Morgunblaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 31 MARÍA HALLGRÍMSDÓTTIR + María Hall- grímsdóttir var fædd í Reykjavík 21. ágúst 1905. Hún lést í hjúkrunar- heimilinu Eir 16. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hall- grímur Jónsson (f. 1875, d. 1961) skóla- stjóri við Miðbæj- arbarnaskólann í Reykjavík og kona hans Yigdís Er- lendsdóttir (f. 1871, d. 1948) frá Breiða- bólstöðum á Alftanesi. Hall- gfrímur og Vigdís eignuðust sex börn: Maríu, sem var elst, Jón- as, f. 1907, d. sama ár, Meyvant Óskar, f. 1909, d. 1980, Ólaf Davíð, f. 1911, d. 1914, Erlend Óskar, f. 1914, d. sama ár, og Önnu, f. 1912. María lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1925 og emb- ættisprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1931. Það ár hélt hún til Danmerkur og starfaði þar sem læknir fram til ársins 1940, er hún hvarf aftur til íslands og setti upp læknastofu I Reykjavík. Árið 1951 hóf hún störf við fæðing- ardeild Landspítalans og starf- aði þar næstu 24 árin. María var ógift og barnlaus. Útför hennar verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag. SKÖMMU fyrir jól lést móðursystir mín, María Hallgrímsdóttir, í hárri elli. Frá árinu 1917 bjó María í húsinu nr. 17 við Grundarstíg í Reykjavík. Þar hafði hún íbúð á efri hæð hússins og ein af mínum fyrstu bernskuminningum er tengd stiganum sem lá frá fyrstu hæð hússins, þar sem ég bjó, upp á aðra hæð til hennar. Þennan stiga kleif ég oft eftir að ég náði þeim aldri að vera fær til slíkra langferða, því María var með afbrigðum barngóð. í marsmánuði árið 1914 létust tveir bræður Maríu, Erlendur Óskar fyrst og Ólafur Davíð 13 dögum síðar. Hafði þessi missir mikil áhrif á hana og allt það ár gekk hún um, þá átta ára gömul, og leit ofan í alla bamavagna sem hún sá í leit að bræðrum sínum. Hún sagði sjálf að í kjölfar bræðramissisins hafi hún ákveðið að læra til læknis. Fyrir unga stúlku árið 1914 hlýtur það að hafa verið mjög óvenjuleg ákvörðun, en lýsir Maríu vel í því að hún fór alltaf sínar eigin leiðir og skeytti þá ekki um skoðanir annarra, kringumstæður eða tíðar- anda. Hún stóð við ákvörðun sína frá æskuárunum, lauk embættis- prófi í læknisfræði 26 ára gömul og starfaði sem læknir æ síðan. María var mikil kvenréttinda- kona eftir þeim hætti sem tíðkaðist í byrjun aldarinnar. Var hún vel lesin í þeim málum. Henni fannst sú hefð óréttlát að kenna börn ein- göngu við feður sína og þess vegna bætti hún upphafsstaf móð- ur sinnar, Vigdísar, í nafn sitt og skrifaði sig gjaman Maríu V. Hall- grímsdóttur. Hins veg- ar þótti henni tilburðir kvenfrelsiskvenna vorra daga afar tor- skildir og fylgdist með þeirri þróun í forundr- an. María var ljóðelsk kona. Hún var minnug á ljóð og verk Matthí- asar Jochumssonar og Gríms Thomsens voru henni mjög að skapi. Allt fram undir það síð- asta gat hún lesið kvæði þessara skálda sér til ánægju, því þótt minnið væri mjög tekið að þverra sat andblær þeirra enn fast í huga hennar. Eitt af áhugamálum Maríu hin síðari ár var ljósmyndun. Hún átti myndavél, sem var svo smágerð, að hægt var að fela hana í lófa annarrar handar. Með þessari myndavél tók hún fjölmargar myndir, mér er nær að halda að þær skipti þúsundum. Margar þess- ara mynda eru af samstarfsfólki hennar á fæðingardeild Landspítal- ans og af daglegu lífi í Þingholtun- um. María átti bíl af gerðinni Chevro- let Corvair árgerð 1960. Hún hafði reyndar tekið bílpróf í Kaupmanna- höfn árið 1935, en einhvern veginn treysti hún sér ekki til að aka bíl sínum í Reýkjavíkurumferðinni eins og hún var á árunum upp úr 1960. Það kom því oft í minn hlut að aka henni um í bílnum. Leiðin lá oftast suður á Álftanes, en þar átti hún mörg skyldmenni. Álftanesið var henni alltaf kært og þaðan átti hún góðar minningar frá æskuárum sín- um. Við sem þekktum Maríu vel minnumst hennar með miklum söknuði. Sjálfur er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta góð- vildar hennar í meira en 45 ár. En hennar tími var kominn, hún lést á 90. aldursári farin að heilsu. Hallgrímur Magnússon. Frænka mín María Hallgríms- dóttir læknir er látin. Þremur vikum áður en hún lést heimsótti ég hana í síðasta sinn á hjúkrunarheimilið Eir. María lét mjög vel af dvöl sinni þar og var þakklát hjúkrunarfólki fyrir alla aðhlynningu og vinsemd. Þessi síðasta kveðjustund okkar er mér mjög minnisstæð, því að þrátt fyrir háan aldur var kímnigáfan til staðar. Margar snjallar vísur sem ég kannaðist við frá fyrri árum flutti hún mér við þetta tækifæri. Þessar vísur vöktu oftar en ekki hlátur okkar beggja. Föður Maríu, Hallgrími Jónssyni, síðar skólastjóra Miðbæjarskólans, varð fljótt ljóst að María hafði feng- ið góðar námsgáfur í vöggugjöf. Um það leyti sem María var þriggja eða fjögurra ára orti hann „Vísur til Maju“: Hálsinn hvítur, höndin smá, hakan eins og snúður, rósakerfí kinnum á, kollur háraprúður. Skemmtir tíðum mömmu og mér Maja í rauða kjólnum, þegar hún er með opið kver ein í litla stólnum. Kverið, sem um er rætt í vísunni er „Stafrófskver“ sem Hallgrímur samdi 1907, en sjötta útgáfa þess var gefin út 1936. Segja má að þetta kver hafi verið lesið upp til agna í bókstaflegri merkingu. María settist í Menntaskólann og lauk, ein fárra kvenna, stúdents- prófi árið 1925, og námi í læknis- fræði við Háskóla Islands árið 1931. Útþráin var Maríu í blóð borin eins og fleiri íslendingum. Hún sigldi því til Danmerkur sama ár og hún brautskráðist úr Háskólanum og dvaldist þar að mestu leyti þangað til hún kom heim frá Petsamo með Esjunni árið 1940. Þó hafði hún komið heim 1935 og unnið á Vífils- stöðum nokkra mánuði. í Danmörku starfaði María við fæðingardeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn og á Barnaspítala í Sönderborg. Ég man hve montin ég var af að eiga frænku sem sendi mér kort um jól og stundum gjafir frá Danmörku. Eftir að María kom heim til ís- lands hóf hún lækningar og starf- aði sjálfstætt þar til hún réðst til starfa á fæðingardeild Landspítal- ans árið 1951 og þar starfaði hún til ársins 1975, þegar hún hætti vegna aldurs. María var heimilislæknir fjöl- skyldu minnar um árabil. Það var sama hvort hún var ónáðuð að nóttu eða degi, alltaf var hún viðbúin. Hún minnti mig að sumu leyti á Matthías Einarsson, sem var heimil- islæknir foreldra minna og okkar systkina. Hann var alltaf kominn ef eitthvað alvarlegt amaði að og stundum batnaði manni bara við að sjá hann. Margar minningar vakna, þegar ég hugsa nú til löngu liðinna ára. Minnisstæðast er mér þó, þegar Friðrik sonur okkar, þá tæplega þriggja ára, varð hastarlega veikur. I ljós kom að um lífhimnubólgu á háu stigi var að ræða, eftir að botn- langi hafði sprungið. Snögg, en fumlaus viðbrögð Maríu áttu án efa þátt sinn í því að ekki fór verr enda mátti ekki tæpara standa. Með Guðs hjálp bjargaði María ásamt skurðlæknunum á Landakoti, Hall- dóri Hansen og Karli Jónassyni, lífi lítils drengs. Slíkt gleymist aldrei og verður ekki fullþakkað. Jafnframt starfi sínu þýddi María nokkrar bækur og þar á meðal bók- ina um Níels R. Finsen, sem stund- aði nám við Menntaskólann í Reykjavík og hlaut Nóbelsverðlaun- in í læknisfræði árið 1903. Um þessar mundir höldum við hátíð ljóss og friðar. Hugurinn flýg- KARL ÁGÚSTSSON + Karl Ágústsson fæddist á Hellissandi 18. ágúst 1909. Hann Iést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 18. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 27. desember. MIG LANGAR að minnast í fáum orðum Karls Ágústssonar eða Kalla, eins og hann var kallaður. Minningarnar streyma fram hver af annarri. Ég hef þekkt Kalla frá blautu barnsbeini og var tíður gestur á heimili þeirra Kalla og Möggu konu hans, sem er afasystir mín. Kalli var með eindæmum barn- góður maður og liændust börn ávallt að honum. Reyndar átti það við um fólk á öllum aldri. Allir höfðu ánægju af að kynnast honum og njóta samvista með honum. Kalli var afar handlaginn og hið mesta ljúfmenni. Ég minnist hans niðri í kjallara heima hjá sér að smíða hinu ýmsu hluti sem prýða nú mörg heimili. Stundum fékk ég að koma með honum niður og dútla mér þar aðeins við smíðar. Ég á enn í dag ýmsa hluti sem ég smíð- aði þar. Mér þykir vænt um þá og þær minningar sem við þá eru tengdar. Eg minnist þess líka að oft á sumrin fórum við niður að læk að gefa öndunum. Þá leituðum við þar einnig að fjöðrum, en þær notaði hann til þess að búa til sérstakar litlar veiðiflugur. Veiðidellan var trúfastur förunautur Kalla og þær eru ófáar veiðiferðirnar sem ég hef farið í með honum. Það var einmitt hann sem gaf mér fyrstu veiði- stöngina mína. Á hveiju sumri stóð Kalli fyrir veiðiferð í bústað. Þar kom fjöl- skyldan saman og naut lífsins í rík- um mæli yfir helgl. Það var einmitt í þessum veiði- ferðum sem Kalli naut sín best. Alltaf var hann fullur af lífsgleði og með henni tókst honum að hrífa alla með sér. Það er erfitt að sætta sig við að eiga aldrei eftir að hitta þennan yndislega mann aftur. En eftir lifir allur fróðleikurinn og gleðin, sem hann hefur gefið mér á liðnum árum. Elsku Kalli, ég sakna þín sárt, en hugsunin um þig er góð. Magga mín, ég sendi þér mínar innilegustu samúðarkveðjur. Tíminn læknar öll sár og minningin um góðan dreng lifir og lýsir á erfið- um stundum. Bjarney Valsdóttlr. ur til ættingja og vina með bestu jólaóskum. A þessum jólum minn- umst við sérstaklega Maríu Hall- grímsdóttur og biðjum Guð að veita henni eilífan frið. Við Sophus og börnin okkar sendum Önnu systur Maríu, og fjöl- skyldu hennar innilegustu samúðar- kveðjur. Áslaug María Friðriksdóttir. Mínar fyrstu bernskuminningar tengjast konunni Maríu Hallgríms- dóttur, sem kvödd er í dag. Ólafía Einarsdóttir í Hofi við Sólvallagötu fóstra mín og Maja voru frænkur. Á heimilinu í Hofi var mikill gestagangur og einn af gestunum var Maja, hún kom reglulega, gust- aði af henni, klædd á sinn sérstaka hátt, fór ekki úr yfirhöfn né stígvél- um. Já, stígvélin, ég man hana varla í öðru til fótanna. Ég barnið drakk I mig hvert orð af vörum hennar og fór að þykja vænt um þessa konu. Árin liðu og ég gekk með frumburð minn. Maja fylgdist vel með meðgöngu barnsins, svo vel að ég hafði á orði við hana: „Það mætti halda að þú værir faðirinn, Maja mín.“ Handvömm við fæðingu barnsins varð til þess að það lifði stutt. Þetta tók vinkona mín mjög nærri sér, reyndi að réttlæta kollega sína og vini, sem reyndust henni svo vel þegar árin færðust yfir. Hafí þeir þökk fyrir. Vistarverur hennar á fæðingardeild Landspítal- ans voru sérstakar, það vita þeir sem til þekktu. Það var kapítuli út af fyrir sig að koma þangað og reyna að útbúa sér sæti og spjalla. Við Maja áttum eftir að gleðjast, með góðri hjálp og umhyggju Guð- mundar heitins Jóhannessonar fæddust mér þrír synir. Nokkuð þurfti að hafa fyrir tilvist þeirra, en umvafin góðvild Guðmundar voru ákveðnir fæðingardagar drengjanna, sem teknir voru með keisaraskurði og Maja tilbúin með myndavélina, tók myndir frá byrjun til enda. Myndir þessar prýða fremstu síður í myndabókum sona minna, gjöf frá Maju. Þá þekktist ekki að feður væru viðstaddir hol- skurði og eru þessar myndir mér fjársjóður. Maja mætti á heimili okkar við skírn allra drengjanna og þótti mér afar vænt um það, því hennar stíll var ekki að stunda veislur. Hún hringdi reglulega og fékk fréttir af fólkinu í Hofi. Mér er í minni morgunstund á 70 ára afmæli henn- ar þar sem ég fór og heilsaði upp á hana í tilefni dagsins. Hún hafði tekið fram nokkra fallega kjóla og vildi fá álit hvað skyldi velja: „Því strákarnir (kollegarnir) vilja endi- lega bjóða mér á Hótel Holt, ég verð stutt, þeir verða þá bara leng- ur og skemmta sér.“ Þar kom að hún gat ekki lengur verið eki heima á Grundarstíg og þurfti aðstoð heima fyrir. Frétti ég að heiðurskonan Þóra Gísladóttir væri komin henni til aðstoðar, þá vissi ég hana í kærleiksríkum hönd- um. Föstudaginn 16. desember var Maja svo sterk í huga mínum að ég hringdi í systur hennar, Önnu, til að fá fréttir af líðan hennar. Mér telst svo til að á meðan á sam- tali okkar stóð hafi Maja lagt af stað yfir móðuna miklu. Hún dvaldi á Hjúkrunarheimilinu Eir síðustu ævidagana. Að léiðarlokum kveð ég þig, vin- kona mín, og þakka allar góðar stundir. Guð geymi þig. Lóa. Skilafrest- ur vegna minningar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. t ELÍN DANÍELSDÓTTIR frá Björnshóli, Miðfirði, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 26. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Systkini hinnar látnu. t Alúðar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug við fráfall SIGRÍÐAR ÞORVARÐARDÓTTUR, ásamt sérstökum þökkum til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði. Sólveig Kr. Einarsdóttir, Lindsay O’Brien, Jóhanna Axelsdóttir, Edda Þorsteinsdóttir, Halldór Guðmundsson, Einar Baldvin Þorsteinsson, Gísli Rafn Ólafsson, Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir, Þorvarður Tjörvi Ólafsson og barnabarnabörn. t Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGIBJARTAR J. ARNÓRSSONAR húsasmiðameistara, Droplaugarstöðum, áður Bogahlíð 22. Jóhannes Ingibjartsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Sigurður Ingibjartsson, Signý Hauksdóttir, Svandís Ingibjartsdóttir, Rafn Eyfell Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.