Morgunblaðið - 29.12.1994, Síða 32

Morgunblaðið - 29.12.1994, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGURÐUR H. PÉTURSSON + Dr. Sigurður Helgi Pétursson gerlafræðingur fæddist á Skamm- beinsstöðum í Holt- um 19. maí 1907. Hann lést í Reykja- vík 15. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Pétur Jónsson bóndi og Guðný Kristjáns- dóttir. Börn þeirra hjóna voru tíu tals- ins og var Sigurður fimmti í aldursröð- inni. Þijú þeirra eru á lífi. Sigurður kvæntist Þor- steinu Hannesdóttur árið 1932, en þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Hulda, ekkja eftir Hallgrím Hallgrímsson, sem lést 1984. Börn þeirra eru fimm. Sambýlismaður Huldu er Svavar Færseth. 2) Svavar, var giftur Onnu Bergmann, en þau skildu. Börn þeirra eru fimm. 3) Pétur, kvæntur Torunn Sigurðsson. Þau eiga þijú börn. Arið 1947 kvæntist Sigurður Mörthu Guð- rúnu Eiríksdóttur, en þau slitu samvistir. Þriðja kona Sigurðar var dr. Selma Jónsdóttir, fyrr- um forstöðumaður Listasafns Islands, sem nú er látin, en þau gengu í hjónaband árið 1955. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykja- vík 1929 og stundaði síðan nám við háskóla í Kiel, Leipzig og Kaupmannahöfn. Hann lauk dr. phil.-prófl í tæknilegri gerla- fræði frá háskólanum í Kiel árið 1935 og hóf sama ár störf sem eftir- litsmaður með mjólk hjá Mjólkurs- amsölunni í Reykja- vík, en þar starfaði hann í tíu ár. Hann starfaði einnig sem sérfræðingur í iðn- aðardeild Atvinnu- deildar HÍ 1937- 1960 þegar hann varð deildarstjóri gerladeiidar Rann- sóknarstofu Fiski- félags íslands. Sig- urður kenndi við framhaldsdeild Verslunarskóla íslands frá 1943 til 1955. Hann varð félagi í Vísindafélagi ís- lendinga 1949 og sat í stjórn þess 1951-1953 og í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags 1946-1950 og formaður þess 1950-1955. A árunum 1956- 1965 ritstýrði hann Náttúru; fræðingnum og Tímariti VFÍ 1946-1949. Hann sat í Fiskmats- ráði frá stofnun þess 1960. Sig- urður stofnaði Niðursuðuverk- smiðju Borgarfjarðar hf. í Borg- amesi og veitti henni forstöðu um margra ára skeið. Sigurður ritaði mikinn fjölda greina og ritgerða sem birtust bæði í fræðitímaritum og dagblöðum, hérlendis og erlendis. Sigurður var heimilismaður á Hrafnistu I Hafnarfirði siðustu árin og var á áttugasta og átt- unda aldursári er hann lést. Útför hans fer fram frá Garða- kirkju í dag. GENGINN er einn af frnmherjum um árabil einn af fáum íslendingum í örverurannsóknum á íslandi, dr. sem numið hafði gerlafræði og lok- Sigurður H. Pétursson. Hann var ið doktorsprófí í þeirri grein. Lengst af starfaði hann á iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, en árið 1970 var gerlarannsóknastofa iðn- aðardeildarinnar sameinuð rann- sóknastofu Fiskifélags íslands, sem með lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna árið 1965 varð að Rannsóknastofnun fískiðnaðarins. Sigurður veitti gerladeild stofnun- arinnar forstöðu til ársins 1976 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þegar litið er yfir störf Sigurðar kemur berlega í ljós að viðfangsefn- in spönnuðu breitt bil eins og ann- arra sérfræðinga sem komu til starfa hér á landi á fyrri hluta aldarinnar. Á gerladeildinni var unnið úr öllum sýnum af matvælum sem heilbrigðiseftirlitið í landinu sendi til rannsókna. Þannig hafði deildin ekki aðeins með að gera allar tegundir matvæla, auk fískaf- urðanna sem var aðalviðfangsefnið, heldur einnig greiningu á þurrafúa í skipum og framleiðslu á prófefn- um til greiningar á júgurbólgu í mjólkurkúm. Nú hefur gerladeildin skipt um nafn og heitir nú örveru- deild og sinnir nær eingöngu fiskaf- urðum, en matvælarannsóknum vegna heilbrigðiseftirlits hefur ver- ið komið fyrir á rannsóknastofu Hollustuvemdar ríkisins. Rannsóknir Sigurðar í þágu físk- iðnaðarins voru einkum á sviði salt- aðra afurða. Hann rannsakaði or- sakir svokallaðrar roðamyndunar og jarðslaga í saltfíski sem olli miklu tjóni hér á landi. Með tilraun- um skýrði hann hvernig mætti halda í skefjum þeim örverum sem þessum kvillum valda. Þá rannsak- aði hann söltuð grásleppuhrogn, enda komu títt upp gallar í þeim fyrr á ámm, sem gerðu það að verkum að litaður kavíar sem er framleiddur úr hrognunum, hafði takmarkað geymsluþol og vildi af- litast. Sigurður gerði umfangsmikl- ar rannsóknir á því hvaða örvemr næðu að vaxa í hrognunum og hvemig mætti koma í veg fyrir gallana. Hann beitti sér fyrir því að gerð- ar vom úttektir á gæðum vinnslu- vatns fyrir fiskiðnaðinn og var öt- ull við að benda á mikilvægi úrbóta á því sviði. Ekki féllu orð hans um þýðingu kólígerla í vatni alltaf í fijóan jarðveg hjá matvælaiðnaðin- um. Gat hann þá verið tunguhvass og komið með athugasemdir sem tekið var eftir. Annað viðfangsefni var Sigurði hugleikið, en það var efling hvers konar fullvinnslu matvæla. Hann sá fyrir sér mikla möguleika í full- vinnslu á sjávarfangi, einkum með niðursuðu og niðurlagningu, og var óþreytandi að hvetja menn til dáða á því sviði bæði í ræðu og riti. Hann beitti sér fyrir því að Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins kæmi á fót tilraunaeldhúsi með góðri aðstöðu, m.a. til reykingar á físki og niðursuðu. Einnig var hann hvatamaður að því að til stofnunar- innar væri ráðinn matreiðslumaður og niðursuðufræðingur til þess að aðstoða fyrirtæki við að þróa nýjar vörur. Eftir Sigurð liggja bækur um mjólkurfræði, líffræði, gerlafræði, hreinlæti við matvælaframleiðslu og fískverkun, og vora sumar þeirra um árabil notaðar við kennslu. Einnig skrifaði hann margar greinar í blöð og tímarit um rannsóknir sínar og ýmis fram- faramál í matvælaiðnaði. Það sem einkenndi Sigurð sem vísindamann var hve vel hann kom viðfangsefn- um sínum til skila því hann var með afburðum ritfær og átti létt með að skýra flókin viðfangsefni þannig að þau yrðu auðskilin leik- um sem lærðum. Sá sem hér ritar átti þess kost að starfa með Sigurði Péturssyni um skeið á Rannsóknastofnun físk- iðnaðarins. Það var dýrmæt reynsla því hann var um margt óvenjulegur maður og bar sterkan persónuleika. Hann var víðlesinn og fróður, sagði skemmtilega frá og hafði ríkulega kímnigáfu. Hann dró menn og málefni upp í skýmm litum þannig að enginn þurfti að velkjast í vafa um skoðanir hans. Þannig var hann hreinskiptinn og heilsteyptur mað- ur. Um leið og við samstarfsmenn Sigurðar á Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins kveðjum samferðamann sendum við aðstandendum öllum samúðarkveðjur. Grímur Valdimarsson. Þær voru ekki margar samveru- stundirnar sem við áttum með hon- um afa, en góðar eru þær minning- ar sem við eigum um þennan hlýja og einlæga mann. Við dótturdætur afa fundum oft hvað konan va_r fullkomin vera í augum hans. Á páskum fengum við „konumar" páskaegg, og á sængina færði hann okkur konfekt- kassa, allt sérstaklega ætlað okkur. Þegar hann bauð okkur í leikhús eða út að borða var hann svo mik- ill herramaður að við ljómuðum og geisluðum sem konur. Á Ægisíðuna til afa og Selmu komum við ekki oft, en alltaf tók afi svo vel á móti okkur, með sínum dillandi létta hlátri og hlýja faðm- lagi. Mennt er máttur, sagði afi, og stuðlaði að því með góðum gjöfum þar sem hann færði okkur orðabækur og fagurbókmenntir. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Auður, Steinunn og Guðný. J^TTV I Nl N %3AUGL YSI Í\IGA R Siglufjörður Blaðberi óskast í miðbæinn frá áramótum. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 71489. Rannsóknastofnun RALA ,andbúnaðarins Þróunarstarf í matvælaframleiðslu Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar að ráða starfsmann til rannsókna og þróunar- starfs á sviði kjöt- og mjólkurúrvinnslu. Starfsmanninum er ætlað að taka virkan þátt í samstarfi Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og Háskólans á Akureyri um uppbyggingu rannsókna og kennslu í mat- vælafræði og tengdum greinum. Starfsvettvangur verður á Búgarði á Akur- eyri, Tilraunastöðinni á Möðruvöllum og að- stöðu Háskólans á Akureyri. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri störfum, sendist: Forstjóra Rannsóknastofnunarlandbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík, fyrir 1. janúar 1995. „Au pair“ - USA „Au pair“, 21 árs eða eldri, óskast til að gæta þriggja ára barns í 4 mánuði. Um er að ræða tímabilið frá 20. janúar til 15. maí. Skilyrði er að viðkomandi sé sjálfstæð, hafi reynslu af börnum og sé með bílpróf. Vinsamlegast hafið samband í síma 668150. Reykjavík Starfsfólk í aðhlynningu Starfsfólk óskast í aðhlynningu. Um er að ræða 50% starf. Vinnutími kl. 8-12 og afleysingar um helgar kl. 8-12. Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, og Þórunn Av Sveinbjarnardóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 689500. Sérfræðingur íFjölni Ert þú sérfræðingur í viðskiptahugbúnaðin- um Fjölni og vantar aukavinnu? Okkur vantar hjálp við að setja upp skýrslur og form, draga fram upplýsingar úr bók- haldi, nota gagnagrunninn í markaðssókn o.fl. Við gætum því boðið réttum aðila skemmtilegt verkefni sem aukavinnu, þar sem viðkomandi ræður sínum tíma. Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl., merktum: „Fjölnir - 7704“, sem fyrst. Ferskt starfsfólk Okkur vantar vant starfsfólk sem getur hafið störf á gamlárskvöld. Tvöföld laun í boði á gamlárskvöld. Lausar stöður fyrir barþjóna, glasabörn, dyraverði, salernisvörð og starfs- menn í fatahengi. Upplýsingar á skrifstofu Tunglsins og í Casa- blanca 29. des. frá kl. 15.00-19.00. Casablanca. Sjúkrahúsið á Akranesi Hjúkrunarfræðingar Okkur bráðvantar hjúkrunarfræðing í afleys- ingar í 4-6 vikur á lyflækningadeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Stein- unn Sigurðardóttir, í síma 93-12311. Frá Mýrarhúsaskóla Kennara vantar vegna forfalla í fjórar vikur frá 4. janúar. Nánari upplýsingar í síma 614791 frá kl. 9.00-13.00. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.