Morgunblaðið - 29.12.1994, Síða 29

Morgunblaðið - 29.12.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 29 Elsku amma okkar. Það er erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur á meðal okkar en við munum hugga okkur við þá staðreynd að þér líður vel þar sem þú ert núna. Við mun- um aldrei gleyma hvað þú varst friðsæl og falleg þar sem þú lást í rúminu þegar við kvöddum þig í síðasta sinn. Elsku amma Steina, við söknum þín öll en minningin um þig mun alltaf lifa. Minning - fegurð mannsins sorga, mánaljómi auðra borga, ylur fomra ástarglóða, angan bleikra þymirósa, geislum slærðu á gengnar urðir, grætur bak við læstar hurðir, bræðir þela þankans hljóða, þegar adlar lindir fijósa. Vorið beð þinn vökvar támm, vakir sól á yztu báram, greiðir hinzta geislalokkinn, grúfir sig að bijóstum hranna. - Moldin að þér mjúk skal hlúa, móðurlega um þig búa, rétta þér á rekkjustokkinn rós úr lundum minninganna. (M.Á.) Við biðjum Guð að veita honum afa okkar Braga allan þann stuðn- ing sem hann þarf á að halda í þessari miklu sorg. Hildur og Karl. Steina tengdó er óvænt dáin og minningarnar hrannast upp. Raun- ar var hún fyrrverandi tengdamóðir mín en tengsl okkar héldu áfram að vera það mæðginasamband sem myndaðist fyrir 25 árum. Auðvitað tók hún nærri sér skilnað minn og dóttur sinnar en vinskapur okkar hélst og það var einmitt það sem hún kallaði mig, „Vinskapur". Fyrir aðeins mánuði sat ég við eldhús- borðið hennar og að venju bauð hún mér mat og drykk sem ég þáði ekki vegna tímaleysis. Hvílíkur hé- gómi var sá flýtir. Steinunn var hversdagshetja í bestu merkingu þess orðs. Hennar umhyggja var fyrir náunganum á undan henni sjálfri. Frekar skar hún við nögl sína eigin velferð en missa af því að gauka að börnum sínum og barnabömum góðgæti eða gleði- gjafa. Athygli hennar beindist af ósérhlífni að öðrum og iðulega þeg- ar ég hafnaði þriðju ábótinni af gómsætum krásunum hennar spurði hún: „Finnst þér maturinn ekki góður, Viðar minn, eða ertu eitthvað lasinn." Engan þekkti ég fremri Steinu í að losa un hnúta í rökræðum. Það gerði hún með því að leyfa öðrum að vinna í ágreiningnum og eiga heiður af sigri. Hún hrósaði öðrum á mannamótum fyrir afrek þeirra frekar en að taka tíma viðstaddra til að láta uppskátt um sín eigin. Þar var af nógu að taka; á hennar yngri árum sem sjómannskonu með ærslafullan barnaskara og á efri árum í baráttu við sjóndepurð. Hún safnaði gullmedalíunum sínum í hljóði. Ég ber engan kvíðboga fyrir vel- ferð Steinu úr þessu. Hún lifir í vellystingum pragtuglega og eys af þeim fjársjóðum sem hún safn- aði í lifanda lífi á himni og í hugum okkar samferðamanna hennar. Sárt á hins vegar Bragi, eftirlifandi eig- inmaður hennar, og honum sendi ég samúðarkveðjur svo og bömum þeirra og barnabörnum. Viðar Agústsson. Ég kynntist ekki Steinunni fyrr en yngsta dóttir hennar, Agnes, varð tengdadóttir mín. Þau kynni voru öll á einn veg, ákaflega ánægjuleg. Það var eins og við hefð- um alltaf þekkst og aldrei þraut okkur umræðuefni. Hún var ræðin og skemmtileg, hlýja og umhyggja einkenndi allt hennar tal. Minning- arnar um vinsemd hennar streyma fram, um heimsóknir á heimili þeirra hjóna eða í sumarbústað til þeirra, alltaf voru móttökumar höfðinglegar, gestrisni þeirra áreynslulaus og umvefjandi. Ef við vorum nógu mörg var gripið í spil, græskulaust gaman og spjall sem allir höfðu ánægju af. Ég bar alltaf mikla virðingu fyr- ir Steinunni, hún var fyrir mér ein af hetjum hversdagslífsins. Hún giftist eftirlifandi eigiiv manni sínum, Braga Agnarssyni og eignuðust þau sex böm á ámnum 1942-1952. Á þeim tíma stundaði Bragi að jafnaði sjóinn, var t.d. lengi stýrimaður á skipum Eim- skipafélags Islands. Sjómannskonur hafa alltaf gegnt ábyrgðarmiklu og erfiðu starfí. Á þeirra herðum hvílir uppeldi bama og daglegur heimilisrekstur og það gefur augaleið að það hefur þurft dugnað og útsjónarsemi til þegar börnin vom orðin sex. Þar við bætt- ist að oft hlýtur hún að hafa óttast um bónda sinn, sjómannsstörfin em hættuleg, ekki síst á stríðstímum, en á styijaldarárunum var Bragi alltaf í siglingum. Það hefur því þurfti andlegt þrek og æðmleysi til að standast það álag. En það átti Steinunn, hún skilaði sínu dags- verki með sóma og öll bömin hafa komist vel til manns. Seinni árin eftir að þau hjónin höfðu komið sér vel fyrir í nota- legri íbúð í nálægð við dæturnar, hægðist um, en oft var samt gest- kvæmt og þar áttu bamabörnin vísan samastað þegar þau þurftu á að halda. Steinunn gekk sjálfsagt ekki allt- af heil til skógar, en hún kvartaði aldrei, nema yfir því að sjónin dapr- aðist og hún gat ekki lengur notið þess að lesa sér til gagns og ánægju. En hún gat enn séð á spil og tók virkan þátt í starfi aldraðra í Gerðu- bergi og þaðan var hún að koma daginn sem lífl hennar lauk, öllum á óvart. Það verða daufleg jól hjá Braga og hennar verður sárt saknað í fjöl- skylduhópnum þegar komið verður saman um hátíðina. En minningin um góða konu yljar og er fjársjóður sem ekki verður frá okkur tekinn. í jólasálmi standa þessar línur: Og loks á himni lát oss fá að lifa jólagleði þá, sem tekur aldrei enda. Megi það vera huggun ykkar. Ég sendi Braga, bömunum hans og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur og bið þeim bless- unar á nýju ári. Pálína Jónsdóttir. Kær vinkona er látin, hún hring- ir ekki framar og segir „Dóra“ með sinni sterku en blíðu rödd. Vinátta okkar Steinu hófst fyrir 52 ámm þegar þau Bragi skírðu fmmburð sinn í höfuðið á bróður mínum sem farist hafði ári áður. Braga þekkti ég fyrir þar sem hann var heima- gangur hjá foreldrum mínum þegar þeir Viggó voru í sjómannaskólan- um. Vinátta okkar Guðna við þau Steinu og Braga var okkur mikils MINNINGAR virði og þar féll aldrei skuggi á. Mikið fannst mér hún Steina vera dugleg, hún var bæði húsmóðir og húsbóndi, þar sem vinna Braga var á sjónum og sinnti hún þá tvöföldu verki ásamt því að sauma, pijóna, elda, baka og eiga og ala upp sex böm. Mér er eitt atvik minnisstætt. Þá bjuggu þau Bragi og Steina úti á Álftanesi og Steina hafði farið í skoðun upp á fæðingardeild. Þá hringir hún í mig þaðan og segir mér að hún fái ekki að fara heim því það sé komið að fæðingu. Böm- in vom ein heima að passa hvert annað. Hún hafði ekki svo miklar áhyggjur af þeim, þar.sem Bragi átti að koma að landi um kvöldið og var að fara í frí, en það sem hún hafði áhyggjur af vom nokkrir tugir af sultukmkkum sem vom heima á búrborðinu. Hún var nýbú- in að búa til alla þessa sultu. Það þurfti að setja sellófan yfir þær allar svo að sultan skemmdist ekki og bað hún mig að þjarga því fyrir sig. Svona var myndarskapurinn í öllu hjá henni. Við hittumst oft þegar börnin voru lítil, eins vomm við Steina saman í saumaklúbb í mörg ár. Við fjarlægðumst aðeins þegar bömin fóm að fara að heiman, því þá var svo mikið að gera við að fylgjast með þeim taka fyrstu skref- in út í lífið, en þar held ég að hún Steina mín hafi verið rétta mann- eskjan til að hlusta á þau og ráð- leggja þeim af sinni einlægni og hógværð. Við tókum aftur upp þráðinn og höfðum þá margt um að spjalla og alltaf var gaman að hittast, borða saman og spila. Elsku Steina mín, við Guðni og börnin okkar þökkum þér samfylgd- ina í gegnum lífið, þar sem þú varst okkur hinum gott fordæmi. Guð blessi þig og gefi þér frið. Guð blessi þig og styrki Bragi minn og veiti þér og fjölskyldu þinni huggun í harmi. Dóra og Guðni. Jarðvist mætrar konu er lokið. Þau 29 ár sem við vomm samferða hafa verið mér ómetanleg. Á kveðjustundu er hjarta mitt fullt af þakklæti yfír því að hafa fengið að eiga Steinunni Jónsdóttur að vini. Glæsileg og brosandi kom hún til mín færandi jólastjörnu á aðvent- unni og áttum við saman góða stund ásamt vinafólki. Að taka þátt í líf- inu til hinstu stundar eins og Steina gerði er Guðs gjöf sem ber að þakka. Er við lítum um öxl til ljúfustu daga liðinn- ar ævi, þá era það stundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði. (Nico) Vinátta Steinu var hlý og trygg og sendi ég og mitt fólk syrgjendum hugheilar samúðarkveðjur. Anna Gígja. t Minningarathöfn um ástkæran eigin- mann minn, föður okkar, tengdaföður og afa, THEÓDÓR SIGURJÓN NORÐKVIST, sem lést af slysförum þann 18. desem- ber sl., fer fram í Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 30. desember kl. 15.00. Jarðarförin fer fram frá (safirði og verð- ur auglýst siðar. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á björgunarsveitina Stráka á Siglufirði. Ingibjörg Marinósdóttir Norðkvist, Margrét Norðkvist Theódórsdóttir, Sigurður Óli Sigurðsson, Ása Norðkvist Theódórsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Jón Sigurður Norðkvist, Theódór Norðkvist yngri og elskuleg barnabörn hins látna. Lokað Verslun GUðlaugs A. Magnússonar sf., Laugavegi 22a, verður lokuð föstudaginn 30. desember vegna jarðarfarar KORNELÍU ÓSKARSDÓTTUR. t Ástkær faðir okkar, karljakobsson; Hæðargarði 33, Reykjavik, lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. desember. Þráinn Karlsson, Örlygur Karlsson. t Frænka okkar, OLGA ÞÓRARINSDÓTTIR frá Sanddalstungu, verður jarðsungin frá Hvammskirkju í Norðurárdal föstudaginn 30. desember kl. 14.00. Aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORGRÍMUR BRYNJÓLFSSON kaupmaður, Óðinsgötu 1, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum 27. desember. Ingibjörg Jónsdóttir, Reynir Þorgrfmsson, Rósa Gfsladóttir, VfðirPáll Þorgrfmsson, Jóhanna Haraldsdóttir og afabörn. t LÁRUS HERMANNSSON (Lorenz Lorenzen) lést í Svfþjóð 27. desember. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GRÓA SVEINSDÓTTIR fyrrum húsfreyja í Selkoti, Austur-Eyjafjölium, verður jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju föstudaginn 30. desem- ber kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 11.00. Anna Gissurardóttir, Ingvar Einarsson, Svanhvít Gissurardóttir, Ágúst Guðjónsson, Guðfinna Gissurardóttir, Árni Magnússon, Kolbeinn Gissurarson, Halldóra Guðmundsdóttir, Erna Gissurardóttir, Matthías Guðmundsson, Þóra H. Gissurardóttir, Aðalsteinn Sigurjónsson og barnabörn. Sigríður Ólafsdóttir, Elsa Smith, Páll Eiríkur Lárusson, Ólafur Lárusson, Dorothea Lárusdóttir, Lorens Lárusson, Árni K. Lárusson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÖRÐUR HARALDUR KARLSSON bókbindari, Eiðistorgi 5, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þann 30. desember kl. 13.30. Hjördfs Bjarnadóttir, Bjarni Harðarson, Kolbrún Þórðardóttir, Þórbjörg Harðardóttir, Pétur M. Hanna, Hjördfs Rögn Baldursdóttir, Þórður Ægir Bjarnason, Margrét P. Hanna, Hörður Bjarnason, Tinna Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.