Morgunblaðið - 29.12.1994, Side 30

Morgunblaðið - 29.12.1994, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍSAK ÖRN HRINGSSON + ísak Örn Hringsson, fyrrv. skrifstofu- stjóri, fæddist i Reylqavík 10. apríl 1930. Hann lést á Landspítalanum 21. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Hringur Vig- fússon ojg Jósefína Guðrún Isaksdóttir, en þau voru bæði fædd í Reykjavík. Isak var elstur fjög- urra systkina. Hann átti þrjár systur: Önnu Fíu, Þórunni (báðar látn- ar) og yngst er Aslaug. Árið 1964 kvæntist Isak Bryndísi Brynjúlfsdóttur, frá Vest- mannaeyjum. Þau áttu saman eina dóttur, Önnu Brynju, f. 1965. Hún er gift Pétri Þór Halldórssyni og eiga þau tvö börn, Tinnu Sigrúnu, f. 1991, og Isak Órn, f. 1993. Auk þess gekk hann í föður- stað dóttur Bryn- dísar, Sigrúnu Gylfadóttur, f. 1962. ísak stundaði nám við Verslunar- skóla íslands og lauk þaðan verslun- arprófi. Hann hóf störf sem gjaidkeri hjá Útvegsbanka íslands 1949, var ráðinn aðalféhirðir 1967 og skrifstofustjóri 1980. ísak hætti störfum þegar hann átti rétt til eftirlauna, eða stuttu eftir að hann varð sextugur. Útför Is- aks Amar Hringssonar fer fram frá Kópavogskirkju í dag. VINUR minn og samstarfsfélagi, ísak Örn Hringsson, er látinn. Við hittumst sem snöggvast í afgreiðslusal íslandsbanka við Lækjargötu rétt fyrir miðjan nóv- ember sl. og sagði hann mér þá, í óspurðum fréttum, að hann hefði verið í læknismeðferð vegna sjúk- dóms, sem skyndilega hefði komið í ljós í október. Hann var glaðlegur og glettinn, sem einkenndi reyndar skapgerð hans, gerði lítið úr veik- indunum, en sagðist þó þurfa að fara áfram í smá meðhöndlun á Landspítalanum, en var bjartsýnn á, og hafði það eftir læknum, að heilsan yrði brátt komin í samt lag aftur. Það hvarflaði því síst að mér þá, að þetta yrði í hinsta sinn, sem ég sæi hann á lífi, og um leið síðustu orðaskiptin, enda hafði hann alla tíð verið tiltölulega heilsuhraustur og vel á sig kominn. Flest benti því til, í mínum huga, að hann ætti eftir að njóta lífsins og ná háum aldri. „Enginn veit þó sína ævi, fyrr en öll er,“ og varð ég mjög undrandi og hryggur, þegar ég kom frá útlöndum og heyrði frá sam- starfsfélögum, að þessi góði dreng- ur lægi helsjúkur á gjörgæslu Land- spítalans, meðvitundarlaus og ekki einu sinni æskilegt að heimsækja hann. „Eitt sinn skal hver deyja,“ segir máltækið, þótt hver og einn sé ekki að velta því fyrir sér, kannski sem 'betur fer. Sláttumað- urinn mikli, sem vitjar okkar allra, er því flestum fjarlægur, eins og svo margt annað, svo sem slys og sjúkdómar. Oftar en ekki er okkur tamt að hugsa gjarnan eitthvað á þessa leið: Röðin er ekki komin að mér, heldur einhveijum öðrum. í reynd er það góður eiginleiki og flestum gefið í vöggugjöf, að bægja frá sér dapurleikanum og gerir það jafnframt að verkum, að við erum færari að takast á við lífíð og njóta þess meðan það varir. ísak hóf starfsferil sinn í Útvegs- banka íslands strax að loknu brott- fararprófi frá Verslunarskóla ís- lands vorið_ 1949. Hann starfaði því samfellt í Útvegs- og síðan íslands- banka hf. í yfir 40 ár. Sorglegt fínnst mér, að hann skuli ekki hafa fengið að njóta „gullnu áranna“ lengur en raun ber viti, en hann var kominn á eftirlaun fyrir þremur árum, sem hann átti rétt á, sam- kvæmt reglum um Eftirlaunasjóð starfsmanna Útvegsbankans. ísak Öm var góður bankamaður í dýpsta skilningi þess orðs, sam- viskusamur, traustur og trúr, enda leysti hann öll þau Ijölmörgu verk- efni, stór og smá, sem honum var treyst fyrir á löngum starfsferli, einstaklega vel af hendi. Þekking hans á innri starfsemi bankans var mun víðtækari en almennt gerist, sem má svo aftur rekja til þess álits sem hann naut innan bankans, og fjölda ólíkra verkefna, sem hlóðust á hann í gegnum tíðina. Hann gekk alltaf glaður og reifur til verka og kunni hvorki að segja nei né malda í móinn, þegar hann var beðinn um að taka eitthvað að sér, þó það heyrði ekki beinlínis undir starfs- MINNINGAR svið hans. Slíkt var einfaldlega ekki til í hans orðabók enda maðurinn með afbrigðum bóngóður. ísak Örn Hringsson hefur lifað tímana tvenna, frá því að hann hóf störf sem ungur maður. Spari- sjóðsbækur, jafnvel tékka- og hlaupareikningar voru handfærðir og bókhald bankans hafði tekið litl- um breytingum frá stofnun hans 1904. Hann var einstaklega næmur fyrir nýjungum og fljótur að tileinka sér þær, allt frá því að bókhaldsvél- ar fóru að ryðja sér til rúms til daga tölvuvæðingar. Hann var alla sína starfsævi „í takt við nýja tíma“, en það mun einmitt vera slagorð bankans okkar. Isak tók við starfí aðalféhirðis bankans 1967 og gegndi því til ársins 1980, þegar hann var ráðinn skrifstofustjóri. Þegar ég lít yfír farinn veg, er alveg makalaust, hvað mörgum ólíkum verkefnum var ýtt að ísaki, en því miður er það nú einu sinni svo, að störfín hlaðast yfírleitt á þá menn, sem eru jákvæðir og viljugir til vinnu. Til dæmis voru launaútreikningar starfsmanna bankans meira eða minna á hans herðum í yfír 25 ár. Nákvæmni hans var slík í því starfí, að villur mátti telja á fingrum ann- arrar handar. Minnist ég þeirra kvölda, sem ég sat með honum við útreikning launa að mörgu leyti með söknuði, því það var gott að vinna við hlið hans og verkin látin tala. Þó áttum við það til, að skipt- ast á skoðunum um lífíð og tilver- una og stundum um pólitík, en þá færðist mikið fjör í umræðurnar, þar sem skoðanir okkar í þeim efn- um lágu ekki saman. Alltaf var þó talað málefnalega um hlutina og í góðu gert, enda held ég, að við höfum virt skoðanir hvor annars. Isak var afskaplega töluglöggur maður og var það hans metnaður, á þeim tíma, sem hann gegndi starfi aðalféhirðis, að gjaldkerar færu aldrei heim fyrr en þeir hefðu ná- kvæmlega stefnt af kassa sína. Sat hann almennt til síðasta manns og er mér ekki grunlaust um að kvöld- maturinn á heimili hans hafi æði oft verið snæddur í síðara lagi. Hér áður fyrr, var algengt, að gjaldker- ar bankans þyrftu að vinna til kl. 9 og 10 á aðfangadagskvöld og hefur það eflaust sett svip sinn á fjölskyldulífíð þennan hátíðisdag kristinna manna. ísak heitinn var ákaflega lán- samur í einkalífí sínu. Hann kynnt- ist eiginkonu sinni, Bryndísi Brynj- úlfsdóttur, í Útvegsbankanum, en hún byijaði feril sinn sem gjaldkeri og vann undir hans stjóm. Hefí ég sjaldan hitt ljúfari og hjartahlýrri konu en Bryndísi. Það er eins og æðri máttarvöld hafí leitt þau sam- an, svo lík voru þau í fasi og fram- komu, jafnvel lífsskoðun þeirra lá saman frá fyrstu tíð. Bryndís hefur starfað í 27 ár í Útvegsbanka og síðar íslandsbanka og starfar þar enn. Hún er að mínu mati með af- kastameiri starfsmönnum bankans, glögg og fljót að vinna. Ahugamál áttu þau fjölmörg, enda ákaflega samrýnd. Svo pitt- hvað sé nefnt, höfðu þau sameigin- legan áhuga á lestri „góðra bók- mennta, sígildri músík og söng. Þau höfðu yndi af útivist, ferðuðust mikið innanlands og könnuðu nátt- úru landsins, sem þeim fannst mik- ið til koma, enda unnu þau bæði landi sínu -og þjóð. Þau áttu því láni að fagna að ferðast talsvert erlendis og könnuðu þá gjaman nýjar slóðir hveiju sinni. Aður en ísak kynntist Bryndísi ferðaðist hann til fjarlægra landa svo sem Asíu og kynntist því menningu þessara þjóða, sem var fátítt í þá daga og löngu áður en ferðalög íslendinga erlendis urðu almenn- ingseign, eins og það er stundum kallað. Það má segja, að áhugamál þessa vinar míns hafa beinlínis verið ótæmandi. Hann átti t.d. með betri frímerkjasöfnum hér á Iandi og hafði meira að segja lokið að tölvu- væða það, svo hann hefði yfir það betri yfírsýn og sæi hvað hann ætti og jafnframt hvað vantaði í það. Þá vissi hann allt um seðlaút- gáfu á íslandi og var það hans verk að bankanum tókst að lokum að eignast fullkomið mynt- og seðla- safn. Þessa góða drengs er sárt saknað af fjölskyldunni, enda var hann konu sinni góður eiginmaður og félagi og dætrum sínum sannur faðir, þeim Önnu Brynju og Sig- rúnu, og beinlínis umvafði þær ást- úð sinni. Við ótímabært fráfall ísaks Arn- ar Hringssonar hefur enn fækkað í hópi eldri starfsmanna bankans. Við söknum hans, en minningin um góðan vin og félaga mun lifa og verður ekki frá okkur tekin. Þessi lítilláti og hógværi vinur minn, sem kominn er til nýrra heimkynna, kann mér sjálfsagt litl- ar þakkir fyrir pár þetta og myndi sjálfsagt væna mig um að bera á sig oflof, því hans háttur var að gera hlutina í kyrrþey þar sem hann fékk sína lífsuppfyllingu í síbreytilegu starfi og þekkingar- leit. Hræsni og sýndarmennska voru honum víðs fjarri. Því munum við, sem eftir lifum, minnast góðra eiginleika þessa látna vinar og sérkenna, sem hann einn hafði og enginn annar. Megi góður Guð styrkja og vernda ást- vini hans. t Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar, KORNELÍA ÓSKARSDÓTTIR, Hjallalandi 13, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. desember kl. 13.30. Magnús Haukur Guðlaugsson, Hanna Slgríður Magnúsdóttir, María Hrönn Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sambýlismanns míns, föður okk- ar, tengdaföður, afa og langafa, SÆMUNDAR BENEDIKTSSONAR, Melteigi 22, Keflavík. Gunnhildur Jónsdóttir, Jón Sæmundsson, Ragnheiður Stefánsdóttir, Benedikt Sæmundsson, Fjóla Jóhannesdóttir, Pétur Sæmundsson, Edith Óladóttir, Fanney Sæmundsdóttir, Oddgeir Björnsson, Hallbjörn Sæmundsson, Gfsli Þorvaldsson, Elfn Heiðdal, Guðmundur Marfasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI MAGNÚSSON, andaðist að kvöldi 27. desember. Útförin verður auglýst síðar. Sæunn Guðmundsdóttir, Ragnar J. Bjarnason, Gyða K. Aðalsteinsdóttir, Magnús I. Bjarnason, Hrefna Magnúsdóttir, Oddur P. Bjarnason, Kristin H. Vignisdóttir, Þorkell Sigurlaugsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN GUÐMUNDSSON bifrelðastjóri frá Málmey, Vestmannaeyjum, Engjavegi 9, Selfossi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. desember. Útförin verður auglýst síðar. Brúnhild Pálsdóttir, Guðmundur Paul Jónsson, Helga Jóhannesdóttir, Kolbrún Jónsdóttir Petersen, Anton Heinsen, Olgeir Jónsson, Bára Gísladóttir, Birgir Jónsson og barnabörn. Blessuð sé minning ísaks Amar Hringssonar. Reynir Jónasson. Aðdragandi jólanna er einn skemmtilegasti tími ársins, a.m.k. fyrir fjölskyldufólk. Tilhlökkun barnanna vex frá degi til dags, og undir henni er kynt með jóladaga- tölum, og jólasveinagjöfum í skó. Útvarpið flytur jólalög frá morgni til kvölds og afar og ömmur kenna barnabörnum sínum jólalögin. Am- strið eykst og skorður hefðarinnar ráða öllu. Skyndilega var þessi stemmning jólaundirbúnings rofín með símtali frá vini mínum Jóhannesi Bjarna Jónssyni: ísak Örn Hringsson er látinn. Það rifjast upp löngu liðnir dag- ar, dagarnir þegar við ungir félag- arnir hittumst oft í viku, ýmist til að ræða pólitíkina og þá oftast heimspólitíkina, eða undirbúa ferðir annaðhvort í rútu um landið eða í Skálann. í þeim hópi var ísak Örn Hrings- son og þrátt fyrir hógværa fram- komu og hávaðalítið tal var hlustað grannt eftir skoðunum hans og til- lögum, og oftar en ekki var gert sem hann vildi. Þessi hópur ungs fólks safnaðist saman undir merkjum Æskulýðsfylk- ingarinnar og hafði samastað í fé- lagsheimili hennar í Tjamargötu 20. Þótt sameiginlegar skoðanir á stjórnmálum væru það sem hópur- inn var myndaður um, þá eru nú, eftir rúma þijá áratugi, mér minnis- stæðust ferðalögin, sem við fórum og aðrar samverustundir, ýmist í Tjarnargötunni eða í Skálanum, þangað sem farið var oft á ári í vinnuferðir eða skíðaferðir. Þessi ungkarlaár vom ekki mörg, þótt þau séu minnisstæð, og þegar alvara lífsins tók við skildu leiðir. Síðustu áratúgina hittumst við ísak Örn ákaflega sjaldan og þá eingöngu á förnum vegi. Og nú blasir sú kalda staðreynd við að oftar munum við ekki njóta sam- ræðna eða samvista. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið samferða ísak Erni hluta af lífsgöngunni, og kveð hann með söknuði. Aðstandendum hans öllum votta ég mína dýpstu samúð. Siguijón Pétursson. Kæri ísak. Hjartans þakkir fyrir öll þau góðu hamingjuár sem þú gafst dótt- ur minni og fyrir hjálpsemi og tillit- semi alla tíð. Allt er á hverfanda hveli, hugur, máttur og ást. En ætíð, að enduðu éli, aftur þó fagra hvel sást. (H. Hafstein) Tengdamamma. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Erfídrykkjur Glæsileg kaffí- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIBIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.