og sárt
að þurfa að kveðja þig svona snögg-
lega. Samt ætla ég að rifja upp
nokkrar ánægjulegar minningar frá
mörgum og góðum samverustund-
um okkar.
Það sem mér finnst einna
skemmtilegast að rifja upp, er lík-
lega þegar við vorum saman í
nokkrar vikur í smábænum Bei-
enbach í Þýskalandi fyrir fjórum
árum. Við fórum alltaf til Netphen
til að versla og fara í sund. Ég man
að bæði þú og afí kölluðuð það
„Neften"!
Þegar við fórum í sundlaugina
komst þú oft með í sund, en stund-
um labbaðir þú bara um garðinn í
fötunum þínum. Þegar þú sast og
fylgdist með okkur systkinunum við
fímm metra háa stökkbrettið, voru
oft einhveijir gaurar, kannski tæp-
lega tvítugir, sem léku sér að því
að stökkva þannig að það skvettist
vatn út um allt og þú rennblotnað-
ir. Margir hefðu skammast út í þá,
en þú vildir aldrei eiga í útistöðum
við neinn og hlóst bara að þessu
öllu saman.
Þú varst farin að tapa sjón og
stuttu eftir að við komum heim fór
ég að koma í Asparfellið og lesa
fyrir þig úr Mogganum. Þú vildir
alltaf fá að heyra allt sem mamma
skrifaði. Þar fýrir utan vildir þú líka
að ég læsi fyrir þig það sem þér
fannst forvitnilegt. Ég man þegar
þú baðst mig síðasta vetur að lesa
fyrir þig grein um Eimskip, sem
mamma skrifaði.
Það var mjög erfitt að skilja
greinina og um tveimur mínútum
eftir að ég byijaði að lesa, fórst þú
að bardúsa eitthvað í eldhúsinu (ég
sat við eldhúsborðið) og um það bil
einni blaðsíðu seinna, af ég veit
ekki hvað mörgum, gerði ég mér
grein fyrir því að þú hafðir ekki
verið að hlusta frá upphafi. Þú
skildir nefnilega ekkert meira í
þessu rugli en ég!
En svo voru aðrar greinar sem
við báðar höfðum svo mikinn áhuga
á, að ég gat ekki hætt að lesa og
þú ekki að hlusta fyrr en ég hafði
lesið síðasta orðið.
Við systkinin komum stundum
eftir skóla í hádegismat til þín. Þú
vissir hvað við vorum hrifin af
gijónagraut og þegar þú ætlaðir
að hafa grjónagraut og slátur
hringdir þú oft í okkur og bauðst
okkur í mat. Þú bjóst líka til heims-
ins besta plokkfísk. Stundum vorum
við Sindri hjá þér frá hádegi og
fram yfir kvöldmat.
Þegar við vorum veik, vorum við
oft hjá þér, frá því að mamma fór
í vinnuna þangað til hún kom heim
á kvöldin, en stundum gistum við
hjá þér og þú dekraðir við okkur
þangað til okkur batnaði.
Þegar við vorum hjá þér, þurftum
við aldrei að láta okkur leiðast.
Stundum náðum við í gamla happ-
drættismiða og handtöskur. Svo
notuðum við happdrættismiðana
fyrir peninga og fórum í búðarleik.
Ef við vildum ekki vera í búðarleik,
gátum við farið að teikna eða í
dúkkuleik. Ef við vorum voðalega
ósjálfbjarga, gast þú kennt okkur
milljón ný spil, eða bara talað við
okkur.
Þú varst alltaf svo góð við alla
og þér þótti alltaf svo vænt um
alla. Ég vona bara, elsku amma
mín, að þér líði vel núna.
Þín Sunna.